Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2002, Blaðsíða 56
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
grpiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Umhverfisráðherra:
Kemur ekki
á óvart
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra segir stefnu Náttúruvemdar-
samtakanna og þriggja einstaklinga á
hendur sér vegna
úrskurðar hennar
um Kárahnjúka-
virkjun ekki
koma á óvart.
Búið hafi verið að
segja frá því fyrir
allnokkru síðan
að slík kæra væri
i undirbúningi.
Hún segir að úr-
skurður ráðuneyt-
isins hafi verið gríðarumfangsmikið
og lýðræðislegt ferli sem mikil vinna
hafi verið lögð í. Það hafi verið 122
aðilar sem nýttu sér rétt sinn til að
kæra til ráðherra og þessar kærur
. _j. hafi allar fengið ítarlega umfjöllun
hjá tugum sérfræðinga á öllum svið-
um, þar á meðal í umhverfismati, og
þetta hafi orðið niðurstaðan í málinu.
Aðspurð segist Siv ekki telja að þessi
stefna muni tefja ferlið við virkjunina
enda hafi dómstólar samþykkt að
veita málinu forgang. -BG
Helgi Hjörvar
með stærra letri
,. . Útsendir kjörseðlar í prófkjöri Sam-
; ' fylkingarinnar í Reykjavtk, sem nú
stendur yfir, hafa vakið athygli
glöggra kjósenda. Þar er frambjóðend-
um gert mishátt undir höfði og nafn
eins þeirra, Helga Hjörvars, er ritað
með örlítið stærra letri en annarra
frambjóðenda.
Einn kjósandi sagði í samtali við
blaðið að sér hefði í fyrstu þótt undar-
legt hvað augun stöldruðu ósjálfrátt
við nafn Helga Hjörvar á kjörseðlin-
um. Engu væri líkara en nafn hans
höfðaði meira til sín en annarra fram-
bjóðenda. Þegar betur var að gáð kom
í ljós að letrið í nafni hans var örlítið
stærra og hafði það þessi ósjálfráðu
viðbrögð á undirmeðvitundina. Þá
benti hann einnig á annan galla á kjör-
. —^seðlinum, en fóðumafn Hrannars
■ Bjöms Amarssonar er þar ritað með
einu essi (Amarson), sem ekki er alveg
samkvæmt reglunum. -HKr.
Sjá fréttaljós um prófkjör
Samfylkingar á bls. 14
Mál Árna Johnsen:
Enn í rannsókn
Enn er beðið niðurstöðu rannsókn-
ar á málum er tengjast meintu mis-
ferli Áma Johnsen, fyrrverandi al-
þingismanns. Að sögn Jóns H.
Snorrasonar ríkissaksóknara er mál-
ið enn í vinnslu. Ekki hefur verið gef-
in út nein timasetning varðandi lok
rannsóknar. Þá hefur heldur ekkert
{!a*tverið gefið út um hvers megi vænta
um frekari meðferð málsins. -HKr.
Nýju húsi ÍE í Vatnsmýrinni var fagnað í gær
íslensk erföagreining tók ný húsakynni sín í Vatnsmýrinni formiega í notkun í gær. Húsiö er á þremur hæöum auk kjallara og er um 15 þúsund fermetrar aö flatarmáli.
Öll starfsemi fyrirtækisins veröur meö þessu á einum staö sem þykir til mikilla bóta. Margir fðgnuöu þessum tímamótum í starfsemi ÍE í gær og þeirra á meöal var
Davíö Oddsson forsætisráöherra. Saman skemmtu þeir sér konunglega, Davíö og Kári Stefánsson, en hvaö þeim fór á milli skal ósagt látiö.
VG saka stjórnvöld um leynd og villandi upplýsingar í virkjunarmálum:
Hneyksli ef frum
varpið fer i gegn
- segja tölur um kostnað Landsvirkjunar misvísandi
Ögmundur Jónasson, þingflokks-
formaður VG, gagnrýnir harðlega
hvemig staðið er að málum varð-
andi Kárahnjúkavirkjun. í rnnræð-
um á Alþingi síðustu daga hafa
virkjunarsinnar sagt að náttúru-
spjöll samfara framkvæmdunum
séu réttlætanleg vegna efnahagslegs
ávinnings en harkalega er deilt um
arðsemina og virðist ríkja leynd um
ákveðna útreikninga.
„Niðurstaðan er að það yrði
hneyksli ef Alþingi samþykkir
frumvarp ríkisstjórnarinnar um
virkjanaheimildir án þess að gerö
sé grein fyrir öllu. Allt er þetta í
skötulíki varðandi efnahagsforsend-
ur og arðsemisútreikninga er hrein-
lega ekki að finna. Svo ósvlfm er
ríksstjómin að veifa framan í Al-
þingi yfirlýsingum frá Landsvirkj-
un um að slíkir útreikningar hljóti
að teljast við-
skiptaleyndar-
mál, en i Banda-
ríkjunum, mið-
stöð kapítalism-
ans, eru slík við-
horf blásin út af
borðinu. Þar er
viðurkennt að
þetta eigi að vera
fyrir opnum
tjöldum nema hjá
Enron og öðrum álíka. Við skulum
líka ekki gleyma hverja er verið að
leyna upplýsingum. Það er verið áð
leyna Alþingi og þjóðina alla þess-
um upplýsingum. Ég trúi ekki að
menn ætli að ganga frá þessum mál-
um án þess að þetta komi fram í
dagsljósið," segir Ögmundur.
Þingmaðurinn sakar jafnframt yf-
irvöld um viliandi upplýsingar. Til
Ogmundur
Jónasson.
dæmis sé gróft misræmi milli upp-
lýsinga i úrskurði Skipulagsstofn-
unar frá 2. ágúst sl. og hins vegar í
plöggum úrskurðar umhverfisráð-
herra frá 20. september um kostnað-
artölur fyrir Landsvirkjun. „Það
kemur í ljós að þeir hafa lækkað
virkjunarkostnaðinn um 23% á
þessu timabili og ég spyr hvort það
séu mistök eða hvort menn séu að
reyna að hagræða tölum til að ná
fram pólitískum markmiðum ríkis-
stjómarinnar í ljósi yfirlýstra fyrir-
ætlana Landsvirkjunar um 14% arð
af eigin fé,“ segir Ögmundur.
í samtali við DV kvaðst Þorsteinn
Hilmarsson, upplýsingafulltrúi
Landsvirkjunar, ekki vifja tjá sig um
þessi sjónarmið Ögmundar. Þau væm
sett fram á hinum pólitíska vettvangi
- og eðlilegt væri þá að pólitískir fúil-
trúar leiddu þessa umræðu. -BÞ
Tækifæri til sölu
strax í haust
Hreinn Loftsson, lögmaður og fyrr-
um formaður einkavæðingarnefndar,
segir í helgarviðtali í DV í dag að ef
hætt verði við
Hreinn Loftsson.
sölu Landssímans
núna skapist að
öllum líkindum
tækifæri til sölu
strax í haust.
„Núna er mikil-
vægt að menn taki
sig til og fari
gegnum fyrirtæk-
ið og skipti um
stjórnendur," segir Hreinn. „Það er
hægt að gera marga góða hluti fyrir
fyrirtækið og hluthafa þess. Síðan er
hægt að fara af stað aftur með söluna
þegar markaðimir taka við sér. Ég
treysti stjórnvöldum, undir forystu
Davíðs Oddssonar, til að taka með
festu á þeim málum sem ég hef gert
að umræðuefni á aðalfundi félagsins
sem er á næsta leiti.“
Hreinn segir að menn eigi að vera
rólegir og taka á málinu af festu og
öryggi. „Klúðrið væri að fara að
ráðum Össurar [Skarphéðinssonarj
og lækka verðið á fyrirtækinu. Eftir
nokkur ár verður þetta bara enn
einn hvellurinn sem hann hefur
staðið fyrir." -sm
Sjá helgarviðtal
við Hrein Loftsson.
Tvær stúlkur rændu hverfisverslun í Hlíðunum:
Onotalegt að lenda í þessu
Vopnað rán var framið í versluninni
Hlíðakjör við Eskihlíð í Reykjavík á
fjórða timanum í gær. Tvær stúikur, á
að giska fimmtán til sautján ára, sem
huldu andlit sitt með grimum, komu
inn í verslunina og ógnuðu afgreiðslu-
stúiku með hníf. Þær fyrirskipuðu
henni að láta peninga úr afgreiðslu-
kassa í poka sem þær voru með. Þá
hrifsuðu þær með sér símakort frá far-
símafyrirtækjunum en þau munu vera
orðin algeng skiptimynt í undirheim-
um borgarinnar.
„Síðan hlupu stúlkumar tvær hér
niðm- götuna og í fólksbil þar sem und-
ir stýri var ungur maður og beiö eftir
Kaupmaður í Hlíðakjöri
„Þaö er alltafjafnónotalegt aö lenda
í þessu. “
þeim,“ sagði Kristinn Einarsson, kaup-
maður í Hlíðakjöri, í samtali við DV.
Lögreglulið kom þegar á vettvang og
hafm var leit að stúlkunum. Hún hafði
ekki borið árangur þegar DV fór í
prentun í gærkvöld. Ekki er gefið upp,
hvorki af kaupmanninum né lögreglu,
hve mikih ránsfengur stúlknanna
tveggja var í peningum talið.
„Það er alltaf jafn ónotalegt að lenda
í þessu,“ sagði Kristinn kaupmaður í
samtali við DV, en hann kom á vettvang
örfáum mínútum eftir að ránið var
framið. Þetta er í fjórða sinn á rúmum
tveimur árum sem framið er rán i þess-
ari hverfisverslun í Hlíðunum. -sbs
ííXKKKKMKXK
ií
Gitarinn
Stórhöfða 27,
-g. s. 552 2125. -g.
ÝTilboð í gangiÝ
A A A A A A A A A „T,
KXXKXXKKKX
>
-i