Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Side 33
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001
33
I>V
Helgarblað
Allt í sjóinn á einu bretti
„Söfnun ljósmynda á íslandi
hófst 1908 og sumt er varðveitt á
Þjóðminjasafni en annað á
byggðasöfnum eða skjalasöfnum,"
segir Inga Lára sem rekur í bók-
inni nokkur kaldranaleg dæmi
um það hvernig stór söfn ljós-
mynda glötuðust. Þannig fór nær
allt plötusafn Eyjólfs Jónssonar
ljósmyndara á Seyðisfirði á einu
bretti í sjóinn árið 1945 eftir ára-
tuga starf en yfirvöld sýndu engan
áhuga á að halda því til haga. AIl-
ar ljósmyndaplötur Kjartans Guð-
mundssonar frá Eyrarbakkaárum
hans voru notaðar til uppfyllingar
í húsgrunn og plötusafn Lárusar
Gíslasonar, sem starfaði i Vest-
Andlit listamanns
Jón Kaldal er án efa einn frægasti
portretljósmyndari landsins á tuttug-
ustu öld og margar mynda hans af
frægum samferöamönnum hrein
listaverk. Hér er það listmálarinn
Finnur Jónsson sem situr fyrir hjá
Kaldal áriö 1925.
mannaeyjum í áratugi í upphafi
aldarinnar, var notað tO uppfyll-
ingar i stakkstæði.
„Mér finnst viðhorf fólks vera
að breytast rnikið," segir Inga
Lára.
„Til marks um það er til dæmis
að hægt skyldi vera að koma þess-
ari bók út en hún hefur verið til-
búin alllengi. Menn eru að verða
meðvitaðri um gildi ljósmyndar-
innar sem menningarlegrar heim-
ildar. Margar þær myndir frá
fyrri tíð sem við sjáum í ljós-
myndabókum og sagnfræðibókum
eru ofnotaðar vegna þess að þær
eru einu myndirnar sem til eru.“
Elstu myndir sem vitað er um
að hafi verið teknar á íslandi tók
franskur ljósmyndari á ferð í
Reykjavík árið 1845. Frá svipuð-
um tíma eru elstu mannamyndir
af íslendingum sem varðveist hafa
en þær eru flestar teknar erlendis.
Þegar fer að líða á nítjándu öldina
fjölgar ljósmyndurum sem leggja
leið sína til landsins og íslending-
ar fara sjálfir að fást við að taka
myndir.
Útlendingar mynda fólk
en Islendingar framfarir
„Það má eiginlega skipta þessu
í tvennt," segir Inga Lára.
„Útlendingar taka myndir af
fólki og forvitnilegum en hvers-
Sigfús Eymundsson
Hann var ótvírætt einn merkasti
frumkvöðull meöal íslenskra Ijós-
myndara.
Andlit holdsveikinnar
Þessar óhugnanlegu myndir tók Karl Grossman á Laugarnesspítala áriö 1904. Þetta eru elstu litmyndir sem til eru af
Islendingum og sýna holdsveikt fólk.
dagslegum hlutum. íslenskir ljós-
myndarar eru alltaf að mynda
framfarir. Þeir mynda ný hús,
mannvirki og merka atburði sem
til framfara horfa en sjá ekki eins
vel hið daglega líf.
Þannig er til dæmis vel skrásett
öll uppbygging í Kvosinni með
ótal myndum frá ýmsum tímum
og frá seinni árum skemmtilegar
myndir sem t.d.sýna uppbyggingu
Vogahverfisins en hafa íslenskir
ljósmyndarar skráð uppbyggingu
eins og þá í Grafarvogi t.d.“
Inga Lára segist vona að bókin
veki fólk til umhugsunar um gildi
þess að taka myndir af daglegu lifi
fólks og skrásetja með þeim hætti
líf það sem íslendingar lifa hverju
sinni.
„Ég vil að fleiri ljósmyndarar
fari að skoða ljósmyndina frá
sögulegu sjónarhomi."
PÁÁ
Smáauglýsingar
aa
visir.is
DESEMBER
„fþg. nýt jica.a. ivýá
(jtcSii/.iaa.Ui iuie.iclacÍ
'i a,ti Dtitin jiccjax ccj.
mcð .
síðasti skiladagur fyrir jólapakka innantands
Það er gaman að senda jólapakkana tímanlega. Þá vinnst að minnsta
kosti tvennt: Þér líður vel að loknu góðu verki og þú gleður viðtakandann
sem fær pakkann sinn í tæka tíð.
Við ráðleggjum þér að senda jólapakkana innanlands í síðasta lagi
17. desember ef þú vilt að þeir berist til viðtakanda í tæka tíð fyrir jól.
POSTURINN
rkesðjóLdcwðjus
«)
w
o
Q.
i
%
5