Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Síða 25
LAUGARDAGUR 16. FEBRtJAR 2002 25 Yamaha árgerð 2001 Frábært verð! m H/ DV Helgarblað Russell Crowe og Courtney Love Vináttusambandi Russells og Courtney er lokið. Russell Crowe og Courtney Love: Sváfu aldrei saman Russell Crowe hefur veriö gott hráefni slúðurblaða að undan- fornu. Margir muna eflaust eftir umfjöllun um vináttu hans og Courtney Love sem margir héldu að væri eitthvað meira. Sú vinátta er nú fokin út í buskann því þau talast ekki lengur við. En þótt þau tali ekki saman þá kemur það ekki í veg fyrir að þau tali um hvort annað. Þau hafa verið dugleg að ræða hvort annars mál í viðtölum að undanfomu. Crowe sagði ný- lega að ástæðan fyrir vinslitunum hefði verið sú að Courtney hefði verið dónaleg við unnustu hans, Danielle Spencer, auk þess sem hún hefði neitað að koma því al- gjörlega á hreint að hann hefði ekki komið að gerð fósturs sem Courtney missti á síðasta ári. Courtney Love hefur auðvitað ekki látið Russell vaða yfir sig í þessu máli. Hún hefur sagt að ástæðan fyrir því að vináttusam- bandinu lauk vera sögusagnir um að þau hafl sofið saman. Courtney segir að hún hafi aldrei sofið hjá manninum og fer fram á afsökun- arbeiðni frá Russell vegna málsins í heild sinni. í sama viðtali deildi Courtney því með heimsbyggðinni að hún hefði aldrei sofið hjá Ben Affleck en þau ummæli hennar þóttu nokkuð skondin þar eð eng- inn hafði heyrt sögur um aö hún hefði sofið hjá honum. Það er samt vissara að taka það fram. Russell Crowe er líkast til ánægður með að vera að koma lífi sínu á hreint. Hann er líklega að fara að giftast unnustu sinni. Von- andi veit hún hvað hún er að fara út í. Pabbi lamdi mig Amold Schwarzenegger er vöðvabúnt. Amold hefúr eins og allir vita ekki Schw'a’rzenegger. hneigst til fínlegra listrænna kvikmynda heldur fremur farið í átt til meira ofbeldis og annarra skemmtilegheita. Ástæðan fyrir því kann að vera fúndin. I viðtali fyrir skömmu ræðir Schwarzenegger um uppeldi sitt og viðurkennir að pabbi hans hafi ekki verið neitt lamb að leika sér við. „Ég er strangur við böm- in mín,“ segir Amold, „en í dag er sá sem slær bamið sitt í andlitið talinn misnota það. í fortíðinni var það hins vegar fúllkomlega eðlileg framganga foreldris." Amold var sem sagt laminn af foður sínum ef hann var eitthvað að ybba gogg. Vilja sumir meina að þetta sé ástæðan fyrir áhuga hans á ofbeldi og vöðvum. Það er því umhugsunar- vert hvað í ósköpunum hefúr verið gert við John Carpenter. í viðtalinu ræddi Schwarzenegger einnig um mýkri mál. Sagði hann með- al annars frá því að í þriðju myndin- inni um Tortímandann yrði Linda Hamilton ekki í hlutverki sínu sem Sarah Connor þar sem persónan væri látin. Einnig verður Edward Furlong fjarverandi en framleiðendur myndar- innar treysta sér ekki til að ráða hann vegna þess hve hann hefúr fiktað mik- ið við eiturlyf og áfengi. Þeir leita því logandi Ijósi að eftirmanni hans. Julia Roberts: Á ég að gæta bróður míns? Júlía Róberts leikkona gæti mjög vel tekið sér í munn orð Biblíunnar og spurt: Á ég að gæta bróður míns? Bróðirinn í þessu tilfelli er Eric Ro- berts leikari sem hefur verið þekkt- ur mun lengur en litla systir. Hann hefur átt erfltt upp á síðkastið og séð ástæðu til þess að gagnrýna systur sína fyrir afskiptaleysi og skort á hjálp. Eric hefur sagt opinberlega að hann hafi geflð systur sinni fyrsta tækifærið I kvikmyndinni Blood Red árið 1988 þegar hann var fræg- ur en hún algerlega óþekkt. Hann segir að síðan henni fór að ganga vel en hallaði undan fæti hjá honum hafi hún aldrei séð ástæðu til að endurgjalda greiðann. Ekki sé vafi á að Julia væri í aðstöðu til þess en hún er talin meðal áhrifamestu leikkvenna í Hollywood. Eric sá við þetta sama tækifæri ástæðu til þess að gera athugasemd- ir við leik systur sinnar í verð- launamyndinn Erin Brockovich. Hann sagðist ekki sjá að hún hefði gert neitt við það hlutverk annað en að vera í réttum brjóstahaldara sem ýtti þeim upp undir höku. Hann sagðist ekki sjá í myndinni þann stjömuleik hennar sem allir hefðu verið að fjasa um. Julia Roberts Eric Roberts, bróðir hennar, hefur ásakaö hana um afskiptaleysi. SRX 700 SX 700 R V-Max 700 DX Venture 500 1.000.000,- 1.000.000,- 1.020.000,- 800.000,- Skútuvogur 12a, 104 R.vík • Sími 594 6000 Vetrarutsalan er i fullum gangi! Gerðu góð kaup. Stendur til 2. mars Klubbfelagar ath. Öll innkaup á útsölu fara inn á klúbbreikning ykkar NTE 100% SPOfíf Bíldshöfða • 510 8020 • Smáralind • 510 8030 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.