Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 25 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvœmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjórí: Páli Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, siml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Grœn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifmg@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hl Áskriftarverö á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk., Helgarbiaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Minna logið núna Talsmenn bandamanna í stríðinu í Afganistan fara gætilegar í fullyrðingum um rekstur stríðsins en forverar þeirra gerðu í Persaflóastríðinu og einkum þó í stríðinu í Kosovo, sem reyndist hafa verið nánast samfelld lygasaga af hálfu talsmanna Atlantshafsbandalagsins. Eftir Persaflóastríðið voru uppi grunsemdir meðal stjórnenda fjölmiðla um, að þeir og notendur fjölmiðlanna hefðu verið hafðir að fífli. Um síðir kom í ljós, að mynd- skeið af árangri ýmissa flugskeyta, sem sýnd voru í sjón- varpi, voru í rauninni eins konar tölvuleikir. Sjónvarpsstöðvar voru hins vegar svo uppteknar af ár- angursríkri blekkingu um yfirburði sina í lýsingum á „stríði í beinni útsendingu", að þær létu hjá líða að læra af reynslunni. Fyrir bragðið féllu þær á bólakaf í svipaða gildru, þegar kom að styrjöldinni i Kosovo. Eftir það stríð tóku ritstjórar vestrænna dagblaða sig saman um að rannsaka feril stríðsins og bera saman við fullyrðingar stríðsaðila. Niðurstaðan kom út í miklu riti, sem sýndi, að sannleikurinn skipti alls engu máli í frétta- flutningi stríðsaðila, þar á meðal bandamanna. Ýmsar fréttastofur, útvarpsstöðvar og dagblöð höfðu fréttamenn á staðnum, sem sögðu allt aðra sögu en þá, sem Jamie Shea og aðrir gáfu daglega i aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins, vandlega þjálfaðir af spuna- meisturum leiðtoganna Tony Blair og Bill Clinton. Bandaríkjastjórn virðist hafa dregið réttan lærdóm af hruni trausts fjölmiðla og notenda fjölmiðla á upplýsing- um Atlantshafsbandalagsins um Kosovo. Talsmenn henn- ar fara mun varlegar en áður í fullyrðingar um gengi loft- árásanna á Afganistan í einstökum atriðum. Enda gera fjölmiðlar fullyrðingar bandalagsins ekki að sínum. Texti frétta er fullur af fyrirvörum á borð við: „að sögn“ tilgreindra aðila. Dagblöð eru líka fljót að skjóta niður tilraunir spunameistara til að fljúga hátt, til dæmis í lýsingum á gildi fljúgandi matarpakka fyrir Afgana. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, reyndi að skjóta upp þeirri kenningu, að talibanar byggðu afkomu sína á framleiðslu og sölu fíkniefna. Hann hætti því strax, þegar fjölmiðlar upplýstu, að sannleikurinn væri þveröf- ugur. Talibanar hafa raunar barizt gegn sölu fikniefna. Enn hafa þó fjölmiðlar tilhneigingu til að kaupa ódýrt fullyrðingar rekstraraðila stríðsins. Enn er talað um, að þetta sé styrjöld gegn hryðjuverkum almennt, þótt banda- lagið hafi þróazt úr vestrænu bandalagi yfir í bandalag Bandaríkjanna við ýmsar hryðjuverkastjórnir. Bandaríkjastjórn hefur reynt að stýra vitneskju manna um striðið. Bandarískum sjónvarpsstöðvum er vansæmd af að hafa látið undan þrýstingi. Emirinn í Katar hefur meiri sóma, því að hann neitaði að hafa áhrif á mikilvæg- an fréttaflutning sjónvarpsstöðvarinnar al-Jazeera. Hingað til hefur stríðið fyrst og fremst leitt hörmungar yfir saklausa. Hvorki er vitað um neitt mannfall í hópi liðsmanna Osama bin Ladens né liðsmanna talibana. Hins vegar hafa bandamenn drepið hundruð óbreyttra borgara og hrakið tugþúsundir þeirra á vergang. Senn kann stríðið að beinast meira gegn raunveruleg- um glæpamönnum. Myndskeið af meintri næturárás fall- hlífamanna á einar herbúðir talibana var þó ekki trúverð- ugt, enda sáust þar ræktuð tré í röðum. Að fenginni reynslu er rétt að taka það hóflega alvarlega. Það er eðli trausts, að auðvelt er að glata því, en erfitt að endurheimta það. Því fær fólk sennilega réttari fréttir af stríðinu í Afganistan en undanförnum styrjöldum. Jónas Kristjánsson !DV Skoðun Frelsi eða öryggi Einn stofnenda USA, Benjamin Franklin, sagði að sá sem fórnaði frelsi til að öðlast öryggi myndi að lokum missa hvort tveggja. Öll heimsbyggðin stendur nú frammi fyrir þessari spurningu. Hvaða verði mega lýðræðislönd greiöa vemd gegn hryðjuverkum? Þjóðverjar vita að hluti árásanna 11.9. var undirbú- inn í þeirra landi. Lögreglu- ríki og hernaður fortíðar hafa fatlað landið hvað lög varðar og valdið því, að erfitt er að uppræta glæpastarfsemi sem lögreglan hefur grun um, en lög um framsal glæpa- manna til ólýðræöislegra landa eru veik. Tyrkir skilgreina flokk Kúrda sem terrorista án þess að það sé við- urkennt í Vestur-Evrópu, enda starfa margir hópar útlendinga í Þýska- landi án þess að unnt sé að fylgjast meö glæpum. Innanríkisráðherrann O. Schily vill tengja saman gögn leyniþjónustunnar og lögreglunnar ásamt heildarskrá yfir allar nætur- gistingar, enn fremur mildun dóma brotamanna, sem bera aðalvitni fyr- ir dómi, draga úr banka- leynd, banna andlitsbyrg- ingu, auðvelda framsal og setja fmgrafór í passa. Þeg- ar svo er komið spyrja margir hvenær komið sé lögregluríki. Örvænting og lífsgildi Þegar rýnt er i atburði sl. áratugar má sjá að hermdarverk eru engin sönnun fyrir aíli íslams; þau eru framin á tíma hnignunar öfgaafla og eru í raun vís- bending um örvæntingu brjálaðra manna, hinstu valdbeitingu veikleik- ans eftir fjölda af misheppnuðum til- raunum til að espa upp andóf gegn vestrinu. Eftir sigur afganskra múslíma gegn Rússum 1989 hófst óslitin eyðimerkurganga hinna öfga- fullu og miskunnarlausu foringja þeirra, sem reyndu að notfæra sér ís- lam til valdabrölts og útrásar brjál- æðislegs metnaðar. í áratug biðu þeir ósigur næstum alls staðar og var vísað á dyr. Þróunin er frekar í frjálsræðisátt og ungar kynslóðir sækjast eftir vestrænum gildum. Nú leggja öfgamenn allt undir þeg- ar þeir sjá að afl bókstafstrúar fer þverrandi meðal millistétta og þvi reyna þeir að öðlast stuðning gegn alræði í löndum múslíma. Mynd- bandi með ræðum Ladens og boðun heilags stríðs er nú dreift meðal múslíma á Vesturlöndum. „Heimur- inn skiptist upp í tvennar herbúðir, trúaðra og heiðingja". Ungar kyn- slóðir múslíma eiga ekki skilið að láta blekkjast og espast upp af glæpa- mönnum, sem svífast einskis og eru ekkert að boða sameiningu eða kjarabætur öreiga. En vissulega eru þeir hættulegir þegar örvænting grípur þá. Ætli fátækt fólk og óupplýst um allan heim eigi ekki meira sameigin- legt en mismunandi stéttir innan landa múslíma. Enginn árekstur menningarheima á sér stað, nema menn vilji telja æsingu og trúgirni fátæks þg óupplýsts fólks til menn- ingar. Árekstur er aftur á móti á milli þeirra örvæntingarfullu og svo hinna, sem lifa við gnótt og öryggi. Þessi lagskipting stétta á heimsvísu kallar fram spámenn sem reyna að nýta sér hana. Með því að ráðast á Enginn árekstur menningar- heima á sér stað nema menn vilji telja æsingu og trúgimi fátæks og óupplýsts fólks til menningar. Arekstur er aftur á móti á milli þeirra örvœntingarfullu og svo hinna sem lifa við gnótt og öryggi. Miðbær íslands Svo vill til að sama dag og Smára- lind í Kópavogi var opnuð með pomp og prakt, 10/10, hófust útboð á fyrstu lóðunum á flugvallarsvæðinu - ekki í Vatnsmýrinni í hjarta Reykjavíkur - nei, Fornebu, rétt utan við miðborg Óslóar. 10/10 var einnig efnt til morgunverðarfundar á Grand Hóteli í Reykjavík um framtíðarskipulag Vatnsmýrinnar. Þá var nýbúið að hleypa flugumferð á splunkunýja N- S-braut Reykjavíkurflugvallar, þó án hátíðarhalda. Samkvæmt skipulag- inu á þetta nýja og fullkomna mann- virki að fá að vera þarna til ársins 2016 en þá verður N-S-braut lögð nið- ur en A-V-brautin látin standa um ótiltekinn tíma. Tímasetningin á fundinum á Grand Hóteli var vænt- anlega ekki tilviljun, heldur tilraun til gagnsóknar í þeirri háskalegu stöðu sem upp er komin í verslun og skipulagsþróun Reykjavíkur með opnun Smáralindar. Byggt á flugvallarsvæði Borgarstjóri, háskólarektor, for- maður skipulags- og byggingarnefnd- ar Reykjavíkur, og forstöðumaður hins nýja Borgarfræðaseturs höfðu allir framsögu um mikil- vægi Vatnsmýrinnar sem vaxtarsvæðis fyrir Háskóla íslands og þekkingariðnað- inn, Landspítalann og mið- borgina. Hættan er bara sú að sá mikli dráttur sem verður á því að nýjar hug- myndir um byggð á svæð- inu nái fram að ganga verði gömlu Reykjavík of dýr- keyptur. Flugvöllurinn heldur borginni enn í gísl- ingu í 15-25 ár. Á fundinum á Grand Hót- eli greindi borgar- stjóri m.a. frá hinni merku uppbyggingu sem hafin er við miðborg Malmö á niðurlögðu athafna- svæði Kochums- skipasmíðastöðvar- innar við Vestur- höfnina. Svipuð þróun á sér einnig stað við höfhina í Gautaborg á svæði sem er álíka stórt og Reykjavíkurflug- völlur. Forstö'u- maður Borgar- fræðaseturs fræddi fundargesti síðan um framtíðarbyggð á Fornebu við Ösló. Og maður spurði bara: Hvers vegna í ósköpunum erum við ekki að gera eitthvað þessu líkt? Á Fornebu verður allt þetta fina: þekk- ingarþorp, bryggjuhverfi, verslunargötur og þjón- ustukjarnar, blönduð íbúðabyggð, tjarnir og græn svæði í menningar- legri, sjálfbærri borgar- byggð. Engin tröllaukin mislæg gatnamót. Flug- brautir orðnar að breiðgöt- um, sem innan fárra ára fyllast af fólki. Óslóbúar fá sterka miðborg. Reykvík- ingar fá miðbæjarflugvöll og Smáralind. Miðbær íslands Ég kom að lokuðum dyrum Skó- verslunar Steinars Waage í Domus Medica á dögunum. „Kæru við- skiptavinir. Lokum hér, opnum i Smáralind.“ Þannig tilkynningar hafa verið sorglega algengar á búð- um sem hafa lokað á nefið á íbúum gömlu Reykjavíkur að undanfornu. Hinir „kæru“ viðskiptavinir eru yf- irgefnir af verslunareigendum sem hafa tekið höndum saman við bæjar- yfirvöld í Kópavogi og yfirvöld sam- göngumála um að flytja miðstöð verslunar frá Reykjavík í Smárann og reisa þar yfirbyggðan „miðbæ ís- lands“ eins og framkvæmdastjóri Smáralindar orðaði það í allri hóg- værð á opnunarhátíðinni 10/10. Við þessu á höfuðborgin ekki nema eitt svar. Að auglýsa án tafar alþjóð- lega skipulagssamkeppni um mið- borgarbyggð í Vatnsmýrinni og hefj- ast handa við uppbyggingu þar í sam- ræmi við framsæknustu hugmyndir um endurreisn miðborga. Miðbær fs- lands á að vera í Reykjavík. Steinunn Jóhannesdóttir Hœttan er hara sú að sá mikli dráttur sem verður á því að nýjar hug- myndir um byggð á svæðinu nái fram að ganga verði gömlu Reykjavík of dýrkeyptur. Flugvöllurinn heldur horginni enn í gíslingu í 15-25 ár. Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur öryggistilfinningu hinna útvöldu í vestrinu reyna miskunnarlausir tækifærissinnar að notfæra sér allt sem tiltækt er sér til framdráttar, kóraninn, deilur í fsrael, andúð á USA, mótmælendur hnattvæðingar, minnimáttarkennd og slá um sig með trúargildum til að reka fleyg á milli þjóða. En spámaðurinn er enginn Khomeini heldur glæpamaður sem telur sig vera hetju í menningar- heimi sem er í umsátri vestursins. Örbirgö Undir yfirborði vandamálanna má grilla í ógnvænlegan skort á matvæl- um, menntun, mannréttindum og lífsrými; engin tilviljun er að þau eiga sér stað í vatnsrýrum heims- hluta, sem brauðfæöir sig varla, og andstæður auðlegðar og örbirgðar eru uppspretta átaka af mörgu tagi. f ísrael t.d. er tæpast grundvöllur fyr- ir sjáifsnægtarbúskap cills þess fólks sem er þar nú, bæði Palestínumanna og ísraela. Þeir fyrmefndu hafa ekki einu sinni notið aimennrar mennt- unar eins og ísraelar flestir. Jónas Bjamason Ummæli Hinn gullni þríhyrningur „Samfyikingin á enn eftir að halda sinn landsfund og ef að líkum lætur verður hann flokkn- um lyftistöng. Það er athyglisverður málflutningur Sam- fylkingarinnar að tengja saman málefnaáherslur í mennta-, efnahags- og velferðarmál- um í eina heild og mynda þannig þríhyrning, hinn gullna þríhyrning, sem tekur á öllum álitamálum í stjórnmálum. Þetta er aðferðafræði sem jafnaðarmannaflokkar í ná- grannalöndunum hafa notað með góðum árangri. Þannig er öllum stefnumálum svarað með stefnu í þessum þremur málaflokkum. Hvort árangur næst með þessari aðferðafræði fer eftir því hvort Sam- fylkingunni tekst að koma þessari hugsun skýrt fram i málatilbúnaði á Alþingi og á landsfundi. Stjórnmálin verða skýrari eftir fundi haustsins en áður en hvort áhugi almennings muni aukast er allt önnur Ella.“ Þetta skrifar Ágúst Einarsson prófessor í pistli á vefsíðu sinni. Stífur áróður „Fiársterkir aðilar reka nú stífan áróður fyrir aðild íslands að ESB sem sjálft ver tugum milljóna á ári hverju hér á landi til kynningar á starfsemi sinni. Einnig starfa hér sérstök samtök til stuðnings aðild. Þverpólitískt, skipulagt andóf er hins vegar lítt áberandi og litlum f]ár- munum varið til að vekja athygli á ókostum aðildar.“ Ragnar Arnalds á fullveldi.is Spurt og svaraö A bandaríska vamarliðið að fara úr landi? Kristján Þór Júlíusson, bœjarstjóri Akureyri: Tómt bull að rœða það núna „Við höfum enga stöðu til að taka um það ákvörðun að herinn fari í nánustu framtíð. Staða heimsmálanna er með þeim hætti að það er tómt bull að ræða það í alvöru núna aö herinn fari. Það er afstaða sem er alveg á skjön við það ástand sem er í heiminum í dag. Það er hins vegar ekkert nýtt í afstöðu Vinstri grænna að vera á móti hernum en þetta er hreyfmg sem kýs ekki um nokkum hlut heldur fylgir bara forustunni í blindni og hún er nánast alltaf á móti öllu. Forustan leggur allt fyrir og allt er klappað upp, en engar umræður um eitt eða neitt. Þetta er gott dæmi um tök forustunnar á flokksmönnum og ég vona að þeim líði vel með það.“ Grétar Jónsson, formadur: . m Óráðlegt að reka herinn nú „Ég er ekki sammála því að herinn fari. Við lifum á viðsjár- " — verðum tímum og þó að banda- rískar herstöðvar kunni að vera meiri skotmörk en oft áður vegna hermdaraðgerða þá held ég það væri óráðlegt að reka herinn í burtu núna, fyrir nú utan það að það þarf að huga að atvinnu þess fjölda fólks sem starfar hjá hernum. Að svona skuli vera samþykkt á landsfundi Vinstri grænna verður að vera þeirra mál, en það sem kom mér á óvart var hvað þeir ályktuðu lítið um sjávarútvegsmál og kvótakerfið sem er að rústa byggðir hringinn í kringum landið. Það hefði verið betur að ályktað hefði verið um það en að herinn fari núna.“ Kristján L. Möller alþingismadur: Herinn verði áfram „Ályktun Vinstri grænna er í takt við annað hjá þessum flokki sem er á móti öllu og áttar sig ekki á því að kalda stríðinu er lokið og NATO hef- ur tekið að sér friðargæsluhlutverk um víða veröld. Við lifum á mjög viðsjárverðum timum þar sem styrjaldarátök eru komin á nýtt stig sem eru hermd- arverk. Árásin á New York 11. september þar sem 6 þúsund manns voru drepin er nokkuð sem samtök þjóðanna verða að berjast við og þar eru allir banda- menn. Heimsbyggðin mun sameinast í þeirri bar- áttu gegn hryðjuverkahópum. Vegna alls þessa þarf að endurskoða stöðuna alla, og á meðan sú endur- skoðun stendur yfir á herinn að vera hér á landi." Aðalsteinn Baldursson, formaður: Komumst ekki hjá því „Ég hef þá grundvallarskoðun að ísland eigi að vera herlaust land og þess vegna hef ég verið á móti því að hér sé staðsett erlent herlið. Um þessar mundir búum við hins vegar við svo mikla óvissu í heiminum og sannkallað hættuástand að ég tel ekki rétt að við sendum herinn úr landi eins og staðan er. Við horfum upp á mikla óvissu fram undan varðandi samskipti þjóöanna og í ljósi þeirra atburða sem hafa verið að gerast, t.d. hryðjuverka, tel ég að við komumst ekki hjá því að hafa her í landinu og þær varnir sem hon- um fylgja. Þetta er vonandi tímabundið ástand og ég ítreka að grundvallarskoðun mín er sú að ísland eigi að vera herlaust land á friðartímum." 4) Landsfundur Vinstri grænna samþykkti mótatkvæðalaust aö bandaríska herliöið ætti tafarlaust aö fara úr landi « YT?l?úN£/*BPIA5ERV(Ce5 Tónlistarkennsla, til hvers? Tónlistarkennarar eru á leið í verkfall. Sú dapurlega staðreynd blasir við, það er að segja ef viðsemjendur þeirra ætla áfram að dauf- heyrast við kröfum um bætt launakjör. Þó eru þeir ekki að krefjast neinnar ofrausn- ar heldur þess að laun séu á svipuðu róli og annarra kennara í landinu. Ekki eru ýkja mörg ár lið- in síðan tónlistarkennarar miðuðu sig gjaman við framhaldsskólakennara í launum. Slíkt er ekki fráleitt því tón- listarkennarar eru oftar en ekki með langskólanám að baki og þá ekki síð- ur frá erlendum háskólum. Nú er aft- ur á móti svo komið að laun tónlist- arkennara eru orðin mun lægri en kennara við grunnskóla, hvað þá þeirra sem kenna við framhalds- skóla. Raunalegt er að Launanefnd sveit- arfélaga virðist hvorki hafa vilja né getu tfl að leysa þann hnút sem mál þetta er komið í. Rökin fyrir því að greiða tónlistarkennurum ekki mannsæmandi laun eru heldur ekki tU staðar. Sú staðreynd gleymist að fólk virðist ganga að hinum ýmsu tónlistarviðburðum sem sjálfgefnum hlut og leiða ekki hugann að þeirri þrotlausu vinnu og tíma sem að baki liggur þar sem tónlistin er svo sam- ofin mannlífinu og menningunni. Tónlistamám barna hefst að hluta til í leikskóla þar sem börn læra ýmis sönglög og texta, hlusta á tónlist og fara í hreyfileiki og fleira. For- skólanám í tónlist, með námi í flautuleik eða á önnur hljóðfæri tíðkast víða. Þá er tónlist stór þáttur í öUu starfi grunn- skólanna. Þar fá nemend- ur víðtæka fræðslu og þjálfun i tónlistariðkun svo sem með söng, hlust- un, hljóðfæraleik og marg- ir nemendur syngja í skólakórum, sem er prýð- isgóð félagsleg þjálfun, auk þess að hafa mikið forvamargUdi. Allt þetta gefur svo góðan undir- búning fyrir nám í tónlistarskóla. Þar læra nemendur að leika á hljóð- færi eða syngja, lesa nótur, nema tónfræði, hljómfræði, tónheyrn, tón- listarsögu og tónsmíðar, svo nokkuð sé nefnt. Tónlistarskólar landsins eru því að meira eða minna leyti útungunar- stöðvar. Einn daginn eru nemend- urnir mættir til leiks í menningarlífi landsmanna og hvarvetna er kallaö eftir kröftum þeirra í strengja-, blás- ara-, popp-, rokk- og jasssveitir, kóra, sinfóníuhljómsveitir og ýmislegt fleira. Sautjándi júní verður ekki haldinn nema með lúðrablæstri, söng- og hljómsveitum. Erlendir þjóðhöfðingjar koma ekki í heim- sókn án þess að tónlistin sé hluti af dagskrá heimsókna þeirra. Lands- leikur í íþróttum hefst aldrei svo nema þjóðsöngvar séu fluttir við upphaf leiks. Þá hef ég ekki minnst á aUt hitt; tónlist er stór hluti kirkju- legra athafna, rétt eins og leiksýn- inga, ráðstefna og annars slíks. Út- varpsstöðvarnar leika tónlist aUan sólarhringinn, sem öUum finnst sjálfsagt og svo má lengi telja. En þetta gerist ekki aUt af sjálfu sér. Grunnurinn að þessu öllu er vita- skuld lagður með starfi tónlistarskól- anna og kennurum þeirra. Launanefnd sveitarfélaganna hef- ur verið sérstaklega metnaðarlaus í störfum sinum og nær væri að samn- ingaumboð væri hjá hverju sveitar- félagi fyrir sig. Launanefndin sem stofnuð var af sveitarfélögunum til þess að semja við kennarana segist hafa ákveðna upphæð tU að spila úr og geti því ekki meir en margir af sveitarstjómarmönnum segja málið úr sínum höndum þar sem launa- nefndin sé ráðin til að semja við tón- listarkennarana, siðan stendur aUt fast. Á þessu má glöggt sjá hvers konar skollaleikur er á ferðinni og ég harma þau hrapallegu mistök sem þessi svokallaða Launanefnd sveitar- félaga virðist vera. Erfitt verður að meta þann skaða sem af þessu hlýst og hefur nú þegar hlotist. Ég skora á sveitarstjórnarmenn og bæjarstjóra á landinu að leggja þessa nefnd þegar í stað af og ganga til samninga hver á sínum stað við sína kennara. Björn Þórarinsson „Launanefnd sveitarfélaganna hefur verið sérstaklega metnaðarlaus í störfum sín- um og nœr vœri að samningaumboð vœri hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.