Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Page 10
10 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002
Landið DV
Nýjung á íslandi reynd í Hveragerði:
Jarðskjálftaþolin
Auður Aöalbjarnardóttir
íþróttamaöur DaMkurbyggðar 2001
Auður íþrótta-
maður Dal-
víkurbyggðar
Auður Aðalbjamardóttir var kjör-
in íþróttamaður Dalvíkurbyggðar
2001. Auður keppir í frjálsum íþrótt-
um og setti íslandsmet í kúluvarpi og
varð íslandsmeistari í þeirri grein
bæði utan- og innanhúss. Þá á hún
besta afrekiö í spjótkasti í sínum ald-
ursflokki, 21-22 ára, og annað besta
afrek ársins I sleggjukasti.
Aðrir sem tilnefningu hlutu voru
hestamaðurinn Stefán Friðgeirsson,
körfuknattleiksmaðurinn Pétur
Skarphéðinsson, knattspymumaður-
inn Hermann Albertsson, kylfíngur-
inn Dóra Kristinsdóttir, sundkonan
Þorgerður Sveinbjarnardóttir, blak-
leikmaðurinn Sveinbjörg Helgadótt-
ir, skíðamaðurinn Björgvin Björg-
vinsson og frjálsíþrótta- og knatt-
spymumaðurinn Sveinn Elías Jóns-
son. -HIÁ
DV-MYND NJORÐUR HELGASON
Ánægöur fiskimaöur
Vatdemar Halldórsson meö tvo væna
þorska úr vel heppnuöum róöri.
Vænn þorskur
„Ég er að koma með þessa af lín-
unni sem ég legg norðan við Skag-
ann, það veiddist vel i dag, rúm
þrjú tonn,“ sagði Valdemar Hali-
dórsson, trillukall í Sandgerði, í
vikunni. Hann sagðist vera ánægð-
ur með veiðina. „Þrátt fyrir brælu
í dag er aflinn ágætur og hefur ver-
ið undanfama daga, um fjögur tonn
í gær og fyrradag af vænum
þorski,“ sagði Valdemar. -NH
íbúðarhús reist
í nýju hverfi vestast í Hveragerði
er verið að slá upp fyrir tveimur
óvenjulegu húsum. Um er að ræða
jarðskjálftaþolin stálgrindarhús eða
stálhús sem eru flutt inn frá Banda-
ríkjunum. Þetta munu vera fyrstu
einbýlishúsin hérlendis sem reist
eru á þennan hátt.
Kristján Lárusson og Kristján
Einarsson fluttu inn efnið í húsin
og vinna báðir að byggingu hús-
anna í Hveragerði. Það er fyrirtæki
þeirra, íshlutir ehf, sem stendur að
baki verkefninu, en hugmyndin er
að markaðssetja þessa gerð húsa
hérlendis innan skamms.
Kristján Lárusson sagði í samtali
við DV að stálgrindarhús sem þessi
hentuðu mjög vel íslenskum að-
stæðum. Húsin er sérhönnuð með
tilliti til jarðskjálftaþols og vind-
þols.
Húsin þola jaröskjálfta allt að 8
stig á Richterskvarða og vindhraða
um 50 metra á sekúndu. Sveigjan-
leiki er þannig mikill í stálgrind-
inni og allt efni mjög hitaþolið og
brennur ekki. Að utan líkjast húsin
helst timburhúsum.
„Við byrjuðum á okkar húsum í
nóvember og vorum þá óheppnir
með veður, annars væru húsin
löngu risin. Þegar platan hefur ver-
ið steypt og sökklar komnir er leik-
ur einn að gera húsið rúmlega fok-
helt á tveimur til þremur vikum
miðað við þokkalegt veðurfar. Einn
af helstu kostum húsanna er að þau
eru algjörlega viðhaldsfrí að utan í
a.m.k. 40 ár. Með þessu byggingar-
formi hefur maður auk þess frjálsar
hendur hvað varðar innveggi og
herbergjaskipan." Kristján bætti
því við að kostnaöur við byggingu
húsanna væri svipaður og við hefð-
bundin timburhús. -EH
DV-MYND EVA HREINSDÓTTIR
Húsbyggjendur
Guöjón Óskar Kristjánsson, Kristján Einarsson, Kristján Lárusson og Lárus Kristjánsson viö annaö stálhúsanna sem
eru aö rísa í Hverageröi.
MBF kaupir Mjólkursamlag KHB:
Mjólkurrisi Hellisheiðanna á milli
Samkomulag hefur náðst milli
Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi og
Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöð-
um um kaup MBF á Mjólkursam-
lagi KHB. Kaupin eru gerö með fyr-
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Fundur vegna skípulagmála
að Suðurhlíð38
Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar
boðar til fundar um skipulagsmál að Suðurhlíð 38,
mánudaginn 11. febrúar nk kl. 18.00.
Fundurinn er öllum opinn og verður haldinn í
Öskjuhlíðarskóla.
Skipulags- og byggingársvið
Reykjavíkurborgar.
irvara um samþykki
stjórna og fulltrúaráða
félaganna.
Með kaupum á
mjólkursamlaginu á
Egilsstöðum stækkar
félagssvæði MBF land-
fræðilega til muna og
nær þá frá Hellisheiði
syðri að Hellisheiði
eystri.
Eftir kaupin verður
árleg mjólkurfram-
leiðsla hjá MBF 43,5
milljónir lítra, eða um
42% af heildarmjólkur-
magni alls landsins. Á
Egilsstöðum verður
áfram rekin mjólkur-
vinnslustöð og fyrst í
stað í lítið breyttri
mynd.
Mjólkurframleiðend-
ur fyrir austan gerast
með samkomulaginu félagsmenn í
MBF, með sömu réttindum og nú-
verandi félagsmenn. MBF tekur við
Mjólkurbú Róamanna á Selfossi
■ viöskiptasvæöiö nær senn Hellisheiöanna á milli.
samrunann yfir ráðningarsamninga
allra starfsmanna sem vinna við
mjólkurvinnslustöðina á Egilsstöð-
um. Gert er ráð fyrir að MBF taki
við rekstrinum á Egilsstöðum 1.
mars. -NH
Pioneer OYAMAHA SHARR
DVD spilarar
Heimabíó-magnarar
DTS, THX og Dolby Digital
CD-skrifarar
Mini-Disk spilarar
Dæmi:
DVD soilari DV-636 44.900 -69t909-
DVD spilari DV-530 29.900 -43.900
Heimabíómaqnari VSX-839 79.900 409t90&
Mini-Disk MJD-707 29.900 39.900
Geislaskifari PDR-509 34.900 47.900