Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 Fréttir DV Lokaritgerð um hæstaréttardóma í manndrápsmálum á öldinni - 31 karl og 4 konur: Manndráp flest á tímum atvinnuleysis og verðbólgu - tólf voru Einhleypir karlmenn á aldrinum 15-20 ára, verkamenn eða sjómenn, voru algengustu gerendur i mann- drápum á síðustu öld, sé miðað við þá 32 hæstaréttardóma sem gengu í slíkum málum. Oftast áttu mann- drápin sér stað í heimahúsum í Reykjavík og báðir aðilar undir áhrifum áfengis. Eldhúshnífar eða önnur eggjárn voru algengustu vopnin. Sé miðað við atburðina í dómunum er líklegast að morð séu framin í janúar eða síðsumars og byrjun hausts. Meðalrefsing var rúmlega 12 ára fangelsi og ein- hleypir hlutu flesta dómana. Þetta kemur m.a. fram i lokaritgerð þeirra Árnínu Steinunnar Krist- jánsdóttur og Sigríðar Hrefnu Hrafnkelsdóttur viö lagadeild Há- skóla íslands. Hæstiréttur sakfelldi 31 karl- mann og 4 konur í manndrápsmál- um á öldinni. Það vakti athygli höfunda að engin kona hafi verið sakfelld fyrir að bana annarri konu - aðeins körlum - „jafnvel þótt talið hefði verið að konur væru konum verstar". Einnig kom á daginn að konurnar reyndu í flestum tilvikum að „bæta fyrir brot sitt“ þegar í óefni var komið og allar iðruöust þær. Allir sakborningarnir játuðu brotin og einn var dæmdur fyrir að fremja manndráp í tvö óskyld skipti. 12 ásetningsmanndráp árin 1980-1989 Höfundar ritgerðarinnar vekja at- hygli á að flestir dómar Hæstaréttar í manndrápsmálum voru kveðnir upp á árunum 1980-1989. Þá var upp- sveifla mikil í efnahagslífi þjóðarinn- ar, í upphafi áratugarins var mikil þensla og vaxandi verðbólga. Gengi krónunnar var þrívegis fellt árið 1988 dæmdir fyrir manndráp í Hæstarétti árin 1980-1989 gengast að gerandinn og fórnarlambið þekktust. Tveir urðu mökum sínum að bana og sá þriðji banaði unnustu sinni. Kona varð fyrrverandi eiginmanni að bana og einn maður drap fyrrum unn- ustu. Einn banaði nágranna en tveir kunningjum sínum. í þremur tiifellum þekktust gerandi ^g brotaþoli ekki. í samantekt Ámínu og Sigríðar segir að 62 prósent gerenda voru karl- menn og 38 prósent konur. 54 prósent fólksins flýði af vettvangi en 46 pró- sent voru handtekin á staðnum þar sem manndrápið var framið. í þeim tilfellum þar sem gerandi og þolandi þekktust ekki var aðforin mun hrottalegri en þar sem málsaðilar þekktust. Höfundar segja að athygli veki að miðbærinn í Reykjavík og aðliggjandi hverfi séu áberandi sem algengasti brotastaðurinn í manndrápsmálum. 12 sitja inni fyrir manndráp í tölum sem DV hefúr undir hönd- um kemur fram að á árinu 2001 hafa 12 morðingjar setið inni í fangelsum landsms. Meira en einn af hverjum tíu fongum að jafnaði. Frá því í júlí 1999 hafa sex menn verið dæmdir í fangelsi fyrir manndráp - tvö mál- anna eru kennd við Leifsgötu en hin við Engihjalla, Espigerði, Njarðvík og Öskjuhlíð. Flest málm tengdust fíkniefnum en einu þeirra er ólokið fyrir Hæstarétti. Á Islandi voru 1,8 manndráp framm á ári síðasta ára- tug. -Ótt Manndráp Eldhúshnífar og önnur eggvopn eru algengustu vopnin í íslenskum manndrápsmálum. Enginn kona hefur oröiö annarri konu aö bana. og stöðnun og samdráttur ríkti frá því ári til 1993. Á þessum áratug, sem einkenndist af verðbólgu, þenslu og atvinnuleysi, dæmdi Hæstiréttur 12 menn í fangelsi fyrir ásetningsmann- dráp. Niu af þeim manndrápum voru framin í Reykjavík en eitt á Flateyri og eitt við Skeiðarársand og eitt í Kópavogi. Varðandi níunda áratuginn var al- Snæfellsnes: Nýr vegur yfir Vatnaheiði Fyrirhugað er að opna formlega nýjan veg, Vatnaheiði yfir Snæfells- nesfjallgarðinn, 2. nóvember nk. Verktaki hefur undanfariö átt í nokkrum erfiðleikum með að ljúka frágangi með fram köntum vegna rigninganna sem hafa tafið verulega að sögn Ingva Árnasonar, deildar- stjóra framkvæmdadeildar Vegagerð- arinnar. Sagði hann að ef ekki þorn- aði á næstunni myndi verktaki fresta lokafrágangi til næsta vors en aðeins herslumuninn vantar. Ingvi sagði að nú væri verið að ljúka við að leggja seinna lag slitlags á veginn og ekki væri amast við um- ferð að öllu jöfnu. Nokkrar staðreyndir um veginn: Hann er 16,3 km. Nokkru styttra er að keyra þessa leið til Stykkishólms og er styttingin um það bil einn kíló- metri, en til Grundarfjarðar styttist leiðin um 2 km miðað við Kerlingar- skarð. Mesti bratti er 8% í stað 12% á Skarðinu og mesta hæö er 230 m yfir sjávarmáli í stað 311 á Skarðinu. Þá eru aðeins 3 km yfir 200 m hæð. Verk- ið hófst í mai 2000 og áætluð verklok voru 15. okt 2001. Verktaki er Suður- verk ehf., Hvolsvelli. -DVÓ/ÓJ Vegurinn mældur út Nýi vegurinn yfir Vatnaheiöi stórbætir samgöngur á Snæfellsnesi, en iagning hans hefur staöiö yfir í nærfellt tvö ár. Hann dregur úr bratta og styttir auk þess leiöina yfir nesiö. Fjölnota íþróttahúsið á Akureyri: Rekstrarkostnaður 50 milljónir á ári - sem væntanlega kemur í hlut íþróttafélaganna að greiða „Það er hægt að reikna þetta dæmi á ýmsan hátt og fá út mis- munandi niðurstöður. Ég hef ekki reiknað þetta út miðað við ein- hvem ákveðinn tímafiölda á ári en ef maður leggur fyrir sig hvað þarf að hafa í leigutekjur af húsinu til aö standa undir rekstrarkostnaði, afskriftum, vöxtum og öðrum gjöldum þá nemur það 10-12% af byggingarkostnaði á ári,“ sagði Guðríður Friðriksdóttir, fram- kvæmdastjóri Fasteigna Akureyr- arbæjar, þegar hún var spurð að því hvaö myndi kosta að reka nýja fiölnota íþróttahúsið í bænum sem fram- kvæmdir eru hafnar við. Eins og fram hefur komið í DV eru menn nú farnir að gefa sér að heildarkostnaður við byggingu hússins muni verða um 500 milljónir, en það er a.m.k. helm- ingi hærri upphæð en talað var um þegar fyrst var fariö að ræða um bygginguna fyrir um það bil 5 árum. í kjölfarið á Kristján Þór Júlíusson lék á als oddi þegar hann tók fyrstu skóflustunguna aö nýja húsinu. því að þessi tala hefur verið nefnd þykjast svo sumir sjá að þaö sé ein- falt reikningsdæmi að tU að húsið geti staðiö undir sér þurfi tímaleig- an í því aö vera 30-40 þúsund krónur. Guöríöur segir að ef leggja eigi niður fyrir sér hverjar leigutekj- umar af húsinu þurfi að vera sé ljóst að þær þurfi að geta skilað fiármagni sem nægir til að greiða fiármagnskostnað, af- skriftir, viðhald, fasteignagjöld og tryggingar og umsýsluna. „Leigu- taki veröur íþrótta- og tómstunda- ráð og er það síðan þeirra að nýta húsið. Bygging þessa húss verður mikil bót fyrir bæði frjálsar íþróttir og knattspyrnu hér á Ak- ureyri og öllum ljóst að því fylgja líka útgjöld. Hér er um að ræða framkvæmd sem gerir Akureyr- arbæ að betri bæ fyrir þá sem þar búa,“ segir Guðríður Friðriks- dóttir. -gk Heiti potturinn Urnsjón: Hörður Kristjánsson netfang: hkrist@dv.is Er hann til sölu...? Sala Landsímans virðist vera að fara eitthvað öðruvísi en ætlað var. í fyrstu atrennu átti að selja 16% hluta- fiár til starfsmanna en erfitt reyndist að finna kaupendur. í heita pottinum telja I menn það vísbend- ] ingu um stöðu fyrir- tækisins. Ætlun rík-1 isstjómarinnar og I einkavæðinganefndar | í þessari fyrstu at- rennu var að selja 1 hlutabréf upp á tíu milljarða króna. Starfsmenn hölðu þó greinilega ekki meiri trú á fyrirtækinu en svo að að- eins seldust bréf fyrir um tvo millj- arða króna. Kom það Sturlu Böðvars- syni samgönguráðherra mjög á óvart. Pottverjum kemur því ekkert á óvart þó Sturla hafi ekki verið viss hvort skilum í útboði tvö vegna kjölfestufiár- festa hafi verið frestað. Reyndar virð- ist enginn vita neitt um væntanlega fiárfesta. Einkavæðingamefndin veit ekkert, ráðherra veit ekkert og Verð- bréfaþing íslands fær ekkert að vita. Ætli Síminn sé nokkuð til sölu...? Sparað og sparaö Björn Bjarnason varpaði fram á Alþingi þeirri hugmynd fyrir skömmu aö sniðugt gæti verið að flytja Rás tvö Ríkisútvarpsins norður á Akureyri. Kom þetta í kjölfar um- ræðu um heiftarleg- an halla á RÚV. Þeg- ar hafa sést aðgerðir í aö ná saman end- um á stofnuninni. Er þar einna helst skor- ið niður hjá svæðis- stöðvum RÚV á landsbygginni. Vart em það þó nema tvær til þrjár hluta- stöður og því vandséð hvemig það réttir af tuga ef ekki hundraða millj- óna króna hallarekstur. Því þótti öll- um bráðsnjöll hugmynd Bjöms um flutninginn á Rás tvö. Markús Örn Antonson útvarpsstjóri hefur líka fundið út að þá sé hægt að auka að- gengi fiársveltra svæðisstöðva að Rás tvö. Þannig skal sparað með niður- skurði hjá litlu svæðisstöðvunum en um leið lagt í heljarkostnað vegna flutnings á Rás tvö ..! Öldungadeild Oft hafa menn verið nokkuð við aldur á Alþingi íslendinga og þá kannski ekki síst fyrr á árum. í þá daga þótti ekki forsvaranlegt að hleypa einhverjum. börnum í svo mikl- ar virðingarstöður. ] Á síðar árum hefur I þetta riðlast nokkuð | þó finna megi menn ] sem komnir em á aldur, eins og Sverri ] Hermannsson. Þetta' kann að breytast hressilega í næstu þingkosningum. Nú boðar fyrrum landlæknir, Ólafur Ólafsson, líklegt framboð eldri borgara. Miðað við fiölda þeirra í landinu mætti ætla að þeir næðu tíu til tuttugu þingsætum. Velta menn því fyrir sér hvort ekki sé rétt að skipta þinginu á ný í deild- ir, þ.e. unglingdeild og öldungadeild... Árni miöstýringarsinni? Trillukarlar hrista hausa sína yfir aðgerðum yfirvalda í fiskveiðistjóm- unarmálum. Gagnrýna þeir hart Jó- hann Sigurjónsson og félaga á Hafró og Áma M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra. Ráð- herranum hafi legið þvdíkt á að koma trillum undir bönd kvótakerfisins að gleymst hafi að horfa á alla vankanta þeirra aðgerða. Búið er að skrúfa nið- ur trilluveiðina og afnema frjálsar veiðar krókabáta. Segja trillukarlar stöðuna því bölvanlega en telja gott ef ráðherrann sé að átta sig á alvöru málsins. Ráðherra einkaframtaksins sé nú að verða helsti fuOtrúi miðstýr- ingar. Þannig vilji hann færa trillukörlum aftur veiðiréttinn sem hann tók af þeim, en nú í formi póli- tiskrar ölmusu með byggðakvóta ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.