Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 DV 9 Fréttir Viðræður lögreglumanna og sýslumanna liggja niðri: Urgur í lögreglumönnum - sem áttu von á launahækkun um næstu mánaðamót „Það er gríðarlegur urgur I mönnum vegna þess að nú er orðið ljóst að ekkert verður af 14% launa- hækkun á grundvelli stofnana- samnings sem átti að koma til fram- kvæmda um næstu mánaðamót. Við erum auðvitað ósáttir við fram- gang mála og það er í skoðun hjá lögfræðingi hvort forsendur kjara- samningsins séu einfaldlega ekki brostnar vegna þessa,“ segir Óskar Bjartmarz, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Viðræður Landssambands lög- reglumanna og sýslumannsembætt- anna hafa nú legið niðri í tæpar fjórar vikur og segir Óskar menn ekki hafa séð ástæðu til að funda. Því sé ljóst að launahækkun sem átti að koma í launaumslög lög- reglumanna þann 1. nóvember kem- ur ekki til framkvæmda. Samkvæmt kjarasamningi Landssambands og ríkisins frá þvi í mím - w'-i fyjESjSESg f|\#l m Lögreglumenn bíöa stofnanasamnings Ekki hefur enn veriö gengiö frá stofnanasamningi Landssambands tögregtu- manna og sýslumanna sem kveöiö er á um í kjarasamningi. Ekkert veröur því af launahækkun um næstu mánaöamót eins og ráö var fyrir gert. sumar er kveðið á um gerð stofn- ættin. Upphaflega var gert ráð fyrir anasamnings við sýslumannsemb- að stofnanasamningurinn yrði til- búinn fyrir 1. október en af því varð ekki. Þau atriði sem einkum strandar á varða ákvæði um starfs- heiti lögreglumanna en við síðustu samninga var þeim kippt út. Lands- samband lögreglumanna vill starfs- heitin inn i nýja stofnanasamning- inn en það vilja sýslumenn ekki. Rök saminganefndar sýslumanna eru þau að bíða skuli niðurstöðu nefndar á vegum dómsmálaráðu- neytis sem hefur það hlutverk að yfirfara starfstitla lögreglumanna. Auk þess stranda viðræðurnar á hvernig raða eigi einstökum lög- reglumönnum í launaflokka. Óánægja mun mikil innan raða lögreglumanna og hefur heyrst að þeir ræði hvort grípa skuli til að- gerða vegna málsins. Óskar Bjart- marz vildi ekkert staðfesta í þeim efnum en sagði ekki ólíklegt að margir lögreglumenn væru orðnir óþolinmóðir vegna málsins. -aþ Síbrotamaður: Braut rúður fyrir 400.000 22 ára gamall Ólafsvíkingur hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra ver- ið dæmdur í þriggja mánaða skOorðs- bundið fangelsi, auk sektar og skaða- bóta. Maðurinn lét öllum illum látum á Akureyri laugardagsmorguninn 26. ágúst í fyrra og braut 7 rúður í sex verslunum. Það gerði hann með því að kasta hellusteinum í rúðurnar og nam heildartjón og bótakröfur vegna rúðubrotanna tæplega 400.000 krón- um. Samkvæmt rannsóknarskjölum heyrðu lögreglumenn í eftirlitsferð mikil brothljóð frá miðbæ Akureyrar þennan morgun um kl. 06.35. Lög- reglumennirnir brugðust þegar við og handtóku ákærða þar sem hann var að reyna að brjóta rúðu í banka- stofnun. Ákærði, sem var töluvert ölvaður og æstur, var færður til vist- unar á lögreglustöð, en viðurkenndi brot sitt. Maðurinn hefur níu sinnum hlotið refsidóma frá árinu 1998, sex sinnum vegna umferðarlagabrota, tvívegis vegna nytjastuldar og einu sinni vegna eignaspjalla. Þannig hlaut ákærði 30 daga skilorðsbundið fang- elsi fyrir nytjastuld í júnímánuði 1998, en í júlímánuði 1999 var hann dæmdur í 45 daga fangelsi skilorðs- / i.-■ M jjg - * ’ sR ‘ M "Biifcité t? á.l’ ra-piL' Mta& lití llla viö gler Maöur braut 7 rúöur í miöbæ Akureyrar. bundið fyrir eignaspjöll, sem hann framdi 12. desember 1998. „Ber því að dæma ákærða hegningarauka," að mati Ólafs Ólafssonar héraðsdómara sem kvað upp dóminn. -BÞ Kunn fyrirsæta til íslands: Berst gegn umskurði stúlkna - ævintýralegt lífshlaup Sómalska baráttukonan og fyrirsæt- an Waris Dirie kemur tO íslands þann 30. október næstkomandi. TOefnið er að þann dag kemur ævisaga hennar, Eyðimerkurblómið, út á íslensku hjá JPV útgáfu. Lífshlaup Dirie, sem fæddist í hirðingjafjölskyldu í Sómal- íu, er ævintýralegt. Aðeins unglingin að aldri flúði hún frá fjölskyldu sinni sem ætlaði að gOta hana ókunnum manni um sextugt. Seinna meir varð hún heimsfræg fyrirsæta og sérlegur sendOierra Sameinuðu þjóðanna i bar- áttu gegn umskurði stúlkna en sjálf var hún umskorin á hroðalegan hátt aðeins frnim ára gömul. Hér á landi mun Dirie flytja fyrirlestur í Háskóla íslands á vegum UnO'em og þá mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri efna tO samsætis henni tO heið- urs. -MA FYNDNARI FIMMTUDAGAR Frábært fjölskyldugrín, allt á floti í ástarmá unum og Jay Leno á sínum stað iUthe midple KING OF SKJARE/NN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.