Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 BV Fréttir Undirbúningur fyrir val á Reykjavíkurlistann: mtmœm Kurr hjá Framsókn vegna framboðsmála - komin fram kæra til laganefndar flokksins frá varaborgarfulltrúa Nokkur kurr er meðal framsókn- armanna 1 Reykjavik vegna þeirrar ákvörðunar að hafa skoðanakön- un flokksins við val á Reykjavík- urlistann eins lokaða og raun ber vitni. Á kjör- dæmaþingi á dög- unum var sam- þykkt að aðalfull- trúar á kjör- dæmaþingi flokksins í Reykjavík, sem er hópur um 350 manna, skuli velja fullltrú- ana á Reykjavikurlistann í sérstakri könnun sem fram á að fara um næstu helgi. Þykir ýmsum sem þetta séu heldur kaldar kveðjur til almennra flokksmanna. Auk þess hefur nú komið fram kæra til laga- nefndar flokksins vegna þess að kjördæmaþingið, þar sem ákvörð- unin um að hafa könnunina í þess- um þrönga hópi, hafi ekki verið lög- legt. Það er Óskar Bergsson vara- borgarfulltrúi sem kærði málið og auk þess gerir hann athugasemdir við það hvernig aðalfulltrúar á kjör- dæmisþingi voru valdir. Laganefnd ílokksins mun fjalla um kæruna og úrskurða um hvort nauðsynlegt sé að kalla saman fé- lagsfund til að ákveða hvaða aðferö eigi að nota við val fulltrúa á fram- boðslistann, en kveðið er á um slíkt í reglum flokksins. Ekki er ólíklegt að á slíkum fundi myndi fyrri ákvörðun verða tekin upp, enda greinileg hreyfing í þá átt. Vigdís Hauksdóttir, varaþingmaður og full- trúi í samninganefndinni um sam- starf á Reykjavikurlistanum, segir það fyrir neðan allar hellur að hinn almenni flokksmaður sem greiði sín félagsgjöld samviskusamlega skuli ekki fá tækifæri til að taka þátt í vali á listann, heldur skuli einhverj- ir 350 útvaldir fulltrúar fá einkarétt til þess. Hún segist verða vör við mikinn og víðtækan kurr meðal flokksmanna vegna þessa máls og vonast til að tækifæri gefist til að taka þessa ákvörðun upp. Hún bendir á að ekki sé einu sinni víst að allir þessir 350 taki þátt í könn- uninni og „það væri lélegt veganesti inn í Reykjavíkurlistasamstarfið ef það eru kannski 250 manns sem ráða því hverjir skipa þar sætin,“ segir Vigdís og telur slíkt umboð mjög veikt fyrir borgarfulltrúana. -BG Börnin fylgi foreldrum á Óvenjuleg vinnubrögð í Landsbankanum á Eskifirði: Ekki alvöru íslendingur - meinað að vera í ábyrgðum - vinnureglur, segir útibústjóri DV-MYND: EMIL THORARENSEN Aleksandra er ósátt Meinað að vera í ábyrgðum á ávísanareikningi vegna 20 þúsund króna yfir- dráttar enda ekki alvöru íslendingur. „Mér leið illa yfir því að fá þessi svör, “ sagði Aleksandra Janina Wojtowicz. þorraböllin „Bömin hafa fylgt foreldrum sín- um árum saman á þorraböllin á Klaustri og verið sjálfum sér og öðrum til sóma,“ segir Sveinbjörg Pálsdóttir á Kirkjubæjar- klaustri. Hún sendi bréf til dómsmálaráðu- neytis eftir að Sýslumaðurinn í Vík í Mýrdal, Sig- urður Gunnarsson, auglýsti að börnum innan 18 ára aldurs væri bannað að fara með foreldrum sín- um á þorrablót. „Það var mikil óá- nægja meðal ibúa hér vegna þessa. Ekkert hefur komið uppá á þessum skemmtunum, sem gaf ástæðu til að taka fram fyrir hendur okkar í því að taka bömin með okkur áfram.“ Sigurður Gunnarsson sýslumað- ur sagði í samtali við DV að hann hefði túlkað bamaverndar- og áfengislög þannig að undanþága frá lögum um aðgengi fyrir böm í fylgd með foreldrum eða forráðamanni á vínveitingastaði ætti eingöngu við um matsölustaði. Dómsmála- og félagsmálaráðu- neyti fóru yfir erindi Sveinbjargar. Þau telja að þorrablótin hafi sér- stöðu í samanburði við annað skemmtanahald. Þau séu öðrum þræði fjölskylduhátíð með heimatil- búnum skemmtiatriðum og sér- stakri matarmenningu. Því geti for- eldrar borið ábyrgð á því að börn á aldrinum sextán til sautján ára fari með þeim á þorrablót. Með þessu snupra ráðuneytin í raun fyrri úr- skurð sýslumannsins í Vík, þannig að áfram verður þorri blótaður á Klaustri á fjölskylduhátíð „Það er fallist á mína túlkun, nema að því leyti sem á við um þorrablótin,“ sagði Sigurður Gunn- arsson. Hann hefur óskað eftir skýrum reglum varðandi aðgang yngri en átján ára að vínveitinga- húsum, fyrst túlkun hans á undan- þáguákvæðinu eigi ekki við þorra- blót. -NH /-sbs „Bankastjórinn sagði að ég fengi ekki að vera ábyrgðarmaður vegna yfirdráttarheimildar upp á tuttugu þúsund sem systir mín þurfti að fá á ávísanareikning sinn. Ástæðan sem mér var gefin var sú að ég væri ekki alvöru íslendingur. Mér leið illa yfir því að fá þessi svör,“ sagði Aleksandra Janina WojtowiczÝá Eskifirði í samtali við DV. Hún leitaði til útibús Landsbank- ans á staðnum og bauðst til að vera í ábyrgðum vegna yfirdráttarheimild- arinnar. Óskaði útibústjórinn þá ná- kvæmlega eftir að vita hvemig systir- in hygðist verja fénu og þar fram eft- ir götunum. „Mér fannst honum ekk- ert koma það við,“ sagði Aleksandra, sem hefur dvalist hér í sex ár og búið á Eskifirði siðustu þrjú ár. Islenskan ríkisborgararétt öðlaðist hún á sl. ári. Eiginmaður hennar er íslenskur og saman eiga þau þrjú böm. Hjónin hafa haft öll sín bankaviðskipti við útibú Landsbankans á Eskifirði og eru þar með allt sitt í skilum, sam- kvæmt því sem Aleksandra segir. „Ég hef heyrt um útlendinga sem hafa fengið lán upp á meira en hund- rað þúsund hjá Landsbankanum án þess að þurfa ábyrgðarmann. Ef ég fæ ekki sömu fyrirgreiðslu er þetta mis- munandi frá einu útibúi til annars,“ segir Aleksandra. Hún segir að sig langi lika að vita hvað séu „alvöru ís- lendingar" í augum Landsbankans. Háttsettur maður innan lagaheims- ins segir engin fordæmi fyrir því ef ríkið þarf að kaupa aftur bréfm sem seld voru í hlutabréfaútboði Lands- símans í fyrra. Hann segir að fram til þessa hafi einkavæðing á ríkiseignum gengið vel fyrir sig en í Símamálinu hafi hvert klúðrið rekið annað. Eins og DV greindi frá í gær gæti ríkið orð- ið af allt að 2 milljörðum króna ef all- ir sem keyptu bréf í Símanum í fyrra- „Var hún að hringja í blöðin með þetta? Mér finnst þetta alveg stórfurðulegt,“ sagði Gísli Benedikts- son, útibústjóri Landsbankans á Eski- firði, í samtali við DV. Hann sagði ákvörðun um að heimila Aleksöndru ekki að vera í ábyrgðum fyrir yfir- haust ákveða að leita réttar síns vegna 90% reglunnar svokölluðu. Reyndar var fyrirvari í útboðslýsing- unni um óvissu varðandi kjölfestu- fjárfesti, en nánast einróma skoðun viðmælenda DV úr lagasérfræðinga- stétt er að lögin séu fyrirvaranum æðri. í 26. grein hlutabréfalaganna segir: „Ef hluthafi á meira en 9/10 hlutafjár í félagi og ræður yfir samsvarandi at- dráttarheimildinni vera i samræmi við þær vinnureglur sem Landsbank- inn hefði. Hverjar þær reglur ná- kvæmlega væru vildi útibústjórinn ekki segja, né að öðru leyti tjá sig um þetta mál. -sbs kvæðamagni getur hver einstakur af minni hluta hluthafa krafist innlausn- ar hjá hluthafanum." í þessu tilfelli á ríkið enn 95% hlut, því ekkert varð af kaupum kjölfestufjárfestis. Þannig virðist reglan eiga við Landssímann. Helstu sérfræðingar á þessu sviði eru tregir til að koma fram undir nafni þar sem þeir sitja í ýmsum ráðum og nefndum sem gætu gert þá vanhæfa til opinberra yfirlýsinga. -BÞ Réttur einkahluthafa til að láta Símann kaupa bréfin aftur: Fordæmislaust mál hjá ríkinu Blaöiö í dag Fyrirmynd Lísu í Undralandi Hlynnt aga Ragnheiöur Rik- harösdóttir Á Bankabygg Bokasiöa Kolbrunar DV-matur Handbolti á heimsvísu Innlent fréttaljós Eins og að leika sér með eiturlyf Kjartan Ragnars- son Úr kerfiskalli í þjóðernissinna Erlent fréttaljós Kraftaverk að komast aftur á svið David Warner Kaupþing hagnast Kaupþing hagn- aðist um 850 millj- ónir króna eftir skatta á sl. ári. Þessi afkoma er í samræmi við markmið félagsins um arðsemi eigin fjár sem var 14,6%. Hagnaður Frjálsa fjárfestingar- bankans nam 460 milljónum króna og arðsemi eigin fjár var riflega 22%. Lampaþjófar Brotist var inn í gróðurhús í Hveragerði í fyrrinótt og stolið það- an sex lömpum sem notaðir eru við skammdegislýsingu í húsunum. Lögreglu var tilkynnt um þjófnað- inn og er málið í rannsókn. Sam- kvæmt heimildum DV þykir ósenni- legt að garðyrkjubændur steli lömp- um hver frá öðrum - og er getum að því leitt að fikniefnafólk ætli sér að nota þá við ræktun kannabis- plantna. Hækkanir til baka Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar hef- ur samþykkt að draga tU baka lækkanir á dagvistargjöldum í bænum. Þá lækka daggjöld á gæsluvöllum, í heimaþjónustu aldraðra og í félagsstarfi þeirra um 5%. Sama gildir einnig um sundmiða. Þetta er innlegg ísfirð- inga í verðhjöðnunarstríðið. Skemmtanabann Lögreglan i Reykjavík hefur á vefsíðu sinni gefið út upplýsingar um að allt skemmtanahald verði fortakslaust bannað frá miðnætti á skírdag fram til jafnlengdar að kvöldi föstudagsins langa. Þá er al- gjört skemmtanabann frá kl. 3 til kl. 24 á páskadag. Staðardagskrárverðlaun Siv Friðleifsdótt- ir umhverfisráð- herra afhenti í gær Akureyrarbæ Stað- ardagskrárverð- laun ársins. Ráð- stefna um Staðar- dagskrá 21 var sett á Akureyri í dag. Borgarbyggð hlaut hvatningarverð- laun við sama tilefni. Stórtap hjá Tæknivali Rekstur Aco-Tæknivals eftir síð- asta ár er gerður upp með 1.082 milljóna króna tapi. í frétt frá fé- laginu segir að þessu valdi meðal annars niðursveifla í efnahagslif- inu sem hafi valdið samdrætti í tölvusölu og eins hafi gengislækk- un krónunnar mikið aö segja. Gert er ráð fyrir betri afkomu í ár. Til Palestínu Fulltrúar Hjálparstarfs kirkj- unnar, Aðalsteinn Þorvaldsson guðfræðingur og Svala Jónsdóttir blaðamaður, verða í eftirlitshópi í átökum Palestínumanna og ísra- ela. Þau munu ásamt fulltrúum dönsku kirkjunnar dveljast í Isra- el og á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna næstu fimm mán- uði. Mistök í heilsuþorpi Landbúnaðar- ráðuneytið gerði þau mistök þegar það leigði Knúti Bruun 8 hektara lands undir heilsu- þorp að hluti þess var leigður út til Heilsustofnunar NLFÍ. Sá samningm- er rétthærri og rennur út eftir tvö ár. Viðræð- ur standa yfir við Náttúrulækn- ingafélagið um málið. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.