Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 DV Fréttir Fjalllendi Afganist- ans er óvinnandi vígi Ef yfirbuga á talibana í Afganist- an er landhernaður óhjákvæmileg- ur. Landið er svo illa farið eftir ára- tuga stríðsátök að ekki eru til önn- ur skotmörk fyrir loftárásir en her- búðir, sem flestar eða allar eru yfír- gefnar. Vopnabúnaður talibana er heldur frumstæður á nútímamæli- kvarða og þungavopnin úrelt og mega sín lítils gegn hátæknibúnaði herja Bandaríkjamanna og Breta. Árásarherinn er farinn að senda fá- mennar sveitir úrvalsliðs til að gera skyndiárásir á lið talibana. Flogið er með hermennina inn á heimavöll talihana þar sem reynt er að gera einhvern usla og þyrlur eru tiltæk- ar að ná í liðið og flytja það út fyrir landamærin að aðgerð lokinni. Eins og gengur í stríði fer tvenn- um sögum af árangri þessara skyndiárása, en öruggt má telja að þær eru undanfari mun stórfelldari innrásar í Afganistan. Treystir inn- rásarherinn á liðveislu hersveita Norðurbandalagsins, sem er ósam- stæður hópur ættbálka sem eiga í sífelldum skærum hvorir við aðra en hafa um skeið sameinast gegn talibönum. Þannig standa málin núna og þykir greinilegt að innrásin og vax- andi átök á afgönsku landi séu skammt undan. En vert er að leggja á minnið aö þrátt fyrir margar til- raunir hefur erlendur her ekki haft bolmagn til að leggja Afganistan undir sig síðan Alexander mikli var þar á ferð um 227 fyrir Krist. Á síð- ustu tveimur öldum hafa stórveldi reynt að leggja landið undir sig en orðið að hrökklast undan harðsnún- um liðssveitum heimamanna. Sið- ast sovéski herinn beið þar mikið afhroð í tilraunum til að viðhalda spilltri og aumlegri kommúnista- stjórn í Kabúl. Herveldin sigruð Breskur sérsveitarmaður sem sendur var til að þjálfa afganska skæruliða í stríðinu við sovétherinn 1979, segir að það verði eins erfltt fyrir erlendan innrásarher að berj- ast við talibana nú eins og áður. Þeir nota enn svipaða tækni og gegn breska innrásarliðinu á áratugun- um fyrir fyrri heimsstyrjöld og síð- ar. Þegar hann kom á svæðið sagð- ist sérsveitarmaðurinn að sér hafi þótt hann taka þátt í gamalli kúrekamynd. Kúrekarnir þeystu vel vopnaðir inn dalinn og indíánar sátu fyrir þeim í hlíðunum, gerðu skyndiárásir og hurfu. SAS-maðurinn sagðist í fyrstu hafa óttast að erfitt yrði að umgang- ast afgönsku stríðsmennina og að þeir tækju illa leiðsögn hans. En raunin varð önnur. Þeir voru fljótir að læra meðferð nýtísku vopna og fúsir að læra það sem sérsveitar- maðurinn hafði aö kenna þeim. En hann lærði lika sitthvað i hemaöar- tækni af skæruliðinum. Breski sér- sveitarmaðurinn var vel þjálfaður og i góðu likamlegu formi. En þegar að því kom að ferðast með stríðs- mönnum Afgana um fjölbreytt landslag stóð hann þeim hvergi á sporði. Þeir hlupu um fjallshlíðarn- ar upp fyrir 3000 meta hæð og voru vanir takmörkuðu súrefni þar uppi sem aðkomumaður var ekki. Fjalllendið í Afganistan er óvinn- andi virki. Á því fengu Sovétmenn að kenna og Bretar á undan þeim. í snarbröttum hlíðum og djúpum döl- um er ekki hægt að koma neinum farartækjum við. Þyrlur geta ekki lent og koma að litlu haldi nema til að kasta sprengjum á grjót. En þyrl- unum verður' að halda í fjarlægð frá eldvörpum og öflugum handvopn- um sem stríðsmenn gilskorninga og brattra hliða ráða yfir. Fjallasvæðin verða ekki unnin nema með land- gönguliði, ef það þá tekst, því inn- rásarherinn hefur á brattann að Afganskir striösmenn eru léttvopnaöir og mjög hreyfanlegir. Því er erfitt fyrir vel búinn og þjálfaöan her aö kijást viö þá. Höfuöstöövar herráöa og víglínur eru ekki til sækja og vamarliðið hefur það mikla forskot að þekkja landið og geta valið vígstöðuna. Hreyfanleiki og birgða- stöðvar Afganskir stríðsmenn eiga sér ekki föst virki. Þeir eru mjög hreyf- anlegir og geyma vopn og matar- birgðir í þorpum og á vel fóldum stööum á víðavangi. Þeir eiga inn- hlaup hjá íbúum þorpa vítt og breitt um landið. Fjölmennur og öflugur innrásarher hefur ekki við marga andstæðinga að kljást á hverjum stað og merkilegar stöðvar verða ekki teknar herskildi, vegna þess að þær eru ekki til. Það er dreifingin og hreyfanleikinn sem gerir af- ganska stríðsmenn svo erfiða við að kljást að heimsveldin hafa orrðið að láta í minni pokann fyrir þeirm. Þeir bera ekki mikið með sér en treysta á vopnabirgðir sem þeir fela í jörðu og eru reiðubúnir að berjast nánast hvar sem er. Þeir bera ekki með sér tjöld eða annað sem íþyng- ir á ferðpiögum. Þess vegna eru þeir mun fljótari í fórum en vel búinn her með öll sín farartæki og viðbún- að. Riffill, nokkur skothylki og brauðbiti er farangur stríðsmann- anna þegar þeir ferðast um. Víglín- ur eru ekki einu sinni óskýrar, þær eru óþekktar í augum Afgana sem berjast í dreifðum smáhópum og gera óvinum skráveifur úr óvænt- ustu átt. Fyrir aðkomumenn er nær úti- lokað að berjast við heimamenn í fjöllunum sem þeir þekkja út og inn. Herinn þarf að flytja með sér vopn og vistir og getur illa treyst því að birgðir komist til skila þótt þeim sé varpað úr flugforum. Nú er kominn vetur í fjalllendi Afganistan og ger- ir það óvinnandi vígi enn erfiðara til sóknar. Gömul vopn en skæö Vopnabúnaður Talibana er gam- aldags miðað við tæki innrásarhers- í stríösbókum tatibana. Bömin geta veitt skjól Reikna má meö aö afganskir stríösmenn leiti i þéttbýliö ef sverfur að og skýli sér aö baki barna og kvenna. En fjaiilendiö veröur eftir sem áöur þeirra höfuövígi. ins. En það eru byssur og stríðstæki af ýmsu tagi sem sovéski herinn skildi eftir sig og ekki síður dráp- stæki sem Bandaríkjamenn birgðu afganska skæruliða upp af þegar þeir voru að berjast við herveldi kommúnista. Þau vopn geta enn þjónað sínum tilgangi og enn búa af- gönsku stríðsmennirnir að þeirri þjálfun sem bandariskir og breskir sérsveitarmenn og aðrir sérfræðing- ar í bardagakúnstinni veittu þeim og þar á meðal meðferð tiltölulega flókinna vopna sem þeim voru gefin til að lúskra á Moskvuvaldinu. Lik- legt er talið að enn séu í fórum skæruliða eitthvaö af þeim Stingar- flugskeytum sem Pentagon færði „þjóðfrelsishernum" á sínum tíma. Þau eru hentug til að skjóta niður flugvélar og voru rússnesku þyrlun- um skeinuhætt. Hermennirnir sem sérsveitir Vesturveldanna þjálfuðu á sínum tíma voru á aldrinum 17 til 24 ára. í viðkynningu voru þeir svipaðir ungum mönnum í öðrum löndum. Þeir reyktu ópíum til að gera sér dagamun en áfengisneysla var þeim bönnuð, eins og öðrum sanntrúuð- um. Þeir fóru á fætur með birtingu og fóru með morgunbænina og voru búnir að leggja drjúga vegalengd aö baki þegar sól kom upp. Þeir lögð- ust á bæn fimm sinnum á dag. í bar- daga máttu þeir sleppa bænahaldi en svo kvað kveða á um í Kóranin- um að það sé allt í lagi að sleppa bæninni á meðan á stríðsátökum stendur. En að þeim loknum er strax lagst á bæn. Það sem íslam boðar að það sé mikill heiður að deyja í heilögu stríði við þá vantrúuðu víkur frá öllum ótta við dauðann og því taka hinir trúuðu oft miklu meiri áhættu i striði en vestrænum hermönnum er tamt. bin Laden í þéttbýlinu Sérsveitarmaðurinn sem vitnað er til í byrjun greinarinnar telur ólíklegt að Osama bin Laden felist í fjöllunum. Hann hlýtur að vera á stað þar sem hann nær sambandi við umheiminn, sem er erfitt í flal- lendinu. Líklegast er hann í þétt- býlinu við pakistönsku landamær- in í norðvestri. Óliklegt er að Bandaríkjamenn ráðist með stór- sókn eða miklum loftárásum á þéttbýl svæði þar sem ótilgreindur flöldi íbúa og eða flóttamanna mundi láta lífið. Konur og börn eru oft vamarskjöldur hermdarverka- manna þegar að þeim er sótt. Þá vill bin Laden áreiðanlega fá að fylgjast með í sjónvarpi hve vel heppnuð árás hans var á banda- rískar borgir og bandarískt stolt. Lítill möguleiki er á því að er- lendur her geti lagt Áfganistan undir sig með sókn á landi. Það er margreynt og hefur margur farið sár og móður frá þeim viðureign- um. Tvö risaveldi sem reyndi heri sina á móti afgönskum stríðs- mönnum eru ekki lengur svipur hjá sjón. Breska heimsveldiö eltir nú fyrrum íbúa nýlendna sinna í herferðinni miklu og er satt best að segja heldur lágt á þvi risið. Hrun Sovétríkjanna má að nokkru leyti rekja tfl máttvana hernaðar þeirra gegn Afgönum, sem endaði í uppgjöf og niðurlægingu herveldis- ins. Bandarikjamenn trúðu á tækni- yfirburði sína í Víetnam og Kos- óvó. Nú ætla þeir að reyna þá á Afganistan. Því skal svo ekki gleymt að Norðurherinn er lika afgangskur og er álíka tryggur bandamaður og Talíbanarnir voru þegar Banda- ríkjamenn voru að hrúga í þá vopn- um og þjálfa þá til að brúka þau og eru nú orðnir höfuðandstæðingar vestrænnar tæknimenningar. Frímúrarareglan: Enginn ráð- herra frímúrari - umdeilt mál í Noregi Engar reglur virðast i gangi á íslandi sem meina meðlimum í Frimúrararegl- unni að gegna æðstu stöðum fram- kvæmdavalds eða dómsvalds á íslandi, fremur en i Noregi en þar hefur spunn- ist heit umræða um það hvort eðlilegt sé að nýskipaður sjávarútvegsráðherra í ríkisstjóm Bondeviks, Svein Ludvigsen, geti gegnt embætti ráðherra samhliða því að vera frímúrari. Gagnrýnendur segja að Ludvigsen geti ekki verið í ábyrgðarstöðu á vegum hins opinbera þar sem hann ráðskast m.a. með opin- bert fé og gegnir hvers kyns stjómsýslu á sama tima og hann er í leynireglu líkt og Frímúrarareglunni. Ludvigsen hefur þvertekið fyrir að segja sig úr reglunni, en hefur hins vegar sagt sig úr morm- ónakirkjunni, þar sem hann mun líka hafa verið skráður meðlimur. Á íslandi er enginn ráðherra rikis- stjómarinnar í Frímúrarareglunni eftir því sem DV kemst næst og fáir þing- menn em þar. Hins vegar era margir embættismenn i reglunni og þar á með- al era a.m.k. tveir dómarar meðlimir. Þetta era þeir Gunnlaugur Classen hæstaréttardómari og Alan Vagn Magn- ússon héraðsdómari. Þá er einn biskup i reglunni, Pétur Sigurgeirsson og svo nokkur flöldi presta. -BG Þorsteini EA breytt - fyrir síld og kolmunna í undirbúningi er að breyta flölveiðiskipinu Þorsteini EA sem er í eigu Samheija, þannig að um borð verði settur fullkominn búnaður til vinnslu og frystingar á síld og kohnunna. Gangi áætlanir eftir mun þetta gerast að lokinni loðnuvertíð | næsta vor. Með tilkomu flölveiðiskipsins Vil- helms Þorsteinssonar EA, fyrir rúmu ári síðan, fór Samherji inn á nýjar brautir í vinnslu uppsjávarfiska um borð. Þannig var þess freistað að auka verðmæti aflans og þar með verðmæta- sköpun í sjávarútvegi, og hafa allar áætlanir staðist hvað það varðar. Því er fyrirhugað að útbúa Þorstein með svipuðum hætti, og þótt Þorsteinn sé minna skip er talið að hann eigi einnig að geta náð góðum árangri með frekari vinnslu aflans um borð. Þorsteinn var smíðaður í Noregi árið 1988 en Samherji keypti skipið 1995. Eftir viðamiklar breytingar sem ráðist var í á síðasta ári, þar sem skip- ið var m.a. lengt, er það rúmir 70 metr- ar á lengd, 1.819 brúttótonn og þar með í hópi öflugri skipa íslenska flotans. Þorsteinn getur veitt með botntrolli, flottrolli eða nót. Þó að skipið stundi fyrst og fremst loðnu-, síld- og kolmunnaveiðar hefur það áður m.a. fryst rækju, bolflsk og grálúðu. Skip- stjóri er Hörður Guðmundsson. -hiá Elínborg vígö til Ólafsfjarðar Elínborg Gísla- | dóttir guöfræðing- | ur hefur verið vigð til sóknarprests í Ólafsflrði tO næstu 1 3 ára. Elínborg var i eini umsækjand- inn um prestsemb- | ættið og tók hún til starfa 1. októ- ber. Séra Sigríður j Guðmarsdótth', sóknarprestur í Ólafsfirði, hefur fengið leyfi frá störfum næstu þrjú árin vegna námsdvalar í Bandaríkjunum. -hiá Elínborg Gísladóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.