Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Side 40
48
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001
Helgarblað
I>V
íbúafjöldi
i Taílandi búa um 62 milljónir manna
samkvæmt tölum frá janúar í ár og eru
flestir þeirra eöa um 75% innfæddir Taí-
lendingar. Opinbert tungumál í landinu er
taílenska en einnig eru ýmsar mállýskur
minnihlutahópa til í landinu.
Trúarbrögð
Stærsti hluti íbúa Taílands eöa um
95% aöhyllast búddatrú sem er meöal því
mesta sem gerist f heiminum, 3,8% eru
múslímar, 0,5% kristnir og 0,1% eru
hindúatrúar.
Taíland er 514.000 ferkílómetrar að
stærö og liggur í hjarta Suöaustur-Asíu. I
vestur og norður liggja landamæri þess
aö Myanmar, Laos í norður og norðaustur,
Kambódíu í austur og Malasíu f suöur.
Landsvæði
Taíland skiptist í fjögur landsvæöi,
noröurhlutann þar sem fjallahérðuðin eru,
miöhlutann þar sem höfuðborgina Bang-
kok er meðal annars aö finna, noröaustur-
hlutann þar sem sléttlendiö er og suður-
hlutann þar sem til að mynda er að finna
fjölda hreinna og fagurra stranda.
Veðurfar
Meöalhitinn í Taíland er 29' C en í
Bangkok getur hitastigið sveiflast frá þvf
aö vera 35' C í apríl niður í 17' C í des-
ember. Veðráttan skiptist I þrjú tímabil,
frá nóvember til febrúar er kalda tfmabiliö,
frá apríl til maí er heita tímabiliö og frá
júní til október er síöan rigningartíminn.
Höfuðborgin
Höfuöborg Taflands er Bangkok eöa
Krung Thep (City of Angels) eins og Taf-
lendingar kalla hana. Hún er 1.500 fer-
kílómetrar aö stærö og var byggö af
Rama I, fyrsta konungi landsins, áriö
1782. i Bangkok búa um 8 milljónir
manna og þar er meðal annars aö finna
allar stjórnsýslubyggingar auk höfuö-
stööva hersins og lögreglunnar.
Stjórnskipulag
Taíland er þingbundiö kongungsríki og
er konungur þess Bhumibol Adulyade.
Hann er sá níundi f rööinni og er fæddur í
desember 1927 f Bandaríkjunum. Bhumi-
bol tók við konungdómi áriö 1946 og er
því sá konungur sem lengst hefur setiö á
valdastóli.
Þjóðhátíðardagur landsins
Afmælisdagur Bhumibol Adulyade kon-
ungs sem er 5. desember er yfirleitt tal-
inn þjóöhátíöardagur Taílands. Sá dagur
er opinber frídagur.
Fílaútreiðar, strandlíf
og framandi menning
Ferðamöguleikar Taílands eru
fjölbreytilegir og þar er hægt að
fara í golf, spennandi útivistarferð-
ir af ýmsum toga, fjallaferðir, versl-
unarferðir eða skreppa á ströndina
svo eitthvað sé nefnt. Ferðamála-
ráð Taílands, sem hefur aðsetur í
Stokkhólmi í Svíþjóö, kynnti um
síðustu mánaðamót hér á landi
hvað þetta einstaka land í fjarska
hefur upp á bjóða fyrir ferðamenn.
Að sögn Louis Borgia, markaðs-
stjóra Ferðamálaráðsins, heimsóttu
niu milljónir ferðamanna landið á
síðasta ári og var helmingur þeirra
Asíubúar. Norðurlandabúar sækja
líka mikið til Taílands og og voru
þeir 415.000 talsins í fyrra. Besti
ferðamannatíminn er frá janúar til
mars en Borgia segir að hvaða árs-
tími sem er sé góður til að ferðast
um Taíland.
Hin nútímalega Bangkok
Bangkok er ein nútimalegasta
borg Asíu og óhætt er að segja að
borgin iði af lífi og fjöri allan sólar-
hringinn. Hún er ólík flestum öðr-
um stórborgum að því leyti að ekki
er neinn einn miðkjami í henni
heldur eru þeir margir. í hverjum
þeirra er að fmna fjölda hótela,
verslana og veitingastaða og sífellt
er verið að reisa ný og ný háhýsi.
Það er margt sem hægt er að skoða
í Bangkok, til að mynda fagur-
skreytt musteri, búddalíkneski úr
skíragulli, skrautgarða og hallir. í
borginni er einnig fjöldi skemmti-
legra markaða sem hægt er að
þræða og á kvöldin er upplagt að
fara á veitingastað og snæða ósvik-
inn taílenskan kvöldverð og horfa
á þjóðdansa í leiðinni. Meðal þeirra
staða sem allir ættu að skoöa í
Bangkok er Konungshöllin (Grand
Palace) og hið einstaka musteri,
Temple of the Emerald Buddha.
Um 70 km norður af Bangkok er að
finna hina fornu höfuðborg Ayutt-
haya þar sem hægt er að skoða
rústir hinnar föllnu borgar. Suður
af Bangkok er svo Kanchanaburi
sem er þekkt fyrir hina svokölluðu
„Dauðalest", en það voru stríðs-
fangar í seinni heimsstyrjöldinni
Heimsfræg strönd
Mayaströndin í suöurhluta Taílands
þegar kvikmyndin The Beach var
nokkrum árum.
sem lögðu hina illræmu járnbraut,
og svo Kwai-fljótið sem allir kann-
ast við úr kvikmyndinni Brúin
yfur Kwai-ftjótiö, þar sem hægt er
að sigla á bambusflekum.
Fjallahéruðin í
noröri
í norðurhluta
Taílands upplifa
menn allt annan
heim en í öðrum
hlutum landsins.
Þar er að finna borg-
ina Chiang Mai sem
er fyrrum höfuðborg
hins foma konung-
dæmis Lanna. í Chi-
ang Mai er að finna
gömul hof allt frá 12.
öld, vetrarhöll kon-
ungsins og musteri
sem býður upp á út-
sýni yfir Chiang
Mai dalinn. Norður
af borginni er Chi-
ang Rai þar sem
löndin þrjú, Laos,
Taíland og Burma,
mætast og nefndur
er Gullni þríhyrn-
ingurinn. Fyrir vest-
an er síðan Mae
Hong Son sem er al-
gjörlega einangrað
af fjöUum. Þar er
lika upplagt aö
bregða sér i útreið-
artúr á filsbaki sem
er einstök upplifun
hvort sem er í sól-
skini eða grenjandi
rigningu eða fara í fljótareið. Einnig
er hægt aö heimsækja þau fjölda-
mörgu fjallaþorp sem eru á svæðinu
þar sem margir ættílokkar búa við
frumstæðar aðstæður.
varö heimsfræg
tekin þar fyrir
Bátafólklð
Markaöur í Bangkok þar sem fólk kemur á bátum til aö selja varning sinn.
Sól og fjör á Pattaya-
ströndínnl
Sóldýrkendur ættu að finna nóg
við sitt hæfi á Pattayaströndinni
sem er suðaustur af Bangkok. Þar
er hægt að stunda aUavega sjósport,
spila tennis, fara í hestaferðir,
keyra go-kartbíl eða spUa golf á ein-
hverjum af þeim fjölda golfvalla
sem þar eru í boði og eru hannaðir
af mönnum eins og Jack Nicklaus
og Gary Player. Hið kristalstæra
vatn við Lan eyjuna er vinsælt hjá
köfurum og ef menn vilja bara
liggja og gera ekki neitt eru sand-
strendurnar við Samet eyju fuU-
komnar til þess. Við Taíland eru
líka margar fallegar eyjur þar sem
er að flnna lúxus-hótel og fullt af af-
þreyingu og má til að mynda benda
á eyjur á borð við Phuket og Samui.
Á Phuket eru til að mynda þrír al-
þjóðlegir golfveUir auk þess sem þar
er hægt að fara í
margs konar
sjósport.
Hln forna hofuöborg
Um 70 km noröur af Bangkok er aö finna hina fornu höfuöborg Ayutthaya þar
sem hægt er aö skoöa rústir hinnar föllnu borgar.
Fornminjar frá bronsöld
Á áttunda áratugnum var unnið
að fornleifauppgrefti í smáþorpinu
Ban Chiang sem er í norðaustur-
hluta landsins. Þar fundust ýmsar
minjar sem eru óvíkjandi sannanir
um menningu bronsaldarinnar
svoköUuðu sem var rikjandi fyrir
um 5000 árum. Ferðamenn sem eiga
leið um svæðið geta því skoðað
þessar minjar og meðal þeirra eru
bein, handverk og skartgripir sem
fundist hafa þar í kring. í næsta ná-
grenni við Ban Chiang er Nakhon
Ratchasima sem er yfirleitt kallað
Khorat og heimsókn þangað er eins
og heimsókn aftur i tímann. Fyrir
þúsund árum var sá staðurinn hluti
af Angkör-centred Khnmer keisara-
dæminu og þar má enn sjá merki
um klassískan Khnmer arkitektúr
sem var ráðandi á þeim tíma. Til
mynda eru Prasat Rung-hofið í
Phimai og Phanom Rung dæmi um
það. I norðausturhluta Taílands er
líka að finna fjölda faUegra þjóð-
garða eins og Khao Ya, Phu
Kradung og Kaeng Tana þar sem
hægt er skoða margbreytUegt lands-
lag og blóm. Það má því með sanni
segja aö allir geta fundið eitthvað
fyrir sig í Taílandi hvort sem um er
að ræða fjölskyldufólk eða einstak-
linga. -MA