Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Blaðsíða 15
15 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 DV Alheimsleg sorg Guðný Guðmundsdóttir fíðluleikari hélt tón- leika í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöldið ásamt Peter Máté píanóleikara. Efhisskráin var fjölbreytt, verk eftir Mozart, Arvo Part, Hallgrim Helgason (ekki skáldið heldur tónskáldið) og fleiri. Peter spilaði á hinn nýja Steinway-flygil salar- ins og verður að segjast eins og er að þetta er stór- fenglegt hljóðfæri sem býður upp á mikla mögu- leika. Tónninn er einstaklega mjúkur og tær og er styrkleikabreidd flygilsins afar mikil. Varla þarf að taka fram að hann er mun betri en sá gamli sem margir höfðu illan bifur á. Fyrst á efnisskránni var sónata í B-dúr KV 454 eftir Mozart. Eins og flestir vita er Mozart sérlega erfiður í flutningi, hver einasta nóta þarf að vera skýr og vel mótuð því ekki er hægt að breiða yfir tæknilega vankanta með einhverjum látum, óhóf- legri pedalnotkun eða öðrum ámóta brellum. Þau Guðný og Peter þurftu þess heldur ekki, tækni- legt öryggi þeirra var fullkomið, allar hendingar voru úthugsaðar, hröð tónahlaup jöfn og ná- kvæm, og túlkunin hástemmd en einnig hæfilega látlaus. Var þetta sérlega ánægjuleg byrjun á tón- leikunum og eðlilegur forleikur að næsta verki, sem var Fratres eftir Arvo Párt. Þó tónlist Párts sé ekkert lík þeirri sem Mozart samdi eiga þeir þó það sameiginlegt að báðir nota óvenju einfalt tónmál sem skapar magnað and- rúmsloft. Fratres byggist að miklu leyti á sama undirliggjandi hljómnum og felst snilldin meðal annars í því að maður er samt alltaf að heyra eitt- hvað nýtt. Það er eins og tónskáldið hafi öðlast innsýn í einhvers konar alheimslega, timalausa sorg, enda hefur tónsmíðin verið notuð sem kvik- myndatónlist með frábærum árangri. Þau Guðný og Peter skiluðu þessari einstöku stemningu á að- dáunarverðan hátt til áheyrenda, túlkun þeirra var sérlega einlæg og seiðandi og naut sín þar vel hinn fagri bassahljómur flygilsins. Eitt athyglisverðasta atriði efnisskrárinnar var einleikssónata sem Hallgrimur Helgason samdi árið 1972. Tónsmíðin er kannski ekki sérlega frumleg en sumt er ágætlega samið, til dæmis ljóðrænn hægi þátturinn. Verkið er glæsilega skrifað fyrir fiðluna og sú stigandi sem er að finna í tónlistinni kom greinilega fram í mark- vissum flutningi Guðnýjar. Eftir hlé var léttmeti á dagskrá, fyrst Adagio í E-dúr eftir Mozart sem hefði notið sín betm- í lát- lausari túlkun. Havanaise eftir Saint-Sáens var hins vegar hæfilega kaffihúsalegt og má segja hið sama um Písen lásky eftir Josef Suk. Enn fremur var leikur Guðnýjar hinn glæsilegasti í hinni erf- iðu Konsertpólónesu Wieniawskis og má segja að þar hafi reykur stigið upp úr fiðlunni. í stuttu máli sagt voru þetta prýðilegir tónleik- ar, enda frábært listafólk sem stóð að þeim. Jónas Sen DV-MYND GVA Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté „Þau Guöný og Peter skiluöu þessari einstöku stemningu á aödáunarveröan hátt til áheyrenda, túlkun þeirra var sériega einlæg og seiöandi og naut sín þar vei hinn fagri bassahljómur flygilsins. “ Leiklist * „ r r Klassískur farsi Þaö er kúnst að skrifa góðan farsa. Hann þarf að hafa efni sem gengur upp, þó að nokk- uð fáránlegt sé; hann þarf að búa að smellnum uppákomum sem spretta af ferli leiksins; hann þarf að byggja á góðum og líflegum texta sem vekur hlátur af því samhengi, sem í hon- um er. Þessi list er ekki öllum gefin sem reyna. í Blessuðu bamaláni hefur höfundin- um, Kjartani Ragnarssyni, tekist mörgum öðr- um betur. Hann hefur samið leikverk, sem vel má vera að sé allra íslenskra farsa best og vafalitið það besta í þessum flokki sem úr hans penna hefur komið. Farsi, hversu vel sem hann er skrifaður, byggir þó ekki á verki höfundarins eins, frek- ar en önnur þau verk sem samin eru til flutn- ings. Hlutur leikstjóra og flytjenda er veiga- mikill. Sé þar ekki vel unnið, fellur farsinn óhjákvæmilega. Hann gerir miklar kröfur til nákvæmni í sviðsferð, framsögn og viðbrögð- um flytjenda. Þráinn Karlsson, sem leikstýrir uppsetningu Leikfélags Akureyrar, hefur sannarlega reynst verki sínu vaxinn. Honum hefur tekist að ná hnitmiðuðum hraða í upp- setninguna. I ferli hennar er magnandi bylgju- hreyfing og stígandi, sem skilar vel góðu verki höfundarins. Leikendur em ellefu. Nokkur munur er á frammistöðu þeirra en í heild tekin er hún góð. Samleikur gengur almennt prýðisvel upp. Fyrir koma þó dauflegir punktar, svo sem í samleik Laufeyjar Báru Jónsdóttur í hlutverki Erlu Daggar og Skúla Gautasonar sem séra Bene- dikts, en bæði gera annars mjög vel. Einnig er á nokkrum stöðum heldur ofgert, svo sem í fyrsta atriði Lóu, sem leikin er af Aino Freyju Járvelá. Þá skortir nokkuð á samfellu í leik Hildigunnar Þráinsdóttur í hlutverki Addýjar. MYND GUNNAR SVERRISSON Vel má vera að Blessaö barnalán sé allra íslenskra farsa bestur Sunna Borg, Saga Jónsdóttir og Aöalsteinn Bergdal í hlutverkum sínum. Fleira smátt mætti til tína, en miklu fleira er vel gert, svo sem túlkun Sögu Jónsdóttur á Ingu, Þorsteins Bachmann á Þórði, Maríu Pálsdóttur á Mariu og Sunnu Borgar á Þorgerði, en öll eiga góðan leik. Frammistaða Hjördísar Pálmadóttur í hlutverki Bínu á löppinni er með ágætum og það sama er um túlkun Sigurðar Hallmarssonar á Tryggva lækni og Aðalsteins Bergdal í hlut- verkum Tryggva Ólafs og biskupsins, örsmáu hlutverki, sem var sannarleg rúsína í uppsetn- ingunni. Umbúnaður Blessaðs bamaláns hjá Leikfé- lagi Akureyrar er með ágætum jafnt í sviðs- mynd, búningum, hljóði, lýsingu sem fórðun. Hann fellur vel að hinum klassíska anda fars- ans; einmitt þeim biæ sem Kjartan Ragnars- son hefur náð í verki sínu og sem skilar sér ánægjulega á fjölum Samkomuhússins. Haukur Ágústsson Leikfélag Akureyrar sýnir Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Jón Þór- isson. HIJóó: Gunnar Sigurbjörnsson. Lýslng: Ingvar Björnsson. Föróun og hár: Linda B. Ólafsdóttir og Halldóra Vébjörnsdóttir. Leikstjóri: Þráinn Karlsson. Menning Góður laugardagur Sumir önnum kafnir menningarblaðamenn stundu þungan þegar í ljós kom að á laugardaginn yrðu tvær frumsýningar sem skyldan og atvinnan byði þeim að sækja: Blíð- finnur í Borgarleikhúsi kl. 14 og Mávahlátur í Há- skólabíó kl. 20. En raunin varð sú að báðar sýning- arnar voru til að gleðjast og hrópa húrra fyr- ir. Báðar eru byggðar á prýðilegum íslenskum skáldverkum og báðar sýna skáldverkinu virðingu, halda anda og efni en umskapa það fyrir nýjan miðil af sjálfstæði og sönnum sköpunarkrafti. Sjálfsagt var fyrir Hörpu Arnardóttur að byggja leikritið um Blíðfmn á fyrri bókinni sem segir frá leitinni að Barninu. Öll böm geta fundið sig í þeirri sögu enda hafa týnd börn verið úrvals söguefni öldum saman. En jafnsnjallt var að fá dvergaleikflokkinn úr seinni bókinni lánaðan, innslög þeirra í bundnu máli minntu ekki á annað meira en iðnaðarmannaleikflokkinn góða úr Draumi á Jónsmessunótt og mun þá einhverjum þykja langt til jafnað ... Mávahlátur reynist sem skáldsaga hafa þennan margslungna og mergjaða undirtexta sem er svo nauðsynlegur til að kvikmynd gerð eftir henni geti orðið góð. Og Ágúst Guð- mundsson stillir sig alveg um að „þýða“ leyndardóma bókarinnar í myndinni: til dæm- is gefur hann ekki upp hvort Freyja er Þijár góðar úr Hafnarfiról Margrét Vilhjálmsdóttir, Ugla Egilsdóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir. mennsk eða af vættakyni. Kannski er hún bara stelpan sem aldrei getur gleymt nafngift- inni „fitubolla" á æskuárum og þjáist af átröskun þess vegna. En líka getur verið að hún sé í ætt við drottningarnar fögru sem fundust á eyðieyju eftir að eiginmenn þeirra konungarnir höfðu fallið í stríði, giftust nýj- um konungi sem er svo blindaður af ást að hann vill ekki af því vita að á næturnar breyt- ast þær í voðaleg flögö sem borða konungs- menn eins og hamborgara. Ekki er á allra færi að túlka svona ólíkindatól en Margrét Vilhjálmsdóttir er hárrétt val, fögur svo af ber og línurnar finar. Og ef einhver heldur að hún sé reyrð í mittið þá sýna nektarsenumar raunveruleikann ... Mér þótti helst skorta á að Ágúst hefði náð almennilegum mávahlátri. Hann ætti að heyra hvernig hlakkar í kvikindunum á sunnudagsmorgnum í Laugarnesinu þegar maður má sofa út. Listin líkir of vel eftir lífinu Það gerðist í London fyrir helgina að lista- verk eftir hinn heimsfræga, umdeilda og rán- dýra listamann Damien Hirst var beinlínis þrifið upp af hreingerningarmanni eins og hver annar skítur. Verkið var sett saman úr hálffullum kaffibollum, öskubökkum með sígarettustubbum, tómum bjórflöskum, lita- spjaldi, trönum, stiga, penslum, karameflu- bréfum og dagblöðum og því hafði verið kom- ið fyrir í glugga Eyestorm-gallerísins í Mayfair. Verkið átti að kosta nokkur hundruð þúsund pund enda „ekta“ Hirst. Við opnun sýningarinnar sem verkið var á var fjölmenni, að venju, og þegar hreingem- ingarmaðurinn var sakaður um þetta óhæfu- verk sagði hann í vamarskyni: „Það var fullt af fólki héma að reykja og drekka og þegar mér varð litið út í glugga þá bara andvarpaði ég yfir sóðaskapnum. Mér datt aldrei í hug að þetta væri list. Ég sópaði því bara saman, tróð því í ruslapoka og henti því.“ En sem betur fer höfðu verið teknar mynd- ir af kúnstinni og auðvelt reyndist að setja verkið saman á ný þannig að lítill munur sést á. Listamanninum sjálfum fannst þetta „of- boðslega fyndið", hreingemingarmaðurinn var ekki rekinn og talsmaður gallerísins sagði að þetta ýtti undir umræður um list og ekki list og það væri bæði hollt og gott...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.