Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2001, Qupperneq 50
58
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001
* Tilvera
DV
1 1 f 1
rjmaam
lÉÉS
Birkidagurinn
mikli í Elliðárdal
Orkuveita Reykjavíkur efnir til
dag til Birkidagsins mikla í
Elliðárdal með dagskrá frá kl. 10
til 16. Boðið verður upp á
spennandi dagskrá fyrir alla
fjölskylduna og mannlífi í skjóli
birkis gerð skil með listrænu ívafi
og óvæntum uppákomum. Þá
munu fjölmargir sérfræðingar á
sviði skóg- og landgræðslu og
garðræktar verða í dalnum og
fræða áhugasama um birkið og
fjölæringa sem í dalnum.
Leikhús
■ ENGLABORN I HAFNARFJARP-
ARLEIKHUSINU I Hafnarfjaröarlelk-
húslnu verður leikritiö Englabörn
sýnt í kvöld, kl. 20. Sýníngin er
bönnuð börnum.
■ MEÐ VÍFH) í LÚKUNUM I kvöld
verður í Borgarleikhúsinu sýnt leik-
ritið IVIeö vífiö í lúkunum eftir Ray
Cooney. Nokkur sæti laus.
OFURHUGINN LIRO Snillingurinn
og galdrameistarinn Liro veröur í
Loftkastalanum í kvöld, kl. 20.
Mögnuö sýning sem enginn ætti að
láta fram hjá sér fara.
■ SYNGJANDI í RIGNINGUNNI
Leikritið Syngjandi í rignlngunni
verður sýnt í kvöld á stóra sviði
Þjóðleikhússins. Leikarar eru Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir, Pálmi Gests-
son, Inga Maria Valdimarsdóttir og
Rúnar Freyr Gíslason.
■ TÖFRAFLAUTAN Töfraflautan
verður sýnd í kvöld, kl. 20, í ís-
lensku óperunni. Með aðalhlutverk
fara Árný Ingvarsdóttir, Regína, Unnur
Ólafsdóttir og Dóra Steinunn Ár-
mannsdóttir.
Opnanir
■ FRUMHERJAR I LISTASAFNINU
A AKUREYRI I dag, kl. 16, verður
opnuö sýning á verkum frumherja ís-
lenskrar myndlistar í Listasafninu á
Akureyri en sýningin er unnin í sam-
vinnu viö Listasafn Islands. A sýn-
ingunni Frumherjar í byrjun 20. aldar
gefur að líta 37 verk eftir meöaj
annars Þórarin B. Þoriáksson, Ás-
grím Jónsson, Jón Stefánsson, Jó-
hannes Kjarval, Júlíönu Sveinsdótt-
ur, Kristinu Jónsdóttur, Guömund
Thorstelnsson, Guömund Einarsson,
Gunnlaug Blöndal, Jón Þorleifsson
og Finn Jónsson. Sýningin stendur
til 4. nóv.
Fyrirlestur
I FYRIRLESTUR JOHNS COTTING-
- HAMS I HEIMSPEKIDEILD dag kl.
14.00 flytur John Cottfngham, pró-
fessor í heimspeki við Háskólann í
Reading, opinberan fyrirlestur í boði
heimspekideildar Háskóla íslands í
stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn
nefnist „Modernist or traditiona-
list? The place of God in
Descartes' phllosophy". Fyrirlestur-
inn er haldinn í samvinnu viö Hiö ís-
lenzka bókmenntafélag og Félag
áhugamanna um helmspekl. Fyrir-
lesturinn verður fluttur á ensku og
er öllum heimill aögangur.
Klassík
SINFONIUTONLEIKAR Níunda
.. istarfsár Sinfóníuhljómsveitar
• Noröurlands hefst með tónleikumj
Glerárklrkju á morgun kl. 16.00. Á
efnisskrá tónleikanna eru
hljómsveitarverk, sönglög í
útsendingum fyrir hljómsveit og ariur
; úr óperum.
Sjá nánar: Lífiö eftir vlnnu á Vísi.is
Fjöldi manns fagnaöi slökkviliðsmönnum á Uniontorgi:
Þeir eru sönn hetjuímynd
- sagði Evelin Kong sjónvarpsframleiðandi sem slapp úr brennandi turninum
0V. MANHATTAN:
„Þessir menn eru hetj-
urnar í lifi mínu. Þeir eru
ímynd hinnar sönnu
hetju,“ sagði Evelin
Kong, útsendingarstjóri
sjónvarps, við DV á
Uniontorgi á Manhattan
eftir að hún hitti slökkvi-
liðsmenn og faðmaði þá.
Fimm slökkviliðsmenn
sem voru að koma af vakt
sinni þar sem þeir börð-
ust við eldinn í rústum
World Trade Center. Þeir
komu við á Uniontorgi
þar sem mikill mann-
fjöldi var samankominn
til að minnast þeirra sem
fórust eða er saknað eftir
að tumar World Trade
Center byggingarinnar
hrundu til grunna. Alls
staðar voru blóm og
plaggöt til minningar um
þá sem saknað er. Mann-
fjöldinn fagnaði slökkvi-
liðsmönnunum með
lófataki og hvatningar-
köllum. Margir gáfu sig á
tal við slökkvUiðsmenn-
ina. Þeirra á meðal var
ungur drengur sem
spurði hvort þeir könnuð-
ust við tUtekna bræður
sem væru slökkviliðs-
menn: „Þeir eru frændur
mínir og þeirra er sakn-
að. Hafið þið eitthvað
heyrt af þeim?“ spurði
hann. Slökkviliðsmenn-
irnir vissu engin deUi á —
frændum drengsins. Þeir
tóku í hönd hans og sögðu huggun-
arorð. Gömul kona gekk til þeirra
og kallaði þá hetjur og sagði aö þeir
væru sómi þjóðar sinnar.
Evelin Kong sagði þeim að hún
hefði verið hætt komin þegar
hryðjuverkamennirnir gerðu árás-
ina á World Trade Center í síðustu
viku. Einn mannanna vUdi vita
hvort það væri virkilega tilfelliö að
Slökkvllíösmónnum fagnaö
Evelin Kong meö slökkviliösmönnunum á Uniontorgi á miövikudag. Hún, eins og almenningur allur, rómar hetjulund þeirra.
öryggisþjónustan hefði aUýst hættu-
ástandi í turni tvö skömmu áður en
seinni þotan skaU á honum. Evelin
gat ekki staöfest það en fréttamaður
DV sagði slökkUiðsmönnunum að
einmitt það atriði hefði komið fram
í DV á Islandi þar sem kona lýsti
flótta sínum út úr byggingunni. „Er
það virkUega?" spurði slökkviliös-
maðurinn og hristi höfuðið.
Evelin slapp með naumindum af
fertugustu og fjórðu hæð þar sem
hún var þegar farþegaþota skall á
seinni turninum. Hún sagði við DV
að það hefði verið skelfUeg lífs-
reynsla.
„Okkur hcifði verið sagt að rýma
bygginguna og ég var komin niður á
fertugustu hæð þegar þotan skaU á
byggingunni og í gegnum hana. Allt
skalf og nötraði og ég tók á Uótta
niður stigana í algjörri skelfmgu,"
segir Evelin.
Hún segir gríðarlegan ótta hafa
verið meðal þeirra sem hlupu í ang-
ist út úr byggingunni.
„Ég var heppin að komast út og
mun ævinlega vera Guði þakklát
fyrir það,“ segir hún.
-rt
Björgunarmaður í rústum World Trade Center:
Vonin um líf nægir mér
- kirkja við hlið rústanna er óskemmd
ekki fundið lífsmark en það á von-
andi eftir að gerast," segir Alvin
Charles, 25 ára sjálfboðaliði, sem
starfar við að grafa eftir fólki í rúst-
um World Trade Center. í gær hafði
aðeins verið staðfest um á þriðja
hundrað látna en á rúmlega 6 þús-
und manns er enn leitað. Flest líkin
eru talin hafa brunnið til ösku. Von-
in um að finna einhvem á lífi
minnkar með hverjum degi sem líð-
ur en Alvin telur möguleikana vera
mikla. „Undir rústunum eru rangal-
ar og margir litlir staðir þar sem
fólk gæti verið á lífi. Það rekur fólk
áfram í að grafa dag og nótt og eng-
inn dregur af sér,“ segir hann.
Alvin er frá Trínidad og ekki meö
bandarískan ríkisborgararétt. Hann
hefur búið í nokkur ár í New York
og segir rikisborgararéttinn engu
skipta. Hann starfar við að selja
GAP-fatnað og eftir vinnu mætir
hann í rústirnar með fótu og býður
fram aðstoð sína.
„Mitt fólk er týnt og því kem ég
hingað til að hjálpa þegar stund
gefst frá annarri vinnu,“ segir
hann.
Alvin segir að í hryllingnum þar
sem þúsundir létu lífið megi sjá
kraftaverk.
„í miðjum rústunum fundum við
fiskabúr með lifandi fiskum. Þá er
athyglisvert aö að baki þeirrar hlið-
ar sem fjölmiðlar mynda er kirkja.
Hún er óskemmd og mér virtist sem
engin rúða í henni væri brotin þrátt
fyrir nálægðina við hamfarirnar,"
segir hann.
dv.manhattan: miðju brakinu er 40 metra djúpur
„Sú hlið sem snýr frá þeirri sem gígur og þarna er hræðilegt um að
fjölmiðlarnir sýna er hræðileg. I litast. Enn sem komið er höfum við
BJörgunarmenn
Mörg þúsund manns vinna dag og nótt viö aö leita í rústum bygginganna
sem hrundu til grunna eftir árás hermdarverkamanna.
Fórnfús
Alvin Charles notar hverja lausa
stund til aö leita í rústum World
Trade Center. Hann trúir því aö líf
leynist undir þeim milljón tonnum af
braki sem hryðjuverkaárásin skildi
eftir sig.
Sem dæmi um kraftinn þegar
tumamir brotnuðu lenti minnisbók
með hörðum kili á framrúðu bíls
sem var í um 6 kílómetra fjarlægð
frá slysstaðnum. Bókin var brunnin
á jöðrunum og merkt American Ex-
press sem var með rekstur sinn í
öðrum turninum. Alvin Charles ætl-
ar að grafa á meðan minnsta von er
um að bjarga mannslífi. Hann segir
engu skipta þótt hann sé svo þreytt-
ur eftir vinnuna að hann eigi erfitt
með að staulast heim.
„Vonin um að líf leynist undir
rústunum nægir mér,“ segir hann.
-rt