Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Page 6
6
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002
Fréttir
Óánægja með nýja byggðaáætlun:
Hefði viljað róttæka áætlun
- sem næði til Vestfjarða, segir bæjarstjórinn í Bolungarvík
„Ég hefði viljað sjá Vestfjörðum
og Austurlandi gert hærra undir
höföi í hinni nýju byggðaáætlun.
Eigi að síður geri ég mér það alveg
Ijóst að Akureyri er kjörinn staður
til þess að mynda mótvægi við höf-
uðborgarsvæðið," segir Ólafur
Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolung-
arvík, í samtali við DV. Ljóst er að
óánægju gætir meðal sveitarstjórn-
armanna víða um land með þá
byggðaáætlun sem Valgerður Sverr-
isdóttir kynnti fyrir helgina. Þar er
megináhersla lögð á uppbyggingu á
Akureyri, meðal annars með sér-
stakri Eyjafjarðaráætlun.
„Að mínum dómi er löngu tíma-
bært að gerð verði róttæk byggðaá-
ætlun sem nær til Vestfjarða," segir
Ólafur. Vísar hann til þeirrar íbúa-
þróunar sem verið hefur vestra á
Bolungarvík.
síðustu áratugum, en samkvæmt
tölum Hagstofunnar voru Vestfirð-
ingar ekki nema 8.012 talsins 1. des-
ember sl. Segir bæjarstjórinn að
fólksfækkun vestra sé ískyggileg og
hana verði að stöðva.
„Að fenginni þessari byggðaáætl-
un núna munum við ræða við þing-
menn okkar og leita upplýsinga um
hver geti verið næstu skref til öfl-
ugrar sóknar hér á Vestfjörðum,"
segir Ólafur. Hann segir að í því
sambandi séu atvinnumál vitaskuld
alltaf númer eitt en því næst komi
samgöngumálin. Sé mikilsvert að
vinna að þeim samgöngubótum sem
stytt geti leiðina milli ísafjarðar og
Reykjavíkur þannig að þar á milli
verði ekki um fjögurra stunda akst-
ur.
-sbs
Landsbyggðarafsláttur námslána meðal tillagna í nýrri byggðaáætlun:
Hluti af heildstæðum aðgerðum
- segir formaður Stúdentaráðs HÍ
Tilllögur í nýrri byggðaáætlun
um að háskólafólk sem fer til búsetu
og starfa á þeim svæðum þar sem
fólk með þess menntun vantar til
starfa fái tímabundinn afslátt af
endurgreiðslu námslána eru ekki
fráleitar. Þetta er mat Þorvarðar
Tjörva Ólafssonar, formanns Stúd-
entaráðs Háskóla íslands. Hann seg-
ir þó mikilvægt að þetta sé aðeins
hluti af heildstæðum aðgerðum til
að létta greiðslubyrði námslána.
„Það er mjög mikilvægt að
greiðslubyrði lánanna verði
léttari,“ segir Þorvarður
Tjörvi. Hann segir BHM og
samtök námsmanna vera að
fara af stað með verkefni,
sem miði að því að fá stjóm-
völd til þess að endurskoöa
hvernig staðið sé að endur-
greiðslum. „Byrðin er alltof
þung. Það er of mikið fyrir
ungt fólk að þurfa að greiða
lánin til baka á tíu til tólf
árum, á sama tima og það er
að koma upp fjölskyldu og greiða af
húsnæðislánum sem eru til allt að
Þoryarður Tjörvl
Ólafsson.
fjörutíu ára. í dag þarf ungt
fólk að greiða sem samsvar-
ar einum mánaðarlaunum
á ári af lánum sínum hjá
LÍN.“
Formaður Stúdentaráðs
segist fagna hverri fram-
kominni tillögu sem létt
geti greiðslubyrði náms-
lána. Hugmyndir um sér-
stakan landsbyggðarafslátt
geti verið hluti af heild-
stæðum aðgerðum og í þeim þurfi
ekki að felast nein mismunun. Þetta
þurfi þó allt að skoðast i samhengi.
Hann minnir í þessu sambandi á að
Stúdentaráð í samvinnu við sveitar-
félög og Byggðastofnun hafi boðið
þeim námsmönnum sem vilji fara
til starfa úti á landi eða vinna að
rannsóknarverkefnum þar myndar-
lega tíu styrki, hvern hálfa milljón
króna að upphæð. Þannig sé lands-
byggðarhvatning til námsmanna
nokkuð sem þegar sé komið fram,
þó með öðrum hætti sé í hinni nýju
byggðaáætlun.
-sbs
Samfylkingin:
Gott prófkjör
eflir barátt-
una
össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingar, segir gleðilegt hversu
margir öflugir frambjóðendur gefi kost
á sér í prófkjöri
flokksins um skip-
an Reykjavíkurlist-
ans. „Það er
ánægjulegt hversu
mikil eftirspum er
eftir því að starfa
innan listans og
taka þannig þátt í
andóflnu gegn ofúr-
tökum Sjáifstæðis-
flokksins í þjóðlíf-
inu. Gott prófkjör getur ekki annað en
eflt baráttuna og styrkt bæði Samfylk-
inguna og listann í heild sinni. Það hlýt-
ur að fara hrollur um Sjáifstæðisflokk-
inn þessa dagana," segir formaðurinn.
„Meðal þátttakenda í prófkjörinu eru
þrautreyndir borgarfulltrúar og þát-
ttaka Stefáns Jóns Hafsteins, sem er
pólitískur þungavigtarmaður, getur
hleypt óvæntu fjöri í keppnina. Einnig
blanda sér í leikinn aðrir fulitrúar sem
enginn skyldi vanmeta. Það er ánægju-
legt að sjá þar unga og efnilega konu
eins og Sigrúnu Elsu Smáradóttur sem
efalítið er ffamtíðarkona i stjómmálum
Samfylkingarinnar. Ekki má gleyma
þrautreyndum jöxlum eins og Pétri
Jónssyni," segir össur. -sbs
MYND STÖÐ 2.
Ánægöur meö árangurinn
Þorvaldur í þættinum í gærkvöld.
Össur
Skarphéöinsson.
Fast peir sottur sjoinn
Skipverjarnir á Aski, þeir Óskar Jónasson, Ari Sveinsson og Þorsteinn S. Krístjánsson, voru önnum kafnir viö aö landa
900 kílöum af fiski þegar biaöamenn DV bar aö garöi. Uppistaöan í aflanum var þorskur en um 70 kíló voru þar af
lúöu. Aflinn fékkst í net undir Krýsuvíkurbjargi.
Viltu vinna milljón?
Reyni eflaust aftur að ári
- segir Þorvaldur Þorvaldsson trésmíðameistari
Þorvaldur Þorvaldsson, trésmíða-
meistari úr Breiðholtinu, kom í gær-
kvöld öðru sinni i þátt Þorsteins J.
Vilhjálmssonar, Viltu vinna miiljón?
Hann sótti sér aftur góða búbót. í
fyrra komst hann í 650 þúsund krón-
ur. Að þessu sinni strandaði Þorvald-
ur á spumingu um hver hefði ort vís-
una „Mínar eru sorgimar þungar
sem blý“ áður en hann var tekinn af
lífi. Rétt svar var Þórður Andrésson.
Þorvaldur fór heim með 400 þúsund
krónur að þessu sinni og var ánægð-
ur með yfir milljón króna verðlaun á
einu ári.
„Þetta voru of þungar spumingar
fyrir mig,“ viðurkenndi Þorvaldur í
gærkvöld. „En mér finnst skemmti-
legt og spennandi að taka þátt i
þessu. Ég reyni eflaust næsta ár,“
sagði hann. Þorvaldur komst í þenn-
an þátt vegna forfalla annars kepp-
anda.
„Ég les ekkert svo mjög mikið, ég hef
alltaf verið frekar hæglæs, þarf að hafa
fyrir því. En ég fylgist vel með og er
fljótur að staðsetja hlutina í einhverju
hugsanakerfi," sagði Þorvaldur eftir
þáttinn í gærkvöld. Hann er Akumes-
ingur að uppruna. -JBP
ssffae
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólariag í kvöld 17.49 17.52
Sólarupprás á morgun 09.33 09.36
Síðdeglsflób 18.30 22.27
Árdegisflóó á morgun 06.48 12.21
ffMPMHMIMHtt
(23
V
V
í spá Veðurstofunnar er gert ráð
fyrir að hvass vindur fyrir norðan
og austan hafl gengið niður. Þá er
reiknað með bjartviðri en stöku
éljum norðaustanlands. Frost á að
vera 0 til 10 stig, kaldast inn til
landsins.
i.íss
03
qb 03
Fremur hæg breytileg átt og víða
léttskýjað, frost 0 til 5 stig við
ströndina en talsvert kaldara í
innsveitum.
Miðvikudagur <r S Fimmtudagur <r'_ '-s Föstudagur & S
m
Hiti 0° Hiti 0“ Hiti 0°
tii 0° til 0° tíl 0°
Vindur: Vindun Vindur:
8-13 ■"/* 6-151"V* 5-15 n'/5
Vaxandi Vestlæg átt Suövestanátt
suóaustanátt og él sunnan- og vífia
mefi slyddu og vestan- rignlng,
eða rlgnlngu lands en fremur milt
á vestan- léttlr tll , en él sunnan-
verfiu land- austanlands. og vestan tll
Inu en Hltl verfiur og kólnandl
þykknar upp nálægt veður á
austanlands. frostmarkl. laugardag.
£M.
m/s
Logn 0-0,2
Andvarl 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stlnnlngsgola 5,5-7,9
Kaldi 8,0-10,7
Stinningskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassviöri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsavefiur 28,5-32,6
Fárviöri >= 32,7
Veðriö kf. 6
AKUREYRI skýjaö -4
BERGSSTAÐIR léttskýjað -5
BOLUNGARVÍK snjóél -3
EGILSSTAÐIR úrkoma -2
KIRKJUBÆJARKL.
KEFLAVÍK léttskýjaö -3
RAUFARHÖFN snjóél -2
REYKJAVÍK léttskýjaö -3
STÓRHÖFÐI léttskýjaö 1
BERGEN skúrir 5
HELSINKI rigning 3
KAUPMANNAHOFN skýiaö 7
ÓSLÓ skýjaö 6
STOKKHÓLMUR 5
ÞÓRSHÖFN skýjaö 2
ÞRÁNDHEIMUR úrkoma 4
ALGARVE léttskýjaö 17
AMSTERDAM skýjaö 8
BARCELONA mistur 15
BERLÍN skúrir 7
CHICAGO alskýjaö 5
DUBLIN • rigning 10
HALIFAX heiöskírt -12
FRANKFURT úrkoma 8
HAMBORG skúrir 7
JAN MAYEN skýjaö -3
LONDON skýjaö 10
LÚXEMBORG skúrir 5
MALLORCA léttskýjaö 16
MONTREAL heiöskírt -12
NARSSARSSUAQ léttskýjaö -9
NEWYORK alskýjaö 6
ORLANDO hálfskýjaö 19
PARÍS skúrir 10
VÍN skýjaö 9
WASHINGTON þokumóöa 4
WINNIPEG heiöskírt -15