Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 24
40 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 Tilvera IDV Clooney er enn kynþokkafyllstur Enn einu sinni hefur hjartaknúsar- inn og bráðavaktarlæknisleikarinn George Clooney farið með sigur af hólmi í atkvæðagreiðslu um kyn- þokkafyllsta karlinn í skemmtanaiðn- aðinum. Hann leggur þar að velli þokkapilta á borð við Brad Pitt, Johnny Depp og Benicio del Toro, að ógleymdum Tom Cruise. Árangur Clooneys er nokkur sigur fyrir þá karlmenn sem komnir eru til vits og ára því kappinn er jú fertugur. En það eru íleiri en áhorfendur þátt- arins Rank á sjónvarpsstöðinni E! sem eru á þessari skoðun því nýlega bárust okkur fréttir af því að Clooney hefði heiUað hina yndisfógru Renée Zellweger frá Katy í Texas upp úr skónum og úr öðru. Þau eru par og ætla að reyna fyrir sér með sambúð. Forn bardagalist frá Brasilíu: Rytmi, ögrun og snerpa Capoeira Clayton Fonseca, hinn hvítklæddi, vindur sér fimlega undan „ímyndaðri“ árás Joseps, frænda síns. Hann var fast sleginn, takturinn, í Kramhúsinu við Bergstaðastræti á mánudagskvöldið þegar blaðamað- ur DV leit þar inn. Hópur fólks hafði þar slegið hring um tvo ná- unga sem sveifluðust um á gólfinu í ímynduðum bardaga, undir dillandi tónlist og klappi. Við eftirgrennslan Clayton Fonseca meö hljóöfæriö beimbau. Takturinn er sleginn á eins strengs hljóðfæri sem kallast beimbau og hefur fylgt þessu listformi alla tíö. kom í ljós að þarna var verið að kynna nýja tegund íþróttar - capoeira heitir hún og á rætur að rekja til Brasilíu. Að sögn Hafdísar Árnadóttur, sem er í forsvari fyrir Kramhúsið, þróaðist íþróttin út frá menningu afrískra þræla sem beittu henni af ótrúlegri fimi og kænsku. Hún segir íþróttina reyndar hafa þótt svo áhættusama að hún hafi að lokum verið bönnuð með lögum en eftir það hafi hún smám saman breyst í það dansform sem capoeira er nú. „Capoeira er hrífandi blanda af bardaga og brakedansi sem bygg- ist á rytma, ögrun og snerpu," segir Hafdís. En hvað kemur til að allt er orðið iðandi af capoeira-dönsurum þarna í kringum hana? „Heyrðu, við erum að fara af stað með nám- skeið i þessu núna á fóstudaginn og erum búin að fá til okkar kennara frá Brasilíu, Clayton Fonseca, sem hefur stundað þessa íþrótt frá unga aldri. Hann hefur farið víða um heim undanfarið til að kenna hana því capoeira nýtur orðið gífurlegra vinsælda beggja vegna Atlantshafs- ins. Listin felst meðal annars í að látast vera i bardaga við mótherj- ann en mega þó alls ekki snerta hann.“ Að sögn Hafdísar er er van- inn að undir þessum dansbardaga sé takturinn sleginn á eins strengs hljóðfæri sem kallast beimbau og hefur fylgt þessu listformi alla tíð. Ekki var annað að sjá en íslend- ingar tækju vel tilsögn hins unga suðræna manns. Greinilegt var að margir þeirra höfðu stundað brake- og afródans og voru kattliðugir. Inn- an um var líka þeldökkt fólk sem er fætt með fjaðurmagnið i kroppun- um. - Gun. Syngja og spila lög Sigvalda Kaldalóns Árni Sighvatsson baríton og Jón Sigurðsson píanóleikari. Kaldalónstónleikar í Gerðubergi: Sigvaldi var mikil- virkt alþýðutónskáld - segir Árni Sighvatsson söngvari Sönglög eftir tónskáldið og lækn- inn Sigvalda Kaldalóns munu hljóma í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í kvöld. Flytjendur eru þeir Árni Sighvatsson baríton- söngvari og Jón Sigurðsson píanó- leikari. „Okkur þykir við hæfi að halda minningu þessa ástsæla tón- skálds á lofti á 120 ára afmæli hans,“ segir Árni, spurður um til- efni tónleikanna. „Fáir íslenskir tónsmiðir hafa náð jafn mikilli hylli hjá þjóðinni og Sigvaldi því eftir hann liggur óvenjumikiö af góðum lögum sem lifa. Ég nefni Hamra- borgina, Á Sprengisandi, Þú eina hjartans yndið mitt og Island ögrum skorið. Þetta eru lög sem hvert mannsbarn á íslandi lærir, bara með því að vera til, þau heyrast svo oft.“ Aðalstarfið var lækningar Meöal þess sem þeir félagar hafa fengist við að undanfórnu er að kynna sér allt sem þeir hafa náð í um Sigvalda Kaldalóns og fræðast um tónsmíðar hans, undirleik, ævi hans og starf. Á síðasta ári kom út geisladiskur þeirra félaga, Úr söngvasafni Kaldalóns, og nú ætla þeir sem sagt að halda Kaldalóns- tónleika og kynna lögin hans. „Sig- valdi var mikilvirkt alþýðutón- skáld," segir Árni og heldur áfram: „Hann varð 65 ára og eftir hann liggja um 200 lög, bæði fyrir ein- söngvara og kóra, auk nokkurra sem hann skrifaði fyrir hljóðfæri. Að tónsmíðunum vann hann bara í frístundum því hans aðalstarf voru lækningar og hann var í erfiðum hérðuðum, bæði vestur í Djúpi og lika í Flatey á Breiðafirði. Síðast var hann ellefu ár á Suðumesjum, með aðsetur í Grindavík." Segja sögu laganna Árni segir Sigvalda sjálfan hafa haldið „Kaldalónskvöld" á sinni tíð, með Eggerti Stefánssyni söngvara, bróður sínum. Eggert hafi sungið lögin með sinni tenórrödd og Sig- valdi spilað undir á pínó. Á efnis- skránni í kvöld eru nítján lög og Árni segir þá félaga ætla að fræða fólk um tilurð þeirra, eftir fóngum. - Gun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.