Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Side 8
8
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001
Útlönd
T>V
REUTER-MYND
Noröanmenn sækja fram
Stjómarandstæöingar í Afganistan
hafa notfært sér ástandiö vegna
hótana Bush og fariö í bardaga viö
hersveitir talibanastjórnarinnar.
Talibanar í hörð-
um bardögum viö
norðanmennina
Harðir bardagar geisuöu í norð-
anverðu Afganistan í gær þar sem
hersveitir talibanastjórnarinnar
áttu í höggi við stjórnarandstæð-
inga úr röðum Norðurbandalagsins.
Stjórnarandstæðingar vilja hefna
leiðtoga síns sem var myrtur fyrir
skömmu og nýta sér um leið ástand-
ið sem skapast hefur vegna hótana
Bandaríkjamanna um aðgerðir.
Heimildarmenn Reuters-frétta-
stofunnar sögðu að norðanmenn
hefðu lagt undir sig íjölda bæki-
stöðva talibana, svo og tugi þorpa.
Norðanmenn segja að nú sé kjör-
ið tækifæri til að leggja til atlögu
gegn herjum talibana sem búa sig
undir árás Bandaríkjamanna sem
vilja fá hryðjuverkamanninn
Osama bin Laden framseldan.
Ófriðarblikurnar
valda kreppuótta
Horfurnar í efnahagslífi heimsins
versnuðu til muna í gær þegar
hlutabréf hríðféllu i verði af ótta við
langvinnt stríð Bandaríkjamanna
gegn hryðjuverkamönnum. Stjóm-
málamenn reyndu sitt besta til að
flnna orð sem gætu róað markaðs-
menn.
Fjárfestar virtust hins vegar ekk-
ert mark taka á þeim því hluta-
bréfamarkaðir í Evrópu féllu um
nærri sjö prósent í gær og mikil
spurn var eftir svissneskum frönk-
um og skuldabréfum.
Evrópskir fjármálaráðherrar hitt-
ust í gær til að meta skaðann sem
hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin
í síðustu viku gætu valdið á efna-
hagslifinu.
REUTER-MYND
Öflug sprenging í Toulouse
Kona þurrkar blóö af andlitinu eftir
sprengingu í efnaverksmiöju.
Fimmtán týndu
lífi í sprengingu í
Toulouse í gær
Fimmtán menn að minnsta kosti
týndu lífi og um það bil 240 særðust
þegar öflug sprenging var í olíuefna-
verksmiðju við borgina Toulouse í
Frakklandi suðvestanverðu í gær-
morgun. Talið er að slys hafi valdið
sprengingunni.
Mikill ótti greip um sig eftir
sprenginguna þar sem margir töldu
að hún tengdist hryðjuverkunum í
Bandaríkjunum. Rúöur brotnuðu í
húsum á stóru svæði og íbúar voru
hvattir til að vera innan dyra þar
sem talið var aö efni sem losnuðu út
í andrúmsloftið væru eitruð. Helstu
ráðamenn Frakklands hröðuöu sér
til Toulouse eftir óhappið.
Bandaríkin halda áfram að safna liði:
Visa úrslitakost-
um Bush á bug
Talianastjórnin í Afganistan
hafnaði í gær úrslitakostum Geor-
ges W. Bush Bandaríkjaforseta um
að framselja sádí-arabíska hryðju-
verkamanninn Osama bin Laden.
Bush krafðist þess í ræðu á
Bandaríkjaþingi í fyrrakvöld að
talibanar framseldu bin Laden og
samverkamenn hans og lokuðu jafn-
framt öllum þjálfunarbúðum
hryðjuverkamanna.
Afganar svöruðu Bush fullum
hálsi í gær. „Við erum ekki reiðu-
búnir að framselja Osama bin
Laden án sannana," sagði Abdul
Salaam Zaeef, sendiherra talibana í
Pákistan.
Hann sagði að talibanastjórnin
væri ekki bundin af niðurstöðu
fundar klerkaráðs Afganistans þar
sem mælst var til þess að bin Laden
færi sjálfviljugur burt frá Afganist-
an við fyrstu hentugleika.
Bandarísk stjórnvöld halda áfram
REUTER-MYND
Gefumst aldrei upp
Abdul Saiaam Zaeef, sendiherra tali-
bana í Pakistan, segir aö þeir muni
aldrei gefast upp fyrir Bandaríkja-
mönnum og boöar heilagt stríö.
að afla stuðnings við væntanlegar
hernaðaraðgerðir sínar gegn
Afganistan og hryðjuverkamönn-
um. Almenningsálitið víða um heim
er þó andvígt hemaðaraðgerðum
stjórnvalda í Washington, að því er
fram kemur í skoðanakönnunum
sem Gallup gerði í 31 landi.
Um 80 prósent Evrópubúa og um
90 prósent íbúa Suður-Ameríku eru
hlynntir framsali og réttarhöldum
yfir þeim sem bera ábyrgð á hryðju-
verkaárásunum á Bandaríkin í síð-
ustu viku. Osama bin Laden er þar
efstur á blaði. Bush sagði að allt
benti til að bin Laden og al-Qaeda
samtök hans bæru ábyrgð ódæðun-
um sem kostuðu á sjöunda þúsund
manns lífið.
Zaeef sagði að talibanar myndu
aldrei gefast upp ef Bandaríkja-
menn réðust til atlögu gegn þeim og
að múslímum bæri skylda til að
svara með heilögu stríði.
REUTER-MYND
Vilhjálmur prins spjallar við unglinga
Vilhjálmur prins, eldri sonur Karls Bretaprins og Díönu heitinnar prinsessu, er kominn til Skotlands þar sem hann hef-
ur nám í listasögu viö hinn virta háskóla í St. Andrews á mánudag. Prinsinn var í Glasgow í gær par sem hann hitti
meðal annars þá Sami Omar og Gary McCulloch í Sighthill menntamiöstöðinni.
Ný ævisaga eftirlýstasta manns heimsins:
Bin Laden hefur nána sam-
verkamenn á Norðurlöndum
Sádí-arabíski hryðjuverkamaður-
inn Osama bin Laden hefur nána
tengiliði í Danmörku og öðrum
Norðurlöndum, að því er fram kem-
ur í nýrri ævisögu hans eftir
franska sérfræðinginn Roland
Jacquard.
„Nánasti bandamaður Osama bin
Ladens og „andlegur faðir“ hans frá
árum hans í Súdan heldur til i Dan-
mörku,“ segir Jacquard í viðtali við
dönsku fréttastofuna Ritzau. Hann
vill þó ekki nafngreina þennan
danska tengilið bin Ladens, segir
það vera hlutverk dönsku leyniþjón-
ustunnar.
í bókinni segir Jacquard að
egypskur maður að nafni Fouad Mo-
hammed Talat sé mjög virkur í Dan-
mörku og að hann ferðist oft til
Bretlands og Ástralíu til að hitta
aðra íslamska leiðtoga.
Bin Laden hefur fjárfest í dönsk-
REUTER-MYND
Osama bin Laden
Hryöjuverkamaöurinn alræmdi hefur
samverkamenn á Noröurtöndunum.
um mjólkuriðnaði fyrir milligöngu
egypsks manns sem af þeim sökum
er kallaður mjólkurmaðurinn.
Stærsta mjólkurfyrirtæki Danmerk-
ur, Arla Foods, neitaði hins vegar í
gær að nokkur Egypti væri meðal
hluthafa.
Mjólkurmaðurinn hefur einnig
tengsl til Svíþjóðar þar sem systir
hans er gift sænskum manni sem
hefur snúist til íslamstrúar. Sá hef-
ur haft milligöngu um fjárfestingar
bin Ladens í sænskum sjúkrahús-
um. Fyrir neti íslamstrúarmanna í
Svíþjóð fer Abdelkrim nokkur
Deneche sem er grunaður um að
hafa tekið þátt í tilræði í París árið
1995 þegar sjö manns týndu lífi og
tugir manna særðust.
í Noregi hefur Osama bin Laden
lagt sem svarar fjórum milljörðum
íslenskra króna i skógarhöggs- og
pappírsiðnað.
Pia græðir á voðaverkum
Stríðsyfirlýsing
Danska þjóðar-
flokksins, undir for-
ystu Piu Kjærs-
gaard, gegn íslams-
trú virðist hafa farið
vel í danska kjósend-
ur. Ef marka má
nýja skoðanakönnun fengi flokkur-
inn ellefu prósent atkvæða og tutt-
ugu þingmenn ef kosið yrði nú. Pia
er ekki í vafa um að atburðir síð-
ustu viku skipti þar máli.
SV eykur fylgið
Sósíalíski vinstriflokkurinn í
Noregi eykur enn fylgi sitt í nýrri
skoðanakönnun, hinni fyrstu eftir
þingkosningarnar á dögunum, að
því er fram kemur í norska dagblað-
inu Aftenposten.
Eitt ár í stofufangelsi
Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýð-
ræðisaflanna í Burma, hefur nú set-
ið eitt ár í stofufangelsi i höfuðborg-
inni Rangoon. Þar heldur herfor-
ingjastjórn landsins henni í ein-
angrun frá umheiminum. Upp á
síðkastið hafa herforingjarnir tekið
upp viðræður við hana um pólitíska
framtíð Burma.
Lægra verð fyrir eldislax
Verð á færeyskum eldislaxi hefur
lækkað mikið á einu á ári. Á fyrri
helmingi siðasta árs var verðið 350
til 370 íslenskar krónur kílóið en er
nú komið niður í um 200 krónur, að
sögn færeyska blaðsins Sosialurin.
útlit
Ef tekið er mið af
loftárásum Vestur-
veldanna á sveitir
Slobodans Milos-
evics í Júgóslavíu
vorið 1999, kann
svo að fara að
Bandaríkjunum
takist hvorki að
eyða né lama sveitir Osama bin
Ladens, þótt sendar verði eitt þús-
und herflugvélar gegn hryðjuverka-
manninum alræmda.
Nostradamus vinsælastur
Nafn franska 16. aldar stjörnu-
spekingsins Nostradamusar hefur
verið eftirsóttasta orðið á leitarvél-
um Netsins frá því hryðjuverka-
árásirnar voru gerðar á Bandaríkin
í síðustu viku, að þvl er segir i sam-
antekt netgáttarinnar Lycos.
Refsiaögeröir mögulegar
Hubert Védrine,
utanríkisráðherra
Frakklands, sagði í
gær að Öryggisráð
Sameinuðu þjóð-
anna kynni að
íhuga refsiaðgerðir
gegn þeim löndum
sem neituðu að eiga
samvinnu við Bandaríkin í baráttu
þeirra gegn hryðjuverkamönnum.
Kosið aftur í Eistlandi
Ekki fengust úrslit í kjöri forseta
Eistlands í gær og verður að kjósa
aftur milli tveggja sem fengu flest
atkvæði á fundi kjörmanna.
Sífellt fieiri saknað
Tala fórnarlamba hryðjuverka-
árásanna í Bandaríkjunum hefur
hækkað mikið. Samkvæmt nýjasta
mati yfirvalda eru látnir og þeir
sem saknað er 6.807.
Ekki fagurt