Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2001, Blaðsíða 23
39 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 X>V________________________________________________________________________________________________Kvikmyndir Princess Diaries: Stelpan sem ekki vildi vera prinsessa Princess Diaries, sem Gary Marshall leikstýrir, hefur verið ein vinsælasta kvikmyndin í Banda- ríkjunum síðustu tvo til þrjá mán- uði. Um er að ræða létta og skemmtilega kvikmynd sem ætti að koma öllum í gott skap, kvik- mynd sem byggir á öskubusku- hefðinni um unga venjulega stúlku sem er með blátt blóð i æðum. Önnur aðalpersóna myndarinn- ar er Mia Thermopolis sem lifir ósköp venjulegu lifi tánings í San Francisco, gengur í skóla og á sína vini þar. Veröld hennar breytist skyndilega þegar í ljós kemur að hún er prinsessa og erfingi krún- unnar í smáríkinu Genovia. Til San Francisco kemur hin aðalper- sónan, Clarisse Renaldi (Julie Andrews) amma hennar og sér hún fljótt að það þarf að taka stelpuna í gegn í prinsessusiðum. Mia er ekki mjög hrifin af þessu tilstandi og segir ömmu sinni að hana langi ekkert til að stjórna ríki: „Það eina sem mig langar til að gera er að klára grunnskólann. Get ég ekki einfaldlega hætt við að vera prinsessa." Mia hefur ekki er- indi sem erfiði í þessu máli og verður að ganga í gegnum harðan skóla siðmenningar hjá ömmu sinni. í aöalhlutverkum mætast nýlið- inn Anne Hathaway og sú reynda Drottningin kennir hirðsiöi Julie Andrews leikur drottninguna sem hittir fyrir barnabarn sitt og erfíngja í Bandaríkjunum. Venjuleg stúlka með blátt blóð Anne Hathaway leikur hina amerísk- ættuöu prinsessu sem á aö erfa ríkiö. Pretty Woman, Overboard, The Flamingo Kid og Beaches. Þá er hann afkastamikill framleiðandi í sjónvarpi og meðal þáttaraða sem hann hefur komið á koppinn má nefna Happy days, The Odd Couple og Mork and Mindy. Systir hans Penny Marshall er einnig vel þekktur kvikmyndaleikstjóri. Princess Diaries verður frum- sýnd á morgun í Sambíóunum í Kringlunni, Álfabakka, Keflavík og Akureyri. -HK leikkona Julie Andrews (Mary Poppins, Sound of Music). Anne Hathaway, sem eftir að hún lék hlutverk Miu hélt áfram skóla- námi, hefur ekki þurft að kvarta yfir tilboðum siðan og er þegar búin að leika í einni kvikmynd, The Other Side of Heaven. Auk þeirra leika í Princess Diaries Hector Elizondo, Heather Matar- azzo, Mandy Moore og Caroline Goodall. Leikstjórinn Gary Marshall hef- ur mikla reynslu í gerð gaman- mynda og leikstýrði síðast Ric- hard Gere og Juliu Roberts i Runaway Bride. Meöal ann- arra mynda hans má nefna Italska fyrir byrjendur: Fimmta danska dogme-myndin Fimmta og vinsælasta danska dogme-kvikmyndin, ítalska fyrir byrjendur (Itali- ensk for begyndere), er komin til landsins. Þetta er jafnframt sú dogme-mynd sem hefur not- ið mestrar vinsældar i Dan- mörku. Mynd þessi hefur farið sigurför um heiminn þar sem hún hefur verið sýnd og er verðlaunuð í bak og fyrir, með- al annars fékk hún Silfurbjörn- inn á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Leikstjóri myndarinnar er Lone Scherfig, sem útskrif- aðist frá danska kvikmynda- skólanum 1984. Hún gerði sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Kajs Fodelsdag, árið 1990, barnamynd sem vakti mikla at- hygli. Lone hélt sig við bömin í næstu mynd sinni Nár mor kommer hjem sem hún gerði Þátttakendur á námskeiðinu 1998. Italska fyrir byrjendur er Presturinn (Anders W. Berthelsen) er nýkominn í hverfíö og veröur fljótt þátttakandi í lífi óhamingjusamra einstaklinga. Filmundur: Grikkinn Zorba í kvöld sýnir Filmundur stór- myndina Zorba, the Greek eftir Michael Cacoyannis. Hann gerir einnig handritið, sem er byggt á frægri skáldsögu Nikos Kazantzak- is. Anthony Quinn fer með titil- hlutverkið, en hann lést fyrr á þessu ári og átti þá að baki ótrú- lega langan feril í kvikmyndum, en myndimar sem hann lék í fóru vel yfir hundraðið áður en yfir lauk. í augum margra er Anthony Quinn Zorba, enda kom upp sá misskilningur eftir gerð myndar- innar að Quinn væri griskur, lenti hann oft í mestu vandræðum vegna þessa. Zorba var uppáhalds- hlutverkið hans og var hann til- nefhdur til óskarsverðlauna fyrir túlkun sína. Zorba, the Greek var tilnefnd til óskarsverðlauna í sjö flokkum, en hlaut þrenn. Zorba, the Greek er tvímælalaust ein af eftirminniiegustu myndum síðari tíma, og því um einstakt tækifæri fyrir kvikmyndaunnend- ur að ræða. Tónlist Mikis Theodorakis þykir nú sígild og gef- ur hún myndinni ógleymanlegan blæ. Zorba, the Greek verður sýnd á hefðbundnum filmundartíma í kvöld kl. 22.30 í Háskólabíói og endursýnd mánudagskvöldið 29. október á sama stað og tíma. Aðr- ir sýningartímar verða auglýstir á kvikmyndasíðum dagbiaðanna. hennar þriðja kvikmynd. Auk þessa hefur Lone Scherfig gert stuttmyndir, unnið við sjónvarp og sett leikrit á svið. Italska fyrir byrjendur fjallar um sex persónur sem eru misjafnlega vel staddar í lífinu. Ein þeirra er ungur prestur sem nýveriö hefur tekið við prestsembætti í nýju hverfi. Hann lætur undan þrábeiðni aðstoöarmanns síns um að fara á ítölskunámskeið fyrir byrjendur. Þar hittir hann fyrir hinar persónur myndarinnar og verður fljótt mið- depillinn í tilveru þeirra en öll eiga þau við einhver vandamál að stríða. I myndinni segir síðan frá því hvernig hver og einn vinnur bug á meinsemdum sínum. Það hefur verið sagt um Itölsku fyrir byrjendur að hún að hluta að- greini sig frá öðrum dogme-mynd- um þar sem i henni er handrit og impróviseringar leikara meira ráð-, andi en myndavélin sem meira var leikið með í fyrri myndunum. Að öðru leyti fer hún eftir dogme-regl- unum sem meðal annars felst í því að ekki má segja hvort er um gam- an-, spennu- eða dramamynd að ræða. Eins og áður segir er ítalska fyrir byrjendur fimmta danska dogme myndin. Fyrir eru Festen, Idioteme, Mifume og The King Is Alive. En þegar dogme-myndalistinn er skoð- aður í heild er hún númer tólf. -HK Russell Crowe í hlutverki snillingsins John Forbes Nash í The Beautifut Mind. \ Russell Crowe í í hlutverki snillings Russell Crowe hefur undanfarið j verið meira í fréttum fyrir fram- I ferði í einkalífinu en frammistöðu sína í kvikmyndum. Það má samt ekki gleyma því að hann er góður leikari og verður spennandi að sjá hvernig honum tekst upp í nýjustu Ikvikmynd Rons Howards, A Beautiful Mind, sem gerð er eftir æfisögu Johns Forbes Nash. Nash var snillingur sem um tíma var fórnarlamb þunglyndis. Á yngri árum var hann snillingur sem átti fyrir höndum glæsta framtíð. Hann var á mörkum alþjóðlegrar frægðar þegar þunglyndi lagðist yfir hann og í nokkur á var veröld hans myrk- ur. Með hjálp vina og lækna náði hann sér upp úr þunglyndin og seint á lífsleiðinni fékk hann nóbelsverðlaunin. Scorsese ánægð- ur með Leo Ekki er hægt að segja að gott orð hafi farið af Leonardo DiCaprio að undanförnu í kvikmynda- heiminum og ýmsir hafa kvartað yfir honum. Martin Scorsese er þó ekki einn þeirra. Hann hefur nýlokið við að leikstýra Leo í Gangs of New York og samvinnan hlýtur að hafa veriö með miklum ágætum því þeir ætla að endurtak leikinn á næsta ári í kvikmynd um Alexander mikla sem einfaldlega á að heita Alexander. Handritiö sem er skrifað meðal annars af ósk- arsverðlaunahafanum Christopher McQuarrie (The Usual Suspects), segir frá lífi Alexanders þegar hann átti sér þann draum að ná yfirráð- um á jörðinni. Leonardo DiCaprio / hlutverki sínu í Beaches. The Matrix Keanu Reeves leikur t öllum þremur hlutum tríólógíunnar. Matrix Reloa- ded og Matrix Revolutions Ekki er enn búið að kvikmynda þriðja hlutann í Matrix tríólógiunni en annan hlutann er búið að filma og mun hann nefnast The Matrix Reloaded. Nú er komið nafn á þriðja hlutann og mun hann heita Matrix Revolutions. Ekki hefur gengið áfallalaust að koma mynd- inni á filmu í Ástralíu en áætlað er að sýna hluta númer 2 á næsta ári og þann þriðja árið 2003. Alvarleg- ustu tíöindin eru þau að Gloria Foster, sem lék Oracle í fyrstu tveimur hlutunum, lést og setur það kvikmyndun þriðja hlutans nokkr- ar skorður þar sem Oracle átti að gegna stóru hlutverki. Sem fyrr er það Keanu Reeves sem leikur aðal- hlutverkið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.