Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Blaðsíða 24
32
ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001
Tilvera i>v
Patsy gefst upp
á karlmönnum
Leikkonan Patsy Kensit er búin
aö fá nóg af karlmönnum. Ekki
skrýtið þar sem þrjú hjónabönd
hennar hafa öll farið út um þúfur,
svo og ótal ástarævintýri önnur.
í viðtali við dálkahöfund breska
æsiblaösins The Sun sagði Patsy að
hún ætlaði að helga sig börnunum
sínum tveimur. Ástin yrði því látin
sitja á hakanum, að minnsta kosti
fyrst um sinn.
„Karlmenn eru ekki til umræðu.
Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigð-
um með karlmenn," sagði Patsy
sem meðal annars hefur verið gift
Oasis-villingnum Liam Gallagher.
Britney frestar
tónleikaferö
Poppstjörnuunglingurinn Britney
Spears hefur neyðst til að fresta tón-
leikaferð sinni um Bandaríkin
vegna flensuskratta sem hefur hrjáð
hana um nokkra hríð.
Britney krækti sér i vírusinn þeg-
ar hún var austur í Ástralíu um
miöjan síðasta mánuð. Lækni
stúlkunnar var ekkert farið að lítast
á blikuna og kyrrsetti hana því á
dögunum og skipaði henni að taka
lífinu með ró.
Vonandi verður Britney búin að
ná sér 2. desember, á tvítugsafmæl-
inu sinu þegar hún á að troða upp í
New Jersey.
Geri Halliwell
kastar klæðunum
Kryddpían fyrrverandi, hin stælta
Geri Halliwell, fækkaði fótum á dög-
unum fyrir upptökur á nýjasta tónlist-
armyndbandinu sinu.
Að sögn æsiblaðsins The Sun hefur
Geri aldrei skírskotað jafnmikið til
kynlífs og erótíkur eins og í þessu
nýja myndbandi sem skreytir lagið
Calling. Það er þriöja lagið af nýjustu
stórplötu hennar sem gefið er út á lit-
illi plötu. Sjálf segir hin 28 ára gamla
Geri að myndbandið eigi að túlka ein-
faldleikann og hreinleikann í sannri
ást.
Iceland Airwaves 2001:
Tónlistarveisla í miðbænum
Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin
var haldin í þriðja sinn í síöustu
viku og er óhætt að segja að hún
hafi verið glæsilegri í ár en nokkru
sinni fyrr. Að þessu sinni fór hátið-
in fram á nokkrum vel völdum stöð-
um i miðborginni og gátu gestir
valsað á milli þeirra að vild. Eins og
fyrri ár kom fjöldi efnilegra ís-
lenskra tónlistarmanna og hljóm-
sveita fram á hátíðinni auk nokk-
urra erlendra gesta. Tilgangur
Airwaves-hátíðarinnar er öðrum
þræði að koma íslenskri popp- og
rokktónlist á framfæri viö erlenda
tónlistarfræðinga og voru því ófáir
erlendir flölmiðlamenn og útgefend-
ur staddir hér á landi í vikunni.
Ekki er gott að segja hvort þeir hafi
komið auga á nýja Björk eða Sigur
Rós en eitt er vist að íslensk tónlist
hlýtur verðskuldaða athygli á er-
lendri grund um þessar mundir og
sóknarfærin eru mörg.
Lúna í Þjóðleikhúskjallaranum
Lúna er án efa ein af efnilegustu
hljómsveitum landsins um þessar
mundir. Hún hélt tónleika í Þjóöleik-
húskjallaranum á föstudaginn og var
vel fagnaö.
Elísa Geirsdóttir er annar íslenskur
söngfugl sem hefur lifaö og starfaö í
Lundúnum að undanförnu. Hún hélt
tónleika á Gauki á Stöng þar sem
hún kynnti nýtt efni.
Harði kjarninn
Fidel heitir ný hljómsveit sem leikur
rokk í haröari kantinum. Fidel sýndi
hvaö i henni býr á Gauki á Stöng á
fimmtudagskvöldið.
DV-MYNDIR EINAR J.
Emilíana trekkir
Góö aösókn var á tónleika Emilíönu
Torrini í Hafnarhúsinu en hún er bú-
sett í Lundúnum um þessar mundir
og heldur ekki tónleika hér á landi á
hverjum degi.
Trabant í Hafnarhúsinu
Úlfur Eldjárn leikur viö hvern sinn
fingur á tónleikum hljómsveitarinnar
Trabants í Hafnarhúsinu.
Himnesk upplifun
Sigur Rós hélt magnaöa tónleika í
Hafnarhúsinu á fimmtudaginn fyrir
fullu húsi. Færri komust aö en vildu
og nutu margir tónlistarinnar fyrir
utan tónleikastaðinn.
Byggðasafnið á Hnjóti:
Stofa meö munum
„Þetta er annað árið mitt sem for-
stöðumaður við Byggðasafnið á
Hnjóti," segir Jóhann Ásmundsson,
safnstjóri við Byggðasafn Vestur-Barð-
strendinga á Hnjóti. „Ég tel að aðsókn-
in i sumar sé með besta móti og lið-
lega 4.500 manns hafa komið hingað.
Fólk ferðast öðruvísi en áður. Það er
minna um skipulagðar hópferðir en
meira um fólk á einkabílum. Ég held
að það komi sér vel fyrir ferðaþjón-
ustuaðila hér því þetta fólk notfærir
sér meira þá þjónustu sem í boði er á
svæöinu."
Húsnæði safnsins á Hnjóti hefur
stækkað verulega síðustu ár. Árið 1998
var tekinn í notkun hluti viðbygging-
ar sem í er, auk sýningaraðstöðu, veit-
ingasala og snyrtingar. Síðastliðið
haust var svo tekinn í notkun síðari
hluti viðbyggingarinnar og er nú sýn-
ingarsvæðiö um 500 fermetrar. Þá er
ótalið hús Flugminjasafnsins sem
stendur örskammt frá Byggðasafninu
og er hluti af því.
Jóhann segir að talsverð aðsókn sé
í veitingasölu safnsins. Ferðafólki
þyki gott að tylla sér niður og fá sér
kaffísopa og meðlæti. Aðspurður sagði
Jóhann að sífellt væru að bætast við
munir á safnið. Þannig væri nú í
nýjasta hlutanum stofa með munum
sem voru í eigu Gísla á Uppsölum í
Selárdal. I þeim hluta er einnig mis
búnaöur sem tengdist björgunarafrek-
inu við Látrabjarg á sínum tíma, sem
og ljósmyndir, tengdar þeim atburði.
Þá gefst gestum einnnig kostur á að
sjá myndband um björgunarafrekið.
Þetta vekur mikla athygli enda hefur
víða verið fjallað um þennan atburð í
rituðu máli undanfama áratugi. Jó-
hann hóf að starfa við byggðasafnið
árið 1994 við skráningu muna. Eftir
fráfall Egils Ólafssonar á Hnjóti haust-
ið 1999, en hann byggði safnið upp og
veitti því forstöðu til dauðadags, tók
Jóhann við sem safnstjóri.
Byggðasafnið er opið alla daga frá 1.
júní til 15. september ár hvert en eftir
það er opnað ef óskað er eftir slíkri
þjónustu. -ÖÞ
Gísla á Uppsölum
Nyir munir a safninu
Jóhann Ásmundsson safnstjóri segir aö sífellt séu aö bætast viö munir á
safniö. Þannig sé nú í nýjasta hlutanum stofa meö munum sem voru í eigu
Gísla á Uppsölum í Selárdal.