Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 Fréttir I>V Prófessor í stjórnmálafræöi telur aö gamla fjórflokkakerfið sé aftur aö festa sig í sessi: Komin ansi nálægt gamla tímanum - Vinstri grænir græða á sérstöðu sinni ef átökin í Afganistan þróast upp í nýtt Víetnam Landsfundur Vinstri grænna fór fram um helg- ina og boðar flokkurinn harða sókn í bæði sveit- arstjómarpólitík og landsmálun- um. Bólan sem sumir töldu tíma- bundna hefur ekki sprungið heldur þvert á móti fest sig í sessi sem arftaki Alþýðubandalagsins. Margt er hins vegar líkt með Al- þýðuflokknum sáluga og Samfylk- ingu dagsins í dag. Nú, þegar gruggið er sest eftir rót- ið sem varð í pólitíkinni með til- komu Kvennalista og síðar Samfylk- ingar og Vinstri grænna, spurði DV Gunnar Helga Kristinsson, prófess- or í stjórnmálafræði, nokk- urra spurninga um framtíð Vinstri grænna og hið póli- tíska landslag augnabliks- ins. Er staðan í raun lítt eða ekkert breytt frá tím- um gamla fjórflokkakerfis- ins? Eru flokksnöfnin ný en hugmyndafræðin sam- kvæmt fornri hefð í ís- lenskri stjórnmálasögu? Virðast sterkari en Samfylking „Það má ekki gleyma frjálslyndum sem eru að fá einhver prósent í skoðana- könnunum en ef litið er á hina flokkana þá eru þeir glettilega líkir gamla fjór- flokknum. Samfylkingin er lík Alþýðuflokknum og Al- þýðubandalagið líkt Vinstri grænum. Samfylk- ingin hefur þó sennilega verið heldur meira til vinstri en Alþýðuflokkur- inn var og það bendir allt til að Samfylkingin hafi tapað dálitlu af hægri kröt- um yfir til Sjálfstæðis- flokksins. Þetta stafar líka af því hvemig Samfylkingin varð til. Al- þýðubandalagið var hluti þess sem stóð að Samfylkingunni og þessi vinstri armur, sem nú heitir Vinstri grænir, var hluti af Samfylkingar- ferlinu allt fram á síðustu vikur fyr- ir kosningarnar. Þetta hefur mótað Samfylkinguna í sterkari vinstri lit- um en varö með Alþýðuflokkinn. Vinstri grænir eru á hinn bóginn líkir Alþýðubandalaginu, bæði stefnulega og eins virðast þeir hafa hirt upp töluvert af stuðnings- mannagrundvelli Alþýðubandalags- ins og e.t.v. Kvennalistans að ein- hverju léyti. Það virðist sem Vinstri grænir séu sterkari flokkurinn af þessum tveimur og þá erum við komin ansi nálægt gamla tímanum. Við höfum kallaö hlutina nýjum nöfnum en „formatið" er mjög líkt hinu gamla,“ segir Gunnar Helgi. Litiir vaxtarmöguleikar inn á miöjuna Varðandi vaxtarmöguleika Vinstri grænna segir prófessorinn að þeir hafi ákveðið horn í íslenskri pólitík sem búi að langri hefð. Þar ríki einörð afstaða i alþjóða- og markaösmálum sem dæmi. Alþýðu- bandalagið hafi verið á sömu nótum og þessi straumur hafi náð að laða til sín frá 15% atkvæða og vel yfir 20% á köflum. „Ég skal ekki segja hvort Vinstri grænir eiga mikla vaxtarmöguleika inn á miðjuna. Þá þyrftu að verða breytingar á við- horfi almennings en það er hugsan- legt að áherslan á umhverfismál muni halda áfram að vaxa og það gæti leitt til einhverrar uppstokkun- ar á meðal kjósenda. Það gæti gerst að menn myndu láta niður gamlar deilur um félagsmál og utanríkis- mál en kysu eftir umhverfismálum og þar kunna aö liggja vaxtarmögu- leikar fyrir Vinstri græna umfram þann ramma sem þeir eru í núna. Annars er erfitt að spá um þetta,“ segir Gunnar Helgi. Taka nauösynlega áhættu - Nú hafa þeir sérstööu í utanrik- ismálum hvaö varóar varnir lands- ins og sérstööu í viöhorfi til heims- málanna. Formaóur flokksins hnykkir á því í DV í gœr að aldrei hafi veriö meiri þörf á aó losna viö bandaríska varnarliöiö úr Keflavík á sama tíma og ýmsir aörir þing- menn hafa sagt aó aldrei hafi verió mikilvœgara aó vera í slíkri varnar- stööu. Tekur flokkurinn mikla áhœttu meó þessu vióhorfi eöa er þaó skynsamlegt aö hnykkja sífellt á sér- stöðunni sem felst í þessari hug- myndafrœöi? „Ég held að meöal stuðnings- manna flokksins sé töluverö sam- staða um þessa línu og það er erfitt fyrir hann að fara einhverja aðra leið. Ef flokkurinn ætlar sér hins vegar eitthvert stærra hlutverk, t.d. að vaxa verulega á stríðsandagrund- velli, er þetta svolítið takmarkandi lína eða öllu frekar ákveðin áhætta, já. Þeir taka þá áhættu að standa einir á þessari skoðun en svo vitum viö ekki hvemig það þróast. Við vit- um t.d. ekki hvernig afstaða heims- ins til aðgerða Bandaríkjanna í Afganistan þróast. Þetta gæti farið á þá leið að stríðið yrði i líkingu við Víetnam-stríðið, þar sem almenn- ingsálitið snerist smám saman gegn hernaðinum. Þá myndi það styrkja Vinstri græna en það gæti lika gerst að þessi styrjöld myndi lukkast fyr- ir Bandarikjamenn og þá yrði al- mennur stuðningur við hana. Ef svo færi sætu Vinstri grænir uppi með frekar þrönga afstööu. Það er þvi rétt að ákveðin áhætta sé tekin en í leiðinni er eiginlega engin leið að bregöast neitt ööravísi við.“ - Hjálpar þaö aö sama skapi aó Vinstri grœnir leggjast eindregnast gegn einkavæóingu og Kárahnjúka- virkjun, svo tvö dœmi séu tekin? „Ég myndi halda það, já. Raunar hef ég ekki kannanir um vinsældir þessara mála en ég tel að sérstaðan hjálpi þeim. Hún gerir þá áberandi. Það er oft talaö við þá og þeir græða á hinum skýru línurn." Snúið að komast í stjórn - Eru Vinstri grœnir líklegri til aö pluma sig í stjórnarandstööu en stjórn? „Þeir flokkar sem eru sambæri- legir þeim annars staðar á Norður- löndunum hafa mestmegnis verið i stjórnarandstöðu. Þeir hafa ekki vaxið mjög mikiö til þessa en hefur reyndar gengið vel nú upp á síðkast- ið. Það tengist bæði nýrri sýn í Evr- ópu- og umhverfismálum, sem hefur styrkt þá, en út af fyrir sig er það engin trygging fyrir góðu fylgi að vera í stjómarandstöðu. Maður sér á hinn bóginn ekki hvar Vinstri grænir ættu aðgöngumiða að stjórn- arsamstarfi. Það væri þá helst í vinstristjórn ásamt Samfylkingunni en aö sama skapi myndi sérstaða þeirra þá gagnvart þeim flokki minnka. Nú, svo hefur verið ákveð- iö daður í gangi milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Ég held að sjálfstæðismenn hafi ekki orðið neitt leiðir vegna tilkomu Vinstri grænna því þeir klufu vinstri arminn. Ég get hins vegar Björn Þorláksson biaðamaður ekki séð að Vinstri grænir eigi mjög greiða leið að stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkur sem klýfur sig frá Samfylkingunni vegna sterkari vinstri áherslna á augljóslega erfitt með að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. En pólitík er hins vegar list hins mögu- lega. Það á aldrei aö segja aldrei í stjómmálum." Sterk forysta lykilatriöi - Þaó ríkti mikil samstaóa og ein- drœgni á landsfundinum um stjórn VGframboósins. Hve þungt vegur forystan hjá flokki eins og þeim í framtíöar- og fylgislegu tilliti? „Ég held að töluverður hluti af gengi Vinstri grænna sé annars veg- ar fólginn í frekar sterkri forystu - og þá sérstaklega Steingríms J. Sig- fússonar - og hins vegar í því að þeir era að framfylgja stefnu sem þeir trúa á. Stefna Vinstri grænna er ekki afurð flókinna samninga- funda og gríðarlegra málamiölana heldur virðist manni sem það sé mjög gaman að vera í Vinstri græn- um. Þeir eru sammála - þeir eru að framfylgja stefnu sem flestallir þeirra hafa trú á. Þetta er dálítið ólikt því sem Samfylkingin lenti í. Þar vora flóknar samningaviðræð- ur þar sem allir urðu að slá af kröf- um sínum. Kannski enduðu þeir með dálítið óljósa stefnu sem marg- ir trúa hugsanlega ekki á innan flokksins. Það er náttúrlega gríðar- legur styrkur fyrir flokk að vera með sterka forystu og einhuga lið.“ Hafna nöprum hægri vindum Stjórnmálaályktun landsfundar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs segir aö hlutverk flokks- ins í íslenskum stjórnmálum sé þeim mun mikilvægara „sem ljóst er að naprir hægrivindar hafa skekið undirstöður samfélagsins". Farið er hörðum orðum um Sjálf- stæðisflokkinn. „Leiðar- ljós síðustu ríkisstjórna undir forystu Sjálfstæðis- flokksins, fyrst með Al- þýðuflokknum og nú með Framsóknarflokknum, er blind trú á fjármagnið og markaðinn - nýfrjáls- hyggjan með sínum hörðu gildum,“ segir í ályktun flokksins. Stjórnmálaaflið boðar að á vettvangi landsmál- anna verði sótt fram í bar- áttunni fyrir gjörbreyttum áherslum þar sem snúa verði af braut „kaldrar markaðshyggju og einka- væðingar almannaþjón- ustunnar" til stefnu jafn- aðar, kvenfrelsis, félags- legs réttlætis og samá- byrgðar í þjóðfélaginu. „Ekki síst þarf að leiða til öndvegis öfluga íslenska atvinnustefnu með fjöl- breytni að leiðarljósi, stefnu sem virðir lögmál sjálfbærr- ar þróunar og þar sem náttúru landsins og auðlindum er sýnd til- hlýðileg virðing." Góöærinu misskipt? Varað er við „nauöhyggjutali“ um að ekki séu forsendur til að bæta lifskjör nema með því að ráð- stafa orkulindum landsmanna til er- lendra auðhringa. Einnig vara Vinstri grænir við áformum ríkis- stjórnarinnar um stórfelldar skatta- lækkanir „hjá þeim sem síst þurfa á þeim að halda". „Hinu svokallaða góðæri var all- an tímann sorglega misskipt. Ljóst er að sumir hafa hirt til sín óheyri- legan gróða og m.a. notið góðs af skattalækkunum sem komu eigna- og hátekjufólki sérstaklega til góða. Tekjurnar sem ríkissjóður hefur þannig orðið af væru nú betur komnar í minni skuldum og sterk- ari stöðu ríkissjóðs til að axla byrð- amar þegar harðnar á dalnum," segir m.a. í ályktun Vinstri grænna. Af þessu má ljóst vera að þrátt fyrir „daðrið við Sjálfstæðisflokk- inn“ er ekki hægt að sjá fyrir sér ólíklegra stjórnarmynstur en milli þessara tveggja flokka. Þá hefur kastast verulega í kekki milli fram- sóknarmanna og Vinstri grænna á þessu kjörtímabili og ef Vinstri grænir hafna R-listasamstarfi í borginni verður allt vitlaust á milli þeirra og Samfylkingar. VG-fram- boðið er því dálítið einangrað í augnablikinu en stendur þétt saman og hugsar stórt. Nýlegt afl á gömlum gildum Sóknarfæri vinstri grænna feiast m.a. í auknum áhuga fólks á umhverfismálum. Þaó gæti hins vegar orðið þrautin þyngri fyrir flokkinn að kaupa sig inn í samstarf að ríkisstjórn. Umsjón: Birgir Guömundsson netfang: birgir@dv.is Hvað gerir Davíð? Framboðsmál sjálfstæðismanna í Reykjavík eru mikið í umræðunni í heita pottinum þessa dagana. Margir bíða nú eftir að heyra hvað Bjöm Bjamason ætlar að gera og telja ein- sýnt að framhaldið hljóti aö ráöast al- farið af því. Kenn- ingin gengur út á það að ef Bjöm ákveður að gefa kosl á sér þá muni eng- inn reyna aö ógna honum, enda lægi þá fyrir að Björn hefði stuðning Dav- íðs Oddssonar í slíkt framboð. En fleiri kenningar heyrast líka og m.a. er nú komin á kreik á ný hugmynd um uppstokkun í ríkisstjórninni sem átti að verða um mitt kjörtímabilið. Þá var jafnvel talað um að Halldór Ásgrlms- son settist í stól forsætisráðherra en einhvern veginn þótti ólíkiegt að Davíð myndi vilja verða óbreyttur fagráð- herra i sinni gömlu ríkisstjóm. í nýrri útgáfu þessarar hugmyndar er Davíð sagður geta hugsað sér að fara aftur i borgarmál og leiða sjálfstæðismenn þar til sigurs á ný ... Sögulegar sættir? Landsmálin fá líka sitt rými i heita pottinum og úr röðum samfylkingar- manna og jafnvel framsóknarmanna heyrast nú þær raddir að greinilegt sé að ýmsir í herbúð- um Sjálfstæðis- flokksins séu farnir að huga að nýju ríkisstjórnar- mynstri. Er i því sambandi bent á já- kvæða umfjöllun í leiðara Morgun- blaðsins um Vinstri græna og hugsan- legt samstarf flokka í rikisstjórn. Þykj- ast ýmsir kenna þar tón frá Styrmi Gunnarssyni sem gefur til kynna að samstarf Sjálfstæðisflokks og Vg komi mjög vel til greina. Rifia menn upp í því samhengi umræðuna um hinar „sögulegu sættir" sem eitt sinn voru boðaðar einmitt á þessum vettvangi milli þeirra flokka sem voru lengst til hægri og lengst til vinstri í flokkakerf- inu. Þá hafi það að vísu verið Alþýðu- bandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn sem áttu að sættast en nú séu það Sjálfstæðisflokkurinn og Vg... í þremur jólabókum Einn er sá íslendingur sem er í þremur jólabókum þetta árið. Sá er iðnjöfurinn Hilmar Skagfield, sonur Sigurðar Skagfield óperusöngvara, Hann er í bók . Pálma Jónasson-1 ar, íslenskir millj- arðamæringar, og I eftir því sem sagt I er í auðmannabók I Sigurðar Más Jónssonar, Ríkir íslendingar. Hilmar I og Kristín, kona hans, segja sögu sina í Ameríska draumnum sem Reynir Traustason skrifar. í sömu bók kemur fram að ferill Kristínar, konu hans, er ekki síður athyglis- verður en hún er landsþekktur tísku- hönnuður í Bandaríkjunum. Meðal annarra hefur hún hannað á Faye Dunaway sem einmitt er frá Talla- hassee, þar sem Hilmar og Kristín hafa búið síðan um 1950 ... Útlit Smáralindar Útlit Smáralindar - en úr lofti séð minnir hún mjög á útafliggjandi getn- aðarlim - hefur vakið mikla athygli um land allt eins og sjá mátti í þættin- um Á milli himins og jarðar“ sl. laugar- dagskvöld - en nánast öll grinatriði hans snerust um þetta atriði. Er nú svo komið að víða gengur verslunar- miðstöðin undir gælunöfnum sem kennd eru við þetta útlit og heyrast þessi nöfn nokkuð oft í pottinum. Ekki er þó ástæða til að telja þessi nöfn upp, nema hvað eitt þeirra hefur náð áberandi mestri útbreiðslu og virðist stefna í að slá í gegn. Það er heitið „Limalind"...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.