Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 16
+ 16 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 Wœmr Utgáfufélag: Ötgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöi við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Stríðið gengur illa Styrjöld Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Afganistan hefur gengið illa, þegar þetta er ritað. Hálfs mánaðar herför hefur ekki leitt til þess, að skref næðust að þeim markmiðum, sem herstjórn Bandaríkjanna hafði sett sér, þótt það kunni að breytast á næstu dögum. Talibanar eru enn fastir í sessi og virðast hafa full tök á yfirráðasvæði sínu, sem nær yfir níu tíundu hluta lands- ins. Héraðshöfðingjar og svæðisherforingjar þeirra hafa ekki lagzt á sveif með Bandarikjunum og svokallaðir „hóf- samir“ Talibanar hafa ekki látið á sér kræla. Þjóðflokkur Pashtuna er fjölmennastur í Afganistan og Pakistan. Þrátt fyrir bandalag Bandaríkjanna við hryðju- verkastjórn valdaræningja í Pakistan, hafa engir hópar Pashtuna í Afganistan slegizt í lið með Bandaríkjunum. Þeir virðast ekki hafa bilað i stuðningi við Talibana. Ekki hafa tekizt tilraunir Bandaríkjanna til að mynda eins konar samráðastjórn með því að grafa upp aldraðan kóng á Ítalíu og gera hann að leppi sínum. Þótt þessi hóp- ur sé af þjóðflokki Pashtuna, þar á meðal kóngurinn, hef- ur þeim ekki tekizt að hafa áhrif á heimamenn. Enn sem komið er, hefur herstjórn Bandarikjanna ein- göngu getað notað heri Norðurbandalagsins, sem eru and- stæðingar Talibana. Því miður eru þeir aðeins skipaðir minnihlutahópum, sem eru hataðir af Pashtunum fyrir voðaverk Norðurbandalagsins á undanförnum árum. Bandaríska herstjórnin er alltaf að bíða eftir sókn Norð- urbandalagsins í átt til höfuðborgarinnar Kabul. Þessi sókn hefur lengi látið á sér standa. Viglínur eru enn óbreyttar norður í landi, þegar þetta er ritað. Ekki einu sinni hefur fallið héraðshöfuðborgin Mazar-i-Sharif. Norðurbandalagið er ekki félegur bandamaður. Því er stjórnað af glæpamönnum, sem bera ábyrgð á mestum hluta fíkniefnanna, sem berast til Evrópu. Spunameistur- um herferðar Bandaríkjanna í Afganistan hefur ekki tek- izt að draga fjöður yfir þessa alvarlegu staðreynd. Bandaríkin og bandamenn þeirra hafa farið halloka i stríðinu um sannleikann. Upplýsingar þeirra um árangur og afleiðingar loftárása hafa reynzt rangar, en upplýsing- ar Talibana réttar, svo sem síðar hefur verið staðfest af starfsfólki hjálparstofnana og Sameinuðu þjóðanna. Verst er, að herstjórn Bandaríkjanna hefur fyrst vísað fréttum Talibana á bug, svo sem fréttum af árásum á íbúðahverfi og sjúkrahús, en síðan orðið að draga það til baka. Ekki er því við að búast, að menn treysti frekari fullyrðingum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Ekki er vitað til, að neinn liðsmaðiu: Osama bin Ladens hafi fallið og ekki er sjáanlegt, að herstjórn Bandaríkj- anna viti, hvar hann er niður kominn. Ekki er heldur vit- að til, að neinn liðsmaður Talibana hafi fallið. Hins vegar hafa þúsund óbreyttir borgarar látið lífið. Með þessu áframhaldi munu Pashtunar standa saman sem einn maður gegn herflokkum Bandaríkjamanna og óþjóðalýðnum, sem þeir hafa gert að bandamönnum sín- um. Þegar þetta er ritað, eru því fremur horfur á, að vest- rænn stuðningur við stríðið fari ört þverrandi. Stærsta fórnardýr striðs Bandaríkjanna í Afganistan er sú fullyrðing ráðamanna, að þetta sé stríð gegn hryðju- verkum. Þvert á móti hafa Bandaríkin gert bandalag við hryðjuverkamenn í Afganistan og hryðjuverkastjómir í nágrenni Afganistan um dráp á blásaklausu fólki. Senn fara Vesturlandabúar að álykta, að Bandaríkja- stjórn sé komin í ógöngur í tilraunum sínum til að leita hefnda fyrir hryðjuverkin 11. september. Jónas Kristjánsson 33 DV Skoðun Jósef og bræður hans Það fór nokkuð saman og ég var í miðjum klíðum að lesa sögu eftir Thomas Mann um Jakob og syni hans þegar ósköpin dundu yfir vestan hafs. Um langt skeið hafði ég ætlað mér aö lesa þetta verk, allt frá því að Sverrir Kristjánsson lýsti fyrir mér töfrum þess fyrir meira en þrjátiu árum. Sumar bækur eru svo þykkar, blaösíðurnar svo margar að lesandinn _______ hrekkur frá. Svo fór mér. En svo gerðist það síðsumars að ég tek til við að lesa um Jósef og bræð- ur hans, fjögur bindi og hefst á sögu Jakobs og kvennamálum hans hjá frændfólkinu í Harran í landinu milli íljótanna. Áður en varði var ég horfinn inn í heim sögu og skáld- skapar þar sem mörk draums og vöku verða óglögg, og lesandinn varð brátt þátttakandi í sögunni, í senn leiksoppur skáldsins og höfundur verksins. Þúsundára ríki líða undir lok Thomas Mann mun hafa farið að draga saman efni í verkið þegar Haraldur Óiafsson prófessor. hann lauk við Töfrafjallið. Fyrsti hlutinn kom út 1933 en lokabindið tíu árum síð- ar. Sagan um Isak og Rebekku, Esaú og Jakob og hina tólf syni hans er öllum kunn í hinum gyðing-kristi- lega menningarheimi. Mann fer í einu og öllu eft- ir sögunni í fyrstu Móse- bók, Genesis, túlkar hana ekki né dregur af henni lær- dóma. Hins vegar rekur ___________ hann fjölmarga þætti í menningu, hugmyndum og trú ættarinnar og hvað í því fólst að hinn hæsti, sá sem er, gaf Jakob nafnið ísrael. Þetta er sagan um ísrael í veröld- inni, saga um dauða og upprisu, að- lögun og einangrun þjóðar sem hlaut að vera öðrum háð en hélt samt fast í trú sína á fyrirheitið og treysti á samninginn við þann sem er og ekki mátti nefna hann annað en Herrann, Drottin. Var Mann að lýsa sögu og örlögum gyðinga í þessu mikla verki? Fljótt á litið virðist sem hann segi frá herleið- ingu þeirra og vanda í ríki þar sem aðrir siðir, önnur trú og önnur gildi jbuf . Tfcíit* —.a d oc ».i --— ----------------- ■ - ■ ■ „Þetta er sagan um ísrael í veröldinni, saga um dauða og upprisu, aðlögun og einangrun þjóðar sem hlaut að vera öðrum háð en hélt samtfast í trú sína á fyrirheit- ið og treysti á samninginn við þann sem er og ekki mátti nefna hann annað en Herrann, Drottin. “ eru ríkjandi. Lýsingar hans á þjóölifi á Egyptalandi eru byggðar á ítarleg- um athugunum á verklegri og and- legri menningu í þessu ríki sem sagt var að væri eilíft og mundi alla tíð vera öðrum ríkjum fremra. Og þó að ekki skuli taka alltof alvarlega þá nið- urstöðu (sem þó er hvergi sett fram á Hvar er félagshyggjan? í lögum hérlendis segir að allir skuli hafa húsnæði en svo er ekki i Reykjavík. í höfuðborginni vantar um 3000 félagslegar leiguíbúðir ein- ungis til að eyða versta vandanum. Stefna R-listans er engin í húsnæðis- málum. Hann virðist telja að þögnin gefi honum atkvæði í komandi kosn- ingum og vill helst ekki ræða hús- næðismál. Árið 97/98 var félagslega húsnæðiskerfiö lagt niður í tíð R-list- ans í Reykjavík. Eftir að húsnæðis- málin komust í umræðuna reynir borgarstjóri að kenna félagsmálaráð- herra og ríkinu um vandann. - Borg- arstjóri: Af hverju núna, af hverju ekki fyrr, síðustu 8 árin? Þið hafið lítið gert nema rífa niður félagslega húsnæðiskerfið í næstum tvö kjör- tímabil. Því er haldið fram, af borgaryfir- völdum, að þau hafi keypt heilar hundrað íbúðir á ári eða svo, en hægt er að sýna fram á að svo er ekki. Lögum samkvæmt hvílir sú skylda á sveitarfélaginu Reykjavík að fara með þessi mál hvað varðar félagslegt húsnæði hér í Reykjavík og ber borgarstjóra Reykjavíkur að fylgja því ákveðið eftir. Engar afsakanir I 46. gr. sama kafla segir: Félags- málanefndir skulu sjá til þess að Kjallari Til þess að félagsþjónustan í Reykjavík geti starfað eftir lögum verða yfirvöld að skaffa úrrœði fyrir stofnunina og þá sem þangað leita. - Lagst til svefns á bekk við Hlemm. veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úr- lausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda meðan imnið er að varan- legri lausn. í XIII kafla, Að- stoð við áfengissjúka og vímugjafavarnir, segir í 51. gr.: Félagsmálanefndir skulu stuðla að því að áfengissjúkir og misnotend- ur vímugjafa, sem fengið hafa meðferð og læknis- hjálp, fái nauðsynlegan stuðning og aðstoð til að lifa eðlilegu lífi að meðferð lokinni. Til að félagsþjónustan í Reykjavík geti starfað eftir lögum verða yfir- völd að skaffa úrræði fyrir stofnun- ina og þá er þangað þurfa að leita. Reykjavíkurborg hefur ekki tryggt eins og kostur er að hér sé nægt framboð á félagslegu leiguhúsnæði. Við erum að tala um eitt mesta vel- ferðarríki í veröldinni svo afsakanir eru þar af leiðandi engar þrátt fyrir dýrar flugeldasýningar í borginni og aukna menningu sem deila má um hvort sé menning eða ósómi eins og miðborgin ber merki um. Hér í Reykjavík finnst stór hópur fólks, einstaklingar og fjölskyldur, sem er húsnæðislaus. Líklega slagar fjöldi þeirra upp í á sjötta hundraðið sem flokkast undir það að vera á göt- unni, þ.e.a.s. eiga ekki heimili. Sum- ir áfengissjúkir eða geðveikir, því miður oft hvort tveggja, en eiga samt allir rétt til heimilis. Aðrir eru komnir til ára sinna, því miður oft slitnir og sjúkir til sálar og líkama og öryrkjar - nú kannski fátækir einstaklingar og fjölskyldur með lág- m - Alexander Björn Gíslason útilegumaóur í 101 Reykjavík. markslaun eða einstæð for- eldri, Engu að síður eru þetta manneskjur með allan rétt sem slíkar og þurfa þak yfir höfuðið, fæði og klæði meðan viðkomandi dregur andann - eitthvað sem má kallast heimili. Þessir ein- staklingar þurfa heimili eins og lögin skilgreina það. Ný stefna Félagsmálaráð, sem Helgi Hjörvar veitir formennsku, gaf sterklega til kynna al- veg nýja stefnu: að þá ein- staklinga sem verst eru settir væri allt í lagi að fangelsa og lögreglunni bæri að leysa neyð þeirra sem virð- ast ekki flokkast undir manneskjur hjá formanni félagsmálaráðs. Félags- málaráð gagnrýndi lögregluna harð- lega fyrir að fækka fangaklefum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem lögreglan hefði oft hýst þessa einstaklinga. Það er ekki hægt að bera virðingu fyrir pólitískt kjörnum fulltrúum er ganga fram á þennan hátt. Borgaryf- irvöld sækjast eftir að taka yfir lög- gæslu í Reykjavík, væntanlega svo hægt verði að fjölga fangaklefum, vista húsnæðislausa sjúklinga og aðra smælingja sem þau telja vart manneskjur í fangelsi Vona ég aö löggæslam komist aldrei í hendur borgaryfirvalda í Reykjavík. Að lokum hvet ég þá fjölmörgu einstaklinga og fjölskyldur sem telj- ast leigjendur eða húsnæðisleysingj- ar að setja sig í samband við Leigj- endasamtökin, Brautarholti 6, 105 Reykjavík. Alexander Björn Gíslason ótvítræðan hátt) að trú og menning hjarðmannanna frá Kanaan lifi leng- ur en trú og menning faróanna egyp- sku þá er ljóst að þúsundára riki líða undir lok fýrr eða síðar. Hin glæsileg- asta tækni víkur fyrir annarri enn þá fullkomnari, en fyrirheit Drottins stendur þótt heimsveldi hrynji. Sagan endalausa Sagan um Jósef og bræður hans er þó fyrst og síðast frásögn af atburð- um, hugsunum, lýsing á hlutum og fyrirbærum, samskiptum fólks við margvíslegar aðstæður. Eins og í öll- um góðum sögum er Mann ekki að leggja gátur fyrir lesandann heldur að segja frá. Síðan getur hver og einn lesið það út úr verkinu sem honum hentar. Og geta þá allir samið verkið. Þegar svo Jósef hafði flutt lík Jak- obs föður síns frá héraðinu Gósen á Egyptalandi í gröf feðra sinna í Mamrelundi þá lauk þessum kafla og annar hefst. Áfram er einhverjum Jósef varpað í brunn, bræður berjast og þjáðar þjóðir leita að komi hjá ríkum heimsv.eldum. Sagan um dauða og upprisu er endalaus. - Og ég skildi nú aðdáun Sverris. Haraldur Ólafsson Hersetan fáránleg tímaskekkja „Upphaflega kom bandaríski herinn til ís- lands til stuðnings Bret- um í stríði við nasista og seinna fékk hann að sitja hér með þeim rök- um að nýtt stríð væri hafið: kalda stríðið. Því stríði er nú löngu lokið og því er bandarísk herseta á íslandi fáránleg tímaskekkja. Megin- rökin fyrir brottfór hersins eru enn sem fyrr að það sæmir ekki sjálfstæðri þjóð að hafa erlendan her í landi sínu. Sjálfstætt ríki heldur uppi nauðsyn- legri löggæslu og landhelgisgæslu en erlendur her á þar ekki heima. Her- stöðin á íslandi er hlekkur í vamar- keðju Bandaríkjamanna og er ekki hönnuð til að verja líf íslendinga." Ragnar Arnalds á fullveldi.is Ef Framsókn hressist ekki... Þótt stundum sé sagt að VG sé einungis flokk- ur sem sé á móti þá er það mikil einfoldun. Flokkurinn er að visu íhaldssamur og yfirleitt andsnúinn breytingum en gamaldags framsóknarhyggja sem oft einkenndi Alþýðubandalagið geng- ur ljóslifandi aftur í VG. VG verður æ líkari Alþýðubandalaginu en saga þess sýndi lengst af fylgi milli 15 og 20%. Það er greinilegt flæði stuðnings- manna milli Framsóknar og VG. Ef Framsókn hressist ekki getur VG bú- ist við að halda góðri stöðu í íslensk- um stjómmálum. Það er vel að verki staðið miðað við að VG byrjaði sem einstaklingsframtak Steingríms J. Sig- fússonar. Ágúst Einarsson á heimasíöu sinni. Spurt og svarað Hafa íslenskir lífeyrissjóðir tekið of mikla áhœttu í fjárfestingum Kári Amór Kárason, framkvstj. Lífeyrissjóds Norduriands: Inrilendir sjóðir standa sig vel „Almennt er árangur íslenskra lífeyrissjóða í fjárfestingum mjög góður. Afkoman mun auðvitað alltaf ráðast af aðstæðum á fjármálamörkuðum á hverjum tíma. Ef við skoðum hvað hefur veriö að ger- ast á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum að undanfómu þá standa innlendir lifeyrissjóðir sig bet- ur en gerist almennt. Ef þeir em bomir saman við sjóði í Bandaríkjunum og Bretlandi þá er okkar árang- ur mun betri en þeirra. Margir sjóðir þar ytra era með neikvæða ávöxtun upp á stórar tveggja stafa tölur. Þegar menn skoða ávöxtun er mikilvægt aö líta tii lengri tíma, í stað þess að skoða einstök ár, og þá sést að íslenskir lífeyrissjóðir hafa yfirleitt skilað árangri." Ögmundur Jónasson, í stjóm LSR: Lífeyrissjóðir varfœmir „Lífeyrissjóðirnir hafa almennt verið_ mjög varfæmir í fjárfesting- um. Ávöxtun hjá þeim er lakari í ár en í fyrra því hlutabréfamarkaðurinn tók dýfu. Þrátt fyrir það eru sjóðirnir almennt vel ofan við núliið. Á þessu eru undantekningar og ættu þær að verða víti til vamaðar. Lífeyrissjóðum ber að vera íhaldssamir og varfærnir. Mikill stundargróði getur jafn snögglega snúist upp í tap. Flestir hafa lífeyrissjóðirnir þann hátt á að reyna að dreifa áhættu. Iöulega er sjálfstæðum fjárfestingarfyrirtækjum falið aö ráðstafa hluta fjárins og hefur þeim tekist misvel upp. Sjóöunum ber stöðugt að vera á varðbergi fyrir hönd lífeyrisþega og ég held að óhætt sé að segja að það leitist þeir við aö gera.“ Eggert Skúlason, framkvstj. og verdbréfamidlari: Allir em að tapa „íslenskir lífeyrissjóðir nýttu sér þaö frelsi sem þeir fengu loks- ins fyrir fáum árum til þess að fjárfesta meira erlendis. Markaðir alls staðar í heiminum hafa fallið mikið á síðustu misserum og allir verið að tapa peningum, lífeyrissjóðir jafnt sem aðrir. I þeim lífeyrissjóðum þar sem ég þekki til starfa fagmenn sem gera sér fulla grein fyrir nauð- syn áhættudreifingar á fjármáiamörkuðum. Ef litið er á ávöxtun sjóðanna í samhengi við það sem til að mynda hlutabréfasjóðir hafa verið að gera hér heima þá er útkoman lífeyrissjóðunum í vil. Það staðfestir að lífeyrissjóðirnir hafa sýnt þá varkárni í fjárfestingarstefnu sem þeim ber að sýna.“ Leó Ámason, framkvstj. ÍSVÁpg lögg. vátrmiðlari: Rýmun lífeyris ekki viðunandi „Grunnlífeyrissparnaður er í eðli sínu íhaldssöm langtíma- fjárfesting og því ber lifeyris- sjóðum að stýra fjárfestingarstefnu sinni með langtímaávöxtun en öryggi í huga. Hlutabréf hafa í sögulegu samhengi skilað góðri langtíma- ávöxtun en verð þeirra er þó sveiflukennt. Líf- eyrissjóðir sem skila neikvæðri ávöxtun á árs- grundvelli hafa sennilega farið aðeins út fyrir öryggissjónarmið í fjárfestingum sinum og haft of mikiö af hlutabréfum í verðbréfasafni sínu því rýmun á fjármunum sjóðfélaga milli ára er vart viðunandi þegar um grunnlífeyri er að ræöa.“ Staða laxins í Elliðaánum Lax hefur veriö taiinn upp í Elliðaár frá 1935. Heildarstofn er sá fiskur sem gengur um teljara að viðbættum þeim sem veið- ast neðan teljarans. Frá 1935 hefur heildarstofninn oftast verið á bilinu 2.000-5.000 fiskar, 5 sinnum farið yfir en 10 sinnum und- ir þau mörk. Af þeim 10 árum sem voru undir þessu mörkum voru 5 síðustu ár og verður því sjónum helst beint að síðasta ártug. Þórólfur Antonsson fiskifræöingur, starfar é Veiöimálastofnun. Ávöxtun lífeyrissjóöa var 3,1 tll 11,9% í fyrra. í ár hefur ávöxtunln hrapaö og stefnlr í aö veröa neikvæð. + Frá því um miðjan níunda áratug- inn og fram til 1996 var mikið inn- streymi flökkulax í Elliðaárnar, bæði frá kvíaeldi og hafbeitarstöðv- um meðan sú starfsemi var og hét. Þegar það hefur verið dregið frá heildargöngu lax í árnar kemur í Ijós að hnignum hins náttúrulega stofns árinnar er búin að standa yfir i um tíu ára skeið eöa meira. Lægst fór þó stofninn árin 1997-1999 en hefur heldur verið að rétta við síðustu tvö árin. Veiðitölur gefa það þó ekki til kynna sem skýrist af lægra veiði- álagi síðustu tvö árin miðað við árin þar á undan. Hverjar eru ástæðurnar? Því miður er hægt að nefna margt, sem gerir það erfiðara að einangra einhvern einn meginþátt, enda lík- legast að um samverkandi þætti sé aö ræða. Hér verða nefndir nokkrir þættir sem líklegir eru til að hafa haft áhrif á laxinn í ánum síðustu einn til tvo áratugina. Um tíu ára skeið var sú innblöndun um 10-30%. Með blöndun flökkulax við stofn ár- innar er mikil hætta á að dragi úr þrótti afkomendanna og það komi niður á lífslíkum þeirra bæði í ferskvatni og sjó en erfitt er að greina áhrifin svo óyggjandi sé. Bakteríusjúkdómur (kýlaveiki) kom upp í Elliðaám 1995, þá voru göngu- seiðin farin til sjávar það árið. Ef veikin hefur haft áhrif á seiði árinn- ar, sem líklegt má telja, hefði það átt aö hafa áhrif á árgangana sem skil- uðu sér úr hafi 1997 og næstu ár á eftir. Það passar til við lágar endur- heimtur og verulega rýrar göngur lax árin 1997-1999. Aukið álag er frá athöfnum mannsins þessi ár, s.s. fleiri brýr og vegir, meö tilheyrandi umferð og loftmengun, söltun á götur og af- rennsli af plönum með hættu á olíu- mengun. Mikið af þessu endar út í ánum að lokum. Enn frek- ari mengun í Elliðavogi vegna aukinnar byggðar við Grafarvog en þar um þarf laxinn að ganga á leið til sjávar þegar gönguseið- in eru hvað viðkvæmust og síðan fullorðni laxinn á bakaleið sinni. Til sömu tíðar fór að bera á sérstæð- um þörungi (vatnaflóka) sem hafði mikil áhrif á ásýnd ánna og líklega vald- ið þvi að seiði ná verr til fæðu sinnar en áður. Sá þörungur blossaði upp í fleiri ám á Suöur- og Vesturlandi. Einnig má benda á aukna heilsársnotkun sum- arhúsa við Suðurá og Hólmsá sem í Elliðavatn renna sem og byggð við vatnið sjálft. Þá er ótalin virkjunin í ánum sem starfrækt hefur verið frá 1921. Plús- og mínushlið Þrátt fyrir að búið væri að benda á margs konar aukið álag á árnar fyrir margt löngu hrukku menn ekki upp fyrr en illa fór að veiðast í ánum. Hvað hefur þá verið gert til bóta? Rekstri virkjunarinnar hefur verið breytt á þá lund að nú er veitt lágmarksvatni á v-kvísl ánna sem áður var þurr á veturna og einnig á kaflann frá Árbæjarlóni að virkjun í a-kvísl. Sú gleðilega breyting hefur orðið að þar er nú sjálfklakið seiða- uppeldi. Veita vatns frá Elliðavatni að Árbæjarlóni hefur verið milduð m.t.t. rennslisbreytinga. Enn er ætl- unin að tryggja rennsli í s.k. Eddu- bæjarkvísl sem oft hefur þornað í minnsta rennsli. Gerð hefur verið áætlun um hreinsun allra yfir- borðslagna er í árnar renna. Það verk á að hefja á þessu ári og ljúka á 3-4 árum. Hreinsun Elliða- og Graf- arvogs af skolpmengun er hafin og á þvi að ljúka á næstu 2 árum. Kópavogsbær hefur ákveðið hreinsun afrennslis rotþróa frá byggð við Elliðavatn og gert sérstak- ar ráðstafanir vegna frárennslis frá frekari byggð. Dregið hefur verið úr veiðiálagi á lax í Elliðaám og neta- veiðum var hætt í Elliðavatni eftir veiðitíma sem áður voru stundaðar að nokkru marki. Merkja má breyt- ingar á endurheimtum laxins úr sjó en þær voru hvað lægstar árin 1997-1999 en hafa verið betri síðustu tvö árin. Gönguseiðum, sem árnar framleiða, hefur samt farið fækkandi ef litið er áratug aftur í tímann. Þetta er langur listi, bæði á plús- og mínushlið. Það sem yfirvöld Reykjavíkur og Kópavogs þurfa sterklega að hafa í huga er að í raun líkur þessu máli aldrei. Þrátt fyrir gott átak nú er mest um vert að líf- ríki Elliðaáa, Elliðavatns og annað lífríki á höfuðborgarsvæðinu sé ávallt tekið með í reikninginn þegar svæði eru skipulögð. Þegar öllu er á botninn hvolt er mun minni kostnað- ur við að gera hlutina vel úr garði strax heldur en að þurfa aö bæta úr skaða eftir á, sém stundum er jafnvel óframkvæmanlegt. Þórólfur Antonsson Ár Heðdarma Fi.llökkuUta HeJdatjania laneidii Hrygningarstofn Veiðiilag % Endur- af heidarctofni af stofni árimar Ðhðaioian heánturH 1988 4.435 705 3.730 2.006 2.130 45 1989 4.329 1.303 3.026 1.773 2.253 41 12,7 1990 3.383 1.217 2.166 1.384 1.777 44 8,1 1991 3.020 1.138 1.882 1.127 1.777 37 5,4 1992 2.917 685 2.232 1.393 1.397 48 8,8 1993 3.363 605 2.758 1.390 1.883 41 9,6 1994 2.298 416 1.882 1.132 1.042 49 9,8 1995 2.510 975 1.535 1.088 1.296 41 9,0 1996 2.170 280 1.890 1.211 843 56 9,4 1997 995 44 951 568 380 57 4,1 1998 900 6 894 492 346 55 5,4 1999 750 9 741 424 284 57 4,4 2000 1.275 O 1.275 586 638 46 7,7 2001 1.179 óunnlb 1.179 414 723 35 10,7 „Lax hefur verið talinn upp í Elliðaár frá 1935. - Merkja má breytingar á endurheimtum laxins úr sjó en þœr voru hvað lœgstar árin 1997-1999 en hafa ver- ið betri síðustu tvö árin. “ v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.