Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2001, Blaðsíða 58
62 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2001 Helgarblað r>v en mannslíf - brot úr sögu móöur Steinars Braga sem lést á Litla-Hrauni rétt fyrir tvítugsafmælið. Vigdís Stefánsdóttir blaðamaður ’iefur skrifað bók sem ber heitið Steinar er dáinn. Þar rekur Vigdís sögu Steinars sonar síns sem átti erfiða ævi og féll fyrir eigin hendi i Litla Hrauni tveimur dögum fyr- ir 20 ára afmælið sitt. Vigdis lýsir æsku Steinars og átökum hans við /traífífar í kvöld kemur til byggða Pottasleikir l/ÖSBi/j ar Á morgun kemur til byggða Askasleikir Uús*~n foreldra sína og átökum þeirra við hann. í hreinskilnum eftirmála bókarinnar segir: „Hún var dýr þessi kennslustund sem kenndi mér hvað líflð er dýr- mætt. Meira að segja líf sem veldur öðrum vandræðum með tilveru sinni. Ég lærði það á henni að hér eftir treysti ég innsæi mínu varð- andi fólk og umgengni við það, ekki áliti sérfræðinga eða annarra og mér er alveg sama þó mér sé sagt að þessi eða hinn sé að not- færa sér góðsemi mina og hrekk- leysi, Ég ætla aldrei aftur að láta neinn hafa áhrif á það hvort ég læt fólk sem mér þykir vænt um komast upp með framkomu sem öðrum finnst að eigi ekki að líðast. Ég vil frekar óþekkan lifandi einstakling en dáinn. Þetta kenndi mér líka að það verður að taka unga afbrotaung- linga og vímuefnaneytendur allt öðrum tökum en gert hefur verið. Eitthvaö hefur verið reynt í rétta átt og má nefna Götusmiðjuna sem gott dæmi en því miður er talið of dýrt að láta peninga í það sem máli skiptir. Það er betra að reisa falleg- ar byggingar og minnismerki og sjá ekki vandamálin. Ráðamenn virðast halda að vandamálið fari af sjálfu sér ef augunum er lokað nógu lengi. Gallinn er sá að vanda- málið veit ekki af þessari ágætu lausn og fer ekki hætishót. Það bara stækkar. Allt of oft benda kennarar, um- sjónarmenn eða foreldrar á böm sem eru í hættu, böm sem bera það með sér að eiga eftir að klessu- keyra á samfélagið en enginn hlust- ar, því ef það er hlustað, þá þarf að borga og það þýðir að peninga þarf að taka frá einhveiju öðru, ein- hverju sem er meira virði en mannslíf að sumra mati. En það er ekkert meira virði en mannslif." Bókin er gefin út af Stoð og styrk til styrktar Götusmiðjunni og for- vamarstarfí IOGT meðal bama. Lokaorð bókarinnar frá Vigdísi em: „Það eitt út af fyrir sig að vita að aðrir hafa reynt það sama og mað- ur sjálfur getur verið huggun. Verður vonandi einhverjum hugg- un. Með það í huga skrifa ég þetta sem í fyrstu var ætlað mér einni, bara til að létta á hjarta mínu og reyna að koma sorginni og van- mættinum í orö.“ Samviskuleysi Við grípiun niður í 12. kafla bók- arinnar um Steinar sem heitir Samviskuleysi: „Snemma kom í ljós að Steinar virti lítils eignarrétt annarra. Hann var tæplega sjö ára þegar ég stóð hann að hnupli í Austurveri, hann hafði stolið íspinnum. Ég fór með hann í verslunina og hitti verslunarstjórann að máli. Lét strák biðjast afsökunar og bjóðast til að greiða vöruna. Á leiðinni heim spurði ég hann svo hvort honum liði ekki betur að hafa af- greitt málið svona. Hann horfði hissa á mig og sagði:. Nei. Fannst þetta hreinasti óþarfi og það vottaði ekki fyrir samviskubiti hjá honum. Seinna komst ég að því að hann stundaði það að hnupla úr fJP ■ >-v Steinar Bragi á fyrsta ári Honum er lýst svo í bókinni að hann hafi veriö afar fjörmikiö og forvitiö barn og fátt óhutt á heimilinu eftir aö hann fór aö ganga. búðum og notaði þýfið meðal ann- ars til að kaupa sér vináttu ann- arra barna sem hann langaði mjög til að eignast. Hann varö líka fljótt illa séður í Verslunarskólanum, en við bjugg- um um tíma í nágrenni hans. Hús- vörðurinn var ekki hrifinn af þess- um strák sem var að þvælast í byggingunni öllum stundum og safna flöskum og sjálfsagt ein- hverju fleiru. Þaö sama gilti um Kringluna sem var þá nýbyggð. Um tíma var honum útskúfað þaðan með öllu og voru öryggisverðir ekki hrifnir af því að hitta hann þar. Honum þótti gaman að leika sér í rúllustiganum og átti auðvelt Steinar Bragi var fæddur 23. mars 1978 Hann vantaöi tvo daga í tvítugt þegar hann dó. Hann dvaldist síöustu mánuöina í fangelsinu á Litla-Hrauni eins og hann haföi gert meira og minna frá 16 ára aidri. Treystu okkur... ...fyrir jólamatnum og jólagjöfunum! ' Við sækjum póstinn eða pakkann til Ipín og komum honum heim að dyrum samdægurs 1 Forgangsmeðhöndlun hraðsendinga • Kæli- og frystiklefar ' Fjöldi ferða Hraðþjónusta - ódýrari en þig grunar! FLUGFELAG ISLANDS Akureyri 460 7060 • Egilsstndir 4711210 • ísufjördur 456 3000 • Höfn 478 1250 • Reykjavtk 570 3400 Flugfrakt - gott forskot! með að finna upp á ýmsu sem ör- yggisvörðum og verslunareigend- um var illa við. En svæðið sem hann fór um var stórt. Hann hikaði ekki við að fara í bæinn, þá á aldrinum 7-11 ára, og margar stundimar fóru í að aka og leita að honum i bænum. Þegar ég ek um miðbæinn kemur enn þann dag í dag upp minning um þennan endalausa akstur og leit og minn- ingin verður enn sterkari þegar við bætist að eftir að hann fór að verða háður eiturlyfjum og var farinn frá okkur aö mestu hélt hann sig í mið- bænum. Lítill krakki í stórum líkama Af því hvað hann varð snemma stórvaxinn taldi fólk hann yfirleitt tveimur til þremur árum eldri en hann var og kom fram við hann samkvæmt því. En hann var auð- vitað bara lítill krakki í stórum lík- ama. Steinar var orðinn 12 ára þegar hann var greindur ofvirkur. En þá var það eiginlega orðið of seint. Hann var kominn á þá braut sem hann átti ekki afturkvæmt af og þó svo við heföum flutt úr bænum, upp á Kjalames, meðal annars til að seinka þeirri þróun sem við sáum fyrir, kom allt fyrir ekki. Steinari var útvegaö lyfið Ritalin, eins og áður sagði. Það er am- fetamínafbrigði og hefur gefið nokkuð góða raun. Lyfið verkar þannig að allt fram til kynþroska- aldurs róar það böm. Ofvirk börn geta því um stundarsakir, meðan lyfið hefur áhrif, setið kyrr og not- ið kennslu eða sinnt verkefnum sem þau geta ekki annars unnið. Steinari féll illa við lyfið. Hann missti matarlystina, þessi mikli matmaður sem hann var og fannst sér alltaf hálfómótt. Hann fékk lyf- ið að morgni og svo aftur klukkan tvö. Þegar áhrifum þess lauk, á milli klukkan fimm og sex, var eins og tappi væri tekinn úr gosflösku sem búið var að hrista. Hann var hálfu stjómlausari en áður og helg- amar vora hrein martröð, en fyrir- mælin vora að hvíla hann um helg- ar. Það þýddi einfaldlega að heimil- ið var í umsátursástandi allar helg- ar og skap Steinars eins og jójó. Ákaflega lítið þurfti til að koma honum úr jafnvægi og í sex manna fjölskyldu er slíkt ástand eins og að sitja á virku eldfjalli. Maöur veit aldrei hvenær það gýs og býst sí- fellt við því. Ritalin er kannski ágætislyf en nýjustu rannsóknir sýna að það hentar ekki öllum og Steinar hefur greinilega verið í þeim hópi. Mér þótti bæði gott og erfitt að hann skyldi fá lyf. Fannst að nú væri verið að frnna lausn en sá um leið að drengnum leið ekki vel og fann auðvitað fyrir því þegar áhrifum lyfsins sleppti. Var þannig í úlfa- kreppu þvi skólinn var mjög með- Ekkert meira virði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.