Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 DV 11 Fréttir Geldinganes er í raun eyja tengd landi með mjóu eiði við Gufunes í sunnanverðum Kollafirði. Þar var snemma á síðustu öld búskapur en jörðin fór í eyði og komst í eigu Reykjavikur árið 1924. Nú er þar unn- ið með stórvirkum vinnuvélum við grjótnám. Þegar er búið að sprengja og fjar- lægja um 250 þúsund rúmmetra af grjóti og jarðvegi, en ráðgert er að taka þar um milljón rúmmetra af efni. Gríð- arleg ummerki þessara framkvæmda eru þegar komin í ljós. Þama er nú búið að grafa út heljarmikla námu sem myndar stórt sár í landslagið. Landið grafið úi Fyrsti hluti * !'.rig ■ l J .. ' * ■ •.V «6» Framkvæmdir vegna væntanlegrar gufuaflsvirkjunar: Borhola númer þrettán - til aö kanna jarðvatnsstöðu svæðisins DV-MYNDIR BRINK Grjótnáman í Geldinganesi Af mönnunum tveim sem standa á brún gryfjunnar fyrir miöri mynd má sjá að jarö- raskiö er æöi umfangsmikiö. Hluti þess grjótmagns sem þarna er tekið, fer í gerð stórskipahafnar fyrir framan námuna yst á vestanverðu Geldinganesinu. Þegar er kominn vísir að höfn og búið að gera þar myndarleg- an gijótgarð út í Eiðisvíkina. Er það samkvæmt stefhu meirihluta borgar- stjómar um gerð stórskipahafnar á þessum slóðum. Þessar framkvæmdir hafa hinsveg- ar mætt harðri andstöðu sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavíkur. Júlíus Viflll Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í DV í gær að embættismenn i hafnarstjórn Reykjavikur teldu enga þörf á auknum hafnarmannvirkjum á þessum slóðum fyrr en eftir 30 til 40 ár. Danskir sér- fræðingar telji enga þörf á slíku fyrr en eftir 50 ár. Geldingamesið hefur enn ekki verið skipulagt sem byggingarsvæði þó það liggi í raun betur við en Grafarholt eða hlíðar Úlfarsfells. Hugmyndavinna er þegar komin af stað varðandi nýtt hverfi blandaðrar byggðar i Gufunesi, skammt sunnan Geldinganess. Búist er við að Áburðarverksmiðjan flytji þaðan fyrr en ella í kjölfar sprenging- ar og bruna fyrir skömmu. í tengslum við Gufúneshverfí er ráðgert að byggja fyrir botn Eiðisvíkur og út á Geldinga- nesið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri hefúr lýst þessu svæði sem einu Stórvirkar vinnuvélar Mikill borvagn er notaöur til aö bora í bergiö fyrir sprengiefni. Stórvirkar vinnuvéiar sjá síöan um aö fjariægja grjótiö aö lokinni hverri sprengingu. Stórt sár í landslagið Grjótnáman sést ekki vel nema helst úr lofti. Enn er talsvert jarövegshaft sem snýr aö sundunum og því sést gryfjan illa frá byggöinni vestan Geldinganess. Rétt við Suðurlandsveg fyrir ofan Sandskeið eru nú bormenn að störf- um. Er þetta liður í rannsóknum á vatnasvæðinu á og við Hellisheiði í tengslum við fyrirhugaðar gufuafls- virkjanir Orkuveitu Reykjavíkur. Friðrik Ágústsson verkstjóri stýr- ir borunum með jarðbornum Ými ásamt félögum sínum hjá Jarðbor- unum hf. Hann segir að þarna séu menn að kanna jarðvatnsstöðuna í tengslum við fyrirhugaðar virkjana- framkvæmdir á Hellisheiði. „Þetta er þrettánda rannsóknar- holan á svæðinu. Þar af hafa verið boraðar tvær djúpholur á heiðinni sjálfri. Það var gert með stærri bom- um Jötni. Sá bor er nú að fara að bora tilraunaholu í Geldinganesi sem er liður í þessari sömu áætlun.“ Friörik segir að í Geldinganesi bori Jötunn skáholu og vilji menn sannreyna hvort þar sé hugsanlega um háhitasvæði að ræða. Holurnar sem Ýmir borar eru hins vegar til- tölulega grunnar. Segir Friðrik að þeir bori þar til komið er niður á vatn og síðan 30 metra niður fyrir það. Þessar holur eru síðan notaðar til að meta jarðvatnsstöðu svæðis- ins. Út frá þessum rannsóknarhol- um mun síðan verða reiknað út hvað mögulegt er að dæla miklu upp úr borholum á heiðinni fyrir virkj- anir. Segir Friðrik að helst sé verið að ræða um virkjanir á tveim stöð- um, þ.e. við Kolviðarhól og Ölkeldu- háls. -HKr. Friörik Ágústsson á jaröbornum Ými dv-mynd brink Starfsmenn Jaröborana hf. vinna nú aö borun þrettándu rannsóknarholunnar vegna fyrirhugaörar gufuaflsvirkjunar Orkuveitunnar. Þarna er veriö aö bora viö Sandskeiö en stærri jarðborinn Jötunn er aö bora i Geldinganesi. Deilt um land í austurborginni: Geldinganesið í sviðsljósinu - fallegt bygggingarsvæði lagt undir stórskipahöfn áliugaverðasta byggingarsvæði borgar- innar. Bæði vegna fegurðar svæðisins og því að það komi til með að tengjast greiðum samgöngum við miðborgina eftir tilkomu Sundabrautar. Án efa er eitt skemmtilegasta byggingalandið þó á sunnan- og vestanverðu Geldinganes- inu, það snýr móti sól og er í skjóli fyr- ir norðanáttinni. Þar sem nú er fyrir- hugað að gera höfn er einmitt mjög fal- legt útsýni yfir sundin til Viðeyjar og austurhluta borgarinnar. -HKr. Geldinganes í Kollafiröi Hér er horft yfír Geldinganesið í norö- austur frá byggðinni í austanveröu Graf- arvogshverfi. Yst á nesinu má greina ummerki hafnarframkvæmda. J BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR I BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SÍMI563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um kynningu á drögum að deiliskipulagi Reitur milli Dalbrautar, Leirulækjar og Sundlauga- vegar. Unnin hefur verið tillaga að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Dalbraut, Leirulæk og Sundlaugarvegi. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 22.08.2001 var ákveðið að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir nokkurri aukningu á byggingarmagni á svæðinu og eru byggingar- möguleikar til framtíðar skilgreindir. Er gert ráð fyrir nýbyggingum á lóðum Laugarlækjarskóla og barna- og unglingageðdeildar Landspítalans auk þess sem tillagan gerir ráð fyrir nýrri íbúðarbyggingu á svæðinu fyrir aldraða. Útivistarsvæði með sieða-og skíðabrekku verður varðveitt óskert skv. tillögunni og útfært samkvæmt tillögu sem samþykkt var í skipulagsnefnd þann 10.02.1997. Tillagan liggur frammi í sal borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga ki. 10.00 -16.00 frá 25. október til 7. nóvember 2001. Eru hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér hana. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 7. nóvember 2001. Frekari upplýsingar veitir Ólöf Örvarsdóttir arkitekt hjá borgarskipulagi. Reykjavík, 25. október 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur _

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.