Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Side 32
aT
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum ailan
sólarhringinn.
550 5555
FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001
Toppum á réttum tíma
„Þessar niður-
stöður eru úr takti
við þær kannanir
sem maður hefúr
séð síðustu mánuði
og það sem við
flnnum fyrir úti í
þjóðfélaginu, en
þar hefur Samfylk-
ingin verið á hægri
en sígandi uppleið.
Það vekur hins
vegar eftirtekt að það er gríðarlega stór
hópur sem er óráðinn og við í Samfylk-
ingunni viljum að sjálfsögðu taka okkur
íþróttamennina til fyrirmyndar og
reyna að toppa á réttum tíma - þ.e.a.s.
þegar í hinn raunverulega slag er kom-
ið. Þess vegna munum við berjast eins
og Ijón til að rétta okkar hlut,“ sagði
Össur Skarphéðinsson, formaður Sam-
fylkingarinnar.
Sýnir styrk
„Þetta er glæsi-
leg útkoma fyrir
Sjálfstæðisflokkinn
og sýnir vel styrk
hans. Sömuleiðis
hlýtur þessi niður-
staða að vera áfall
fyrir Samfylking-
una og sýnir að
henni hefur ekki
tekist að vinna sér
traust kjósenda,"
segir Sigríður Anna Þórðardóttir, for-
maður þingflokks Sjáifstæðisflokksins.
Stöðugt fylgi
„Ég er bærilega
sáttur við þessa
könnun enda stað-
festir hún að stuðn-
ingur við okkur er
mjög stöðugur á
þessu bili, milli 20
og 24%. Þaö sem
mér þykir ánægju-
legast er einmitt
hversu stöðgut
þetta er. Það koma
þama að vísu toppar þar sem við höfum
farið enn þá hærra i tengslum við um-
rótið í janúar febrúar í fyrra þegar við
fórum alveg upp undir 30%,“ segir
Steingrimur.
Fulllág mæling
„Þessi niður-
staða er i samræmi
við fyrri kannanir
hvað okkur varðar
og sýnir fulllága
mælingu að mínu
mati. Hins vegar
sýnir hún að við
eigum okkar dyggu
stuðningsmenn
sem vita að við
erum stefnufastur
og ábyrgur flokkur sem styður framfar-
ir og kunna að meta það. Mér er það
hins vegar hulin ráðgáta hve mikið fýlgi
VG er, í ljósi þess að þar fer flokkur sem
hefur fest sig í bakkgír og er á móti öll-
um framfaramálum."
Sigríöur Anna
Þóröardóttir.
Össur
Skarphéöinsson.
Múlakvísl eyðir óhemjumiklu af grónu landi:
Nálgast Ijósleið-
arann hratt
Múlakvísl hefur tekið óhemjumik-
ið af grónu landi, að sögn Jóhannesar
Kristjánssonar á Höfðabrekku í Mýr-
dal, aðallega mosavöxnu. Jóhannes
sagði í gærkvöld að sér sýndist eina
leiðin til að bjarga því sem eftir væri
að lengja garðana framan við brúna.
Nokkur hund-
ruð metra fram-
an við brúna
hleður áin upp
aur sem veldur
því að hann
safnast líka und-
ir brúna, áin
rennur svo ým-
ist til austurs
eða vesturs þeg-
ar hún kemur
fram fyrir þá
garða sem eru í
dag.ÝEf áin
verður stokkuð
með görðum nokkur hundruð metra
fram á aurana ætti hún að grafa sig
niður og hreinsa þá jafnframt aurinn
sem hlaðist hefur undir brúna.ÝÁin
er nú komin alveg að efnishaugum
sem Vegagerðin og Mýrdalshreppur
eiga uppi á öldunni vestan við
ána.ÝAð sögn eins starfsmanns Vega-
gerðarinnar er haugurinn sem áin er
komin að með frákastssandi sem þeir
nota í hálkuvörn og er ekki sagður
mjög dýrmætur en í haugunum sem
era fjær er mulningur sem notaður er
í slitlag á vegum. Rafmagn og ljósleið-
ari eru í hættu ef þessi ágangur ár-
innar heldur áfram í næstu vatna-
vöxtum en aðeins eru 7 metrar frá
öldunni að ljósleiðaranum þar sem
áin er komin næst honum.
Reynir Ragnarsson fylgist með
leiðni í Múlakvísl
og Jökulsá á Sól-
heimasandi dag-
lega. Reynir sagði
að leiðnin hefði
farið hækkandi í
Jökulsá undan-
farna daga en
samt ekkert sem
þurfi að hafa
áhyggjur af. Að
sögn Reynis fór
leiðni lækkandi í
vatnavöxtunum í
Múlakvísl í gær
sem sýndi að það
væru vatnavextir vegna mikillar úr-
komu undanfarna daga en ekki vatn
sem kæmi undan jökli.
„Það er þokkalega mikið í ánni,“
sagði Bjarni Finnsson hjá Vegagerð-
inni i Vík í morgun. Hann segir að
Ijósleiðarinn sé í hættu ef hamagang-
urinn heldur áfram næstu daga. Hins
vegar sé hægt að koma í veg fyrir að
rafmagnslínur lendi í flóðinu. Lengja
má garða og verið er að kanna hvort
til þess þarf að koma.
-SKH
DV-MYNDIR SIGURÐUR K. HJÁIMARSSON
Á varnargaröinum
Mennirnir á myndinni standa á grjót-
garöinum sem Rarik lét lengja til aö
bjarga rafiínunni í vatnavöxtunum í
fyrradag. Hjörleifshöföi í baksýn.
Meö þann rauöa á lofti
Magnús skipverji á Mána frá Hafnarfiröi hampar hér myndarlegum karfa í
Hafnarfjaröarhöfn í gærdag. Og blíöan og bæirnir allt í kring.
Svanur Kristjánsson segir Össur ekki rétta manninn til að leiða Samfylkinguna:
Eitt mesta klúður lýð-
veldissögunnar
- segir prófessor í stjórnmálafræði um dapurt gengi flokksins
„Ef aðrar kannanir staðfesta þessar
niðurstöður þá era stóra tíðindin þau
að Samfylkingin virðist vera að þróast
yfir í eitt mesta klúðrið í stjómmála-
sögu lýðveldisins," segir Svanur Krist-
jánsson, stjómmálafræðingur við Há-
skóla Islands, um niðurstöður skoð-
anakönnunar DV.
Svanur bendir á að flokkamir á bak
við Samfylkinguna hafi fengið um 37%
í kosningum 1995 og fyrriparts ársins
1999 hafi kannanir bent til að þeir
myndu halda því fylgi í kosningunum.
Þeir hafi þá ekki tapað neinu tfl
Vinstri grænna heldur fengið atkvæði
frá Sjálfstæðisflokknum. Síðan hafi
Samfylkingin rek-
ið afar ómarkvissa
kosningabaráttu
og í kjölfarið tapað
fylgi t.d. bæði frá
konum og öldrað-
um. Útkoman hafi
þó orðið 26% i al-
þingiskosningun-
um síðustu og eftir
kosningu for-
manns, Össurar
Skarphéðinssonar, hafi Samfylkingin
aftur mælst með 30%. Forystumenn
séu afar mikilvægir í nútíma stjóm-
málum, kastljósið beinist mjög að
þeim en Össur hafi ekki reynst vand-
anum vaxinn. „Ef aðrar skoðanakann-
anir staðfesta þessar niðurstöður þýð-
ir þetta einfaldlega að sú tilraun að
gera Össur að formanni Samfylkingar-
innar hefur ekki tekist. Samfylkingin
virðist ekki valda því undir forystu
Össurar að marka sér trúverðuga
stefnu og koma henni á framfæri," seg-
ir Svanur.
Hann nefnir dæmi um hið andstæða
sem sé framganga Vinstri grænna.
Hún sé að stóra leyti að þakka Stein-
grími J. Sigfússyni formanni og Ög-
mundi Jónassyni. Þá hafi þeim nýver-
ið bæst góður liðsauki sem sé Ragnar
Arnalds, einn geðþekkasti stjórnmála-
maður sinnar kynslóðar.
„Mér finnst Samfylkingin fóst í þvi
fari að taka afstöðu þegar flokkurinn
ætti ekki að gera það en í öðrum mál-
um er afstaða þeirra afar óskýr. Dæmi
um þetta er að flokkurinn skyldi leggj-
ast eindregið gegn Kárahnjúkavirkjun
í stað þess að bíða og sjá.“
Að öðra leyti segir Svanur um nið-
urstöður könnunarinnar að menn
verði að huga að því á hvaða tíma hún
sé tekin - rétt eftir landsfundi bæði
Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks-
ins. -BÞ
Svanur
Kristjánsson.
Forsætisráðherra barst duft í bréfi:
Líklega óþverrahrekkur
- sem litinn er mjög alvarlegum augum
Hverfandi likur eru taldar á að duft
sem barst forsætisráðherra í bréfi í
fyrradag innihaldi miltisbrand. Ólafur
Steingrímsson, læknir á sýkladeild
Landspítalans, sagði i samtali við DV í
morgun ekkert benda til þess að um
miltisbrand væri að ræða. Endanlegar
niðurstöður myndu þó ekki liggja fyr-
ir fyrr en siðar dag.
Forsætisráðherra fékk umrætt bréf
ásamt öðrum pósti á heimili sitt á
þriðjudag. í yfirlýsingu frá forsætis-
ráðuneytinu segir að lögregla og sótt-
vamayfirvöld hafi gert viðeigandi ráð-
stafanir. Jafnframt segir að málið sé í
rannsókn, en yfirgnæfandi likur séu
taldar á að hér sé um ábyrgðarlausan
óþverrahrekk að ræða, sem litinn sé
mjög alvarlegum augum.
Málið er til rannsóknar hjá embætti
ríkislögreglustjóra en í 5. grein lög-
reglulaga segir að embættið skuli
rannsaka landráð og brot gegn stjóm-
skipan landsins og æðstu stjómvöld-
um þess. Jafnvel þótt duftið sem barst
Davíö reynist hættulaust lítur ríkislög-
reglustjóri mál sem þetta alvarlegum
augum og getur refsing við broti sem
þessu varðað allt að fiögurra ára fang-
elsi. Bréfið til Davíðs er annað tilfellið
um duft í pósti í vikunni. Loka þurfti
skrifstofum Borgarendurskoðunar í
tvo sólarhringa en duft sem barst
þangað reyndist við rannsókn vera
skaðlaust. -aþ
Utiljós
Rafkaup
Armúla 24 • S. 585 2800
Rafport
meikívéHii
fyrir fagmenn
ogfyrirtæki,
heimili og
shóla, íyrlrröð
og reglu, mlg
st
■ s
nQbýtauegi 14 • simi SS4 4441 • if.is/rafport