Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001___________________________________________________________________ I>V Fréttir Framkvæmdin Lenging garðsins er mikið verk og hér er mynd af iokaframkvæmdum á bryggjunni sem fyrirtækið Eiin ehf. á Sauðárkróki annast. Sauðárkrókur: Viðlegupláss lengist um 60 metra DV, SKAGAFIRDI:__________ Nú stendur yfir vinna viö svokall- aðan Norðurgarð í Sauðárkróks- höfn. Þar er verið að reka niður stáiþil. Helmingur þess er endurnýj- un á því sem fyrir var en einnig er sett nýtt á um sextíu metra löngum kafla. Áætlaöur kostnaður við verkið er um 28 milljónir króna. Það er fyrir- tækið Elin ehf. á Sauðárkróki sem er verktaki og eru verklok áætluð í desember. I byrjun verksins var talsverð upptekt á grjótgarði áður en hægt var að byrja að reka niður stálþilið. Það verk er nú komið vel áleiðis. Auk þess verður fyllt á bak við og steyptur bryggjukantur og pollar en þekjan verður steypt á næsta ári. Þá er einnig áætlað að dæla verulegu magni upp úr höfninni. Að sögn Hallgríms Ingólfssonar, tæknifræð- ings hjá sveitarfélaginu Skagafirði, lengist viðlegupláss í höfninni um sextíu metra við þessa aðgerð. Hann segir að verkið sé um það bil á áætl- un hvað tíma varðar. -ÖÞ DV-MYNDIR ÖRN ÞÓRARINSSON Endurbætur Þeir Björn Aifreðsson, Sigurður R. Steinsson og Einar Svanlaugsson vinna við endurbæturnar á hafnargarðinum. Dalvík: Dæmdur vegna fíkniefnabrots Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt 17 ára Dalvíking til greiðslu 65.000 kr. sektar vegna iikniefnabrots. Maðurinn var hand- tekinn ásamt ungri konu sem var einnig ákærð vegna gruns um flkni- efnabrot í apríl sl. Þá fann lögreglan 18 grömm af hassi í bifreið við Lóns- bakka en Héraðsdómur sýknaði konuna. -BÞ Skattabreytingar: Verðmæti fyrir- tækja eykst Fyrirtæki á Verðbréfaþingi íslands hefðu greitt 945 milljónir kr. minna í skatta á síðasta ár væri frumvarp rík- isstjórarinnar um skattabreytingamar orðið að lögum. Þetta er mat greinar- deildar Búnaðarbankans - verðbréfa sem telur að heildaráhrif breytinganna á öll fyrirtæki í landinu verði 1,5 millj- arður árið 2003. Skv. könnun greiningardeildar era áhrif skattabreytinganna á atvinnulíf- ið töluvert meiri en kostnaðarútreikn- ingar fjármálaráðuneytisins gefa til kynna. Verðmæti fyrirtækjanna er því að aukast mjög mikið og það hefur til- efni til töluverðra hækkana á hluta- bréfaverði. Sama gildir um áhrif á tekjur ríkissjóðs. Kostnaður af skatta- breytingunum verður í venjulegu ár- ferði umtalsvert meiri en útreikningar ráðuneytisins sýna. -sbs Gissur Pétursson segir hugmynd um flutning Rásar 2 áhugaverða: Rás 2 verði meira en poppútvarp - samþætting Rása 1 og 2 væri æskileg „Eg hef mikinn áhuga á þvi að skoða þessa hug- mynd ráðherrans nánar," segir Gissur Pétursson, fulltrúi Framsóknar- flokksins í útvarpsráði. Sem kunnugt er kynnti menntamálaráðherra fyr- ir skemmstu þá hugmynd sína að flytja starfsemi Rásar 2 norður til Akur- eyrar og gera hana að miðstöð svæðisstöðva RÚV. Hugmyndin hefur ekki verið kynnt eða útli- stuð frekar en er mikið, rædd innan RÚV, þar á meðal af fulltrúum í út- varpsráði. „Minn áhugi stendur til þess að Rás 2 sé annað og meira en sól- arhringsútvarp með popptónlist," segir Gissur Pétursson. Hann segir breytingar á dagskrá rásarinnar einnig vera eins konar vamaraðgerð. Rás 2 Mikið tilfinningarót varð þegar menntamálaráðherra reifaði þá hugmynd að flytja Rás 2 til Akureyrar. Menn skiptast í tvær fytkingar. í ljósi breyttra aðstæðna á ljósvaka- markaðinum, þar sem hver popp- stöðin keppir viö aðra, sé nauðsyn- legt að efla og skerpa sérstöðu og menningarlegar áherslur Rikisút- varpsins, eins og Gissur kemst að orði. Einnig þurfl að endurskoða dagskrá Rásar 1. Hann segir að sorglegt sé í raun hve lítið sé hlust- að á margt af efni hennar - sem í flestu tilliti sé afar vel unnið, menn- ingarlegt og fróðlegt. „Það þarf að leiða hlustendur bet- ur inn á tíðni Rásar 1 og fram- kvæmd þess sé ég fyrir mér að sam- þætta betur dagskrá rásanna beggja," segir Gissur. Um hvort framkvæmanlegt sé að Gissur Björn Pétursson. Bjarnason. Rás 2 hafl höfuðstöðvar sínar á Ak- ureyri þá telur Gissur að svo sé. Enginn grundvallarmunur sé til að mynda fólginn í því hvort viðmæl- andi mætir í hljóðver til spyrils sem situr norður á Akureyri eða hvort ferlið sé á hinn veginn, eins og er í dag. Þess utan sé Akureyri aö sækja í sig veðrið sem mótvægi við Reykjavíkursvæðið og því eðlilegt að veigamikill þáttur i starfsemi Ríkisútvarpsins sé rekinn þaðan. Þess má líka vænta, segir Gissur, að dagskrá Rásar 2 verði með nokk- uð öðrum blæ. Það fáist annað sjón- arhorn á hlutina en hjá útvarps- mönnum í Reykjavík - og slíkt sé að sínum dómi í góðu lagi og styrki þá lýðræðislegu umræðu í þjóðfélaginu sem stofnunin á að standa fyrir. -sbs Kia Carnival LS 2,5-V6, nskr. 05.00, ek.36 þ.km, ssk. Verð kr. 2.150 þús. Kia Shuma LS 1,8, nskr. 05.00, ek.19 þ.km, ssk., hlaðinn búnaði. Verð kr. 1.490 þús. Suzuki Vitara JLX 1,6 nskr. 03.98, ek.68 þ.km, bsk. Verð kr. 1.150 þús. Volvo 460 GLE 2,0, nskr. 02.94, ek.97 þ.km, ssk., álfeglur. Verð kr. 570 þús. Nissan Micra GX 1,3, nskr. 11.96, ek. 56 þ.km, bsk. Verð kr. 560 þús. Renault Kangoo 1,4, nskr. 01.00, ek. 26 þ.km, bsk. fólksbíll. Verö kr. 1.190 þús. Opel Vectra 2,0, nskr. 09.94, ek. 95 þ.km, ssk. Verð kr. 660 þús. VWPolo 1,4, nskr.11.99, ek.37 þ.km, bsk., álfelgur. Verð kr. 950 þús Notaðir bílar Þar sem þú færð notaða bíla á kóresku verði! FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • www.kia.is Peugeot 306 Brake 1,6, nskr. 03.98, ek.46 þ.km, bsk., álfelgur. Verð kr. 880 þús. Kia Sportage 2,0, nskr. 07.96, ek.102 þ.km, ssk. Verð kr. 790 þús. KIA KIA ISLAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.