Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Qupperneq 32
'ar Hotgason hf.
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002
Skemmdarvargar á ferð um Hvolsvöll:
Kveikt í fimm bílum
og fjórir skemmdir
- óhugur í fólki yfir atburðunum
„Viö vorum sjö sem
sváfum í húsinu i nótt.
Við urðum einskis vör
íýrr en í morgun þegar
ég kom út og sá hvemig
bíilinn var útleikinn,"
sagði Gunnar Kr. Ólafs-
son, íbúi að Norður-
garði 9 á Hvolsvelli, við
DV í gær. Bíll Gunnars
var einn af fimm bíliun
sem kveikt var í á
Hvolsvelli aðfaranótt
sunnudagsins. Auk þess
voru þrir bflar skemmd-
ir og lofti hleypt úr öll-
um dekkjum á einum.
Þá var eldur kveiktur í
sófa í sólstofú við íbúð-
arhús á Hvolsvelli sem
náðist að slökkva áður
en hann breiddist út.
Gunnar segir að óhugur sé í honum
og ijölskyldunni eftir atburði nætui’-
innar. „Það grípur skelfmg um sig
Flugumf eröarst j órar:
Miðlunartillaga
Þórir Einarsson rikissáttasemjari
mun í eftirmiðdaginn í dag leggja fram
miðlunartillögu í kjaradeflu flugumferð-
arstjóra við ríkið.
Enn ber talsvert á
milli deiluaðila og
því fer sáttasemjari
þessa leið við með-
ferð málsins. Búast
má við að gangur
málsins verði sá að
tillögu sáttasemj-
ara fenginni haldi
flugumferðarstjór-
ar kynningarfund um efni hennar og í
kjölfarið verði greidd um hana atkvæði
af félagsmönnum. Fjármálaráðherra
einn fer með atkvæði hins samningsað-
ila, það er rikisins.
Samningafundur stóð yflr ailan dag-
inn í gær og fram á kvöld, en ekkert
þokaðist í átt að samkomulagi. „Ég ætla
ekkert að kommentera á að sáttasemjari
ætli að fara þessa leið í málinu," sagði
Loftur Jóhannsson, formaður Félags ís-
lenskra flugumferðarstjóra, i samtali
við DV i gærkvöld.______-sbs
Veöur vikunnar:
Hlýnandi veður
Veður fer hlýnandi þegar kemur
fram á miðvikudag og snýst þá í vax-
andi suðaustanátt með slyddu eða
rigningu suðvestan til. Þá er búist við
heldur kaldara veðri og vestlægum
áttum á fimmtudag. Á fóstudag er
gert ráð fyrir rigningu og fremur
mildu veðri með éljum vestan til, en
á laugardag kólnar á ný.
A vaktinni
Gils Jóhannsson og Sigur-
geir Ingólfsson voru aö
ransaka skemmdarverkin
á Hvolsvelli í gær.
Þórir Einarsson.
meðal fólks hér á staðn-
um þegar svona lagað
gerist. Þetta er ekki bara
á einum stað í bænum
heldur mörgum stöðum.
Við vorum sjö sofandi
hér i húsinu. Billinn stóð
inn undir þakskegginu,
en sem betur fer náði eld-
urinn sér ekki út úr bíln-
um því þá heföi hann átt
greiða leið í húsið sjálft,
timburhús og þakskeggið
allt úr timbri. Það er
ekki hægt að hugsa til
enda hvað hefði getað
gerst ef eldurinn hefði
náð i húsið. Við vorum
flestöll sofandi hér rétt
hinum megin við vegg-
inn þar sem bíllinn stóð,“
sagði Gunnar.
Fólk sem DV hitti á Hvolsvelli var
líkt og Gunnar slegið yflr tiðindum
næturinnar. Lögreglan á Hvolsvelli
var að vinna að rannsókn málsins í
gærkvöld. Gils Jóhannsson varðstjóri
sagði að enn væri ekkert komið fram
sem varpaði ljósi á atburðina. „Við
höfúm þegar yfirheyrt nokkra en það
hefur enn ekki fært okkur upplýsingar
sem varpa ljósi á málið. Þetta er stór-
mál og hér líður fólki mjög illa yfir
þessu öllu saman,“ sagði Gils Jóhanns-
son, varðstjóri á Hvolsvelli. -NH
DV-MYND EINAR J
XXX Rottweilerhundar komu, sáu og sigruðu
íslensku tónlistarverölaunin voru veitt viö hátíöiega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Óhætt er aö segia aö rapp-
hljómsveitin XXX Rottweilerhundar hafi verið sigurvegari kvöldsins en hún var tilnefnd til alls fimm verðlauna og
hreppti þrenn; sem bjartasta vonin, tónlistarflytjandi ársins og fyrir hljómplötu ársins.
Forseti bæjarstjórnar Kópavogs ósáttur við niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins:
íhugar óháð framboð
- og segir niðurröðun tilviljanakennda er hann féll úr öðru í sjötta sætið
„Fjöldi manns hefur haft sam-
band við mig, gerði það fyrir próf-
kjörið og aftur á sunnudagsnóttina,
og spurt mig hvort ég vilji leiða
óháð framboð í Kópavogi, lista með
fólki úr öllum flokkum," sagði Bragi
Michaelsson, forseti bæjarstjórnar í
Kópavogi. Hann náði aðeins 6. sæti
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi um helgina en sjálfstæðis-
menn eiga fimm bæjarfulltrúa.
Bragi neitar því að kjósendur hafi
þama verið að hafna sér. Hér hafi að-
eins munað örfáum atkvæðum. Hann
segir úrslitin tilviljanakennd, aðeins
hafi munað 19 atkvæðum hvort hann
yrði í 5. eða 6. sæti, aðeins 40 atkvæð-
um á 4. eða 6. sæti og 101 atkvæði á
3. og 6. atkvæði. Hann telur því mun-
inn milli fólks vart marktækan.
Bragi segir að hann hafi verið inntur
eftir því áður en
prófkjörið byrjaði
hvort hann væri
tilleiðanlegur að
fara út úr próf-
kjörsslagnum og
vera með á óháð-
um lista og leiða
hann. „Ég hef
enga ákvörðun
tekið en mun
íhuga það. Ég veit
ekki hvort ég tek 6. sætið ef það býðst
eða hvað ég geri.“ •
Gunnar I. Birgisson vann góðan
sigur sem foringi sjáifstæðismanna í
Kópavogi. „Ég hafði ekki mikla til-
burði í frammi með áróður fyrir
sjálfan mig en sat á friðarstóli og
gerði mest lítið. Ég er því afar
ánægður með minn hlut í þessu og
það traust sem
kjósendur sýndu
mér. Að mér sóttu
tveir
endur
sætið.
urðu
þarna
færslur
frambjóð-
í fyrsta
Úrslitin
þau að
urðu til-
- meðal
Bragi
Michaelsson.
Gunnarl. annars féll Bragi
Birgisson. Michaelsson nið-
ur í 6. sæti list-
ans, en hann hefur unnið lengi og
dyggilega fyrir flokkinn. Ég tel að
þetta verði afar sigurstranglegur
listi," sagði Gunnar I. Birgisson, al-
þingismaður og bæjarfulltrúi í Kópa-
vogi, í gær. Enginn þátttakenda hlaut
bindandi kosningu, yfir helming at-
kvæða, en um 2.700 greiddu atkvæði
sem er um 400 fleiri en 1998.
Gunnar I. Birgisson hlaut 1.278 at-
kvæði í fyrsta sætið. Ármann Kr.
Ólafsson, bæjarfúlltrúi og aðstoðar-
maður sjávarútvegsráðherra, varð
annar með 1.057 atkvæði. Hann var
áður í fimmta sæti. Gunnsteinn Sig-
urðsson, skólastjóri i Lindaskóla, varð
þriðji með 1.001 atkvæði í þrjú efstu
sætin. Sigurrós Þorgrímsdóttir stjóm-
sýslufræðingur varð fjórða með 1.127
atkvæði. Fimmta varð Halla Haildórs-
dóttir, hjúkrunarfræðingur og ljós-
móðir, fékk 1.275 atkvæði og hafnaði í
5. sæti listans - en Bragi Michaelsson,
bæjarfulltrúi og byggingaeftirlitsmað-
ur hjá Framkvæmdasýslu ríkisins,
sem var í öðm sæti listans við síðustu
kosningar varð nú í sjötta sæti próf-
kjörsins í dag með 1.416 atkvæði í sex
fyrstu sætin. Bragi hefur starfað í bæj-
arstjóm í næstum 25 ár. -JBP
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra:
Fagnar hugmyndum Frakka
- um kosningar í Palestínu
„Allar nýjar hugmyndir sem stuðlað
geta að friði fyrir bótni Miðjarðarhafs
eru af hinu góða,“ segir Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra. Honum
líst vel á tillögu Hubert Vedrine, utan-
ríkisráðherra Frakka, sem á óformleg-
um fundi utanrikisráðherra rikja Evr-
ópusambandsins um helgina lagði til að
viðræður um frið í þessum heimshluta
hæfust með stofnun sjálfstæðs ríkis
Palestínumanna. Það fengi þegar í stað
aðild að Sameinuðu þjóðunum og viður-
kenningu af ísrael. Þá er gert ráð fyrir
að gengið verði til kosninga á palest-
ínsku sjálfstjómarsvæðunum. Einmitt
það segir Halldór
Ásgrímsson vera
mjög athyglisverða
tiUögu.
Það var Josep
Pique, utanrikisráð-
herra Spánar, sem
stýrði fundi utan-
ríkisráðherranna i
dag. Eftir honum
hefúr verið haft í
fréttaskeytum að
hugmyndimar yrðu þróaðar áfram í
viðræðum ráðherranna og á fúndi
þeirra sem verður í Barcelona í mars.
„Hugmyndir um stofnun sjálfstæðs rík-
is Palestínumanna em í sjálfu sér ekki
nýjar, það hefúr alltaf verið stefnt að því
að friðarferlinu fyrir botni Miðjarðar-
hafs lyki með þeim hætti,“ segir Hall-
dór. Utanrikisráðherra segir að nú um
stundir ríki mikið vonleysi meðal
Palestínumanna, enda ætli hemaður
Israelsmanna gegn þeim engan enda að
taka. Nauðsynlegt sé því að leita alira
leiða sem stuðlað geti að friði. „Þetta er
búið að ganga svona alveg síðan hin
nýja ríkisstjórn í ísrael tók við völdum.
Elcki var ástandið gott fyrir en hefur
mikið versnað síðan.“ -sbs
, Halldór
Ásgrimsson.
_ A A_A fl -. A .. ft — fl - A_A . A .
iGitarinnl
•sjf Stórhöfða 27s •w'
& s. 552 2125. 3L
jl Rafmagns gítar, *
H magnarT m/effekt ¥
><■01 og snúra 33.900krx'
irk&ki&ckitc&rk
brother P-touch 9200PC
Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni
Samhæft Windows
95, 98 og NT4.0
360 dpi prentun
1 til 27 mm letur
Strikamerki
Bafport
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport