Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Side 27
43
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002______________________________________
JDV Tilvera
Jennifer Aniston 33 ára
Vinkonan góðkunna,
Jennifer Aniston, er 33
ára í dag. Aniston ólst
upp í leikaraumhverfi
og lék sitt fyrsta hlut-
verk ellefu ára gömul.
Hún náði þó ekki almennilega fótfestu
sem leikkona fyrr en í Friends-þáttun-
um sem byrjað var að senda út árið
1994. Óhætt mun vera að fullyrða að
Rachel sé fjöldskylduvinkona á ótelj-
andi heimilum um heim alian. Undan-
farin misseri hefur Jennifer verið í
fjölmiðlum vegna sambands hennar
við hinn geysifagra Brad Pitt en sem
kunnugt er gengu þau í hjónaband og
eru eitt heitasta parið í Hollywood.
I
i viuurarmí iz
</ i
láta sér líða
Gildir fyrir þriöjudaginn 12. febrúar
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr,):
. Þú hefur mikið að
gera um þessar mund-
ir og nýtur þess út 1
fingurgóma. Þú munt
uþþskera árangur erfiðis þins.
Happatölur þínar eru 5, 17 og 29.
Flskarnlr(19. febr-20. mars):
Þú veltir þér einum of
Imikið upp úr vandamál-
irni þínum eða einhvers
þér nákomins. Ef þér
tekst áð hvíla þig einhvem hluta
dagsins gengur allt miklu betur.
Hrúturlnn (21. mars-19. aprill:
. Þú ert í fremur erfiðu
Jskapi í dag og ættir
því að forðast að
tala mikið við fólk
sem ekkTþekkir þig og þín
fýluköst vel.
Nautið (20. aoríl-20. maíl:
Tilhneiging þín til að
gagnrýna fólk auðveld-
ar þér ekki að eignast
vini eða að halda þeim
seinfyrir em. Sýndu þolinmæði
hvað sem á dynur.
Tvíburarnir (71. maí-21. iúnTU
Notaðu hvert tækifæri
►til þess að komast upp
úr heföbundnu fari.
Lifið er til þess að
láta sér líða vel en ekki bara
strita og strita.
Krabbinn (22. iúni-22. iúlí):
Þú ert mjög samvinnu-
i þýður um þessar
' mundir og ættir að
forðast að samþykkja
i er. Ekki láta ómerkilegt
mál spilla annars ágætum degi.
Llónlð (23. iúli- 22. áaúst):
Þú ert eitthvað óviss
varðandi einhverja hug-
mynd sem þú þarft að
taka afstöðu til. Leitaðu
ráða hjá fólki sem þú treystir, það
auðveldar þér að taka ákvöröun.
IVIevian (23. aeúst-22. seot.l:
/V<y Einhver hætta virðist
á að félagar þínir
^^V^ifclendi upp á kant og þú
^ f gætir dregist inn
í deilur. Gættu þess vel að segja
ekkert sem þú gætir séð eftir.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
J Eitthvað sem þú gerir
á að þér finnst hefð-
Vf bundinn hátt leiðir til
r f þess að þú kemst í
sambönd sem þig óraði ekki fyrir.
Gríptu gæsina á meðan hún gefst.
Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.l:
í Nú er rétti timinn til að
\ hrinda nýjum hugmynd-
\ \ VJum i framkvæmd og lita
* opnum huga á aðstæð-
ur. Þú ert i góðu jafnvægi og líður í
alla staði vel um þessar mundir.
Bogmaðurinn (22. nOv-21. des.l:
LMál þín taka skyndi-
rlegum stakkaskiptum
og staða þín á vinnu-
markaðnum batnar til
mikilla muna. Viðræður sem þú
tekur þátt i reynast gagnlegar.
Stelngeltln (22. des.-19. ian.):
Það verður ekki
auðvelt að fylgja
fyrir fram ákveðnum
áætlunum og raunar
ættir þú ekki að reyna það
að svo stöddu.
Nemendur í Hólabrekkuskóla
Þessi glæsilegi hópur nemenda úr Hólabrekkuskóla var í heimsókn á DV fyrir skömmu í tengslum viö verkefni um
dagblöö sem þau hafa veriö aö vinna. Krakkarnir voru áhugasamir og spuröu skemmtilegra spurninga um DV og störf
blaöamanna. Andrea Rós Siguröardóttir, Andri Valtýr Bjarnason, Arnar Davíö Arngrímsson, Erla Guöjónsdóttir, Fannar
Þór Arnarsson, Garöar Þór Þorkelsson, Gísli Grétar Agnarsson, Guöni Þór Þrándarson, Gunnhildur Þorkelsdóttir,
Hanna Rún Ingólfsdóttir, Helen Dögg Snorradóttir, Hildur Ósk Ragnarsdóttir, Hlynur Sigurösson, Hulda Vilhjálmsdóttir,
Jón Kristófer Martinson, Karen Pétursdóttir, Katarzyna Szelag, Lea Dögg Helgudóttir, Róbert Vilhjálmsson, Smári
Freyr Guömundsson, Svanhildur Hjaltadóttir, Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir, Valentin Bukavim og Valgeröur Birgisdóttir.
Umsjónarkennari er Berglind Arndal Ásmundsdóttir.
Þegar sólin gægist yfir Ólafsvíkurenni baka kvenfélagskonur:
Tvö þúsund pönnsur
Það var ekki vandamálið hjá
konunum í Kvenfélagi Ólafsvíkur
að vakna eldsnemma tú að hefja
bakstur á hinum árlegu sólar-
pönnukökum. Þessi frægi bakstur
kvenfélagskvenna í Ólafsvík er í
tilefni af því að þá gægist blessuð
sólin yfir Ólafsvikurennið og ofan
á Snoppuna þegar vel viðrar og sá
dagur rann upp 1. febrúar. Með
þessum pönnukökubakstri gefa
Kvenfélagskonur bæði félögum og
einstaklingum í Snæfellsbæ kost á
að kaupa gott meðlæti með kaffinu
og viðtökur bæjarbúa voru með
eindæmum.
Að sögn Ámýjar Bára Friðriks-
dóttur, formanns pönnukökunefhd-
ar Kvenfélagsins, voru bakaðar um
2.000 pönnukökur og þær seldust
allar upp en áður var búið að taka
niður pantanir. Pönnsurnar voru
með sykri en einnig með sultu og
rjóma og voru þær keyrðar til
kaupenda þeim aö kostnaðarlausu.
Vill formaðurinn færa kaupendum
kærar þakkir fyrir hönd Kvenfé-
lagsins.
Sama verð var á pönnukökunum
og í fyrra, þannig að Kvenfélags-
konur í Ólafsvík taka virkan þátt í
átaki ASÍ um að halda verðlagi og
verðbólgu niðri og hvetja aðra til
þess sama. Á sl ári voru bakaðar
1.400 pönnukökur þannig að aukn-
ingin milli ára er um 30%. Þetta er
góð búbót fyrir styrktarsjóð Kven-
félags Ólafsvíkur en allur ágóðinn
fer til líknarmála í bæjarfélaginu.
Kvenfélagskonum er einkum um-
hugað um Heilsugæslustöðina í
Ólafsvík og Ólafsvíkurkirkju. Nú-
verandi formaður er Steiney Ólafs-
dóttir og með henni eru í stjórn
Nanna Þórðardóttir og Gerður
Þórðardóttir.
-PSJ
DV-MYND PÉTUR S. JÖHANNSSON
Bökuðu snemma í gær
Kvenfélagskonur í Ólafsvík aö sykra, rúlla og sulta pönnukökurnar áöur
en þær fóru til kaupenda eldsnemma í gærmorgun. F.v.: Steiney, Jenný,
Jóhanna, Árný Bára, formaöur pönnukökunefndar, Kristín og Björg.
Gwyneth Paltrow á
fjalirnar í London
Hollywood-stjarnan Gwyneth
Paltrow er á leiðinni á fjalirnar á
West End í London þar sem hún
mun fara með eitt aðalhlutverkið
í leikritinu Proof sem frumsýnt
verður á sviði í Donmar Warehou-
se í maí nk.
Þrátt fyrir frægðina mun Pal-
trow ekki fá neina stjörnuaf-
greiðslu á West End og verður
kynnt í leikskrá í stafrófsröð eins
og aðrir leikarar. Sama er að segja
um launin, en þó hún sé meðal
hæst launuðu leikkvenna í
Hollywood mun hún aðeins fá
greitt eins og aðrir leikarar á
West End sem að sögn aðstand-
enda verksins er um 2000 pund á
því sex vikna tímabili sem áætlað
er að verkefnið taki.
Það er enginn annar en John
Madden sem leikstýrir Proof en
Paltrow lék undir hans stjóm í
myndinni Shakespeare in Love.
Það er orðið algengt að
Hollywood-stjömur séu fengnar til
að skreyta hlutverkaskrár á West
End og má þar neina Nicole Kid-
man, sem fór með hlutverk í leik-
ritinu The Blue Room á sama
sviði í fyrra, og þær Daryl
Hannah og Kathleen Tumer sem
einnig hafa komið þar við nýlega.
r
Allt í sóma hjá
Söruh Jessicu
Hjónakomin Sarah Jessica
Parker úr Beðmálum í borginni
og Matthew Broderick segja ekk-
ert hæft í orðrómi um að allt sé nú
ekki eins og það ætti að vera í
hjónabandi þeirra.
Matthew gerði bara grín að öllu
saman um daginn þegar hann var
spurður um vandræðin, í gamni
að sjálfsögðu, á fjáröflunarsam-
komu fyrir alnæmissjúklinga.
Athygli vakti að Sarah Jessica
var ekki með bónda sínum á sam-
komunni. Blaðafulltrúi hennar
benti þá á að Matti mætti nú ekki
með frúnni á allar samkomur sem
sækir starfa sinna vegna.
HARTOPPAR
FráQggRG
og HERKULES
Margir
verðflokkar
Rakarastofs
Klapparstíg
Smáauglýsingar
550 5000