Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 28
J 44_______ Tilvera FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 DV lí f iö Tony og Tina í Mosfellsbæ Leikfélag Mosfellsbæjar sýnir leikritið Brúðkaup Tony og Tinu í kvöld kl. 20 í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Áhorfendur taka virkan þátt í sýningunni þar sem þeir streyma „til kirkjunnar," likt og þeir væru að sækja hefðbundið brúðkaup. Að því loknu hefst veislan ... >' Tónlist ■ EINSTAKIR TONLEIKAR Hlióm- sveitirnar Quarashi, Botnleöja og Sinfóníuhljómsveit íslands munu sameina krafta sína í Háskólabíói í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30. ■ KALPALÓNSTÓNLEIKAR Árni Sighvatsson barítónsöngvari og Jón Sigurösson píanóleikari flytja sönglög Sigvalda Kaldalóns í menningarmiöstööinni Geröubergi I kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. ■ DJASSUPPLIFUN Á UNGLIST . Ungir djassgeggjarar leika af fingrum fram í Tjarnarbíói í kvöld. Þar leika: Varö, Trió Hafdísar The one-off Band, Fjúsk, Sammi básúna/Gísli Galdur. Tónleikarnir hefjast kl. 20. ■ TÓNLEIKAR Á POLLINUM Helgi og hljóöfæraleikararnir halda tónleika á Pollinum á Akureyri í kvöld frá kl. 22-24. Leikhús ■ DANSFLOKKURINN íslenski dansflokkurinn frumsýnir 3 ný ís- lensk verk og hefst sýningin kl. 20 á nýja sviöi Borgarleikhússins. ■ VATN LÍFSINS Leikritiö Vatn lífs- ins veröur sýnt í kvöld á stóra sviöi Þjóöleikhússins kl. 20. Sýningin er eftir Benóný Ægisson. ^ ■ VIRGINÍA WOOLF í kvöld sýnir Þjóöleikhúsiö Hver er hræddur viö Virginíu Woolf? kl. 20. Fundir og fyrirlestrar ■ LANDNÁM ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Jónas Þór sagnfræöingur heldur fyrirlestur um Landnám íslendinga í Vesturheimi í fundarsal Þjóöskjalasafns á Laugavegi 162 í kvöld kl. 20.30 á vegum Ættfræöifélagsins. ■ SKÁLD Á CATALÍNU Skáldin Eyvindur P. Eiríksson, Þóröur Helgason, Óskar Árni Óskarsson og Stelnþor Jóhannsson lesa upp úr nýjum bókum sínum á Catalínu f Hamraborg í Kópavogi í kvöld. v Upplesturinn byrjar kl. 20. ■ NÚTÍMINN í GALLERÍ SKUGGA Mynd Charles Chaplin, Nútíminn, verður sýnd í Galleri Skugga, Hverfisgötu 39, kl. 20.30 í kvöld og Björn Þór Vilhjálmsson bókmennta- fræðingur flallar um myndina. ■ FJÁRMÖGNUN HÁSKÓLA Á morgun, föstudag, veröur málþing um fjármögnun háskóla haldiö í hátíöasal HÍ milli kl. 13 og 16. ■ DEKURKVÖLD Á SÚFISTANUM Á Súfistanum, bókakaffi Máls og menningar á Laugavegi 18, veröa nokkrar dekur- og heilsubækur ’j kynntar í kvöid kl. 20. Einnig veröur leikin tónlist af nýjum slökunardiski. ■ EINS OG FRÁBRUGÐNIR Spjallkvöid veröur í kvöld kl. 20, í Miöbergi, félagsmiöstöö viö Geröuberg. Þar munu ungir aöfluttir Isiendingar segja frá reynslu sinni af því að setjast aö hér á landi. íslenski dansflokkurinn frumsýnir Haust 2001: Kraftmiklir dansar krydd- aðir með lifandi tónlist Maður lifandi DV-MYND HARl A sviöinu Hlín kann vel við að dansa í þrenns konar verkum á einni sýningu og segir að þannig fái hún tækifæri til að sýna á sér fleiri hliðar sem dansari. Þau verða ófá danssporin sem tekin verða á Nýja sviði Borgarleikhússins i kvöld því þá frumsýnir íslenski dansflokkurinn sýninguna Haust 2001. Hún sam- anstendur af þremur frum- sömdum dansverkum eftir íslenska danshöfunda, „Da“ eftir Láru Stefánsdóttur, Milli heima eftir Katrínu Hall og Plan B eftir Ólöfu Ingólfsdóttur. Ólík verk Hlín Díegó Hjálmarsdótt- ir hefur dansað með dans- flokknum í tvö ár og i kvöld mæðir mikið á henni því hún dansar í öllum þremur verkunum. Hlín hefur bæöi stundað dansnám hér á landi í Listadansskólanum og í Svíþjóð í Sænska ballet- skólanum þar sem hún var i sex ár. „Verkin þrjú eru mjög ólík þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Hlín. Lifandi tónlist verður ílutt með tveimur þeirra og segir Hlín að það geri sýninguna mjög skemmtilega. í verki Láru Stefánsdóttur er tónlistin „Da“ Fantasia fyrir sembal eftir Leif Þórarinsson sem flutt verður af Guðrúnu Óskarsdóttur. Hljömeyki, þrettán manna kór verður á sviðinu í verkinu Milli heima og flytur hann tón- listina The hymn of the 7th Illusion eftir Pan Sonic og Barry Adamson. Um er að ræða tónverk sem samið var að beiðni Tilraunaeld- hússins en Milli heima er samstarfsverkefni þess og dansflokksins. Aöspurð um það hvort hún sé ekki hrædd um að tónlistarflutn- ingurinn á sviöinu dragi at- hygli frá dönsurunum segir Hlín að svo sé ekki en það kryddi hins vegar sýninguna og skapi meiri stemningu fyrir dansarana. Tónlistina í þriðja verkinu samdi svo Hallur Ingólfsson. Sýnt á nýju sviöi Hlín kann vel við að dansa í þrenns konar verkum á einni sýn- ingu og segir að þannig fái hún tækifæri til að sýna á sér fleiri hlið- ar sem dansari. „í Láru verki er þetta meira andlegt og mikil hugsun á bakvið dansinn og hjá Katrínu er það krafturinn og hraðinn sem eru allsráðandi og eru þau verk bæði mjög mögnuð. Sýning endar síðan á léttleikanum því í verkinu hennar Ólafar eru einfaldar hreyfmgar og það er létt og skemmtilegt verk sem auðvelt er að horfa á,“ segir Hlín og bætir við að í einu verk- inu þurfi hún til að mynda að dansa af öllum lífs og sálar kröftum. Hún segir að.ekki sé erfitt að hoppa úr einu verki i annað en sýningin í heild reyni mjög á þá dansara sem taka þátt í öllum þremur. Sýningin í kvöld er fyrsta sýning sem dans- flokkurinn sýnir á Nýja sviðinu í Borgarleikhús- inu og að sögn Hlínar er það mjög hrátt svið og miklu minna en það sem flokkurinn er vanur. „Eitt af því sem er öðruvísi við þetta svið er að áhorfend- ur eru í miklu meiri ná- lægð við dansarana en áður og þá er auðveldara að leika sér meira með þá,“ segir Hlín. í sýning- unni í kvöld gefst áhorf- endum einnig tækifæri til að sjá tvo nýja dansara með dansflokknum. Báðir eru karldansarar og heita þeir Jesus De Vega og Trey Gillen. Hlín segir að það sé frábært að fá þá í hópinn enda alltaf gott að fá nýja menn. Eftirsóttur erlendis Dansflokkurinn lætur sér ekki nægja að dansa eingöngu fyrir dansunn- endur hér á landi því hann hefur vakið athygli erlend- is og hefur veriö óskað eft- ir sýningum hans víða um heim. í september síðast- liðinum fór flokkurinn einmitt í ferð til Austur- ríkis þar sem hann sýndi verkin Maðurinn er alltaf einn, Elsa og Kraak I. „Sýningin tókst alveg frá- bærlega og við fengum mjög góðar móttökur," segir Hlin og nefnir sem dæmi að þau hafi sex sinn- um verið klöppuð upp og áhorfendur hafi öskrað og stappað i gólfið. Til gaman má geta að verkið Elsa sem Lára Stefánsdóttir samdi fékk fyrstu verðlaun í alþjóðlegri dans- höfundakeppni í Helsinki í júní síð- astliðnum. -MA Sagan af Karlottu Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. Síðastliðið þriðjudagskvöld gafst ég upp á drepleiðinlegum umræðum í Kastljósi um hugsanlegan sýkla- hernað hér á landi. Ég hef ekki þol- inmæði í þessa hysterísku umræðu og botna ekkert í löngun íslendinga til að gera sig að þátttakendum í skelfilegum atburðum í USA. Svo sannarlega mun ég ekki setja grun- samlegan póst í plastpoka og hringja á slökkviliðið. Frekar drepst ég úr þrjósku. í tilraun til að gleyma geðvonsk- unni sem hafði komist svo nálægt því að fanga mig í Kastljóss-umræð- unni ákvað ég að lesa bókina sem ég fékk senda um daginn í vandlega merktum pakka. Þetta er erlend barnabók, Vefur Karlottu, eftir E.B. White. Ég tók henni fagnandi því eitt þægilegasta verkefni sem gagn- rýnandi kemst í er að lesa bók eftir erlendan höfund, ég tala ekki um ef hann er dauður. Engir vandræða- legir fundir á Laugaveginum. Bókin segir frá sérstæðri vináttu Völundar, ungs og reynslulítils svins, og Karlottu sem er klók kónguló og hyggst koma i veg fyrir að Völundur verði að jólasteik. Karlotta hugsar best þegar hún hangir á haus, enda er blóðið þá allt í hausnum, og I þeirri stellingu finnur hún ákaflega snjalla lausn sem gerir Völund að kraftaverka- grís. Völundur er ákaflega viðkunnan- legur litill grís sem vill ekki deyja og er svo viðkvæmur að honum er hætt við yfirliði. Karlotta kónguló, sem sýnist ansi hrjúf við fyrstu kynni og er laginn flugnadrápari, reynist hin sanna, göfuga hetja sög- unnar. Eins og hún segir við Völ- und: „Líf kóngulóar verður aldrei laust við óreiðu, með allar þessar gildrur og flugnaát. Kannski var ég að reyna að lyfta tilveru minni upp á aðeins æðra plan með því að hjálpa þér.“ - Maður þarf ekki að vera kónguló eða svín til að skilja spekina í þessum orðum. Svo eru þarna önnur minnisstæð dýr og ber þá sérstaklega að geta rottu sem er haldin átgleði og söfn- unaráráttu. Mannfólkið er ekki eins áhugavert og ef ég hefði verið í hlut- verki yfirlesara hjá E.B. White hefði ég sagt honum að draga úr hlut- verki þess. Þegar bæði dýr og menn hafa mál reynast dýrin mönnunum málsnjallari. Það var verulega gaman að lesa þessa fyndnu og hugmyndaríku og á „Það var verulega gaman að lesa þessa fyndnu og hugmyndaríku og d viss- an hátt harmrænu sögu um sterka vináttu. Sagan endar líka fallega og það er bara nokkuð sem mað- ur þarf á að halda á þess- um siðustu og verstu tím- um. Ég mœli með Karlottu sem fyrsta flokks barnabók. “ vissan hátt harmrænu sögu um sterka vináttu. Sagan endar líka fallega og það er bara nokkuð sem maður þarf á að halda á þessum síð- ustu og verstu tímum. Ég mæli með Karlottu sem fyrsta flokks barna- bók.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.