Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Page 18
18 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV Alice Lidell Hún var fyrirmyndin aö Lísu í Undralandi. Höfundurinn, Charles Lutwige Dodgson, ööru nafni Lewis Carroll, tók þessa mynd af henni í betlarabúningi. Dodgson var afar fær ijósmyndari og af mörgum tatinn besti barnaijósmyndari 10. aldar. Fyrirmyndin aö Lísu í Undralandi Lísa í Undralandi er ein af perlum bókmenntasögunnar. Höfundur hennar, Charles Lutwidge Dodgson, haföi unga vinkonu sína sem fyrirmynd aö Lísu. Hinn hlédrægi en afburðagreindi Charles Lutwidge Dodgson var kennari i stærðfræði við háskólann í Oxford þegar hann vingaðist við böm skólastjórans. Þau voru fjögur, þrjár stúlk- ur og einn drengur. Ein systirin hét Alice Lidell og hún var fjögurra ára þegar Dodgson sá hana fyrst. Hún var blíðlynd, full trúnaðartrausts og bjó yfir ríku ímyndunarafli. Hún varð mikið eft- irlæti Dodgsons. Dodgson, sem af mörgum er tal- inn besti bamaljósmyndari 19. aldar, tók myndir af þeim systrum en flestar af Alice. Hann skemmti Alice og systrum hennar með sögum sem hann skáldaði jafnóðum og oft teiknaði hann sögupersónurnar á blað. Alice minntist þessara stunda mörgum áratugum síðar: „Stundum, í stríðni eða kannski vegna þess að hann var orðinn þreyttur, hætti hann í miðri frá- sögn og sagði: „Þetta er nóg þangað til næst“, en við sögðum: „Núna er næst“, og eftir nokkrar for- tölur hélt hann sögunni áfram. Öðrum stundum átti hann til að byrja á sögu en í miðri spennandi atburðarás þóttist hann falla í djúpan svefn, okk- ur til sárrar mæðu.“ Ævintýri verður til í júlímánuði 1862 fór Dodgson, eins og svo oft áður, í bátsferð með Liddell-systrunum og einum samkennara sínum. Meðan þau borðuðu nestið sitt á árbakkanum sögðu systurnar einum rómi: „Segðu okkur sögu.“ Dodgson hóf aö segja þeim sögu af lítilli stúlku sem féll niður í holu og lenti í furðuveröld. „Ævintýrið hlýtur að hafa verið eftirminni- legra en venjulega því ég þrábað hann um að skrifa það niður fyrir mig en það hafði ég aldrei beðið hann um áður. Ég lét hann ekki i friði fyrr en hann hafði látið undan,“ sagði Alice síðar. Dodgson gaf söguhetju sinni nafnið Alice. Hann gaf Alice síðan frumgerð sögunnar með teikningum sínum í jólagjöf árið 1864. Hann hafði ekki hugsað sér að gefa söguna út en vinir hans hvöttu hann svo ákaft til þess að hann endurvann söguna sem kom út árið 1865. Dulnefni höfundar var Lewis Carroll. Sex árum síðar kom framhald- ið, Through the Looking-Glass and What Alice Found There. Þegar bókin um Lísu í Undralandi kom út var Dodgson ekki lengur 1 náðinni hjá Liddell- hjónunum sem töldu ráðlegast að takmarka mjög samskipti hans við börnin. Enginn veit hvað raunverulega gerðist en margir hafa reynt að ráða í gátuna og vinsælasta skýringin á vinslitunum er sú að hinn rúmlega þrítugi Dodgson hafi beðið um hönd hinnar ellefu ára Alice og foreldrum hennar mislíkað mjög. Um fullan fjandskap var reyndar ekki að ræða en hið skyndilega rof í samskiptunum reyndist systrunum erfltt og þá sérstaklega henni Alice. Þegar sættir tókust loks eftir nokkur ár voru stúlkumar orðnar stálpaðar og ekki lengur draumaverur í huga Dodgsons. Hann var elsk- ur að bömum en um unglinga gegndi öðru máli. Samskiptin urðu því aldrei jafn náin og fyrr en Dodgson minntist Alice alla ævi sem „hins fullkomna vinar“. Prins og fjölskyldulíf Litla stúlkan sem gerð var ódauðleg í ævintýri óx upp og hitti prins. Hann hét Leopold, einn sona Viktoríu drottningar. Bæði höfðu áhuga á tungumálum og tónlist og þau urðu ástfangin. En Alice var ekki af nógu fínum ættum og þau gátu því ekki gifst. Átta árum síðar, þá tuttugu og átta ára gömul, giftist Alice Reginald Hargreaves, einkasyni auðugs myllueiganda frá Lancashire og fyrrverandi nemanda Dodgsons. Þau eignuð- ust þrjá syni. Sá næstelsti var skírður Leopold í höfuðið á syni Viktoríu drottningar og prinsinn var guðfaðir hans. Þremur vikum seinna fæddist fyrsta bam Leopolds prins, dóttir sem var skírð Alice. Alice bjó við góð efni í glæsilegu húsi, með þjóna á hverjum fingri og umgekkst háaðalinn. „Og þó var svo einkennilegt að allir sem kynnt- ust henni höfðu orð á þeim dapurleika sem virt- ist aldrei fjarri yfirborðinu," sagði einn vina hennar. „Það skipti ekki máli hversu hátt hún hló og hversu mikið hún söng eða hversu áhuga- söm hún virtist um umhverfið, dapurleikinn var alltaf þama.“ Tveir elstu synir Alice féllu í fyrri heimsstyrj- öldinni og eiginmaður hennar lést árið 1926. Alice hafði búið viö góð efni en nú varð afkoma hennar mun ótryggari en áður. Árið 1928 kom hún uppburðarlítil til Sothebys með upphaflega handritið að Lísu í Undralandi. Fyrir það var henni greidd himinhá upphæð. Þreytt á hlutverki Lísu Árið 1932, þegar hundrað ár voru liðin frá fæð- ingu Dodgsons, var Alice boðið til Bandaríkjanna til að vera viðstödd mikil hátiðahöld til heiðurs rithöfundinum. „Hver hefði trúað því á sínum tíma að þessi feimni kennari ætti eftir að verða heimsfrægur maður?" sagði hún viö yngsta son sinn. í Bandaríkjunum var tekið á móti henni eins og hetju, hún fór í hvert viðtalið á fætur öðru, kom fram í útvarpi, þar sem hún las úr bréfum sem Dodgson hafði skrifað henni, og var heiðursgestur í móttökum. „Ég er þreytt á því að vera Lisa í Undralandi. Er ég vanþakklát? Já, ég er það, en ég er bara svo þreytt," sagði hún við son sinn. Alice lést árið 1934, áttatíu og tveggja ára að aldri, á heimili sínu í Kent. Hún skildi eftir sig yngsta son sinn sem ber hið sérkennilega nafn Caryl. Sumir telja að hún hafi valið honum það nafn þar sem það hefði verið gælunafn hennar á Charles Lutwidge Dodgson, vininum sem gerði hana ódauðlega. Ljóð vikunnar Já, þú ert mín! eftir Jónas Guölaugsson Já, þú ert mín, Já, þú ert mín, ó. þðkk frá hjartans grunni! Hver harmur deyr og húmið dvín, og himinsól um löndin skín, sem Jórðln þeri þrúðariin og þrosi móti unni. Þú glitrar sjáif, sem gullið vín og giœðir Ijóð á munnl. Á mínum vegi er rós við rós, ég reika milli þlóma, og geislar dansa ós frá ós; frá efsta tind og fram til sjós um lífsins yndl, ást og hrós nú allir strengir hljóma. Mér finnst sem húmið fœðl Ijós, mér finnst ég sjálfur Ijóma! Ég gef þér bikar gullna vin, ég gef þér allt mitt hjarta! Mín bjarta sól er sífellt skín, og sveipar gulli IJóðin mín! En lífið allt er utan þín sem auðn - þú rósin bjarta! Því skaltu glitra gullna vín, sem gull í mínu hjarta! Frelsið er eins og andrúmsloftið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor upplýsir hverjar eru hans uppáhaldsbækur. „íslensk menning eftir Sigurð Nordal hafði mikil áhrif á mig ungan. Sigurður var ekki að- eins ritsnjall heldur líka vitur maður og hófsam- ur. Ef til vill er það fyrir áhrif af þeirri bók sem ég stend sjálfan mig að þvf æ oftar hin síðari ár að taka íslendingasögur út úr skápnum og lesa þær aftur, sérstaklega Njálu og Egils sögu. Egill er auðvitað fyrsti einstaklingurinn, eins og Nor- dal bendir á. Mér falla vel f geð þurrleg kímni ís- lendingasagna og kaldranaleg fjallasýn, þar sem þó er alltaf elds von, eins og á landinu sjálfu. Annars fínnst mér hin rómantíska Laxdæla líka skemmtileg. Ég hef klassískan smekk sem má líka orða svo að ég láti tímann velja fyrir mig. Þaö er mjög sjaldan sem ég les nýútkomnar bæk- ur. Ef ég á að nefna einhver erlend verk þá eru það Karamassoff-bræðumir og Glæpur og refs- ing eftir Dostojevskí. Þótt þær séu ekki vel skrif- aðar, stíllinn allt of losaralegur, eru þær á ein- hvem hátt áleitnar. Þær eru raunar eins langt frá íslendingasögum í gerð og nálgun og hugsast getur. Á eigin sviði, stjómmálaheimspekinni, nefni ég Opið skipulag og óvinir þess eftir Karl Popper Hannes Hólmstelnn „Ég hef klassískan smekk sem má líka oröa svo aö ég iáti tímann velja fyrir mig. Þaö er mjög sjald- an sem ég les nýútkomnar bækur. “ og Leiðin til ánauðar eftir Friðrik von Hayek, að ógleymdum 1984 og Dýrabæ eftir Orwell. Frelsið er eins og andrúmsloftið: Menn vita ekki hvað það er fyrr en þá vantar það. Og um það eru skáldverk Orwells." Frábær Murakami Margir hafa spáð Japananum Hamki Murakami nóbelsverð- laununum og eftir að hafa lesið bók hans, Sunnan við mærin, vestur af sól, skilur maö- ur af hverju. Hajime og Shimamato kynn- ast tólf ára göm- ul, verða vinir, skilja en gleyma ekki hvort öðru og þegar þau hittast tuttugu og fimm árum síðar er þeim ljóst að þau eru sálufélagar. Feikilega vel skrifuð bók, ljúfsár og erótlsk. Fær bestu meðmæli. Ég hef átt dásamlega œvi. Ég vildi bara óska þess að ég hefði áttað mig á því fyrr. Colette (1873-1954) ALLAR BÆKIIR__________________ 1. AF BESTU LYST eftir Björgu Sig- urðardóttur, Hörð Héðinsson o.fl. 2. SKOÐAÐU LlKAMA ÞINN eftir Niqel Nelson 3. GOÐ OG HETJUR í HEIÐNUM SIÐ eftir Anders Bæksted 4. SÁLFRÆÐI EINKALÍFSINS eftir Álfheiði Steinþórsdóttur og Guðfinnu Eydal 5. FÁVITINN eftir Fjodor Dostoievskí 6. ÍSLENDINGASÖGUR VIÐ ÞJÓÐ- VEGINN eftir Jón R. Hjálmarsson 7. HRINGADRÓTTINSSAGA, 1. bindi, eftir J.R.R, Tolkien 8. BJÖRG eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur 9. RONJA RÆNINGADÓTTIR eftir Astrid Lindqren 10. HARRY ÞOTTER OG LEYNIKLEF- INN eftir J.K. Rowling SKÁLDSÖGUR_________________ 1. FÁVITINN eftir Fjodor Dostojevski 2. HRINGADRÓTTINSSAGA, 1. bindi, eftir J.R.R. Tolkien 3. KONA ELDHÚSGUÐSINS eftir Ami Tan 4. DAUÐARÓSIR eftir Arnald Ind- riðason 5. HEIMSINS HEIMSKASTI PABBI eftir Mikael Torfason 6. HOBBITINN eftir J.R.R. Tolkien 7. HRINGADRÓTTINSSAGA, 2. bindi, eftir J. R. R. Tolkien 8. DÓTTIR HIMNANNA eftir Amy Tan 9. HRINGADRÓTTINSSAGA, 3. bindi, eftir J. R. R. Tolkien 10. MÝRIN eftir Arnald Indriðason Listinn er byggður á sölu í bókaverslunum Ey- mundssonar í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri 7. febrúar - 13. febrúar 2002. ERLENDAR KILJUR 1. A PAINTED HOUSE eftir John Grisham 2. A WALK TO REMEMBER eftir Nicholas Spark 3. 1ST TO DIE eftir James Patterson 4. FALL ON YOUR KNEES eftir Ann-Marie MacDonald 5. PENDRAGON eftir Catherine Coulter Listinn er frá New York Times

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.