Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Qupperneq 20
20
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV
„Þetta er mjög spennandi - eins
konar kraftaverk. Það er sigur fyr-
ir mig að geta yfirhöfuð gengið á
ný inn í leikhús. Ég leik þvi þetta
hlutverk með þakklæti," segir
David Warner við DV, hinn heims-
þekkti breski leikari sem er að
koma á svið aftur eftir 30 ára fjar-
veru. Ástæðan er meðal annars sú
að honum leist það vel á verk
Ólafs Jóhanns Ólafssonar, The
Feast of Snails, sem frumsýnt
verður á mánudagskvöldið, að
hann ákvað að slá til. DV fylgdist
með forsýningu í vikunni sem
þótti takast einkar vel.
„Ég var beðinn um að koma
fram og lesa upp fyrir áhorfendur
í Los Angeles. Þetta var upp úr
verkum eftir Bernard Shaw, Oscar
Wilde og Shakespeare. Þessu
þakka ég það að ég fór að fá sjálfs-
traustiö aftur til að geta komið
fram á sviði,“ segir Warner sem
hefur leikið í tugum kvikmynda.
i The Feast of Snails leikur
hann lifsnautnamann, dálítinn
hrokagikk úr íslensku viðskipta-
lííi sem býr í húsi sem margir sjá
fyrir sér í Skólavörðuholtinu.
Hann, Karl Johnson (Gils í Snigla-
veislunni) efnir til eigin snigla-
veislu þar sem tvær konur þjóna
honum til borðs og þegar gestur,
sem á ákveðið erindi, kemur í
heimsókn býður hann honum að
sitja til borðs með sér. Nágrann-
inn, sem stal af honum Buick-um-
boðinu, kremkexkóngurinn Jónat-
an H.J. Nikulásson, býr í næsta
húsi.
Warn,er leitar ráða
hjá Olafi
„Myndi íslendingur gera svona?
Segja þetta eða ganga svona?“
Þetta eru spurningar sem David
hefur meðal annars lagt fyrir Ólaf
Jóhann á síðustu vikum á meðan
æfingar hafa staöið yfir. „Ég held
að maðurinn sem ég leik sé jafn ís-
lenskur og Gils Thordersen á að
vera,“ segir David. „Annars er
þetta leikrit ekki endilega próf-
steinn á hinn eina sanna raun-
veruleika."
- En líkar þér við manninn, er
hann mjög ólíkur þér?
„Þetta hlutverk er yndislegt fyr-
ir mig þvi ég er allsendis ólíkur
þessum manni sem er yfirgrips-
mikill, opinskár, lætur allt fiakka
og er hávær. Þetta er ekki lýsing á
mér í daglegu lífi. Og ég er ekki
sælkeri. Mér líka reyndar sniglar
en ég gæti alveg látið mér nægja
hirðingjaböku," segir David Warn-
er.
Spenna magnast
fyrir frumsyningu
DV ræddi við Ólaf Jóhann í
rauðum sætum í aðalsal Lyric-
leikhússins, þar sem þrennar sval-
ir gnæfa yfir.
„Ég hef brýnt fyrir fólki hér að
hafa endilega gaman af þessu.
Hlutirnir ganga best þegar drama-
tíkin á sér stað á sviðinu en ekki
utan þess. Auðvitað er maður að
renna blint í sjóinn með þetta. Á
mánudaginn verður frumsýnt og
eftir það koma dómamir og gagn-
rýnin," segir Ólafur Jóhann.
Hann segir að verkið hafi verið
að mótast á hverjum degi. Samlest-
ur hefði hafist í byrjun janúar en
nú fari þetta aö verða hátt í
þriggja vikna törn hjá honum
sjálfum með leikurum, leikstjóra
og öðru starfsfólki leikhússins.
Ólafur Jóhann segir að eftir að
Sniglaveislan var sýnd hjá Leikfé-
lagi Akureyrar og síðan í Iönó á
síðasta ári hefðu umboðsmenn
hans ytra beðið um að fá að sjá
leikgerð á ensku. Þegar hún var
svo send þýdd til framleiðanda
leikhússverksins í London, Freds
Zollos, hefði honum litist vel á.
Hann fékk Ron Daniels leikstjóra
til að lesa handritið yfír. Leikstjór-
inn hefði síðan rætt við Ólaf Jó-
hann síðastliðið sumar er hann
var að ljúka við Höll minning-
anna. „Ron er mjög skipulagður
rnaður," segir Ólafur Jóhann.
„Hann vildi gera ákveðnar breyt-
ingar og hafði margar ágætar hug-
myndir sem ég vann úr.“
DV-MYNDIR OTTAR SVEINSSON
Breski stórleikarinn og íslenski höfundurinn
Þeir eru báöir um 1,90 metrar á hæö, grannir, vinsamiegir og finnst gaman aö tala um góöar sögur. Þeir eiga
fleira sameiginlegt. Myndirnar eru teknar á sviöinu í Lyric-teikhúsinu í London í vikunni.
DV ræðir við David Warner sem leikur í Sniglaveislunni í London:
Kraftaverk að vera
kominn aftur á svið
- aðalatriðið að dramatíkin sé á sviðinu, ekki utan þess, segir Ólafur Jóhann
Verkið sent á milli landa
„Ég dreif svo í að endurskrifa
leikgerðina. Eftir það sendum við
verkið á milli okkar í tölvupósti,
ég á íslandi en hann í Bandaríkj-
unum. Þegar ég lauk við að skrifa,
kannski á miðnætti, sendi ég hon-
um áður en ég fór að sofa en þá
átti hann kvöldið fyrir sér til aö
lesa. Síðan fór hann yfir og lagaði
en sendi mér svo strax til baka.
Eftir að ákveðið var að verkið
skyldi sýnt í Lyric-leikhúsinu, sem
stendur rúma 100 metra frá
Piccadilly Circus, fór leikstjórinn
að huga að því að velja leikendur.
Þá hefði David Wamer, sem marg-
ir hafa reynt að fá til að leika á
sviði í 15 ár, strax komið til álita I
aðalhlutverkið.
Helvítið hann Jónatan!
Nágranni Karls Johnsons og
hann eiga í erjum.
Warner mundar skutulinn.
hlutverkin, miðað við söguna í
bókinni.
„Valið fór fram af gaumgæfni,"
segir Ólafur Jóhann. Hann segir
að leikararnir sjái verkið fyrir sér
gerast á íslandi en viðfangsefnið
og átökin sem eigi sér stað hafi
engin landamæri. • „This is such a
good part,“ hefur Warner gjarnan
sagt af ástríðu á æfingum um
ákveðna hluta verksins.
Framleiðendur The Feast of
Snails leigja Lyric-leikhúsið en
það er í eigu söngleikjahöfundar-
ins Andrews Lloyds Webbers.
Ólafur Jóhann segir að mjög
óvenjulegt sé að leikverk fari beint
inn á West End án þess að hafa
verið sýnt annars staðar í Bret-
landi. Hann segir umfjöllun
breskra fjölmiðla fyrst og fremst
hafa verið vegna endurkomu
Warners á svið en verkið sjálft
virðist vissulega líka vekja at-
hygli. „Bretar vita að. vísu ekkert
um hvað þetta er en hér hefur ver-
ið massíf umfiöllun. Nú er bara að
bíða spenntur og sjá hvað gerist
eftir frumsýningu," segir Ólafur
Jóhann.
-Ótt
Húsbóndinn og gesturinn
David Warner leikur Karl Johnson
(Gils) en Philip Glenister leikur David
Paulsen (Örn).
„This is such a good part“
Þegar blaðamaður DV sá hina
þrjá leikarana fannst honum mjög
vel hafa tekist til við að velja í
Gesturlnn sendur til nágrannans
í rignlngunnl
Philip Glenister er þekktur leikari úr
sjónvarpi og á sviöi í Bretlandi.
Hann leikurgest Warners.
Ég hygg að hugtakið hagyrðingur,
eins og það er venjulega notaö, sé séris-
lenskt fyrirbæri og eigi sér ekki hlið-
stæðu í heimsbókmenntunum öllum
samanlögðum. Ef ég fer meö rangt mál
vona ég að einhver leiðrétti mig sem
fyrst. Mig minnir að það hafi verið Guð-
mundur Hagalín sem sagði að hagyrð-
ingar væru menningarlegt þarfaþing,
gott ef hann hafði það ekki eftir Sigurði
Nordal.
Einn frægasti hagyrðingur okkar fyrr
og síöar var kallaður Káinn. Hann hét
fullu nafni Kristján Níels Júlíus Jónsson
en ritaði gjaman KN undir kviðlinga
sína. Við byrjum á mannlýsingu:
Þú ert sveitarsvíviróing,
sótugi eldhús-raftur.
Aftan og framan, allt í kring
ekkert nema kjaftur.
Káinn orti líka eftirfarandi heilræða-
vísu:
Hugfast sveirnr hafl það,
helzt d leynifundum,
ýmsa greinir á um, hvaö
oröin meina stundum.
Káinn átti það til aö vera dáhtiö gal-
gopalegur í kveðskap sinum eins og eft-
irfarandi vísur sýna:
Báran hló á björtum vog,
hjalla í skógi hringdi,
þá var „snjóur“ enginn - og
indœlt lóan „syngdi".
Úti i skóg var hvasst og kalt,
krummi og tófa „þjáddist",
þá var „snjóur" yfir allt,
engin lóa „sjáddist".
Þýtur í runni, þýtur í mó
þýður kattasöngur;
eins mig langar alltaf þó
aftur aó hafa slöngur.
Síðasta vísan er stæling eftir al-
kunnri vísu sem byrjar þannig: Kveður í
runni, kvakar i mó....Að hafa slöngur"
er þýðing Káins á ameríska orðtakinu
„to have the snakes" sem merkir að vera
ölóður og undirrituðum hefur satt aö
segja dottið í hug undanfarið að ekki
væri úr vegi að gripa til þessarar þýð-
ingar oftar en gert er; það hljómar
hreint ekki svo illa á stundum að segja
að þessi eða hinn „hafi slöngur“.
En Káinn var nokkuð fyrir sopann og
taldi sig vera heldur breyskan mann
eins og oft kemur fram í vísum hans:
Ég sá og þekkti systur tvœr,
ert Synd og Glötun hétu þær.
í húsi þeirra ég vinsœll var, -
og vió mig léku systurnar.
Káinn var ekki í vafa um hvað það
væri sem „kæmi mönnum áfram í líf-
inu“. Um það vitnar þessi vísa:
Mér aó grœða gengur seint, -
þaó gerir „alcoholiö",
þó hefi ég bœöi Ijóst og leynt:
Logið, svikið, stolið.
Hann sum sé gerði sitt besta.
Og svo orti hann visu sem hann nefn-
ir „Bæn“.
Oftast, þegar enginn sér
og enginn maöur heyrir,
en brennivinið búið er,
bið eg guð að hjálpa mér.
Káinn fluttist 18 ára til Vesturheims
og bjó þar til dauðadags. Hann vann alla
tíð fyrir sér með ýmiss konar erfiðis-
vinnu. Þessa vísu kailar hann „Mokst-
ur".
Ef einhver sér mig ekki vera að moka, -
þetta orða þannig hlýt: -
Þá er orðið hart um skít.
Við endum dálkinn á tveimur vísum
úr nútíðinni. Nokkur umræða hefur orð-
ið um það þegar Halldór Blöndal vítti
Ögmúnd Jónasson í þingi nýlega. Krist-
ján Hreinsson kvað:
Ögmundur Jónasson orófœr og reyndur
skal úrskurði forseta hlíta.
Að segja að Halldór sé háttvís og greindur
er hegðun sem rétt er að víta.
Hjálmar Freysteinsson bætti um bet-
ur og orti með þrírími:
Sýndi enga sáttfýsi
sífellt var að gala
meóan Halldór háttvísi
hugðist sjálfur tala.
ria@ismennt.is