Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 DV Helgarblað 51 Minningarmót um Dan Hanson: Tuttugu stórmeist- arar mæta til leiks Landssíminn ætlar að halda veg- legt skákmót, Símaskákmótið 2002 - minningarmót um Dan Hanson. Það er Hrafn Jökulsson, sú mikla skák- driffjöður, sem rær nú á stærri og glæsilegri skák-mið. Hann vill sýna látnum vini og góðum skákfélaga mikla og verðskuldaða viðurkenn- ingu með því að stuðla að því að halda þetta mót. Hrafn og Guð- mundur Árni Stefánsson, fyrrver- andi mágur Dans, hafa verið fremst- ir í flokki í undirbúningi mótsins. Dan stofnaði ásamt Hrafni Jökuls- syni og fleiri góðum mönnum Skák- félagið Grand-rock sem nú heitir Skákfélagið „Hrókurinn". Dan Hanson var sænskur skák- maður sem fluttist til íslands 1980. Hann var meðal fremstu skák- manna heimalands síns og hér varð hann fljótlega meðal þeirra fremstu. Dan varð efstur á Skákþingi íslands 1983 og tefldi undir fána íslands eft- ir það. íslensku lærði hann af stakri prýði þótt hann væri kominn fast að þrítugu þegar hann fluttist til lands- ins. Og hann var fljótur að aðlagast íslenskri þjóðarsál - hann gerði til- raun til að flytjast aftur til Svíþjóð- ar en ísland togaði fast. Dan sagði sjálfur: „Það var skrýtin tiifmning að uppgötva að ég væri ekki Svíi lengur heldur fslendingur!“ Sem skákmaður var Dan ákafur og sannur sóknarskákmaður, lét vaða á súðum og braut stundum all- ar brýr að baki sér í áköfum sókn- um. Hann náði alþjóðlegum áföng- um alls 5 eða 6 sinnum og það er leitt til þess að hugsa að titillinn sem hann stóð a.m.k. vel undir væri hans í dag ef hann væri enn á lífi. FIDE hefur ákveðið að allir gamlir áfangar sem menn hafa unnið til séu i gildi en ekki eins og var að þeir fyrntust á 5 ára fresti. Dan var oft með 2 áfanga í gangi á árunum 1974-1988 en sá þriðji skilaði sér ekki. Ég held að Skáksamband ís- lands ætti að athuga hvort ekki sé hægt að útnefna Dan Hanson sem alþjóðlegan meistara í skák; þá eignumst við okkar fyrsta titilhafa „bak við móðuna miklu“. Ég er viss um að ég mæli þarna fyrir munn Danna, ég sé hann fyrir mér skelli- hlæja, samþykkan þessari tillögu minni, en hann yrði þá fyrsti ís lenski titilhafinn „post mortem". Mönnum hefur verið sýndur annar eins virðingarvottur. Dan lést langt um aldur fram í ágústmánuði 1999. Minningarmótið verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur 4. til 6. mars. Tefldar verða atskákir og verða keppendur alls 64, þar af um tuttugu stórmeistarar. Mótið verður án efa æsispennandi, enda verður keppt 'með útsláttarfyrirkomulagi þannig að hver einasta skák verður úrslita- skák. Verðlaunapotturinn er vegleg- ur, 9000 dollarar, þar af 3000 dollar- ar fyrir sigur á mótinu. Það er sér- stakt ánægjuefni að allir íslensku stórmeistararnir verða með í mót- inu. Þetta er sögulegt því aldrei áður hafa meistararnir níu tekið þátt i sama alþjóðlegu mótinu. Stór- meistarar íslendinga eru Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson, Jón L. Ámason, Hannes H. Stefánsson, Þröstur Þór- hallsson og Helgi Áss Grétarsson. Þá eru alþjóðameistararnir Sævar Bjamason, Karl Þorsteins og Jón Viktor Gunnarsson skráðir til leiks og að auki gamlar kempur á borð við Ingvar Ásmundsson, Gunnar Gunnarsson og Braga Halldórsson. Af erlendum stórmeisturum sem hafa staðfest þátttöku í mótinu má nefna Jan Timman, Ivan Sokolov, Jaan Ehlvest, búlgörsku skákdrottn- inguna Antoenetta Stefanova, Luke McShane, Eric Lobron, Tiger Hillarp Persson, Jan Votava og Hen- rik Danielsen. Mótið er skipulagt af Skákfélaginu Hróknum og verður sent út beint hjá internet-taflfélag- inu ICC. Þetta mót verður merkasta atskákmót á íslandi til þessa. Öllum íslendingum sem erindi eiga í mót- ið er tryggður þátttökuréttur. Róð- urinn í verðlaunasæti verður erfið- ur - óvígur her íslenskra sem og er- lendra stórmeistara stendur þama grár fyrir járnum. En ég veit um nokkra unga menn sem geta og vilja gera þessi orð mín ómerk. Gjörið svo vel, mín er ánægjan! Það hefur margt breyst á tæpri öld, síðan bændur riðu hestum sínum til Reykjavikur að mótmæla símanum. Það er margt á döfinni í skák- heiminum á næstunni. í dag og á morgun fer fram helgarskákmót í Smáralindinni í Kópavoginum og fyrstu helgina í mars verður svo ís- landsmót skákfélaga, þar á eftir verður símamótið og siðan hefst al- þjóðlega Reykjavíkurskákmótið. Skákþing íslands verður um pásk- ana og 20. febrúar byrjar hið árlega Linares-mót sem er venjulega sterkasta skákmót ársins. Þar munu Kasparov, Anand, hinn ungi FIDE- heimsmeistari frá Úkraníu, Ponom- ariov og ívantsjúk m.a. leiða saman hesta sína. En lítum nú á skemmti- legar skákir! ísraelsmaðurinn ungi, Arthur Kogan, hugðist vera með á Reykja- víkurskákmótinu í mars. Því miður kemst hann ekki og er það mikill sjónarsviptir því hann teflir ákaf- lega skemmtilega. Hvítt: Arthur Kogan (2568) Svart: Júrí Zilberman (2466) Frönsk vörn. Aeroflotskákmótið í Moskvu. (5), 07.02. 2002 1. Rf3 e6 2. e4 d5 3. e5 c5 4. d4 Rc6 5. Bd3 Bd7 6. 0-0 cxd4 7. Hel Hc8 8. a3 h6 9. h4 Bc5 10. Bf4 a5 Þetta skrýtna afbrigði sem skákhug- suðurinn Aaron Nimzowitsj kom með er sjaldan teflt þótt það sé kjör- ið til vopnaviðskipta. Ríkharður Sveinsson, alþjóðlegur skákdómari, beitir því þó hvenær sem færi gefst! 11. Rbd2 Rge7 12. Rfl a4 13. b4 Bb6 14. h5 Ra7 15. De2 Kf8 Arthur hefur sjaldan verið seinþreyttur til sóknar. Hann varð efstur ásamt Sví- anum Agrest á Norðurlandamótinu í Bergen síðastliðið haust, hlaut 8 v. af 9! 16. g4 De8 17. g5 hxg5 18. Rxg5 Bb5 19. Rg3 Bxd3 20. cxd3 Rb5 Svartur hefur peði meira en stað- an er tiltölulega lokuö. Nú fara mikl- ar hamfarir í hönd. 21. Df3 Rg8 22. Hacl Hxcl 23. Bxcl Rh6 24. Bb2 Ke7 25. Df4 Dd7 26. Dh4 Hc8?! Eft- ir 26. - Kf8 27. Hcl á svartur í mikl- um vandræðum. 27. Rh7+ Ke8. En nú fer að hrikta í stoðum! 28. Dg5 f5 29. exf6 Bd8 30. Rf5?! Eftir 30. Dg6 vinnur hvítur jafnvel auð- Skákþátturinn Sævar Bjarnason skrifar um skák veldar en Arthur hefur haft í huga stöðuna eftir 34. leik! 30. - Rxf5 31. Dg6+ Df7 32. Hxe6+ Re7 33. fxg7 Dxg6+ 34. hxg6 Kd7 Eftir næsta skemmtilega leik nær hvítur nýrri drottningu á óvenjuleg- an hátt. 35. Rf8+ Kc7 36. Hxe7+! Bxe7 37. g8D Hxf8 38. Dxd5. 1-0. Næsta skák er enn furðulegri hjá Arthur Kogan - ef hann stigi aðeins á bremsuna þá yrði hann fljótlega ofurstórmeistari. En það kemur lík- lega og vonandi að því! Hvítt: Arthur Kogan (2568) Svart: Juni Ulko (2484) Sikileyjarvöm. Aeroflotskákmótið í Moskvu. (6), 08.02. 2002 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e6 4. 0-0 Rge7 5. Rc3 Dc7 6. Hel Rg6 7. a3 Be7 8. b4 cxb4 9. axb4 Rxb4 10. Ba3 a6 11. Bfl 0-0 12. h4 f6 13. h5 Re5 14. Rh4 f5 15. Dbl a5 16. Rb5 Db6 17. Bb2 Rbc6 Nú kemur mjög svo glæfraleg mannsfórn. 18. Rxf5 exf5 19. d4 fxe4 20. Da2+ Kh8 21. h6 Rb4 22. hxg7+ Kxg7 23. Db3 Rg6 24. d5+ Bf6 25. Hxe4. Hvað gerir hvítur eftir 25. Rxd5 sem virðist hrekja mannsfórnina? En svartur vill koma mönnum sín- um út og yfirsést þessi snjalli leikur. Ekki þurfa allar fórnir í skák að standast - spyrjum að leikslokum. En nú vinnur hvítur með því að skipta upp í þægilegt endatafl. 25. - d6 26. Hxb4! Ætli svörtum hafi yfir- sést þessi leikur? 26. - Bd7 27. He4 Bxb5 28. Dxb5 Dxb5 29. Bxf6+ Hxf6 30. Bxb5 Hf4 31. He6 Hf6 32. He3 Hf5 33. Hb3 Hxd5 34. Bc4 Hc5 35. Hxb7+ Kh6 36. Bb3 Re5 37. Ha4 Kg6 38. Hd4 Ha6. 1-0. Lagersala hjá Gólflögnum dagana 16.-23. febr. Súðarvogi 14, 104 Rvík, s. 564-1740 Við rýmum til á lagernum og ætlum að selja nokkrar tegundir iðnaðarmálningar á hlægilegu verði (frá 360 kr./l) T.d. tveggja þátta lyktarlaust, vatnsþynnanlegt Epoxy. Sérstaklega slitsterkt og með frábæra viðloðun. Hentar vel fyrir t.d. iðnaðarhúsnæði, bílskúrinn, mjólkurhús, þvottahús og margt fleira. Sendum í póstkröfu. Truematic-gasmiðstöðvar, þrjór stœrðir. Hita upp rýmið með blœstrl, halda stöðugu hitastigi. Mjög fyrirferðarlitlar Fyrir bila. bóta, húsbíia, vinnuvélar, vörubila, bygglngarkrana. Baksýnismyndavél, aukið öryggl. Skjár og myndavél til að sjá t.d aftur fyrir sendi- /flutningabilinn, vinnuvélar, bindi-/sláttuvél að störfum. Olíumiðstöövar með blœstri, tvœr stœrðlr. Einnig olíumiöstöðvar sem hita bceði kœlivatnið á vélinni og rýmið. Klukka fylgir, bíllinn heitur á morgnana. Alternatorar, startarar í flesta bíla, báta, vinnuvélar, vörubila. 12 volta örbylgjuofnar, kaffivélar, pizzagrill, ofnar, ísskápar og fleira. Spennubreytar fyrir 12 V í 220 V. BíBaraf Auðbrekku 20 (ádur Borgartúni 19) Sími: 564-0400 Fax:564-0404 netf: bilaraf@isl.is Vðnningshafar í , Krakkakðúhhi DV ÞYRNIRÓS ^ 10 myndbönd með Þyrnirós Bjarki Dagur nr. 1760 Brynja B. öarðarsdóttir nr. 9076 Kamilla B. Mikaelsdóttir nr. 13799 Sigrún Magnúsdóttir nr. 18536 Bjarni F. Sigurbjörnsson nr. 13735 Karen Pétursdóttir nr. 12078 Maggý R. Jóhannsdóttir nr. 19416 Örvar I. Óttarsson nr. 17522 Þórhallur Örn nr. 14568 Kristófer A. Sverrisson nr. 17906 Krakkaklúbbur DV og Sam-myndbönd óska vinningshöfum til hamingju. klúbbt/l' Vinningarnir verða sendir út naestu daga. Þökkum þátttökuna. Kveðja. Tígri og Halldóra. CARNEGIE A R T AWARD 2 0 0 1 LISTASAFN KÓPAVOGS GERÐARSAFN, HAMRABORG 4, KÓPAVOGI 9. FEBRÚAR —3. MARS 2002 OPNUNARTÍMAR: ÞRIÐJUDAGUR —SUNNUDAGUR KL. II-17 leiðsögn: GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, FORSTÖÐUMAÐUR FIMMTUDAGUR, LAUGARDAGUR OG SUNNUDAGUR KL. 15 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.carnegieartaward.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.