Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 Útlönd T>V REUTER-MYND Noröanmenn sækja fram Stjómarandstæöingar í Afganistan hafa notfært sér ástandiö vegna hótana Bush og fariö í bardaga viö hersveitir talibanastjórnarinnar. Talibanar í hörð- um bardögum viö norðanmennina Harðir bardagar geisuöu í norð- anverðu Afganistan í gær þar sem hersveitir talibanastjórnarinnar áttu í höggi við stjórnarandstæð- inga úr röðum Norðurbandalagsins. Stjórnarandstæðingar vilja hefna leiðtoga síns sem var myrtur fyrir skömmu og nýta sér um leið ástand- ið sem skapast hefur vegna hótana Bandaríkjamanna um aðgerðir. Heimildarmenn Reuters-frétta- stofunnar sögðu að norðanmenn hefðu lagt undir sig íjölda bæki- stöðva talibana, svo og tugi þorpa. Norðanmenn segja að nú sé kjör- ið tækifæri til að leggja til atlögu gegn herjum talibana sem búa sig undir árás Bandaríkjamanna sem vilja fá hryðjuverkamanninn Osama bin Laden framseldan. Ófriðarblikurnar valda kreppuótta Horfurnar í efnahagslífi heimsins versnuðu til muna í gær þegar hlutabréf hríðféllu i verði af ótta við langvinnt stríð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkamönnum. Stjóm- málamenn reyndu sitt besta til að flnna orð sem gætu róað markaðs- menn. Fjárfestar virtust hins vegar ekk- ert mark taka á þeim því hluta- bréfamarkaðir í Evrópu féllu um nærri sjö prósent í gær og mikil spurn var eftir svissneskum frönk- um og skuldabréfum. Evrópskir fjármálaráðherrar hitt- ust í gær til að meta skaðann sem hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin í síðustu viku gætu valdið á efna- hagslifinu. REUTER-MYND Öflug sprenging í Toulouse Kona þurrkar blóö af andlitinu eftir sprengingu í efnaverksmiöju. Fimmtán týndu lífi í sprengingu í Toulouse í gær Fimmtán menn að minnsta kosti týndu lífi og um það bil 240 særðust þegar öflug sprenging var í olíuefna- verksmiðju við borgina Toulouse í Frakklandi suðvestanverðu í gær- morgun. Talið er að slys hafi valdið sprengingunni. Mikill ótti greip um sig eftir sprenginguna þar sem margir töldu að hún tengdist hryðjuverkunum í Bandaríkjunum. Rúöur brotnuðu í húsum á stóru svæði og íbúar voru hvattir til að vera innan dyra þar sem talið var aö efni sem losnuðu út í andrúmsloftið væru eitruð. Helstu ráðamenn Frakklands hröðuöu sér til Toulouse eftir óhappið. Bandaríkin halda áfram að safna liði: Visa úrslitakost- um Bush á bug Talianastjórnin í Afganistan hafnaði í gær úrslitakostum Geor- ges W. Bush Bandaríkjaforseta um að framselja sádí-arabíska hryðju- verkamanninn Osama bin Laden. Bush krafðist þess í ræðu á Bandaríkjaþingi í fyrrakvöld að talibanar framseldu bin Laden og samverkamenn hans og lokuðu jafn- framt öllum þjálfunarbúðum hryðjuverkamanna. Afganar svöruðu Bush fullum hálsi í gær. „Við erum ekki reiðu- búnir að framselja Osama bin Laden án sannana," sagði Abdul Salaam Zaeef, sendiherra talibana í Pákistan. Hann sagði að talibanastjórnin væri ekki bundin af niðurstöðu fundar klerkaráðs Afganistans þar sem mælst var til þess að bin Laden færi sjálfviljugur burt frá Afganist- an við fyrstu hentugleika. Bandarísk stjórnvöld halda áfram REUTER-MYND Gefumst aldrei upp Abdul Saiaam Zaeef, sendiherra tali- bana í Pakistan, segir aö þeir muni aldrei gefast upp fyrir Bandaríkja- mönnum og boöar heilagt stríö. að afla stuðnings við væntanlegar hernaðaraðgerðir sínar gegn Afganistan og hryðjuverkamönn- um. Almenningsálitið víða um heim er þó andvígt hemaðaraðgerðum stjórnvalda í Washington, að því er fram kemur í skoðanakönnunum sem Gallup gerði í 31 landi. Um 80 prósent Evrópubúa og um 90 prósent íbúa Suður-Ameríku eru hlynntir framsali og réttarhöldum yfir þeim sem bera ábyrgð á hryðju- verkaárásunum á Bandaríkin í síð- ustu viku. Osama bin Laden er þar efstur á blaði. Bush sagði að allt benti til að bin Laden og al-Qaeda samtök hans bæru ábyrgð ódæðun- um sem kostuðu á sjöunda þúsund manns lífið. Zaeef sagði að talibanar myndu aldrei gefast upp ef Bandaríkja- menn réðust til atlögu gegn þeim og að múslímum bæri skylda til að svara með heilögu stríði. REUTER-MYND Vilhjálmur prins spjallar við unglinga Vilhjálmur prins, eldri sonur Karls Bretaprins og Díönu heitinnar prinsessu, er kominn til Skotlands þar sem hann hef- ur nám í listasögu viö hinn virta háskóla í St. Andrews á mánudag. Prinsinn var í Glasgow í gær par sem hann hitti meðal annars þá Sami Omar og Gary McCulloch í Sighthill menntamiöstöðinni. Ný ævisaga eftirlýstasta manns heimsins: Bin Laden hefur nána sam- verkamenn á Norðurlöndum Sádí-arabíski hryðjuverkamaður- inn Osama bin Laden hefur nána tengiliði í Danmörku og öðrum Norðurlöndum, að því er fram kem- ur í nýrri ævisögu hans eftir franska sérfræðinginn Roland Jacquard. „Nánasti bandamaður Osama bin Ladens og „andlegur faðir“ hans frá árum hans í Súdan heldur til i Dan- mörku,“ segir Jacquard í viðtali við dönsku fréttastofuna Ritzau. Hann vill þó ekki nafngreina þennan danska tengilið bin Ladens, segir það vera hlutverk dönsku leyniþjón- ustunnar. í bókinni segir Jacquard að egypskur maður að nafni Fouad Mo- hammed Talat sé mjög virkur í Dan- mörku og að hann ferðist oft til Bretlands og Ástralíu til að hitta aðra íslamska leiðtoga. Bin Laden hefur fjárfest í dönsk- REUTER-MYND Osama bin Laden Hryöjuverkamaöurinn alræmdi hefur samverkamenn á Noröurtöndunum. um mjólkuriðnaði fyrir milligöngu egypsks manns sem af þeim sökum er kallaður mjólkurmaðurinn. Stærsta mjólkurfyrirtæki Danmerk- ur, Arla Foods, neitaði hins vegar í gær að nokkur Egypti væri meðal hluthafa. Mjólkurmaðurinn hefur einnig tengsl til Svíþjóðar þar sem systir hans er gift sænskum manni sem hefur snúist til íslamstrúar. Sá hef- ur haft milligöngu um fjárfestingar bin Ladens í sænskum sjúkrahús- um. Fyrir neti íslamstrúarmanna í Svíþjóð fer Abdelkrim nokkur Deneche sem er grunaður um að hafa tekið þátt í tilræði í París árið 1995 þegar sjö manns týndu lífi og tugir manna særðust. í Noregi hefur Osama bin Laden lagt sem svarar fjórum milljörðum íslenskra króna i skógarhöggs- og pappírsiðnað. Pia græðir á voðaverkum Stríðsyfirlýsing Danska þjóðar- flokksins, undir for- ystu Piu Kjærs- gaard, gegn íslams- trú virðist hafa farið vel í danska kjósend- ur. Ef marka má nýja skoðanakönnun fengi flokkur- inn ellefu prósent atkvæða og tutt- ugu þingmenn ef kosið yrði nú. Pia er ekki í vafa um að atburðir síð- ustu viku skipti þar máli. SV eykur fylgið Sósíalíski vinstriflokkurinn í Noregi eykur enn fylgi sitt í nýrri skoðanakönnun, hinni fyrstu eftir þingkosningarnar á dögunum, að því er fram kemur í norska dagblað- inu Aftenposten. Eitt ár í stofufangelsi Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýð- ræðisaflanna í Burma, hefur nú set- ið eitt ár í stofufangelsi i höfuðborg- inni Rangoon. Þar heldur herfor- ingjastjórn landsins henni í ein- angrun frá umheiminum. Upp á síðkastið hafa herforingjarnir tekið upp viðræður við hana um pólitíska framtíð Burma. Lægra verð fyrir eldislax Verð á færeyskum eldislaxi hefur lækkað mikið á einu á ári. Á fyrri helmingi siðasta árs var verðið 350 til 370 íslenskar krónur kílóið en er nú komið niður í um 200 krónur, að sögn færeyska blaðsins Sosialurin. útlit Ef tekið er mið af loftárásum Vestur- veldanna á sveitir Slobodans Milos- evics í Júgóslavíu vorið 1999, kann svo að fara að Bandaríkjunum takist hvorki að eyða né lama sveitir Osama bin Ladens, þótt sendar verði eitt þús- und herflugvélar gegn hryðjuverka- manninum alræmda. Nostradamus vinsælastur Nafn franska 16. aldar stjörnu- spekingsins Nostradamusar hefur verið eftirsóttasta orðið á leitarvél- um Netsins frá því hryðjuverka- árásirnar voru gerðar á Bandaríkin í síðustu viku, að þvl er segir i sam- antekt netgáttarinnar Lycos. Refsiaögeröir mögulegar Hubert Védrine, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í gær að Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna kynni að íhuga refsiaðgerðir gegn þeim löndum sem neituðu að eiga samvinnu við Bandaríkin í baráttu þeirra gegn hryðjuverkamönnum. Kosið aftur í Eistlandi Ekki fengust úrslit í kjöri forseta Eistlands í gær og verður að kjósa aftur milli tveggja sem fengu flest atkvæði á fundi kjörmanna. Sífellt fieiri saknað Tala fórnarlamba hryðjuverka- árásanna í Bandaríkjunum hefur hækkað mikið. Samkvæmt nýjasta mati yfirvalda eru látnir og þeir sem saknað er 6.807. Ekki fagurt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.