Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 I>V Fréttir Símalínur loga vegna lokunar tæknifrjóvgunardeildar Landspítala: Ráðuneytið hafnar einkarekstri - greininni haldið í úlfakreppu DV-MYND E.ÓL. Símalínur loga Síminn hringdi látlaust á tæknifrjóvgunardeiid Landspítala þegar fréttir birt- ust af því aö búiö væri aö loka deildinni fyrir nýjum meöferöum fram aö áramótum. Tveir læknar sem starfa á tækni- fijóvgunardeild Landspítalans hafa sótt um leyfi til aö framkvæma tækni- frjóvgunarmeðferð á einkastofu. Heil- brigðisráðuneytið synjaöi beiðninni. Nú hefúr ráðuneytið synjað tækni- frjóvgunardeildinni um frekari fjár- muni til kaupa á frjósemislyfjum. Henni hefur verið lokað fyrir nýjum meðferðum til áramóta. Fólki eru því allar leiðir lokaöar hér heima. Allar símalínur á tækni- fijógvunardeild- inni voru glóandi vegna lokunar hennar í gær, enda nær 700 pör á biðlista eftir glasa- fijóvgun og tækni- sæðingum. Þórður Óskarsson, yfirlæknir deild- arinnar, álítur að 5 milljónir króna dugi til að halda henni í hoiTinu fram að áramótum. Fólk greiðir fyrir sjálfa meöferðina en ríkið greiðir stærstan hluta lyfja- kostnaðarins. Ef fólk á ekki bam sam- an og fer í glasafijóvgun kostar fyrsta meðferð 110 þúsund krónur. Önnur, þriðja og fjóröa meðferð kosta 65 þús- und hver fyrir sig. Fimmta tilraun og aðrar þar á eftir kosta 215 þúsund hver. Eigi par eitt bam þá kosta fyrstu fjórar meðferöimar 170 þúsund hver en hver meðferð eftir það 215 þúsund krónur. Ef fólk á tvö böm eða fleiri kostar hver meðferð 215 þúsund. Ef gerð er smásjárglasafijóvgun bætist 20 prósent kostnaður ofan á framan- greindar kostnaðartölur. Frá miðju þessu ári hefur fólk greitt 4.500 krónur fyrir hvert lyf. Oftast er skrifað upp á tvö lyf, þannig að lágmark sjúklings í þátttöku við lyfjakostnað er 9.000 krón- ur. Um síðustu áramót ákvað Trygginga- stofnun ríkisins að reikna út hvað fijó- semislyfm hefðu kostað á síðasta ári og láta Landspítalann fá samsvarandi’íjár- magn. Skyldi hann standa straum af lyfjakostnaðinum á þessu ári. Nú er upphæðin uppurin, ráðuneyt- ið hafnar frekari framlögum og tækni- fijóvgunardeildinni hefur verið lokað fram að áramótum. Beöiö eftir svari Það var í apríl 1998 sem Þórður Ósk- arsson yfirlæknir og Guðmundur Ara- son sóttu um til heilbrigðisráðuneytis- ins að framkvæma tæknifrjóvgunar- meðferðir á einkastofu. í febrúar 1999 fengu þeir svar frá ráðuneytinu þar sem beiðninni var hafnað. Læknamir sendu inn nýja beiðni til ráðuneytisins í september 1999. Henni var ekki svarað. í ágúst 2000 kvörtuðu þeir til umboðsmanns Alþingis vegna þess aö þeir fengu ekki svar. Með tilstuðlan hans barst lækn- unum svar í síð- asta mánuði. Þar var beiðninni alfarið hafnað á mörgum forsendum. „í svarinu kom fram andstaða ráðu- neytisins við að þessi starfsemi væri annars staðar en á Landspítala," sagði Þórður við DV. „Um deildina þar er Yfirlæknirinn Þóröur Óskarsson, yfirlæknir deildarinnar, álítur aö 5 milljónir króna dugi til aö halda henni í horfinu fram aö áramótum. allt gott að segja og þessari beiðni alls ekki beint gegn henni. Hins vegar höf- um við haft vissar áhyggjur af framtíð- inni og viljað hafa annan möguleika inni í myndinni ef vandamál kæmi upp. Nú er það komið á daginn og fólk hringir í okkur og spyr hvers vegna ekki sé hægt að veita þessa meðferð úti í bæ. Við verðum að segja sem er að það sé ekki heimilt." Útlendingar leita hingaö Árangur tæknifrjóvgana hér á landi er talinn sá besti í öllum Evrópulönd- um. Þórður sagði að leitað hefði verið til íslands bæði frá Norðurlöndum og Ameríku. Ekkert svigrúm væri til að veita erlendu fólki tæknifljóvgunar- meðferð hér. Það sýndu hinir löngu biðlistar. Ekki væri hægt að fjölga meðferðum þvi deildin hefði átt í mikl- um erfiðleikum með að halda starfs- fólki. „Grundvöllurinn fyrir árangri er stöðugleiki starfsfólks," sagði Þórður. „Við erum í harðri samkeppni við líf- tækniiðnaðinn um hæft fólk. Við stöndumst engan veginn þá samkeppni kjaralega. Ein leiðin til að standast hana er að hafa aðra möguleika inni í myndinni, þ.e. að geta framkvæmt þessa meðferð þar sem starfsemin er ekki undir ríkisregnhlífinni, þar sem allir verða að hafa sömu laun.“ Evrópusamtök einkarekinna deilda hafa verið í sambandi við tæknifrjóvg- unardeild Landspítalans, þótt hún sé ríkisrekin. Samskiptin milli landa fel- ast meðal annars í að visa sjúklingum á þá staði sem bestir eru og meðferð vænlegust til árangurs. Ekki er hægt að taka þátt í þessu samstarfi nema einkarekin deild sé til staðar. „Við erum starfsmenn Landspítala - háskólasjúkrahúss af heilindum. Það hefur aldrei hvarflað að okkur að leggja starfsemi hér niður,“ sagði Þórð- ur sem kvaðst hafa fullan skilning á því hlutverki sem yfirstjóm Landspít- ala þyrfti að leysa af hendi til að halda rekstri spítalans innan þess ramma sem honum væri settur. Jóhanna S. Sigþórsdóttir blaöamaöur Gamli Barnaskól- inn í nýtt hlutverk „Það er mjög mikið fyrirtæki að gera húsið upp í heild sinni, enda verður ekki farið í það að svo stöddu," segir Guðríður Friðriks- dóttir, framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar, um það hvernig viðhaldsmálum veröi háttað í gamla barnaskólahúsinu sem nú er hluti Brekkuskóla. Nýlegar fréttir af hús- inu voru þær að viðhaldi væri þar mjög ábótavant og skordýr höfðu hreiðrað þar um sig í miklum mæli. Guðríöur segir að samkvæmt við- haldsáætlun sem unnið er að sé gert ráð fyrir því að gera við þann hluta hússins sem byggður var árið 1947, í austur frá aðalhúsinu, en í þeim hluta byggingarinnar er viðhaldi mest ábótavant. Það sem hins vegar sé rætt um sé að byggja við efra hús Brekkuskóla, sem er gamla Gagn- fræðaskólabyggingin, og leggja kennslu af í Gamla Barnaskólanum. Hins vegar þurfi að vinna þær end- urbætur á gamla húsinu núna að þar verði unnt að hafa kennslu í nokkur ár til viðbótar. Gamla bamaskólahúsið er ein af þekktustu byggingum á Akureyri og verður án efa fundið verðugt hlutverk í fram- tíöinni. -gk Hæstiréttur: Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að karlmaður, sem hefur játað stórfelldan þjófnað, skuli sitja áfram í gæsluvarðhaldi eða allt til 30. nóvember nk. Maðurinn var handtekinn ásamt félaga sínum þann 19. september síð- astliðinn og hefur hann verið ákærð- ur fyrir þjófnaö, nytjastuld, umferðar- lagabrot og tvö fíkniefnabrot og fyrir að hafa framið í félagi við annan mann fimm þjófnaði og eina tilraun til þjófnaðar. Verðmæti þýfisins í tveimur ákærum nemur um sjö millj- ónum króna. í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn standi í afbrotum vegna fikniefnaskulda og að mati lögreglu séu yfirgnæfandi líkur til þess að hann haldi áfram afbrotum gangi hann laus. Héraðsdómur úrskurðaði að maðurinn skyldi því sitja í gæslu- varðhaldi þar til dómur gengur i máli hans en þó ekki lengur en til 30. nóv- ember eins og fyrr greinir. -aþ Veðrið í kvöld Hlýjast á Suðurlandi Norölæg átt, víöa 8-13 m/s og rigning eöa súld austan til og á Noröurlandi í dag en annars skýjaö með köflum. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast á Suöurlandi. REYKJAVÍK AKUREYRI Sólartag í kvöld 17.34 17.13 Sólarupprás á morgun 08.52 08.43 Síódegisflóð 13.36 18.09 Árdeglsflóð á morgun 02.19 06.52 SRýringar á veðurtáknum 10V-HITI VINOATT -10° VINDSTYRKUR "s. í nwtnsn b sokúwlú FROST HEIOSKÍRT £>.0 LÉTTSKÝJAO HÍlF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKURIR SIYDDA SNJÓKOMA IPP 'W'". EUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR SKAF- RENNINGUR Góð færð á vegum Þjóövegirnir eru ágætlega greiöfærir enn þá en hálendisvegum er ekki haldið opnum. □ SNJÓR ■ÞUNGFÆRT IÓFÍRT Slydda á Austfjörðum N 10-15 m/s og dálítil rigning eöa slydda á Austfjöröum, él norðan til, en yfirleitt bjart veður suövestanlands. Hiti 0 til 6 stig. Laugar Vindun 5-10 Hiti 0° til 6 Sunnud Vindur: 5—10 m/» Hiti 2° til 8° AVa Manud Vindun 0-6 m/s Hiti 0“ til 6° Norölæg átt, 5-10 m/s. Skýjað meö köflum og úrkomulítlö. Hltl 0 tll 6 stlg að deglnum. Suðlæg átt, 5-10 m/s og víöa rlgnlng, einkum sunnan tll. Hltl 2 til 8 stlg. Norðlæg átt og slydda eða rlgnlng. Hltl 0 tll 6 stig. AKUREYRI rigning 4 BERGSSTAÐIR súld 4 BOLUNGARVÍK skýjaö 3 EGILSSTAÐIR súld 5 KIRKJUBÆJARKL. rigning 7 KEFLAVÍK léttskýjaö 5 RAUFARHÖFN rigning 4 REYKJAVÍK skýjaö 6 STÓRHÖFÐI rigning 7 BERGEN skýjaö 11 HELSINKI skýjað 5 KAUPMANNAHÖFN alskýjaö 9 ÓSLÓ rigning 6 STOKKHÓLMUR 1 ÞÓRSHÖFN skúr á síö. klst. 10 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 4 ALGARVE heiðskírt 16 AMSTERDAM þokumóöa 11 BARCELONA heiöskírt 12 BERLÍN þoka 8 CHICAGO skýjaö 4 DUBLIN skýjaö 13 HALIFAX þokumóöa 14 FRANKFURT skúr 11 HAMBORG rigning 9 JAN MAYEN alskýjaö 1 LONDON skýjaö 13 LÚXEMBORG skýjaö 11 MALLORCA léttskýjaö 11 MONTREAL alskýjaö 13 NARSSARSSUAQ rigning 1 NEWYORK heiöskírt 19 ORLANDO hálfskýjað 23 PARÍS skýjaö 14 VÍN þokumóöa 9 WASHINGTON heiöskírt 20 WINNIPEG þoka 0 nra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.