Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 27
43 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 I>V C Tilvera Jon Anderson 57 ára Jon Anderson, sem gerði garðinn frægan sem söngvari hljóm- sveitarinnar Yes á átt- unda og níunda áratugn- um, verður 57 ára í dag. Anderson, sem ávailt var og er mikið fyrir til- raunir í tónlist, hefur eftir að Yes lagði upp laupana starfað mikið með tón- skáldinu Vangelis og hafa þeir gefíð út plötur saman sem vakið hafa verð- skuldaða athygli. í dag er Anderson mikill umhverfisvemdarsinni og bera nýjustu afurðir hans það með sér. Gildir fyrir föstudaginn 26. október Vatnsberinn (?O. ian.-18. febr.): . Nú er mikilvægt að halda vel á spöðunum því að nóg verður við að fást á næstunni. Vinir standa vel saman um þessar mundir. Fiskarnirno. fehr.-?Q. mars): Eitthvað liggur í loft- linu sem þú áttar þig ekki fyllilega á. Best er að biða og sjá til. Kvöldið verður fremur rólegt. Happatölur þínar eru 11, 18 og 35. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Þú veröur fyrir óvæntu »Jihappi í fjármálum á næstunni. Hafðu augun opin fyrir nýjum tæki- færum en þar er ekki átt við tæki- færi varðandi peninga. Nautið (20. apríl-?0. mab: I Þú virðist vera í til- jLw finningalegu ójafnvægi °8 sjálfstraust þitt er með minnsta móti. Þetta ástand varir þó ekki lengi. Happatölur þínar eru 4, 8 og 26. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníl: Hætta er á mistökum og ónákvæmni í vinnu- / brögðum ef þú gætir ekki sérstaklega að þér. Kunningjahópurinn fer stækkandi. Krabbinn (??. iúní-22. ii'jin: Það er mikið um að I vera i félagslifinu hjá þér um þessar mimdir ____ og þér finnst reyndar nóg um. Einhver öfundar þig. Happatölur þínar eru 14, 28 og 33. Liónið (23. iúlí- 22. ágúst): , Láttu sem ekkert sé þó að þú verðir var við baktjaldarmakk. Líklegt er að það eigi allt aðrar orsakir en þú heldur. Mevian (23. ágúst-22. seot.l: Miklar breytingar verða á lífi þínu á næstunni og búferla- . ^ r flutningar eru líklegir. Þú færð óvenjulegar fréttir í kvöld. Vogin (23. sept.-23. okt.l: Þú ert að skipuleggja frí og ferðalag ásamt fjölskyldu þinni. Það þarf að mörgu að hýggja áður en lagt er af stað. Kvöldið verður rómantískt. Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.t I Líklegt er að samband milli ástvina styrkist voem se jverulega á næstunni. Þú færð óvænt tæki- færi upp í hendumar sem þú ætt- ir að nýta þér. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.l: .Gamalt mál, sem þú r varst nærri búinn að gleyma, kemur upp á yfirborðið á ný og krefst mikils tima og veldur þér áhyggjum. Steingeitln (22. des.-19. ian.): ^ Farðu varlega í öllum viðskiptum þar sem V Jr\ einhver gæti verið að reyna að hlunnfara þig. Leitaðu ráðlegginga ef þú þarft. DV-MYND SÆDÍS HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR Svona á að miða Slökkviliö Grundarfjaröar heimsótti leikskólann Sólvelli á Grundarfiröi í haustblíöunni. Tilgangurinn var aö kynna börnunum búnaö slökkviliösins sem ekki þótti af lakara taginu. Börnin fengu aö skoöa sig um í slökkvibílnum og þaö sem ekki var síöur spennandi var aö fá aö prufa brunaslöngurnar. Á myndinni aöstoöar Sveinn Grétar Pálmason Sigrúnu Pálsdóttur viö aö munda brunaslönguna. Bíógagnrýní ÍlÍSIíSsiiPiS Samgönguráðherra veitti umhverfisverðlaun ferðamálaráðs: íshestar í fararbroddi - afþreyingarfyrirtækja í umhverfismálum Gates hjá Frasier Skakkt númer Sambíóin/Háskólabíó - Lucky Numbers: ^ y Sif Gunnarsdöttir skrifar gagnrýrti um kvikmyndir. Beðinn afsökunar Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa beð- ið bítilinn George Harrisson afsökun- ar á þvi að hafa ekki staðið sig í því að gæta geðklofasjúklingsins sem í desember 1999 réðist inn á heimili Harrisons í London og veitti honum þar hættulega hnífsstungu. Yfirvöld hafa einnig beðið umræddan sjúkling, Michael Abram, afsökunar á því að hann hafi ekki fengið nauðsynlega meðferð á sjúkrahúsi og gagnrýnt starfsfólk sjúkrahússins fyrir að út- skrifa hann stuttu fyrir atburðinn. „Við viljum biðja Harrison og fjöl- skyldu hans afsökunar og einnig Abram og hans Qölskyldu fyrir að veita honum ekki þá aðstoð sem hon- um var nauðsynleg, en hann hefði með réttu átt að gangast undir með- ferð á þeim tíma sem atburðurinn varð og var því alls ekki ábyrgur gerða sinna.“ Bill Gates, meintur ríkasti maður heims, mun leika sjálfan sig í 200. af- mælisþætti Frasiers, sem sýndur verður á skjánum í Bandaríkjunum þann 13. nóvember nk. Upptökum á umræddum þætti er þegar lokið og munu þær hafa farið fram i Seattle, heimabæ Gates, á þriðjudaginn. Þar fær Gates það hlutverk að rekast inn í stúdíóið hjá Frasier í miðri upptöku, en eins og flestir vita stjórnar geð- læknirinn, Dr. Frasier Kramer sem leikinn er af Kelsey Grammer, eigin útvarpsþætti, þar sem hlustendur hringja inn vandamál sín í beinum út- sendingum og lendir Gates í að svara í símann fyrir doktorinn. Ferðaþjónustufyrirtækið íshest- ar hlaut umhverfisverðlaun Ferða- málaráðs íslands sem veitt voru í sjötta sinn á ferðamálaráðstefn- unni sem haldin var á Hvolsvelli fyrir skömmu. Veitti Einar Bolla- son, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, þeim viðtöku úr hendi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Fram kom i máli ráðherra að ís- hestar væru í fararbroddi afþrey- ingarfyrirtækja í umhverfismálum og að framkvæmdastjóri íshesta er jafnframt formaður umhverfis- nefndar samtaka ferðaþjónustunn- ar. „Það er ánægjulegt tO þess að vita að ferðaþjónustufyrirtæki i þessum geira ferðaþjónustunnar stendur sig eins vel og raun ber vitni í umhverfismálum, ekki síst með tilliti til þess að mjög neikvæð- ar fréttir hafa borist af umferð hestamanna um hálendið, bæði nú i sumar og síðasta sumar,“ sagði ráöherra m.a. í ræðu sinni. íshestar bjóða upp á margvísleg- ar ferðir jafnt lengri sem skemmri og nú hefur sú nýjung verið tekin upp að boðið er upp á svokallaðar Afhending Frá afhendingu verölaunanna, f.v. Magnús Oddsson feröamálastjóri, Einar Bollason framkvæmdastjóri, Bryndís Einarsdóttir umhverfisstjóri meö verö- launagripinn, höggmyndina Hörpu eftir Hallstein Sigurösson myndhöggvara, Sigrún Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri og Sturla Böövarsson samgönguráöherra. ECO-ferðir sem ekki eru hestaferð- h heldur ferðir þar sem fléttað er saman fræðslu um náttúru, menn- ingu og sögu. íshestar hafa sett sér umhverfisstefnu og frætt sitt starfsfólk um hvernig ná má mark- miðum þeirrar stefnu. Þá hefur fyrirtækið átt gott samstarf við Náttúruvernd ríkisins og land- græðsluna og fylgt leiðbeiningum þessara stofnana í hvívetna við skipulagningu ferða. Fyrirtækið Is- hestar er því vel að heiörinum komiö. -JSS John Travolta í hlutverki Russ Richards sem er vinsæll og blankur. Hvaða ósköp eru nú þetta. Nora Ephron er hæfíleikaríkur handritshöf- undur sem endurnýjaði rómantísku gamanmyndina með smellinum sígilda When Harry met Sally og hélt síðan áfram með ástúðlega rómantík i mynd- unum Sleepless in Seattle og You’ve got mail - sem hún leikstýrði líka. En þeg- ar Ephron hefur brugðið sér frá róman- tíkinni þá hefur henni líka brugðist bogalistin. Man einhver eftir myndinni Michael þar sem Travolta lék lífsþyrst- an og lostafullan engil eða jólamyndinni ómögulegu með Steve Martin - Mixed Nuts? Nei, einmitt. Lucky Numbers er ein þeirra kvikmynda Ephron sem á eft- ir að lenda í glatkistunni. Ephron skrif- ar ekki handritið sjáif - hún lætur sér nægja að sitja í leikstjórasætinu og það ferst henni ekki vel úr hendi. Ef til vill er ekkert skemmtilegt að eyða ævinni í að skrifa aftur og aftur sama hlutverkið fyrir Meg Ryan en ef það virkar er það nú samt skynsamlegra en hitt. Lucky numbers segir frá veðurfræð- ingnum Russ Richards (Travolta) sem er óhemju vinsæll og elskaður af öllum í borginni Harrisburg í Pennsylvaníu. Hann á gull og græna skóga og eigið bílastæði tyrir utan veitingahúsið þar sem hann borðar morgunmat. En hann hefúr sólundað fé sínu miður skynsam- lega og er því blankari en einstæð móð- ir sem vinnur á kassa í stórmarkaði. Það fmnst honum ómögulegt og þess vegna tekur hann vel í hugmynd vinar síns Gig (Tim Roth) nektarbúllueiganda um að svindla i lottóinu. Það ætti að vera lítið mál, dregið er i lottóinu á sjónvarpsstöðinni þar sem Russ vinn- ur og hann er i tygj- um við beibið Crys- tal (Lisa Kudrow) sem dregur kúlurn- ar úr vélinni. Allt er tilbúið og allt ætti að ganga eins og í sögu en gerir það að sjáifsögðu ekki. Allt í einu veit aliskonar fólk um plottið, þar á meðal heimskur og hálfgalinn handrukkari (Michael Rapaport), veðmangaravinur Gig (Richard Schifí), astmasjúkur frændi Crystal (Michael Moore) og yfír- maður sjónvarpsstöðvarinnar (Ed O’Neiil). Allir vilja að sjálfsögðu væna sneið af kökunni og veðurfræðingurinn sér fram á að verða blankari en nokkru sinni fyrr þegar hann er búinn að borga ■ öllum sinn hlut. í rauninni hljómar þessi söguþráður ekkert ómögulega en Ephron er að reyna að blanda saman svartri kómed- íu, spennu og frekar ógeðfelldu ofbeldi. Þetta geta menn eins og Tarantino en henni er það ofviða. Russ Richards er eins og geðklofi, hann er vænn við menn og máileysingja (eins og segir i frægu dægurlagi), syngur með smábörn- um, gefur eiginhandaráritanir og man hvað allir heita en samtímis er hann til í að gera allt fyrir peninga - morð ekki undanskilið. Ef eitthvað væri unnið með þessar mótsagnir gætu þær verið áhugaverðar en Travolta vandræðast bara milli góðmennsku og kvikindis- skapar stefnulaust. Lisa Kudrow er orð- ljót, sjálfselsk og samviskulaus femme fatale og er ágæt í því hlutverki. Og vissulega má flissa að Lucky numbers, en þegar upp er staðið og afganginum af poppinu hent í ruslið er það ekki nóg. Sif Gunnarsdóttir Leikstjóri: Nora Ephron. Handrit: Adam Resniok. Kvikmyndataka: John Lindley. Leikarar: John Travolta, Lisa Kudrow, Tim Roth, Ed O'Neill, Michael Rapaport, Bill Pullman ofl. fc: <ii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.