Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2001, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2001 Viðskipti______________________________________________________________________________________________________________DV Umsjón: Vidskiptablaðiö Lánshæfismat ís- lenska ríkisins óbreytt Allt við það sama Lánshæfismat íslenska ríkisins er óbreytt samkvæmt nýrri skýrslu Standard & Poors, þrátt fyrir minnkandi hagvöxt. Lánshæfismat íslenska ríkisins er óbreytt samkvæmt nýrri skýrslu Standard & Poors. Þetta kom fram í frétt fyrirtækisins er gefin var út í gær. Á sama tíma telur S&P horfur vera neikvæðar en áður mat fyrir- tækið þær stöðugar. Forsendur fyr- ir breyttu mati eru einna helst versnandi skuldahlutfóll íslenska ríkisins og aukin óvissa í fjármála- geiranum. I frétt fyrirtækisins segir að breyting á horfum endurspegli hækkandi skuldahlutföll hins opin- bera og aukna áhættu í Qármála- kerfinu en skuldahlutfóll ríkisins höfðu lækkað stöðugt frá miðjum síðasta áratug. Efnahagsuppsveiflan sem hófst árið 1996 og knúin var áfram af lánsfé er nú að hjaðna einmitt þeg- ar ytri skilyrði hafa versnað. Hugs- anlega gæti afleiðingin orðið tiltölu- lega lítill hagvöxtur í töluverðan tíma og áhættusamari eignir banka- kerfisins. Að mati S&P eru vísbend- ingar um áhættu í fjármálakerfi fyr- ir hendi á íslandi, svo sem mikil eft- irspurn fjármögnuð af lánsfé, ör hækkun fasteignaverðs og ójafn- Vænta má töluverðra breytinga á efnahagsreikningi Landsbankans þaö sem eftir lifir ársins, að þvi er fram kemur í ársskýrslu Fjármála- eftirlitsins er kom út nú rétt fyrir helgina. Bankinn seldi nýverið all- an eignarhluta sinn í Lýsingu en í sex mánaða uppgjöri var hluturinn metinn á 546 milljónir króna og var söluverð hans tæpur milljarð- ur króna. Þá hefur verið ákveðið að skrá Vátryggingafélag íslands (VÍS) á markað á árinu en Lands- bankinn á hátt í helmingshlut í fé- laginu. vægi í utanríkisviðskiptum. Vegna skuldasöfnunar setti S&P ísland á lista með fjármálakerfum sem sýna merki álags (sjá grein á vefsíðunni Ratingsdirect hjá S&P). Líkur hafa aukist á rýrnandi gæðum útlána hjá Hlutur Landsbankans í félag- inu hefur verið metinn á fram- reiknuðu kostnaðarveröi í bókum bankans en ætla má að hann verði metinn á markaðsvirði við skráningu félagsins. Komið hefur fram að gengi í sölu til starfs- manna er 20 en jafnframt má ætla að starfsmönnum sé veittur tölu- verður afsláttur af því gengi sem verður til almennra fjárfesta. Of- angreint ætti því að hafa talsverð áhrif til hækkunar á eiginfé Landsbankans á næstu mánuö- um. fjármálafyrirtækjum vegna horfa um minni hagvöxt og versnandi skuldastöðu við útlönd. Veikist fjármálakerfið enn frekar gæti komið til þess að íslenskar fjár- málastofnanir þyrftu á auknu eigin Hagstofa islands gaf út í gær nýj- ar vísitölur byggingarkostnaðar og launa og hækkuðu báðar vísitölurn- ar litið eitt. Vísitala byggingar- kostnaðar er reiknuð eftir verðlagi um miðjan október. Vísitalan er 262,1 stig og hækkaði hún um 0,3% frá fyrra mánuði. Vísitalan gildir fyrir nóvember. Hækkun vísitölunnar síðastliðna þrjá mánuði samsvarar um 1,2% hækkun á ári. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísi- tala byggingarkostnaðar hækkað um 6,8%. Launavísitalan er síðan reiknuð út frá meðallaunum í sept- embermánuði. Vísitalan er nú 214,8 stig og hefur hækkað um 0,4% frá fyrra mánuði. Hækkun launavísitölu nemur alls 9,1% síðustu 12 mánuði en verðbólg- an á þessu tímabili hefur verið 8,4%. Kaupmáttur launafólks hefur því aukist um 0,7% á tímabilinu. fé að halda, hugsanlega úr ríkis- sjóði. Erlendar skuldir landsins eru miklar (um 280% af útflutningi árið 2001). Mikil raungengislækkun krónunnar undirstrikar áhrif er- lendrar skuldsetningar fyrirtækja og banka í landinu. Hagvöxtur hefur minnkað jafnt og þétt úr 5% árið 2000, búist er við samdrætti á næsta ári en hagvexti á ný árið 2003. Minni hagvöxtur ásamt gengislækkun krónunnar hefur þegar haft áhrif á stöðu ríkis- fjármála og leitt til hækkunar ríkis- skulda eftir stöðuga lækkun þeirra um tíma. Þetta er óháð öðrum breytingum sem orðið hafa í fjár- málageiranum. Fjárlagafrumvarpið fyrir 2002 sem lagt var fram í byrj- un október gerir ráð fyrir smávegis- afgangi en er byggt á bjartsýnum forsendum um hagvöxt og tekjur. S&P telur að halli ríkissjóðs árið 2002 geti orðið um 1,8% af vergri landsframleiðslu. Verulegar skattalækkanir gætu orðið enn meiri Þrándur í Götu fyr- ir því að jafnvægi náist aftur í íjár- málum ríkissjóðs. Að því er fram kemur hjá grein- ingardeild íslandsbanka má sjá að þegar litið er til launaþróunar á síð- ustu mánuðum sést að laun opin- berra starfsmanna og bankamanna hafa hækkað töluvert hraðar en laun á almennum vinnumarkaði. Þannig hækkuðu laun þessara starfsmanna um 2,8% á milli annars og þriðja ársfjórðungs i ár en laun á almennum vinnumarkaði um 1,1%. Á milli þriðja ársfjórðungs 2000 og 2001 hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 7,2% en um 11,3% hjá opinberum starfsmönnum og bankamönnum. Ef litið er til síðastliðinna fimm ára kemur i ljós að laun þessara starfsmanna hækkuðu um 55% frá þriðja ársfjórðungi 1996 til sama ársfjórðungs í ár en laun á almenn- um vinnumarkaði hækkuðu á sama tímabili um 38%. 3 . HEILDARVIÐSKIPTI 3.182 m.kr. - Hlutabréf 2.137 m.kr - Húsnæöisbréf 523 m.kr MEST VIÐSKIPTI v Delta 1.893 m.kr ; íslandsbanki 51 m.kr Pharmaco 44 m.kr MESTA HÆKKUN Q Delta 10,4 % Q Grandi 9,7 % Q Sjóvá-Almennar 7,4 % MESTA LÆKKUN ©íslenski hlutabréfasjóðurinn 4,3% Q Landssíminn 2,5 % Q Búnaðarbankinn 2,3 % ÚRVALSVÍSITALAN 1.113 stig - Breyting o 047 % Lyfjaverslun selur í Delta Lyflaverslun íslands hefur selt eign- arhlut sinn i Delta hf. að nafnverði 34,2 milljónir króna og framvirka samninga um hlutafé í Delta hf. að nafnverði 13,3 milljónir. Salan fór fram á genginu 34,5. Eftir söluna er eignarhlutur Lyfia- verslunar íslands hf. í Delta hf. enginn. Söluhagnaður Lyfjaverslunar ís- lands af hlutanum í Delta er áætl- aður rúmlega fimm hundruð milljónir króna eftir að tillit hefur veriö tekið til skattalegra áhrifa.í frétt frá Lyfjaverslun íslands kemur fram að salan verður til þess að eiginfjárhlutfall Lyfiaverslunar íslands hf. hækkar í rúmlega 25% og tekju- skattsskuldbinding sem hlutfall af heildareignum verður u.þ.b. 6,5%. Lyfjaverslun íslands hf. hafði áform- að að fara í hlutafjárútboð á næstunni til að fjármagna vöxt félagsins en vegna sölunnar og hagnaðar af henni verður ekki þörf á því. Milljarða við- skipti fóru aldrei fram Aðilar á verðbréfamarkaði ráku margir upp stór augu i gær þegar fram kom á fréttasiðu Verðbréfaþings ís- lands að rúmlega 41 milljarðs króna viðskipti með bréf Baugs hefðu verið felld niður í gær. Þótti líklegast að um mistök hjá miðlara hefði verið að ræða því markaðsverðmæti fyrirtækisins nemur „ekki nema“ 19 milljörðum króna og urðu því fréttir um 41 millj- arðs króna viðskipti að teljast ákaflega ólíklegar. Verði miðlari uppvís að slíkum mis- tökum kveða reglur Verðbréfaþings á um að heimilt sé að fella niður tilboð frá miðlara innan 10 mínútna frá því að það berst inn í kerflð. Síðar um dag- inn kom í ljós aö einfaldlega hefðu birst rangar upplýsingar á heimasíðu þings- ins, þar sem um hefði verið að ræða mistök í gagnabanka. Viðskipti eða til- boð af hendi aðila á markaði hefðu þess vegna aldrei farið fram. _____________23.10.2001 kl. 9.15 KAUP SALA fiÉlpollar 103,280 103,800 ÖC? Pund 146,920 147,670 : 1*1 Kan. dollar 65,410 65,820 i BISl Dönsk kr. 12,3670 12,4350 SnÍjNorsk kr 11,5650 11,6280 fiSsœnskkr. 9,6740 9,7270 ;H—ÍH. mark 15,4625 15,5554 Fra. franki 14,0155 14,0997 M 11 Belg. franki 2,2790 2,2927 j Sviss. franki 62,0600 62,4000 CShoII. gyllini 41,7185 41,9692 jj Þýskt mark 47,0059 47,2884 jjít. líra 0,04748 0,04777 ££? Aust. sch. 6,6812 6,7214 t ! 11 Port. escudo 0,4586 0,4613 _ jSpá. peseti 0,5525 0,5559 (_*Jjap. yen 0,84230 0,84730 | írsktpund 116,734 117,435 SDR 130,8700 131,6500 HÍECU 91,9356 92,4880 Vísitölur hækka Þrátt fyrir umtalsverða hækkun launavísitölu síðustu 12 mánuöi hefur kaupmáttur ekki aukist nema um 0,7% Dulin eign Ætla má að dulin eign Landsbankans sé veruleg vegna helmingshlutar í Vátryggingafélagi íslands, sem verður skráð á markaö á árinu. Breytingar á efna- hagsreikningi LÍ Visitolur launa og byggingarkostn- aöar hækka - nokkur munur milli launþegahópa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.