Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Side 18
18
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001
Helgarblað
I>V
Blaðamenn DV á vaktinni í tuttugu ár - 3
Stóra jólabóka-
styrjöldin
- Hagkaup opnaði frjáls viðskipti með baekur fyrir 21 ári. Bónus
bætti um betur og fór niður fyrir öll mörk með jólabaekurnar
Það er smekksatriði hvar menn
kaupa bækur, hvort það er af borð-
um sem eru í næsta nágrenni við
rúsínur, hveiti og hangikjöt - eða
fara i sérverslanir þar sem bækur
eru í öndvegi. Flestir spyrja um
verðið. Fyrir rúmum tuttugu árum
var verslun landsmanna svo háttað
að félagsskapur bókaútgefenda
taldi sig ráða því hverjir máttu og
hverjir máttu ekki selja bækur.
Þeir töldu sig vera útgefendur
„bóksöluleyfa". DV hefur í tuttugu
ár tekið virkan þátt í því bóksölu-
stríði sem upphefst ævinlega rétt
fyrir jólaföstuna og stutt hag neyt-
enda.
Stríösyfirlýsing Hagkaups
Það var fimmtudagsmorgun einn
í byrjun jólafóstu 1980 að Einar
Ólason, blaðaljósmyndari Dag-
blaðsins, og Elin Albertsdóttir
blaðamaður mættu til leiks í Hag-
kaupi í Skeifunni. Þar var hafið
eins konar stríð sem segja má að
geisi enn og af enn meiri krafti en
þó kannski í meiri vinsemd en var
í fyrstu. Dagblaðið og Vísir og síð-
ar DV eftir sameininguna ári eftir
þennan atburð í bókaheiminum,
studdu vel við bakið á neytendum
sem siðan hafa notið þess að fá
bækur á viðráðanlegra verði en
áður, þegar bækur kostuðu upp á
krónu það sama í öllum bókabúð-
DV-MYND EINAR ÓUSON
Vildu stöðva Hagkaup
Þessir heióursmenn komu og skoö-
uöu nýju bókadeildina í Hagkaupi:
Gunnar Þorleifsson frá bókaútgáf-
unni Hildi, Runólfur Runólfsson,
kaupmaður í Bókabúö Safamýrar,
Gísli Óiafsson, framkvæmdastjóri
Félags bókaútgefenda, og Sturla Ei-
ríksson frá Fjölva.
um landsins. Verðlækkun bóka hef-
ur að margra dómi leitt til meiri
sölu og meiri hagnaðar á sama
tíma og endalokum bóka er ítrekað
spáð.
Guðjón Guðmundsson var eins
konar hershöfðingi í liði Pálma í
Hagkaupi, ungur maður sem stýrði
hinni nýju bókadeild. Hann sagði
við Dagblaðið þennan örlagaríka
morgun að hann teldi að ekki væri
einkasala á bókum í landinu. Versl-
unin hefði beðið í þrjú ár eftir að fá
bóksöluleyfi en nú þótti ekki tækt
að bíða lengur. „Það er ófært að
stærsta verslun á landinu skuli
ekki selja bækur,“ sagði Guðjón.
Með þessari ðkvörðun hjó Hagkaup
á hnútinn. Deila fyrirtækisins við
bókaútgefendur hafði farið fyrir
samkeppnisnefnd sem aðhafðist
ekkert í þessu óþægilega máli. Guð-
jón gat ekki upplýst þá hvaðan
bækumar voru fengnar en ljóst
þótti að þær kæmu ekki frá forlög-
unum. Afsláttur Hagkaups á bók-
um var 10%. Síðar er vitað að fjöl-
mörg forlög afgreiddu Hagkaup
með bækur í laumi en stóran hluta
fékk verslunin frá hinni virðulegu
Bókaverslun Snæbjarnar Jónsson-
ar.
Oliver Steinn, formaður Bók-
salafélagsins, var ekki hress og
sagði á forsíðu DB daginn eftir opn-
un bóksölu Hagkaups: „Ég get glatt
ykkur með því að málið er upplýst
og bóksala Hagkaups verður stöðv-
uð jafnsnögglega og hún byrjaði."
Bókastríö barst næstu daga til
Suðurlands, þar sem Kaupfélag Ár-
nesinga hóf að gefa 10% afslátt af
öllu í búðum sínum, þar á meðal af
bókum. Þetta setti bóksala í Hvera-
gerði og Þorlákshöfn á hausinn
sögðu fyrstu fréttir sem síðar voru
dregnar til baka. Bókaútgefendur
afgreiddu KÁ athugasemdalaust
með bækur en Hagkaup ekki. Þó
virtist búðin luma á nógu af bókum
í sinni bókadeild sem var nokkuð
sérkennOegt. Greinilega voru
margir lekar hjá bókaútgefendum.
Hagkaup meö tána inn
fyrir dyrnar
Fyrsta orrustan í þessu langa og
mikla bókastríði stóð í raun aðeins
eina viku. Þá kvað samkeppnis-
nefnd upp þann úrskurð að geð-
þóttaákvarðanir bókaútgefenda um
bóksöluleyfi væru ólöglegar.
Nefndin sagði að í lögum Félags
bókaútgefenda væri að finna
„ákvæði sem fælu í sér skaðlegar
hömlur á samkeppni." Hagkaup
varð þó að bakka með afsláttinn af
bókunum en fyrirtækið var komið
með tána inn fyrir dyrnar. Afslátt-
ur átti eftir að aukast og samkeppn-
in á þessum markaði var oft
hömlulítil.
Kjöt og bók
Guöbjörg Jakobsdóttir seldi bækur en gaf kjötiö.
Bónus býöur betur
Þegar Bónus í Holtagöröum fór aö slá af veröi jólabókanna færöist líf í leikinn.
Hér eru viöskiptavinir að kaupa bækur um leið og þeir kaupa inn matvöruna.
Allar götur síðan, í 22 jól, hefur
dregið til tíðinda á jólabókamarkaði.
Bókabúðir hafa horft á ýmsa keppi-
nauta setja upp bókaborð og hillur
síðustu dagana fyrir jólin en hverfa
síðan af markaðnum fljótlega eftir
hátíðina.
Verulega dró til tíðinda fyrir jólin
1994, þegar Bónus í Holtagörðum hóf
bóksölu og kveikti nýja elda á bóka-
markaði. Fyrirtækið var á þessum
tíma í samkeppni við Hagkaup og
fleiri verslanir - var enn ekki orð-
inn eigandi Hagkaups og fleiri versl-
ana. Bónus byrjaði með sölu á 10
söluhæstu bókunum samkvæmt
lista DV. Afsláttur Bónuss var 15%
af viðmiðunarverðinu. Svo virtist
sem vopnahlé hefði ríkt í bókastríð-
inu, bóksalar og stórmarkaðir höfðu
samráð sin á milli árin á undan, að
mati Jóns Ásgeirs í Bónus. En nú
tóku Hagkaupsmenn harðan kipp og
verðstríð stórmarkaðanna varð
harðara en nokkru sinni.
Ungur stríösmaöur
Guöjóni Guömundssyni, ungum af-
komanda bókaútgefanda i Reykjavík,
var faliö aö hefja veröstríö á bóka-
markaöi. Hagkaup bauö 10 pró-
senta afslátt af bókunum.
Sumir útgefendur „hikstuðu" þeg-
ar til þeirra var leitað af Bónus-
mönnum er haft eftir Jóni Ásgeiri
Jóhannssyni í Bónus, en á endanum
fengust allar tíu efstu bækumar I
búðina. Þar með hófst síðari bóka-
styrjöldin. Jóhann Páll Valdimars-
son, formaður Félags íslenskra
bókaútgefenda, sagði í DV aö félagið
gerði ekki athugasemd við bókasölu
Bónuss, ekki á þessu stigi málsins.
Formaður bóksalafélagsins, Arn-
björn Kristinsson í Setbergi, var
ekki eins ánægöur: „Bókmenntir
eru ekki eins og sykur og hveiti.
Slíkar vörur seljast allt árið en bæk-
ur nær eingöngu fyrir jólin. Hundr-
að bókaverslanir eru hins vegar að
rembast við að selja bækur allt
árið,“ segir Ambjöm í DV.
Kjöt og bók
Margar sprengjur hafa fallið i
bókastríðunum, hver annarri bók-
skæðari. Eru striðsminningar þess-
ar mergjaðar og ættu frekar heima i
stórri jólabók en lítilli blaðagrein.
En rifjum upp eitt stórskemmtilegt
herbragð sem varð til þess að orr-
ustuvöllurinn nötraði um sinn: Um
miðjan desember 1994 greinir DV frá
svari bóksalans í Bókabúð Árbæjar.
Með því að kaupa bók, bækur eða
heilu ritsöfnin fengu viðskiptavinir
búðarinnar mjög ódýrt kjöt.
„Bónus selur kjötið á fullu verði.
Ég gef frekar kjötið og sel bækur,“
segir Guðbjörg Jakobsdóttir versl-
unarstjóri í DV sem býður ódýra
jólasteik gegn því að fólk kaupi bók
í bókabúðinni. Kjötið var síðan af-
hent í 10-10-búðinni við hliðina.
„Mér fannst að bóksalar ættu að
gera eitthvað í því sem gerðist um
helgina út af afslættinum í Hag-
kaupi og Bónus. Mér fannst bóksal-
an orðin nánast engin," segir Guð-
björg í blaðinu.
Bókastríðið er harðara nú fyrir
þessi jól en nokkru sinni. Það má
lesa auglýsingar í blöðum, síðast í
gær, þar sem ljóst má vera að marg-
ir taka þátt í þessu afsláttarstríði.
Jólabækumar fást nánast allar með
miklum afslætti, allt frá 25% upp i
60%, að þvi er virðist. Frjáls sam-
keppni á þessu sviði viöskipta er al-
gjör og að því hefur DV unnið blaða
best eins og greina má í gömlum
blöðum. -JBP
I frjálsu falli
Umgjörðin um jólasteikina
Þórunn
Hrefna
skrifar
Ég heyrði á tal nokkurra jóla-
barna um daginn. Eins og vant er
þegar jólabörn tala um jólin fóru
þau aö segja frá jólasiðum á sínu
heimili, með einhvern árstiða-
bundinn glampa í augunum: „Ég
drekk aldrei heitt súkkulaði nema
á jólunum. Á aðfangadag, klukkan
ellefu, byrja ég að bræða sírí-
ussúkkulaðið og tek mjólkina út
úr ísskápnum og set hana á borð-
ið. Þegar ég er búin að hita
súkkulaðið og þeyta rjómann
mátulega stífan setjast allir í
kringum stóra eikarborðið og
drekka súkkulaðið og borða
smákökurnar." Annað jólabarn
segir: „Mér finnst ekki vera jól
nema ég fái skerpukjöt frá Færeyj-
um,“ og það þriðja: „Ég vil hafa
skötuna mína vel kæsta og með
henni drekk ég undantekningar-
laust Tuborg-bjór í gleri. Þá eru nú
aldeilis jólin.“
Mér finnst og ég vil. Þegar við
fórum að geta gert kröfu um jól
eins og við viljum hafa þau er sér-
viska hvers og eins orðin ritúal
eða siðareglur sem komið hafa í
staðinn fyrir kristnina. Fróandi
áhrif endurtekningarinnar koma í
staðinn fyrir trúarhitann. Og
helgiathafnirnar tengjast flestar
mat, drykk og gjöfum.
Glæpurinn viö jólatréö
Ég man þegar vinkona mín
sagði mér frá því hvernig vinkona
hennar hefði það á aðfangadags-
kvöld. Á heimili vinkonunnar
væri þetta helgasta kvöld ársins á
svo lágu siðferðisplani að gjöfun-
um undir jólatrénu var ekki út-
deilt eftir algengustu siðareglum
(höfuð fjölskyldunnar les: Til Kötu
frá ömmu og réttir pakkann) held-
ur sótti hver sína pakka undir tréð
og settist með þá út í sitt horn til
þess að opna. Ég man að ég fylltist
hrolli og mér leið eins og þessi fjöl-
skylda hefði brotið lög. Sósíalismi
aðfangadagskvöldsins - þegar allir
fá gjafir og allir deila með sér og
allir sjá hvað allir fengu - var
eyðilagður. Þetta var brot á siða-
reglunum.
Mér finnst og ég vil. Þeg-
or við fórum að geta gert
kröfu um jól eins og við
viljum hafa þau er sér-
viska hvers og eins orðin
ritúal eða siðareglur sem
komið hafa í staðinn fyr-
ir kristnina. Fróandi
áhrif endurtekningarinn-
ar koma í staðinn fyrir
trúarhitann. Og helgiat-
hafnimar tengjast flestar
mat, drykk og gjöfum.
Vinkona mín varð svo álíka
hneyksluð á mér þegar ég sagði að
heima væru jólakort opnuð þegar
þau bærust. Mamma þyrði ekki að
hætta á að einhver sendi henni kort
sem hún sendi ekki á móti og opn-
aði því kortin og setti þau í þartil-
gerðan kortapoka sem fylgt hafði
ættinni frá því hún bjó enn í torf-
kofum. Hjá vinkonu minni voru
kortin opnuð við kertaljós og
konfekt seint á aðfangadagskvöld
og lesin upphátt og henni þótti það
ruddalegasti glæpur að opna þau
fyrr. Ég reyndi að halda uppi vöm-
um fyrir þetta frumhlaup fjölskyldu
minnar en varð lítið ágengt. Þetta
var svívirðilegur glæpur gegn siða-
reglunum.
Presturinn er kjöthitamælir
Áður en íslendingar urðu rík
þjóð var hugsunin ekki „Ég vil“ eða
„Mér finnst" heldur „Ég vona að
fjölskylda mín deyi ekki úr hungri
á jólunum." Guð var sá sem stjóm-
aði því og sálmasöngur og bæna-
hald var stundað af meiri krafti en
aðra daga ársins. Langur vetrn- var
fram undan og „Guð mun ráða hvar
við dönsum næstu jól.“
Trúnni er nú þvingað inn í siða-
reglur nútímajólanna - ekki af trú-
arhita heldur stendur einhvers
staðar í óskrifuðum reglum að
„maður eigi nú allavega að fara í
kirkju á jólunum". Þessi undursam-
lega von okkar allra um fyrirgefn-
ingu og framhaldslíf er ekki í hug-
um okkar lengur heldur liggur hún
uppi á hillu ásamt jólasveinum og
bústnum englum. Jesúbarnið er
bara jólaskraut.
Kirkjur hafa auglýst styttar
messur til þess að þær passi milli
þess sem steikin er sett í ofninn og
þar til steikin er tilbúin. Presturinn
er þá nokkurs konar kjöthitamælir
- og ef hann heldur ræðu má hann
ekki hafa hana of langa og alls ekki
með neinum truflandi siðaboðskap.
Poppsöngvarar eru fengnir til þess
að syngja Ó helga nótt allt upp á
stemninguna og ef það er ekki djúp-
ur snjór eins og á amerísku jóla-
korti þá er ekki alveg eins gaman.
Aðrir fara ekki i kirkju en hafa
messuna í útvarpinu undir borð-
um. Ekki vegna þess að þeir séu að
hlusta á innihald jólaguðspjallsins
heldur til þess að búa til umgjörð
utan um jólasteikina samkvæmt
siðareglunum. Guðs lambið hefur
breyst í svín.