Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Side 41
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 45 I>v Helgarblað isorð. „We not want you here,“ öskruðu þeir og steyttu hnefana í átt að mér. Ég fór nær og freistaði þess að ná myndum af þessum reiðu mönnum en þá byrjuðu þeir að grýta steinum I átt að mér. Þeir hafa liklega verið milli tvö og þrjú hundruð í hópnum þannig að ég og hermennirnir tveir hófum skipu- legan flótta. Hermennirnir vörðu leiðina fyrir mig og við komumst undan. Fólk á þessu svæði álítur alla hvíta menn vera frá Bandaríkjun- um og slíkir menn eru réttdræpir, ofstækið er það mikið. Og allt tal í fjölmiðlum um að fólk á þeim svæðum Pakistans sem liggja að landamærum Afganistans sé vinveitt Vesturlandabúum er lygi. Það fer enginn um Pakistan og Afganistan án lifvarða og í skipulögðum ferðum. Kaflanum lýkur Nokkrum dögum síðar var ég staddur á flugvefli í Jórdaníu á leið heim. Ég var auralaus og hrað- bankinn í flugstöðinni bilaður. Þeg- ar ég ætlaði að ganga út í flugvél- ina var ég krafinn um fimm dínara sem er um það bil 350 krónur. Ég átti þá ekki og þá var mér einfald- lega sagt að ég kæmist ekki úr landi nema ég borg'aði. Ég æddi um alla flugstöðina en enginn vildi hjálpa mér. Það var ekki fyrr en ég fór í básinn hjá Lufthansa og starfsmaður þar aumkaði sig yfir mig, rétti mér fimm dínara og óskaði mér góðrar ferðar. .Mörgum tímum síðar lenti ég á Keflavíkurflugvelli. Þessum kafla var lokið. Það undrast margir að minningar frá þessum vígvöllum skuli ekki ásœkja mig í svefni og vöku. Ég veit ekki hvað það er en ég hugsa lítið um þessa atburði, bægi þeim frá mér. Ég lít svo á að mínu hlutverki sé lokið; ég hef gert mitt til að opna dyr áð lífi fólks sem annars vœri okkur fullkom- lega ókunnugt. Við eigum að finna til með þessu fólki en til aó geta það veró- um við að þekkja þaó. -ÞÖK/-sm Fyrrverandi talibani / einni svipan breyttist þessi maöur úr harösvíruöum talibana í hermann Norðurbandalagsins sem stoltur leyföi mér aö taka mynd af sér. Andartaki síöar var ég fimm dollurum fátækari. bofandi barn i eyoimorkinni Örþreytt barn hvílist í miöri eyöimörkinni. Leikvöllurinn er ísköld sandbreiöan þar sem fíngerö sandkornin smjúga inn um öll vit. Horft yfir Kandahar-héraO Pakistanskir hermenn standa vörö viö landamæri Pakistans og Afganistans. í blóörauöu sólarlaginu freistast margir til aö flýja yfir landamærin til Pakistan. Sú ferö reynist oft banvæn fyrir flóttamennina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.