Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Blaðsíða 7
7
ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001____________________
I>V Norðurland
Framkvæmdir við fjölnota íþróttahús á Akureyri hafnar: Skipulagsstofnun:
Húsið tilbúið eftir rúmt ár samþykkt
„Það er að sjáMsögðu merkilegur
áfangi að framkvæmdir við húsið
skuli loksins vera hafnar og þetta er
miklu meira mannvirki en við lögðum
upp með í byrjun að byggt skyldi,“ seg-
ir Þórarinn B. Jónsson, formaður
íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar-
bæjar, en um helgina tók Kristján Þór
Júlíusson bæjarstjóri fyrstu skóflu-
stunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi á
svæði íþróttafélagsins Þórs í Glerár-
hverfi.
Fjölmörg ár eru síðan farið var að
ræða á Akureyri um nauðsyn þess að
knattspyrnumenn bæjarins eignuðust
„þak yflr höfúð sín“ og gætu æft yfir
vetrarmánuðina í skjóli fyrir snjó og
vindum. „Það var búið að ræða þetta
mjög lengi en við sjálfstæðismenn sett-
um það í stefnuskrá okkar fyrir kosn-
ingamar til bæjarstjómar 1998 að hús-
ið skyldi byggt á komandi kjörtímabili.
Greiðlega gekk að semja um það við F-
listann, samstarfsflokk okkar í bæjar-
Mættur aftur
Austurríkismaðurinn Kurt Vogeiman, sem vann við uppsetningu stólalyftunnar
í Hlíðarfjalli árið 1967, er mættur í Hlíðarfjall að nýju.
Framkvæmdir við nýja stólalyftu í Hlíðarfjalli:
Lyftumöstrin risin
„Það er allt á fleygiferð í fjallinu og
framkvæmdir ganga samkvæmt áætl-
un,“ segir Guðmundur Karl Jónsson,
forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíð-
arfjalli, en þar vinna menn nú hörðum
höndum að þvi að sefja upp fúllkomn-
ustu stólalyftu landsins og á fram-
kvæmdum að ljúka fyrir áramót.
Átta manns starfa í Hlíðarfjalli við
uppsetningu lyftumastranna og á
þeirri vinnu að ljúka á morgun. Fyrir
þeim fer eini útlendingurinn í hópnum
en það er Kurt Vogelman frá Austur-
ríki. Hann var starfsmaður Doppel-
myer-fyrirtækisins sem framleiðir lyft-
una. Kurt var hættur störfum og kom-
inn á eftirlaun en þegar hann frétti að
til stæði að setja upp nýja lyftu í Hlíð-
arfjalli vildi hann enddega vera með,
ekki síst vegna þess að hann vann að
uppsetningu stólalyftunnar sem þar
var sett upp árið 1967 og var 2. stóla-
lyftan sem Doppelmyer framleiddi.
Að sögn Guðmundar Karls fara
næstu dagar í ýmsa „stiilingarvinnu",
en um 10. nóvember er von á annarri
sendingu frá Austurríki sem mun inni-
halda drifstöð lyftunnar, vira, stóla og
rafmagns- og öryggisbúnað. Þá verður
hafist handa við að koma þeim búnaði
fyrir og á þeirri vinnu að verða lokið
fyrir 15. desember þegar taka á lyftuna
í notkun.
Nýja lyftan verðúr sú langfullkomn-
Lyftumöstrin rísa
Framkvæmdir viö nýju stólalyftuna í
Hlíðarfjalli eru í fullum gangi.
asta hér á landi. Lengd hennar verður
1000 metrar og hæðarmunur milli
enda um 200 metrar. Lyftan mun geta
flutt rúmlega 2000 skíðamenn á
klukkustund og verður því helmingi
afkastameiri en stærsta stólalyfta
landsins í dag sem er í Bláfjölium. -gk
DV-MYND BG
Bæjarstjóri í „góöum gír“.
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri lék á als oddi þegar hann tók fýrstu
skóflustunguna að nýja húsinu.
stjóminni, og bygging hússins var sett
í málefnasamning flokkanna sem tóku
við meirihlutasamstarfmu efitir kosn-
ingamar," segir Þórarinn B. Jónsson.
Húsið mun kosta um 500 milljónir
króna þegar upp verður staðið. „Þetta
er helmingi dýrari ffamkvæmd en tal-
að var um þegar fyrst var farið að
ræða þetta, en við erum líka að fá mun
betra og fullkomnara hús. Rekstrar-
kostnaður hússins verður ekki mjög
mikill, hann mun fýrst og fremst felast
i rafmagnskostnaði og launum eins
starfsmanns. Það mun verða gerður
rekstrarsamningur við aðila frá
íþróttafélögunum þegar þar að kemur.
Við munum væntanlega hafa tekjur á
móti því áformað er að leigja hluta
tímanna i húsinu út,“ segir Þórarinn.
Húsið verður 116x81 metri að grunn-
fleti. í því verður knattspymuvöllur að
löglegri stærð, fimm hlaupabrautir
með langhlið og stökkgryfiur við enda-
hliðar fyrir frjálsíþróttamenn. Áhorf-
endastæði verða fyrir 700-1000 manns.
íslenskir aðalverktakar reisa húsið og
afhenti Stefán Friðfmnsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, íþróttafé-
lögunum KA og Þór 100 þúsund krón-
ur hvom við athöfnina þegar fyrsta
skóflustungar var tekin.
-gk
Skipulagsstofnun hefur fallist á
fyrirhugaða gerð jarðganga og vega-
gerð á norðanverðum Tröllaskaga
milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar
samkvæmt Héðinsfjarðarleið og
Fljótaleið, eins og henni er lýst í
framlögðum gögnum frá Vegagerð-
inni vegna mats á umhverflsáhrif-
um. Það er niðurstaða Skipulags-
stofnunar að þessar framkvæmdir
muni ekki hafa í for með sér um-
talsverð umhverflsáhrif og telur
stofnunin að umhverfisáhrif fyrir-
hugaðra framkvæmda megi fyrir-
byggja með mótvægisaðgerðum
Fram kemur í niðurstöðu úr-
skurðarins að Héðinsfjarðarleið og
Fljótaleið eru ekki í samræmi við
gildandi aðalskipulag á svæðinu og
því þarf að endurskoða eða ganga
frá breytingum á Aðalskipulagi
Sigluflarðar 1980-2000 og Aðalskipu-
lagi Ólafsfjarðar 1990-2010. Verði
farin sú leið að leggja jarðgöng og
veg um Fljót þarf jafnframt að
breyta fyrirliggjandi tillögu að
Svæðisskipulagi Eyjafjarðar
1998-2010. Samkvæmt 27. gr. skipu-
lags- og byggingarlaga nr. 73/1997
þarf að sækja um framkvæmdaleyfi
til Siglufjarðarkaupstaðar og Ólafs-
fjarðar vegna Héðinsfjarðarleiðar
og til Siglufjarðarkaupstaðar, sveit-
arfélagsins Skagafjarðar og Ólafs-
fjarðar vegna Fljótaleiðar. Vegagerð
í nágrenni vatnsbóls Siglfirðinga
verði undir ströngu eftirliti Heil-
brigðiseftirlits Norðurlands vestra
sbr. reglugerð nr. 796/1999 um varn-
ir gegn mengun vatns.
Verkalýðsfélag eflir upplýsingastarfsemi:
Heimasíða Einingar-lðju
Opnuð hefur verið ný heimasíða
Einingar-Iðju. Það voru þau Kristín
Hjálmarsdóttir og Jón Helgason sem í
síðustu viku opnuðu síðuna með form-
legum hætti en þau voru um árabil í
framvarðasveit þeirra tveggja félaga
sem sameinuðust í Einingu-Iðju fyrir
rúmum tveimur árum. Jón Helgason
var lengi formaður Verkalýðsfélagsins
Einingar og Kristín Hjálmarsdóttir for-
maður Iðju, félags verksmiðjufólks á
Akureyri.
Við vinnslu síðunnar var lögð
áhersla á að hafa uppbyggingu hennar
einfalda og skýra. Þannig er henni ætl-
að að gegna best því hlutverki sínu að
auðvelda aðgengi hins almenna félags-
manns að ýmsum upplýsingum er
varða félagið, réttindamál launafólks
o.fl. Meðal þess sem finna má á síð-
unni eru fjölbreyttar upplýsingar um
félagið og starfsemi þess, svo sem
stjómir, nefhdir og trúnaðarmenn fé-
lagsins. Einnig má nefna upplýsingar
um sjúkrasjóð, orlofshús, lög og reglu-
Kristín Hjálmarsdóttir og Jón Helgason opna síöuna.
gerðir, kjarasamninga, námskeið og þá
viðburði sem fram undan eru og
þannig má áfram telja. Hugmyndin er
að í framtíðinni geti fólk í auknum
mæli notað heimasíðuna til að reka
ýmis erindi sin við félagið og þar með
sparað sér sérstaka ferð á skrifstofuna.
Síðan var unnin hjá Anza ehf. á Ak-
ureyri en textagerð og ýmis umsjón
var í höndum Fremri kynningarþjón-
ustu á Akureyri. Slóðin á siðuna er
www.eining-idja.is
Isuzu Trooper 3,0 dísil, árg.
11/2000, ssk., 35" breyttur, 5 sæta,
leður, cd. Bíll með öllu.
Bilalán ca 1.800 þús. Verð 4.190
þús. Góður stgr-afsláttur.
M. Benz C220 Elegance, árg. 1995,
ek. 132 þús, álfelgur.toppplúga,
allt rafdr.
Verð 1.590 þús. Vill dýrari Passat,
Galant eða BMW, 5 línuna.
www.midborg.is • örugg fasteignaviðskipti.
MMC Pajero 2800 túrbó disil, árg.
1999, 10/1998, ek. 40 þús., ssk.,
breyttur fyrir 33", álfelgur, spoiler,
varahjólshl., samlitur, grind að
framan, kastarar.
Bílalán 860 þús. Verð 3.150 þús.
Toyota Land Cruiser 100, 4/2000,
dísil, ek. 19 þús., ssk., cd, álfelgur,
grænn.
Verð 5.190 þús.
Subaru Impreza, 2000 cc, árg.
1998, ek. 54 þús, 5 g., álfelgur,
sumar/vetrard.,
blár, cd.
Bílalán 890 þús., afborgun 26 þús.
á mán. Verö 1290 þús.
MMC Lancer GIX 1300, árg. 1997,
ek. 78 þús, 4 d„ 5 g„ spoiler,
samlitur,
Bílalán 358 þús„ afb. 18 þús. á
mán. Verð 690 þús
Mazda 323 coupé, árg. 1998
(10/1997), ekin 41 þús„ ssk„
álfelgur, spoiler, cd.
Bílalán um 200 þús., afb. 15 þús.
á mán.
Fallegur bíll. Verð 890 þús.
VW Polo 1400, 4/2000, ek. 22 þús„
5 g„ blár, 15" álfelgur, heilsársdekk,
spoiler, samlitur,6 diska magasín,
fjarst. samlæsingar.
Bilalán ca 800 þús. 22 þús. á mán.
Verð 1290 þús.
Vantar allar gerðir bíla á skrá.
VW-bjalla, 2000 cc, árg. 09/1999,
ek. 16 þús. km, samlit, álfelgur, 5 g„
3 d.
Bílalán 1200 þús„ afborgun 36 jrús.
mán. Verð 1.790 þús.
BMW316Í, árg. 02/1999,
svartur, glertopplúga, viðarinnréttmg,
4 d„ 5 g„ álfelgur.
Verð 2.090 þús. Fallegur bfll.
VWGolf 1400, árg 6/1994,
ek. 109 þús„ 3 d„ 5 g„ rauður.
Verð 490 þús.