Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 10
Viðskipti Umsjón: Vidskiptablaðið Kreditkortavelta Islendinga erlendis dregst saman anna tveggja sést að velta þessi hefur dregist saman um ríflega fjórðung að raungildi. Færslufjöld- inn dróst hins vegar nokkuð minna saman, eða um 21,1%, en færslurnar voru 542 þúsund á þriðja ársfjórðungi í ár en voru 687 þúsund á sama tímabili í fyrra. Leiða má líkur að þvi að hér sé bæði á ferðinni vísbending um samdráttinn í eftirspurninni og viðbrögð neytenda við þeirri miklu gengislækkun sem orðin er sem ef- laust hefur að einhverju marki flutt eftirspurnina af erlendum mörkuðum til þess innlenda,“ sagði í, riti Greiningardeildar ís- landsbanka. Velta í viöskiptum íslendinga er- lendis, þar sem kreditkort voru notuð, dróst saman um nær einn fjórða á milli þriðja ársfjórðungs 2000 og 2001, að því er kom fram hjá GreiningardeÖd íslandsbanka í gær. Samkvæmt hagtölum Seðla- bankans, sem birtar voru í upphafi vikunnar, námu þessi viðskipti 5,3 milljörðum króna á þriöja ársfjórö- imgi þessa árs, samanborið við tæplega 5,7 milljarða króna við- skipti á sama tíma i fyrra. „Að teknu tilliti til þess að krón- an var að meðaltali tæplega 18% lægri að verðgildi á þriðja ársfjórð- ungi í ár en á sama tíma í fyrra og verðbólgan í helstu viðskiptalönd- unum ríflega 2% milli ársfjórðung- Tal sækir inn á fyrirtækja- markað Tal hf. hefur haflð sókn inn á fyr- irtækjamarkað með því að bjóða fyrirtækjum með flmm GSM áskrift- ir eða fleiri í viðskiptum hjá Tali að starfsmenn hringi ókeypis sín á milli hvenær sem er og hvar sem er innanlands. Þessi ókeypis símtöl milli Tal GSM sima i fyrirtækjaá- : skrift verða ótímabundin og taka gildi frá og með 1. nóvember. Samkvæmt frétt frá Tali verður ekkert hámark á flölda þeirra GSM númera innan fyrirtækis sem hægt : er að skrá í þjónustuna HópTAL, hjá fyrirtækjaþjónustu Tals. Ekkert hámark verður heldur á ókeypis notkun hvers númers. Þessi breyting sem gerð er á þjón- ustu Tals byggist að sögn á ítarlegri I könnun á þörfum og væntingum fyrirtækja, en jafnframt á því að Tal standi á tímamótum. Tal sé nú full- | komlega í stakk búið til að fara í harða samkeppni um þjónustu við íslensk fyrirtæki og stofnanir um allt land. Tal býður íslenskum fyrir- tækjum þjónustu og gæði sem stenst allar viðmiðanir, jafnt innanlands sem utan. Enginn samdráttur sjáanlegur í verslun I forsíðufrétt Viðskiptablaðsins, sem kom út í gær, kemur fram að þrátt fyrir áhyggjur kaupmanna vegna opnunar Smáralindar þann 10. þessa mánaðar um að draga myndi úr verslun á höfuðborgar- svæðinu, hefði verið stríður straum- ur viöskiptavina í verslanir á svæð- inu að undanfömu og því ekki að sjá að opnun nýrrar verslanamið- stöðvar heföi sett stórt strik í reikn- ing kaupmanna enn sem komið er. Smáralind hefur nú verið opin í tvær vikur og stöðugur straumur fólks legið þangað. Fram kemur í Viðskiptablaðinu að um 20 þúsund manns að jafnaði leggi leið sína í Smáralind frá mánudegi til fimmtu- dags, en heldur bæti í um helgar og hafi um 84 þúsund manns farið þangað um síðustu helgi. Sam- kvæmt Þorvaldi Þorlákssyni, mark- aðsstjóra Smáralindar, hafi verslun- in farið vel af stað og séu kaupmenn ánægðir með viðtökur almennings. „En það var ekki bara stríður straumur í Smáralind um helgina. Kringlumenn efndu til Kringlukasts um helgina og þar var aðsókn góð enda flölmargar vörur á tilboðs- verði. Rúmlega 50 þúsund manns lögðu leið sína í Kringluna um helg- ina og að sögn ívars Sigurjónssonar markaðsstjóra var verslun í flestum tilfellum meiri en á Kringlukasti á sama tíma í fyrra. Hann segir að menn séu mjög ánægðir með að- sóknina að undanfórnu og svo virð- ist sem það sé aðeins að bæta í verslunina. Margir settu spurningarmerki við framtíð miðborgar Reykjavíkur með tilkomu Smáralindar en þar er sömu sögu að segja og úr stóru verslunarmiðstöðvunum. Einar Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri Þró- unarfélags miðborgarinnar, segir verslun í miðborginni hafa verið mjög góða á laugardaginn en flöl- menni var á Laugaveginum. Þar var opið fram eftir degi og flöldi tilboða í gangi en verið var að opna Kvos- ina á nýjan leik. Hann segir að ekki sé hægt að sjá að Smáralind hafi haft áhrif á verslun á Laugavegin- um enn sem komið er,“ segir í frétt Viðskiptablaðsins. Blaðið veltir af þessum sökum fyrir sér hvort jólaverslunin sé haf- in af fullum krafti eða hvort íslend- ingar hafi hreinlega ákveðið að gefa niðursveiflunni langt nef og drífa sig í staðinn út að versla. í það minnsta sé nóg að gera í verslunum þessa dagana. Nyr veitingastaður opnaður í Smáralind Nýr veitingastaður, Energia Bar, verður opnaður í Vetrargarðinum í Smáralind í lok næsta mánaðar. Hann verður rúmlega 100 fermetrar og tekur um 70 manns í sæti. Að sögn Júlíu Margrétar Jónsdótt- ur og Guðmundar Friðriks Matthías- sonar, eigenda Energia Bar, verður boðið upp á létta og ferska rétti fyrripart dagsins, s.s. súpu og salat- bar auk spennandi „rétta dagsins". Áhersla verður lögð á orkumikla rétti og boðið upp á orkuríka ávaxta- og mjólkurhristinga. ítölsk stemning verður svífandi yfir vötnum á Energia Bar. Fyrripart dags verður afgreiðsla hröð en þegar líða tekur á daginn breytist stemning- in og við tekur rólegri bar og kaffl- húsastemning og boðið verður upp á ítalska rétti, s.s. pasta, brauðrétti, osta og léttvín. Á Energia Bar verður boðið upp á „take away“ þjónustu fyrir þá sem eru á hraðferð. Hagræðing í Rekstur MGH, dótturfyrirtækja Eimskips í Riga og Tallinn, mun sameinast nýju flutningafyrirtæki, MGH Combifragt, þann 1. nóvember nk. MGH Combifragt er í eigu danska fyrirtækisins Combifragt Eastern Europe AS og lettneska flutningafyrirtækisins Ritrans. í fréttatilkynningu sem Eimskip sendi frá sér vegna málsins kemur fram að MGH Combifragt verði um- boðsaðili Eimskips á svæðinu og muni vinna með Eimskip og dóttur- félögum þess. Þjónusta við við- skiptavini Eimskips i Riga og Tall- inn verði því með sama hætti og fyrir breytinguna. Á skrifstofunum starfa 35 manris og munu þær eftir sameininguna verða á sama stað og áður og í aöalatriðum með sama starfsfólki. Dótturfyrirtæki Eim- rekstri Eimskips í Lettlandi mm skips, MGH í Riga, mun áfram starfa sem eignarhaldsfélag og leigja út fasteignir sem eru í þess eigu í Riga. Upphaf rekstrar Eimskips í Riga og Tallinn má rekja til ársins 1991 þegar MGH i Bretlandi setti upp skrifstofu 1 Riga. Síðan fylgdu skrif- og Eistlandi stofur i Tallinn 1994 og í Rússlandi 1995, en skrifstofunum í Rússlandi var lokað í kjölfar efnahagskrepp- unnar þar árið 1998. Reksturinn hef- ur gengið erfiðlega síðan 1998 og hefur hann verið að dragast saman síðan þá. Breytingin mun hafa óveruleg áhrif á rekstur Eimskips á þessu ári en búast má við jákvæðum áhrifum á árinu 2002. Forstöðumaður MGH hefur verið Jóhann V. Ólafsson og mun hann taka við sem forstöðumaður Eim- skips í Kanada um næstu áramót en Óskar S. Friðriksson, sem nú er for- stöðumaður Eimskips i Kanada, mun þá koma til starfa fyrir Eim- skip í Reykjavík. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 I>V VERÐBREFAÞINGK) 1 GÆR MSyjffi HEILDARVIÐSKIPTI 4.535 m.kr. - Hlutabréf 322 m.kr. - Spariskírteini 1.480 m.kr. MESTU VIÐSKIPTI Baugur 92 m.kr. j © Síldarvinnslan 52 m.kr. | O Hl.br.sj. Búnaðarbanka 51 m.kr. j MESTA HÆKKUN ; O íslenskir aðalverktakar 8,3% i O Kaupþing 2,7% i O Landsbankinn 1,3% MESTA LÆKKUN ! O Sjóvá-Almennar 6,1% ! O sh 4,7% j © Opin kerfi 4,6% ÚRVALSVÍSITALAN 1.105 stig : - Breyting O -0,16% Bayer lækkar verð á miltis- brandslyfi Þýski lyflarisinn Bayer hefur ákveðið að lækka verulega verð á lyflnu Cipro sem yfirvöld ýmissa landa hafa verið að kaupa i umtals- verðu magni að undanförnu, en lyf- ið er notað gegn þeirri tegund milt- isbrands er smitast í gegnum önd- unarveg. Lækkunin nemur rúmum 45%, en Bayer hyggst nú selja lyflð á um 1 Bandaríkjadal á töflu eftir að hafa upphaflega áætlað að selja töfluna á 1,83 dali. Jafnframt hefur fyrirtækið þrefaldað framleiðslu lyfsins til að mæta eftirspum næstu þriggja mán- aða. Þess má geta að islenska lyflafyr- irtækið Delta hefur um skeið fram- leitt sýklalyfið Ciprofloxacin, sem er samheitalyf Cipro, og er einnig notað gegn miltisbrandi, en það lyf hefur verið selt í töluverðu magni inn á Þýskalandsmarkað. Kjölfestufjárfest- ar fá lengri frest Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu hefur, að tillögu Pricewater- houseCoopers og að beiðni bjóð- enda, verið ákveðið að framlengja frest til að skila inn óbindandi verð- tilboði til 26. október nk., í því ferli sem nú stendur yflr vegna sölu á 25% hlutafiár í Landssíma íslands hf. til kjölfestufiárfestis. Þessar breytingar munu ekki hafa áhrif á aðrar forsendur eða tímasetningar í þvi ferli sem kynnt var í útboðs- og skráningarlýsingu Landssíma ís- lands hf. sem gefin var út í septem- ber sl. 25.10.2001 M.9.1S KAUP SALA UlgDollar 104,490 105,020 fejr^Pund 148,930 149,690 1*1 Kan. dollar 66,330 66,740 KSÍDönsk kr. 12,5160 12,5850 Norsk kr 11,7130 11,7780 j CSÍSænsk kr. 9,8510 9,9050 ;HBr. mark 15,6471 15,7412 : | 'i Fra. franki 14,1829 14,2681 (TjBelg. franki 2,3062 2,3201 j ; EI Sviss. franki 62,8400 63,1900 ; EsShoII. gyllini 42,2169 42,4705 ” Þýskt mark 47,5674 47,8532 riít líra 0,04805 0,04834 iHt Aust. sch. 6,7610 6,8017 jPort. escudo 0,4641 0,4668 [ j.l'i Spá. peseti 0,5591 0,5625 j ;f<í Jap. yen 0,84730 0,85240 : _ írskt pund 118,128 118,838 SDR 132,3400 133,1300 j ^ECU 93,0337 93,5928

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.