Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 2>V Fréttir Skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokkanna: Samfylking á niðurleið - Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir bæta við sig fylgi Fylgi flokka - miöaö viö þá sem tóku afstööu ... 50 40 30 20 iMW ié' 40,7 10 0 U f Iwj I I 1 II III 12,713,0 I ]DV 24/10 '01 a,0sy , dv 07/08'oi 4 // § pv 07/06'01 DV 28/01 01 Wí44, « DV12/01 '01 , ÁX I2J DV 23/10 '00 «,S ^ DV 29/09 '00 DV 21-22/03 '00 DV 28-29/12 '99 j \DV 20/10 '99 | í íKosn^r'"1' Samfylkingin Wi. 35,6 1 «3 V lilfíi Í’.1I II 15,5 11,5 yM é SKOÐANAKÖNNUN fst VINSTIUHREYFINCIN •raxt framöoð »3 244 25,J 1« 153 m ■. * 11 2« 21,0 Skipan þingsæta — samkvæmt atkvæðafjölda — 35 30 25 20 15 10 1212 8 8 8 7 3333 26 8 8 26 31 Sp I 28 28 30 2424 23 I 1DV 24/10 '01 DV 07/08 '01 | 9DV 07/06 '01 \DV 28/01 '01 VV12/01 '01 DV 23/10 '00 DV 29/09'00 DV 21-22/03 '00 DV 28-29/12 '99 DV 20/10 '99 DV13/09 '99 Kosningar II SKOÐANAKÖNNUN V __•• VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð Samfylkingin 17 17 16 19 É2 2 (22 ‘m íi'i‘11 II 1111 10 u 16 1212 1010 6 6 13 Fylgi Samfylkingarinnar snar- minnkar frá síðustu skoðanakönn- un DV og er nálægt fylgi Fram- sóknarflokksins. Er þetta gríðar- legt fall frá því í septemþer í fyrra þegar fylgi Samfylkingarinnar fór í 27 prósent og mikil breyting frá 17 prósenta kjörfylgi. Virðist langt í land að Samfylkingin verði sá 30 prósenta flokkur sem forysta hans dreymir um. Vinstrihreyfingin - grænt framboð snýr hins vegar við blaðinu og bætir aðeins við sig eftir frítt fall í könnunum á þessu ári. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig aðra könnunina i röö meðan Framsókn og Frjálslyndir eru á svipuðu róli og í síðustu könnun DV. Þetta eru helstu niðurstöður skoðanakönnunar DV sem gerð var í gærkvöld. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosn- ingar færu fram núna? Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt milli höfuð- borgarsvæðis og landsbyggðar sem og kynja. Þegar litið er til alls úrtaksins mældist Framsóknarflokkur með 7,8 prósenta fylgi, Sjálfstæðisflokk- ur með 27,5 prósent, Frjálslyndi flokkurinn með 2,3 prósent, Sam- fylkingin með 8,2 prósent og Vinstrihreyfingin - grænt framboð með 14,5 prósenta fylgi. Enginn sagðist mundu kjósa Húmanista, Kristilega né Anarkista. Óákveðnir reyndust 31,5 prósent og 8,2 prósent neituðu að svara. Alls tóku 39,7 prósent aðspurðra því ekki afstöðu. Það er mun hærra hlutfall en í síðustu könnun þegar 32.7 prósent tóku ekki afstöðu. 4,5 prósentustig niður Af þeim sem tóku afstöðu sögð- ust 13 prósent kjósa Framsóknar- flokk sem er nánast sama tala og í könnun DV í ágúst. 45,6 prósent sögðust kjósa Sjálfstæðisflokk sem er marktæk aukning frá síðustu könnun. Stjórnarílokkarnir styrkja sig en samanlagt fylgi þeirra er 58,6 prósent miðað við 54.8 prósent í síðustu könnun. Frjálslyndir dala, fá 3,9 prósenta fylgi í stað 4,8 prósenta fylgis í sið- ustu könnun. Einungis 13,5 prósent aðspuröra sögðust mundu kjósa Samfylking- una sem er verulegt fylgistap miö- að við síðustu könnun DV þegar Samfylkingin mældist með 18 pró- senta fylgi. Loks sögðust 24 pró- sent mundu kjósa Vinstri græna sem er rífleg aukning frá í síöustu könnun þar sem fylgið mældist 20.9 prósent. Fram að því höfðu Vinstri grænir verið í fríu falli, hrapað úr 29,3 prósenta fylgi sem flokkurinn fagnaði í könnnun DV í janúar síðastliðnum. Landsbyggðarkarlaflokkur Þegar fylgi flokkanna er greint eftir búsetu kemur i ljós, eins og í Fylgi stjórnmálaflokkanna - eftir búsetu Höfuðborgarsvædið Landsbyggðin B 8,5% 17,2% D 47,2% 44,1% F 5,1% 2,7% S 14,8% 12,4% U 24,4% 23,:7% Samtals 100% 100% í sókn og vörn - breyting á fylgi flokka í prósentustigum frá 7. ágúst 2001 fyrri könnunum, að mest af fylgi Framsóknarflokks er á lands- byggðinni eða tveir þriðju hlutar. Væri einungis landsbyggðarfólk spurt væri fylgi flokksins 17,2 pró- sent í stað 13 prósenta. Fylgi Frjálslyndra er meira á höfuðborg- arsvæðinu en á landsbyggðinni en annars er ekki mjög mikill munur á fylgi flokkanna eftir búsetu. Þegar fylgið er greint eftir kynj- um kemur í ljós að tveir þriðju hlutar fylgismanna Framsóknar eru karlar. Annars er munurinn ekki mikill. Hins vegar eru mun fleiri konur óákveðnar en karlar. Um 40 prósent óákveðna fylgisins er meðal kvenna. Skiptlng þingsæta Þegar þingsætum er útdeilt mið- að við núverandi kerfi og þá sem tóku afstöðu í könnun DV reynist Framsókn fá 8 þingmenn, jafn marga og í könnun DV í ágúst. Sjálfstæðisflokkur fengi 30 þing- menn, bætti við sig tveimur, Frjálslyndir héldu sínum 2 frá síð- ustu könnun, Samfylking fengi 8, tapaði 4, og Vinstri grænir fengju 15, bættu við sig tveimur. Þegar þingmannafjöldi sam- kvæmt þessari könnun er borinn saman við raunverulegan fjölda þingmanna tapar Framsókn 4 mönnum, Sjálfstæðisflokkur bætir við sig 4, Frjálslyndir standa í stað, Samfylking tapar 9 mönnum og Vinstri grænir bæta við sig 9 mönnum. -hlh Ekki í framboð Ingimundur Sigur- pálsson fyrrverandi bæjarstjóri og efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins i Garðabæ, lýsti því yfir á fjölmennum fundi í gærkvöld að hann myndi ekki gefa kost á sér til framboðs í bæjar- stjómarkosningunum næsta vor. Lýst eftir pilti Lögi-eglan í Reykjavík lýsir eftir þrettán ára pilti, Andra Þór Valgeirs- syni, sem strauk af meðferðarheimil- inu Torfastöðum í Árnessýslu á sunnudaginn. Sést hefur til Andra Þórs í Reykjavík en hann er klæddur rauöri og svartri úlpu með hvítum stöfum á bakinu og bláum buxum. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Andra Þórs em beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Síld til Grindavíkur Síldarvertíðin er nú um það leyti að hefjast en Grindvíkingur kom inn í Grindavíkurhöfn með fyrstu sOdina i gær. Síldin er fryst hjá Samherja á Þórkötlustöðum. Um er að ræða 150 tonn sem verða flokkuð í verksmiðj- unni og síðan flutt til frystingar. - Vík- urfréttii- greindu frá. Utanríkisráðherra í Japan Hahdór Ásgríms- son utanríkisráð- herra átti í gær fund með Junichiro Koizumi, forsætis- ráðherra Japans. Ráöherramir ræddu tvíhliða samskipti rikjanna, gagn- kvæma opnun sendiráða í Tókýó og Reykjavík, fiskveiðimál, hvalveiðar og baráttu gegn hryðjuverkum. Mbl.greindi frá. Biskupi sárnar Kirkjuþingi lauk í gær. Herra Karl Sig- urbjömsson, biskup íslands, sagði við lok þess að sér hefði þótt sárt að sitja undir því á þinginu að vera tor- tryggður og vændur um að standa gegn lýðræði og valddreifingu í kirkjunni en það væri fjarri sanni. - RÚV greindi frá. Auðarverðlaun Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Herdís Egilsdóttir kennari og Rakel 01- sen útgerðarmaður hlutu svonefnd Auðarverðlaun í gær er þau vom þá veitt í annað sinn. Stjórn verkefnisins AUÐUR í krafti kvenna segir að allar hafi þessar konur lagt mikið af mörk- um til íslensks samfélags. Þær séu bæði konum og körlum góð fyrirmynd, hver með sínum hætti. - RÚV greindi frá. -HKr. fÓkUS ámorgun Kynþokkafyllstu íslendingarnir f Fókus á morgun eru birtar nið- urstöður skoðanakönnunar DV um kynþokkafyllstu fslendingana. Hverjir vinna og hverjir reka lest- ina? Rætt er við plötusnúðinn Hólmar sem er að gera það gott í New York, kíkt er í heimsókn til Nemendaleikhússins og enn einn kynferðisvinkillinn fundinn á Smáralind. Fólki er kennt að kom- ast í betra samband við þingmenn- ina sína og hvernig svara á óþægi- legum spurningum um hverra manna það sé. Lífið eftir vinnu er svo upplýsingapakki um atburði helgarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.