Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Blaðsíða 28
36
ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001
Tilvera DV
í f iö
Draumaleikarinn
Hver er list leikarans?
Hvemig starfskraftur er hann?
Hver er ábyrgð hans í leikhúslífi
almennt? Þessar og fleiri
spurningar verða ræddar á
umræðukvöldi á þriðju hæð
Borgarleikhússins í kvöld, sem
hefst kl 20.00. Frummælendur
eru: Benedikt Erlingsson,
Brynhildur Guðjónsdóttir,
Halldóra Geirharðsdóttir og
Pétur Einarsson. Aðgangur er
ókeypis og allir eru hvattir til
að taka þátt umræðum á eftir.
Fundir
■ STAÐA KVENNA í
ARABARIKJUNUM
Jóhanna Kristjónsdóttir blaöamaður
heldur erindi um stööu kvenna í
Arabaríkjunum á árlegum
morgunverðarfundi UNIFEM á
íslandi í fyrramáliö. Fundurinn verður
í Víkingasal Hótels Loftleiða kl.
8.00-9.30. Sigríður Margrét
Guðmundsdóttir, formaöur UNIFEM
á íslandi, setur fundinn og segir frá
því helsta í starfi félagsins.
■ RÓMANSKA AMERÍKA Fjallaö
veröur um menningarsögu með sér-
stakri áherslu á Mexíkó á nám-
skeiöi um Andstæður og ævintýri í
Rómönsku Ameríku sem hefst í dag
í Endurmenntunarstofnun HÍ.
■ AÐALFUNDUR HAGÞENKIS
Aöalfundur Hagþenkis, félags
höfunda fræöirita og kennslugagna,
verður í dag í fundarsal Reykjavíkur
Akademíunnar á Hringbraut 121, 4.
hæð. Fundurinn hefst kl. 17.00. Auk
venjulegra aðalfundastarfa verður
fjallað um tillögur Hagþenkis í
samningaviöræöum viö
Námsgagnastofnun.
■ VÍSINDI OG VH)SKIPTI Hvernig
fást peningar í góöar hugmyndir er
yfirskrift hádegisfundar á morgun,
miövikudag, sem Rannsókna-
þjónusta Háskólans stendur fyrir.
Þar mun hún kynna ýmsa möguleika
á aö afla fjár til rannsóknarverkefna.
Kynningin fer fram í Lögbergi, stofu
101 kl. 12.00 -13.00.
■ HEILSUNÁMSKEH) í
HLIÐARDALSSKOLA Fiöeurra daga
heilsunámskeiö veröur haldiö
dagana 25.-28. okt. í
Hlíöardalsskóla í Ölfusi. Fyrirlesarar
eru Dr. Edda Bakke NS. PhT og Dr.
Ole Bakke PhD. ND PhT. Kennd
veröa gagnleg heilsuráö, hollar og
góðar líkamsæfingar, sýnikennslu í
matreiölsu á jurtafæöi og margt
fleira.
Klassík
■ HASKOLATONLEIKAR I
HAPEGINU A MORGNUN
Sópransöngkonan Kristín
Ragnhildur Sigurðardóttir syngur við
pianóundirleik Láru S. Rafnsdóttur á
háskólatónleikum í Norræna húsinu
á morgun, miövikudag. Tónleikarnir
hefjast kl. 12.30 og taka um þaö
bil klukkustund. Á efnisskránni eru
lög eftir Edvard Grieg og Jean
Sibelius.
Unglist
■ USTAKVOLD FRAMHALDS-
SKOLANNA I HINU HUSINU
Listakvöld Framhaldsskólanna
veröur í Hinu húsinu - Geysi
Kakóbar. Þaö hefst kl. 20.00 og
verður fullt af skemmtilegheitum.
Síðustu forvöð
■ ARNI INGOLFSSON I GALLERII
SÆVARS KARLS Arni Ingólfsson
myndlistarmaöur lýkur sýningu í
Galleríl Sævars Karls í dag.
Landsæfing björgunarsveita á Snæfellsnesi:
Maður Irfandi
Dómarnir um Kristmann
Koibrún
Bergþórsdóttir
skrifar.
Anægðir Eyfirðingar
Þaö var ánægt meö æfinguna, björgunarsveitarfólkiö í Eyjafiröi.
Rústabjörgun
efst á baugi
Mikið var um að vera á
Snæfellsnesi þegar fór fram
landsæfing slysavamadeild-
arinnar Landsbjargar. í
henni tóku þátt björgunar-
sveitir frá öllum landshlut-
um og auk þess fjöldi ann-
arra viðbragðsaðila, lög-
regla, slökkvilið, heilbrigð-
isstarfsmenn, Landhelgis-
gæslan og Varnarliðið á
Keflavíkurvelli. Rústabjörg-
unarsvæði, hið fyrsta hér á
landi, var opnað á þessari
æfmgu.
Um var að ræða einn um-
fangsmesta viðburð á sviði
björgunarmála á þessu ári
en ætla má að á fimmta
hundrað manns hafi komið
að æfingunni. Stór þáttur í
þessari æfingu var svo-
nefiid rústabjörgun. Þar var
æfð björgun fólks úr húsa-
rústum í kjölfar jarð-
skjálfta, sprenginga og ann-
arra hamfara. Þessi mál
hafa mikið verið í umræð-
unni vegna hryðjuverkanna í
Bandaríkjunum 11. september. Með-
al þátttakenda voru björgunarsveit-
armenn sem skipuðu alþjóðlega
björgunarsveit Slysavarnafélagsins
Landsbjargar sem vann við rústa-
björgun er jarðskjálftamir urðu í
Tyrklandi 1999 og boðið var til
Bandaríkjanna í síðasta mánuði.
Æfingasvæðið vegna rústabjörg-
unarinnar var vígt af Sturla Böðv-
arssyni samgönguráðherra á laug-
Honnuöurinn
Þór Magnússon, sem hannaði aöstööuna fyrir
æfingu á rústabjörguninni á Gufuskálum, var
einn af þeim sem fóru til Tyrklands vegna jarö-
skjálftanna 1999.
ardagsmorgun. Hann kom gagngert
ásamt fríðu föruneyti vestur á Gufu-
skála. Sá sem hannaði og gerði æf-
ingarsvæðið fyrir rústabjörgunina á
Gufuskálum, en þar er björgunar-
skóli Landsbjargar, er Þór Magnús-
son, en hann er starfsmaður Lands-
bjargar. Gerð hafa verið um 150
metra löng göng neðanjarðar úr
steyptum rörum, með alls konar út-
skotum, og víða eru lúgur sem farið
er niður í. Þá útbjó Þór einnig um
Kemur aö góöu gagni DV'MYNDIR PÉTUR s'JÓHANNSS0N
Turninn á Gufuskálum kemur að góöum notum viö æfingar björgunar-
sveitarmanna.
Sjuklingar
Þau Einar K. Héöinsson, Sverrir D. Þórsson, Kristjana Ósk Sturludóttir,
Sveinn Steindórsson og Sævar Logi Óiafsson léku „sjúklinga“ á æfingunni
hjá Landsbjörg.
20 metra háan turn úr jámi og
einnig eru á honum ljós sem lýsa
upp svæðið. Þór var einn af þeim
knáu björgunarmönnum Lands-
bjargar sem fóru til Tyrklands 1999.
Mikið var að gera hjá konum í
slysavarnadeildinni Helgu Bárðar-
dóttur á Hellissandi en þær sáu um
að matreiða ofan í björgunarsveita-
fólkið. Allt björgunarsveitafólk á
heiður skilinn fyrir að taka þátt í
erfiðum æfingum. Þetta fólk er
ávailt viðbúið þegar útkali verður
vegna fólks í nauð hvar sem er á
landinu.
100 ára afmælin eru skemmtileg.
Eitt slíkt er í dag. Kristmann Guð-
mundsson rithöfundur á afmæli.
Sennilega hinn vænsti maður í lif-
anda lífi, en listamaður verður að
þola uppgjör.
í tilefni afmælisins fékk Krist-
mann af sér forsíðumynd í Lesbók
Morgunblaðsins og í sama blaði
var skemmtileg grein um afmælis-
barnið eftir Ármann Jakobsson.
Það er óvanalegt að móðga menn í
afmælisgreinum en Ármanni tókst
það samt nokkrum sinnum. En þar
sem Ármann er afburðakurteis
drengur endaði hann grein sina um
Kristmann á orðunum: „Um hann
hefur nú alltof lengi verið hljótt."
Þegar ég las þessi orð hugsaði ég:
„Getur verið að Ármann meini
þetta? Vill hann virkilega að við
lesum Kristmann." Ég spyr vegna
þess að ég hef lesið bækur Krist-
manns. Tóm tímaeyðsla. Ekkert
bókmenntagildi. Reyndar er viss
skemmtun 1 því að lesa bækur þar
sem væmni og billegheit leika laus-
um hala á hverri síðu, en maður
nennir slíku ekki mjög lengi. Og
svo man ég að það vakti hjá mér
kátínu að lesa formála að ritsafni
Kristmanns þar sem Sigurður Ein-
arsson segir: „I skáldskap Krist-
manns Guðmundssonar er svo mik-
ið af tærri fegurð, frjórri hug-
kvæmni, djúpum mannskilningi,
dugandi persónusköpun - dramat-
ískri þenslu, að mörg veður og
sterk þurfa um hann að gnýja,
þangað til tindar hans eru veðraðir
í grunn."
Hvernig í ósköpunum gat maður-
inn komist að þessari niðurstöðu?
Jæja, smekkurinn er víst svo mis-
jafn. Sigurður er reyndar ekki einn
um þetta sterka gæðamat. Ég hef
kynnst mönnum sem geta æst sig
óendanlega yfir þvi sem þeir kalla
„illa meðferð" á Kristmanni Guð-
mundssyni. Þeir láta eins og vond-
ir og smekklausir kommúnistar
hafi litið á það sem sérstakt for-
gangsverkefni að bregða fæti fyrir
afburðarithöfund.
Margt var sagt um Kristmann og
hann var umdeildur maður, en ef
menn vikja frá sér umtalinu og lesa
bækurnar þá geta þeir vart komist
að þeirri niðurstöðu að þar sé höf-
undur sem eigi skilið heiðurssess í
íslenskri bókmenntasögu. Enginn
tekur fornar vinsældir frá Krist-
manni og góðu dómana frá útlönd-
„Ég hef kynnst mönnum
sem geta œst sig óendan-
lega yfir því sem þeir
kalla „illa meðferð“ á
Kristmanni Guðmunds-
syni. Þeir láta eins og
vondir og smekklausir
kommúnistar hafi litið á
það sem sérstakt for-
gangsverkefni að bregða
fæti fyrir afburða-
ríthöfund. “
um getur sömuleiðis enginn dregið
til baka. Prentuð orð standa. Nú-
tíminn hefur hins vegar dæmt
bækur Kristmanns Guðmundsson-
ar sem sjoppubókmenntir. Enginn
vill banna útgáfu slíkra bóka en
þær verða aldrei flokkaðar til stór-
bókmennta.