Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Blaðsíða 23
31
ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001
neiiiiur
Bili Gates og félagar hjá Microsoft hafa veriö gagnrýndir fyrir enn frekari einokunartilhneigingar með útgáfu
Windows XP.
Windows XP kemur út á fimmtudaginn:
Ekki allir á eitt sáttir
Tveir dagar eru
nú þangað til
nýja stýrikerfið
frá Microsoft,
Windows XP,
kemur í versl-
anir um heim allan. Stýrikerfið er
byggt á sama grunni og Windows
NT og Windows 2000, sem bæði
voru ætluð fyrir fyrirtæki frekar
en einstaklinga. Microsoft er búið
að gera mikið úr nýju og flottara
útliti á stýrikerfmu og þeirri stað-
reynd að einstaklingar geti nú not-
að sama stýrikerfi og stórfyrir-
tæki.
Plássfrekt stýrikerfi
Svo virðist þó vera að ekki séu all-
ir á eitt sáttir um ágæti hins nýja
stýrikerfis. f grein i breska dagblað-
inu The Observer er Windows XP
kynnt sem hinn mesti gallagripur.
Þar er til að byrja með bent á að
ætla megi aö mikill meirihluti
þeirra sem ákveða að fjárfesta í
Windows XP þurfi einnig að eyða
peningum í nýja tölvu. Stýrikerfið
virkar ekki nema á nýjustu gerðum
af heimilistölvum og krefst auk þess
tveggja gígabæta af minni á harða
diskinum sem er verulega stór
pakki. í greininni er dregið í efa að
þetta eigi eftir að auka áhuga fyrir-
tækja þar sem mikil fjárútlát í end-
umýjun tölva fari ekki vel við þann
efnahagssamdrátt sem er í heimin-
um í dag. Þeir einu sem kannski
nuddi saman höndum séu seljendur
heimilistölva.
Annað sem talið er fráhrindandi
við XP-stýrikerfið eru tilfæringar
við uppsetningu. Þrátt fyrir að búið
sé að borga fyrir stýrikerfið og setja
þaö upp á tölvu þá þarf að hringja
inn til Microsoft til að fá leyfi til að
ræsa það. Þetta er sögð vera byrjun-
in á .Net áætlun Microsoft þar sem
stefnan er að leigja hugbúnað yfir
Netið í stað þess að selja hann út úr
búð. XP skannar vélbúnað þeirrar
tölvu sem það er sett upp á og býr til
44 tölu kóða fyrir hann, sem er eins
konar fingrafar tölvunnar, sem
sendur er til Microsoft. Með þessu
er stýrikerfið læst við viðkomandi
tölvu.
Nauöbeygö uppfærsla
Afleiðingamar sem þetta hefur i
fór með sér eru lítt skemmtilegar ef
marka má gagnrýni þá sem heyrst
hefur. Til að byrja með getur það
gerst að Windows XP slökkvi á sér ef
eigandi ákveður að uppfæra vélbún-
að í tölvunni sinni. Ef það gerist þarf
aftur að hringja inn til Microsoft, í
gegnum Netið, til að fá leyfi til að
setja stýrikerfið upp aftur. Þetta er
vegna læsingar kerfisins við upp-
runalegan vélbúnað - nýr vélbúnað-
ur þekkist ekki. Það sama gildir ef
Annar galli sem kvart-
að er yfir er sá að fólk
ræður ekki tengur
hvenærþað uppfærir
einstök forrit hjá sér.
Mörg afþeim forritum
sem fólk notar dags-
daglega, eíns og Word,
Excel eða margmiðl-
unarspilarar eru inn-
byggð í XP-kerfíð. Það
þýðir að Microsoft
ræður hvenær notend-
ur uppfæra og getur
notandinn lítið i því
gert.
fólk kaupir sér nýja tölvu.
Annar galli sem kvartað er yfir er
sá að fólk ræður ekki lengur hvenær
það uppfærir einstök forrit hjá sér.
Mikið af þeim forritum sem fólk not-
ar dagsdaglega, eins og Word, Excel
eða margmiðlunarspilarar, eru inn-
byggð í XP-kerfið. Það þýðir að
Microsoft ræður hvenær notendur
uppfæra og getur notandinn lítið í
því gert. Ef ekki er uppfært hættir
gamla forritið að virka þannig að
fólk sér sig nauðbeygt til að uppfæra.
Þeir sem ætla sér að uppfæra í
Windows XP virðast því þurfa að
kynna sér málið aðeins áður en
hlaupið er til. Blaðamaður greinar-
innar í The Observer bendir fólki á
að kíkja á síðuna www.livingwit-
houtmicrosoft.org, þar sem aðrir
valkostir en Windows XP eru kynnt-
ir.
Auglýsing í
geimnum
Rússneska geim-
ferðastofnunin
er búin að selja
og koma fyrir
auglýsingu á Al-
þjóðlegu geim-
stöðinni. Tveir
rússneskir geimfarar, sem nú dvelja
í stöðinni, skiptu á spjaldi með rúss-
neska fánanum á og settu í staðinn
auglýsingu frá Kodak-ljósmyndafyr-
irtækinu. Auglýsingaspjaldið stend-
ur utan á stöðinni og þar segir
„Take Pictures Further" (í. taktu
myndir lengra). Það er gert úr sama
efni og fáninn var. Rússneska geim-
ferðastofnunin er að rannsaka
hversu vel efnið endist við erfiðar
aðstæður eins og út í geimnum.
Þetta er ekki fyrsta skipti sem \
Rússar selja auglýsingar i tengslum I
við geimferðir. Pizza Hut fékk að
auglýsa utan á einni geimflauginni J
sem flutti hluti í alþjóðlegu geim- j
stöðina. Auk þess voru teknar upp
nokkrar auglýsingar í MÍR-geim-
stöðinni heitinni.
Auglýsingin sést ekki frá jörðu
nema með góðum sjónaukum. Hins
vegar munu vera áætlanir uppi um
að koma fyrir risastórum auglýs-
ingaspjöldum á braut um jörðu í
framtíðinni. Slík auglýsingaskilti
yrðu jafnvel nokkrir kílómetrar á
hæð og breidd og sæjust vel frá
jörðu.
Ástand óson-
lagsins yfir
norður- og suð-
urskautum
jarðar hefur lít-
ið lagast að
mati vísindamanna í dag. Mynd-
in hér að ofan er af háskýjum
sem myndast í miklu frosti í
efstu lögum lofthjúps jarðar og
eru sérstaklega algeng yfir suður-
skautinu. Undanfarin ár hafa vís-
indamenn tekið eftir því að skýin
myndast stöðugt oftar yfir norð-
urskautinu þar sem þau voru fá-
tíð áöur. Lækkandi lofthiti í efstu
lögum lofthjúpsins yfir norður-
skautinu er talin ástæðan. Skýin
eru gróðrarstía fyrir sameindir
sem éta upp ósonlagið.
Stærsta gatiö í fyrra
Nýjustu mælingar á ósonlaginu
yfir suöurskautinu sýna að hið
svokallaða „gat“ á ósonlaginu er
engu minna en undanfarin ár.
Talið er að áframhaldandi út-
blástur ósoneyðandi efna sé
ástæðan þrátt fyrir að tekist hafi
að draga úr útblæstri á klórflúr-
kolefnasamböndum samkvæmt
Montreal-bókuninni. Aukinn út-
blástur á brómefnasamböndum
er þar aðalsökudólgurinn og
áhyggjur eru uppi vegna nýrra
brómefnasambanda sem ekki eru
enn komin á lista yfir ósoneyð-
andi efni.
Dr. Joe Farman, sem var einn
þeirra sem uppgötvuðu þynningu
ósonlagsins árið 1985, segir aö
þótt aukning útblásturs á bróm-
efnasamböndum sé lítil þá sé hún
ekki viðunandi. Að sögn dr.
Farmans er staða ósonlagsins
yfir suðurskautinu slæm og hafi
ekki veriö verri síöan árið 1993
þegar litið er yfir árið sem heild.
Ósongatið yfir suður-
skautinu mældist í
september siðastliðn-
um um 26 milljónir fer-
kílómetra. í fyrra
mældist gatið stærst
siðan mælingar
hófust, eða 30 milljónir
ferkilómetra.
Það ár gaus eldfjallið Pinatubo og
gosefni frá því kældu efri lög loft-
hjúpsins mikið.
Ósongatið yfir suðurskautinu
mældist í september síðastliðn-
um um 26 milljónir ferkílómetra.
í fyrra mældist gatið stærst síöan
mælingar hófust, eða 30 milljónir
ferkílómetra.
Uppi eru áætlanir um mun stærri geimauglýsingar en nú eru á alþjóðlegu
geimstööinni - auglýsingaspjöld á sporbraut um jörðu sem fólki sæi með
berum augum.
Ósoneyöandi háský eru æ algengari yfir noröurskauti jaröar. Pessi mynd er tekin af slíkum skýjum rétt viö borgina
Kiruna í Svíþjóö.
Ósonlagið enn í hættu
- vegna aukins útblásturs brómefnasambanda
íbíú\i
JJjj>
jjyij'ij^
jjjÍiJ