Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Blaðsíða 14
14
Menning
Sigfús Bjartmarsson, skáld og rithöfundur, lýsir V.S. Naipaul sem
hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels 11. október:
Breskari en Bretinn?
MYND REUTER
Rithöfundurinn V.S. Naipaul
Hann getur orðið ansi beittur á ferðum sínum um þriðjaheimsríkin þar sem öfugþróunin og ólániö
eru ktáriega heimskra manna ráð. En hann híar aldrei á neinn, maðurinn er bara reiður þó hann
fari svo vel með það að sumir sjá bara glott.
Val Nóbelsnefndarinnar í ár gladdi mitt
gamla hjarta því Trinidadbúinn V.S. Naipaul
hefur haldiö sœti sínu í úrvalsdeild minna
bókahillna í nœrri aldarfjóróung. Mér hefur
líka ámóta lengi fundist aó hann mœtti vel
vera meira lesinn þó ekki vœri nema vegna
þess aó þœr meginspurningar sem hann glímir
vió af góöu viti hafa stööugt oröió ákitnari og
sér fráleitt fyrir endann á því. Bœkur hans
fjalla nefnilega allar á einhvern hátt um átök-
in milli fyrsta og þriöja heimsins, eöa ef menn
vilja heldur, um hin flóknu og ógœfulegu eftir-
mál nýlendustefnunnar, og gildir þá einu hvort
um er aó rœða skáldsögur, smásögur, ritgerö-
ir, söguleg verk eóa feróabókmenntirnar.
Naipaul er af ættum Indverja sem Bretar
fluttu til Trínidad eftir að nýfrjálsir þrælarnir
reyndust ekki nenna að vinna meira fyrir sína
gömlu herra. Hann fæddist 1932 og ólst upp í
höfuðborginni Port of Spain þar til honum
bauðst átján ára gömlum að fara til náms í Ox-
ford, en þangað buðu Bretar árlega tveimur af-
burðanemendum frá nýlendunni. Fjórum náms-
árum síðar var hann byrjaður að skrifa og vakti
óðara þá athygli sem dugði honum til að gerast
atvinnumaður sem hann hefur verið síðan.
Grefnir heimsku heimsins
Þau verk sem slógu honum í gegn fjölluðu
um kynbræöur hans í Bretlandi, innflytjend-
ur sem vildu fyrir alla muni verða góðir og
gildir þegnar, fólk sem trúði því að með heið-
arleika og brosandi dugnaði yfir uppvaskinu
og karrípottunum mundi það á endanum
hljóta þau laun að verða Bretar. Uppskeran
var að sjálfsögðu ekki í samræmi við gæði
sáðkomsins en einlæg trú þess og langlundar-
geð lætur að mestu hvaðeina yfir sig ganga úr
deildum kynþáttafordóma og yfirburðahyggju
gömlu nýlenduherranna. Eitt af hans meist-
araverkum á skáldsagnasviðinu, House for
Mr. Biswas, gerist raunar á heimaslóðum
hans í Trínidad. Þetta er hlunkur á stærð við
Sjálfstætt fólk og fjallar um mann sem ef til
vill er eins skyldur Bjarti og hindúísk mótun
leyfir. Hann vinnur kannski ekki mörg af sín-
um örstríðum en hann nær þó að forða synin-
um frá því að feta í sömu slóð og taka að
minnsta kosti andvörpin í eigin húsi.
Nú í seinni tíð líta menn til þessara bóka
sem fyrirrennara þeirrar kynslóðar sem hefur
slegið í gegn með útmálunum sínum á veru-
leika annarrar og þriðju kynslóðar innflytj-
enda frá fyrrum nýlendum. Um Naipaul var
reyndar snemma sagt að hann væri breskari
en Bretar hafa verið um langt árabil. 1 heima-
landi hans sýndist sumum rigna upp í nasirn-
ar á honum enda hefur hann þar þótt hæðast
svo herfilega að og lítillækka sína svo hrak-
lega að hann hefur ekki orðið vinsælli en til
að mynda Heinesen í Færeyjum. í þessum
bókum örlar líka strax á viðleitni Naipauls til
að greina heimsku þessa heims, upplýsa
hleypidóma hans, fordóma og þá áráttu fyrr-
um nýlendubúa að apa upp menningu Vestur-
landa með brjóstumkennanlegum árangri. í
framhaldi þess hefur hann orðið einn þeirra
sem mest hafa lagt af mörkum til að gegnum-
lýsa grunninn að þeim átökum menningar-
heima sem við verðum nú í vaxandi mæli
vitni að.
Svartsýni eða raunsæi
Hetjurnar í skáldskap Naipauls hafa svo
sem ekkert breytt um eðli þó sviðið hafi víkk-
að og leikar borist út um heiminn. Sérgrein
hans eru þolendur eða nauðugir uppreisnar-
menn gagnvart ofurefli sem þá langar ekkert
til að tapa fyrir. Menn geta svo deilt um hvort
maðurinn sé óþarflega svartsýnn eða bara
raunsær.
Ferðabókmenntir hans eru síðan heimur
útaf fyrir sig og að mínu áliti reyndar toppur-
inn á hans höfundarverki því í þeirri grein
komast fáir honum jafnfætis á öldinni. Þær
eru áreynslulaus blanda bókmennta um upp-
lifun hans og reynslu Eif öðrum löndum, rýni
í stjórnmál, menningu, sögu, lýsingar á stöð-
um og fólki, og svo síðast en ekki síst viðtöl
við háa sem lága. Naipaul er einn af þeim
sjaldgæfu spyrlum sem ná að því manni virð-
ist fyrirhafnarlítið að fanga kjama úr hugar-
heimi viðmælenda sinna og koma um leið
puttanum á púls tímans, ef svo mætti segja,
með þeim afleiðingum að í bókarlok finnst les-
andanum sem hann hafi fengið mósaíkmynd
af heilli þjóð og hugarheimi hennar.
Naipaul hefur vissulega oft verið gagnrýnd-
ur fyrir að vera óvæginn og hrokafullur og
fundvísari á forheimskuna en annað. En þá er
því til að svara að hrokinn er ekki mikill á
sögulegan mælikvarða breskan og svo heldur
ævinlega í höndina á gikknum tvíburi hans
þriðjaheimsbúinn sem er allur fyrir tragikó-
mík og elegíur og vildi án efa vera viðkvæmn-
islegri en hann hefur nokkumtíma fengið að
vera á prenti. Nú og hvað grimmdina varðar
er hún bara sú sem hverjum skurðlækni er
nauðsyn, þó mér þyki ástæðulaust að draga úr
því að Naipaul getur orðið ansi beittur á ferð-
um sínum um þriðjaheimsríkin þar sem öfug-
þróunin og ólánið eru klárlega heimskra
manna ráð. En hann híar aldrei á neinn, mað-
urinn er bara reiður þó hann fari svo vel með
það að sumir sjá bara glott.
Endurfæðing miðalda í íran
Sýn Naipauls og markmið eru held ég ósköp
svipuð og Dickens sáluga. Hann er nefnilega
af þeirri gömlu og núorðið allt að þvi óleyfi-
legu gerð höfunda sem langar til að bæta
þennan heim ef hann mögulega getur, eða eig-
um við frekar að segja forða honum frá stór-
slysum og mannskoðum á þeirri flóknu víg-
línu sem liggur á milli norðurs og suðurs,
Vesturlanda og íslam. I Ijósi yfirstandandi
átaka væri kannski rétt hér í lokin að benda
áhugasömum á að tvær af hans bestu bókum
fjalla einmitt um grunn þeirra á hugmynda-
sviðinu. Among the Believers er um kynni
hans af bókstafstrúarmönnum í íran og víðar
á fyrstu árum klerkastjórnarinnar þar. Þó svo
reyndar að talibanar séu örlítið önnur deild
mun ansi margt vera líkt meö skyldum,
þannig að frábær greining hans á þessari end-
urfæðingu miðaldanna og orsökum hennar
ætti að duga langt á þá líka. Að henni lokinni
væri ekki úr vegi að renna yfir bók sem heit-
ir A Tum in the South og er skoðun hans á
Biblíubeltinu, ýmsum deildum Hins siðprúða
meirihluta, leyfum Klansins, stöðu svertingja
og fleiru sem okkur hér er nokkuð framandi í
sveitum þeirra Clintons og Bush.
Sigfús Bjartmarsson
Eftir Sigfús Bjartmarsson kemur á næstunni út
feröabókin Sólskinsrútan er sein í kvöld þar sem
hann segir frá feröalögum sínum um S-Mexíkó og
Guatemala. Bjartur gefur út.
Tonlist____________________
Birkir Freyr og hinir vanmetnu
Siðastliðna mánuði hefur gengi djasslífsins
hérlendis verið með afbrigðum gott. Plötuútgáfa
hefur verið með besta móti, efhilegir djassleikar-
ar hafa komið fram á hátíðum, á geisladiskum og
tónleikum.
Á sama tíma hafa sumir djassleikarar notið
mikilla vinsælda, þ.e.a.s. umfram kollega sína. í
öllum látunum í sambandi við diska Jóels, Sigga
Flosa, Agnars Más, Bjössa Thor., Eyþórs og Ósk-
ars, hafa allmargir af ágætum djassleikurum okk-
ar fallið í skuggann - vonandi tímabundið. Þetta
rann í huga undirritaðs þegar djassklúbburinn
Múlinn hóf vetrarstarfsemi sína á fimmtudags-
kvöldið.
Á fýrstu tónleikum haustvertíðar Múlans lék
kvintett Ólafs Jónssonar, tnr, og Ástvalds
Traustasonar, pno. Með þeim hljómsveitarstjór-
unum léku Birkir Freyr Matthíasson, trpt, Birgir
Bragason, bs, og Erik Qvick, trm. Segja má að hér
hafi komið hljómsveit sem kom Múlanum á
fleygiferð strax í upphafi vertíðarinnar! Þeir fé-
lagar léku skemmtilegar bop-melódíur, flestar frá
sjötta áratugnum, sem auðheyrilega féllu áheyr-
endum vel í geð. Þama mátti þekkja gamla hús-
ganga Kenny Dorhams og Duke Pearsons,
skemmtileg lög Benny Golsons frá skeiði þeirra
Golsons og Farmers og síðast en ekki síst lög Joe
Hendersons, sem að vísu eru yngri en lög Golsons
og Dorhams.
Birki Frey, trpt, hefur verið hrósað svo mikið
undanfarið að það væri að bera í bakkafullan
lækinn að halda því áfram hér. Pilturinn er í
stöðugri framfór. Fallegur tónn og einstaklega
melódískar línur prýða leik hans. Hann er einn af
þeim sem ættu svo sannarlega að fá tækifæri til
að gera sólódisk og það sem fyrst!
Ef tekið er mið af því sem sagt er hér að ofan
verður ekki hægt að segja annað um hina piltana
í hljómsveitinni en þeir séu „hinir vanmetnu".
Þar verður fyrstan að telja Ástvald Traustason,
pno. Ástvaldur er einn af okkar skemmtilegustu
djassleikurum. Still hans minnir örlítið á Tyner
en þó ekki til skaða. Hann fór á kostum í flestum
einleiksköflum sinum, þó einna mest þegar
tempóiö gaf honum færi á aö slappa af. Undirleik-
ur hans var dálítið yfirdrifinn, á köflum - allt of
mikið að gera hjá honum! Aftur á móti voru
áherslur hans með vinstri hendinni, smá
„sprengjur" inn á milli hljóma, alveg óborganleg-
ar.
Ólafur Jónsson, tnr, var í góðu formi. Hann
naut þess að hljómburðurinn var með betra móti
(!) en tónn hans er eillítið mattur og er því oft
ekki nægilega áheyrilegur þegar endurkast er
mikið í salnum. Samleikur Ólafs og Birkis var
mjög góður - hann hleypti meira lífi í bandið og
áheyrendur en almennt gengur og gerist í Múlan-
um. Leikur Ólafs í lögum Hendersons var sérlega
skemmtflegur, auðheyrt að Henderson er í miklu
uppáhaldi hjá Ólafi.
Þetta var í fyrsta sinn sem ég heyri Erik Qvick,
trm, leika „hard-bop“ og tókst honum vel til.
Qvick er fjölhæfur trommari með góða og hreina
tækni sem margir kollegar hans geta öfundað
hann af. Birgir Bragason, bs, var einna sístur
þeirra félaga þetta kvöld. Hann stóð sig vel í
hrynsveitinni, en leikur hans var áberandi
óhreinn á köflum. Ólafur Stephensen
Kvintett Ólafs Jónssonar og Ástvalds Traustasonar 18.
október 2001: Múlinn, djassklúbbur I Húsi Málarans.
ÞRIDJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001
H>"V
Umsjón: Siija A&aisteinsdóttir
Kammersveitin í víking
Kammersveit Reykjavíkur hélt tfl Japans í gær
í tónleikaferð. Verða fyrstu tónleikamir í Saitama
Art Theater annað kvöld en kvöldið eftir leikur
sveitin á opnunarhátíð sendiráðs íslands í Tókýó.
Á efnisskrá eru Kristallar 2(000) eftir Pál
Pampichler Pálsson, Píanókvartett í g-moll K. 478
eftir W. A. Mozart, Kvintett op. 50 eftir Jón Leifs og
verk eftir Þorkel Sigurbjömsson og Atla Heimi
Sveinsson. Stjómandi er Bernharður Wilkinsson.
Blásarakvintett Reykjavíkur heldur þrenna sér-
staka tónleika í ferðinni, hina fyrstu i dag í sendi-
ráðinu nýja, aðra á opnunarhátíðinni og hina
þriðju á laugardaginn í Hamarikyu Asahi salnum.
Á efnisskránni em klassísk verk eftir Mozart, Pou-
lenc og Nielsen, „Rapp“ eftir Atla Heimi Sveinsson
og heimsfmmflutningur á „ISSA“ fyrir söngvara
og kvintett eftir Jónas Tómasson.
Á mánudaginn kemur halda Rut Ingólfsdóttir
fiðluleikari og píanóleikarinn Richard Simm sér-
staka tónleika í Suginami Hall. Á efnisskrá er
Sónata i e-moll fyrir fiðlu og píanó eftir Mozart,
Sónata í F-dúr fyrir flðlu og pianó eftir Sveinbjöm
Sveinbjömsson, Sónata fyrir flðlu og pianó eftir
Jón Nordal og Sónata nr. 3 í d-moll fyir fiðlu og pí-
anó eftir Johannes Brahms.
Skólalíf á filmu
Guðlaugur Guðmundsson
sagnfræðingur gaf í fyrra út
bókina Skólalif - Starf og siðir
i latínuskólunum á íslandi
1552-1846. Hann stefnir nú að
því að endursemja þessa bók
íyrir sjónmiðil og gera rann-
sóknir sinar þar með aðgengi-
legri fyrir almenning. Hug-
myndin er að fylgja einum
skólapiltanna, Hálfdáni Einarssyni frá Prestsbakka
á Siðu sem síðar var kallaður meistari Hálfdán, og
vera með honum í Skálholtsskóla. Rannsóknir þess-
ar svo og hugmyndir um nánari úrvinnslu þeirra
verða umræðuefni hádegisfundar í ReykjavíkurAka-
demíunni, Hringbraut 121, á morgun ld. 12.
Jörðin undir fótum
Salman Rushdie er nýbúinn
að gefa út skáldsögu sem gerist í
New York en næsta bók á und-
an, hin mikla rokkskáldskaga,
Jörðin undir fótum hennar, var
að koma út í íslenskri þýðingu
Árna Óskarssonar. Þetta er saga
seinni hluta 20. aldar eins og
hún hefði getað orðið því höf-
undur skemmtir sér við að víkja
frá hinum sagnfræðilega veruleika á mikilvægum
stöðum. Þetta er bók um dulspeki og jarðskjálfta,
veruleikann og handanheiminn og samspilið þar á
milli, bók um goðsagnir fomaldar og okkar tíma,
bók um þrjár stórkostlegar borgir: Bombay,
London og New York. En fyrst og fremst er þetta
bók um stórbrotna ást í anda goðsögunnar um
Orfeus og Evridís.
Hér segir frá indverska parinu Ormusi og Vínu
sem eru dáðustu rokkstjömur okkar daga og er
saga þeirra rakin allt frá því að leiðir þeirra liggja
saman í Bombay á Indlandi og tfl endalokanna.
Sögumaður er ljósmyndarinn Rai, vinur Ormusar
og ástmaður Vínu. Jörðin undir fótum hennar hef-
ur verið kölluð glaðlegasta bók Rushdies, frásögn-
in einkennist af fmflegum stökkum fram og til
baka í tíma og á hverri blaðsíðu em dæmi um orð-
gnótt höfundarins, dálæti hans á orðaleikjum og
stílgaldur. Mál og menning gefur út.
Kvikmyndaþáttur
endurtekinn
í tflkynningu frá Sjónvarpinu segir að sunnu-
daginn 28. okt. kl. 13.50 verði endursýndur þáttur
um kvikmyndagerð í Hong Kong vegna þess að
þýðingu vantaði með hluta hans þegar hann var
sýndur í síðustu viku.
Einsöngur
Á háskólatónleikunum í Norræna húsinu á
morgun kl. 12.30 syngur Kristin Ragnhildur Sig-
urðardóttir sópran við píanóundirleik Lám S.
Rafnsdóttur. Á efhisskránni em lög eftir Edvard
Grieg og Jean Sibelius.
SKOLALÍF