Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2002, Síða 6
6
FTMMTUDAGUR 14. MARS 2002
Fréttir
13 V
Utanríkisráðherra telur EFTA-ríkin þurfa að stilla saman strengi í lokatilraun til uppfærslu EES:
Spurningin er um toll á
500 milljóna fríverslun
Síldin
Fryst síld er ein þeirra sjávarafuröa sem ber hvaö hæsta tolla samkvæmt bókun 9
en þaö myndi skipta máli varöandi viöskiptakjör okkar eftir stækkun ESB.
Ljóst er að sú af-
staða Evrópusam-
bandsins sem fram
kom á fúndi ráð-
herraráðs EES-
svæðisins í vik-
unni, að ekki yrði
um uppfærslu á
EES-samningnum
að ræða fyrr en
eftir að stækkun-
arferli Evrópu-
sambandsins sjálfs
lýkur, skapar
ákveðinn vanda
fyrir íslenska
hagsmimi. Það
sem einkum hefur
valdið íslenskmn
ráðamönnum
áhyggjum í þessu
sambandi er ann-
ars vegar mögu-
leikar íslendinga
og EFTA-ríkjanna til að hafa áhrif á
ákvarðanir í ESB og hins vegar hvort
stækkun ESB muni hafa í fór með sér
skerðingu á viðskiptakjörum íslend-
inga í nýjum aðildarríkjum sambands-
ins í Austur- og Mið-Evrópu. Þar er
um að ræða útflutning upp á 1,5 miilj-
arða á ári og af þeirri upphæð gæti
hátt i 500 milljóna útflutningur, sem
nú er tolifrjáls, orðið tollskyldur.
Uppfærsla samhliða stækkun
Sjónarmið Halldórs Ásgrímssonar
hefur verið það að leitast við að upp-
færsla á EES-samningnum færi fram
samhliða stækkunarferli ESB og beitti
Halldór þessum rökum m.a. á Josep
Pique, utanríkisráðherra Spánar, sem
var í forystu fyrir Evrópusambandið á
ráðherraráðsfúndi EES í vikimni. í
ljósi þess að stækkun ESB er í raun
líka stækkun á EES, sem kallar á sér-
stakt fullgildingarferli þjóðþinga aðild-
arríkjanna, væri að dómi Halldórs lag
að nýta þetta fullgildingarferli fyrir
hvort tveggja, stækkun ESB og upp-
færslu EES. í þessu samhengi benti
Halldór ráðherraráðsfundinum í vik-
unni á að fríverslunarsamningar
EFTA við umsóknarríki myndu falla
úr gildi við aðild þeirra að ESB og þar
með myndi markaðsaðgangur fyrir
sjávarafurðir frá EES/EFTA-ríkjunum
versna. Miklu skipti að stækkun yrði
ekki til þess að reisa nýjar viðskipta-
hindranir innan EES. Halldór kvaðst í
samtali við DV óttast að þrátt fyrir að
stækkunarferhð
verði langt komið
2003 eða 2004 geti
það enn dregist í
nokkur ár að geng-
ið verði frá því
með fúllgildingu
einstakra þjóð-
þinga.
Fríverslun
fellur burt
Þegar Halldór
Ásgrimsson visar
til fríverslunar-
samninga EFTA
er hann að tala um
hugsanlegar breyt-
ingar á viðskipta-
stöðu gagnvart
ríkjum í Austur-
og Mið-Evrópu,
s.s. Póllandi, Sló-
veníu, Slóvakíu,
Rúmeníu, Tékklandi, Ungveijalandi og
Eystrasaltsríkjunum, sem Islendingar
hafa nú fríverslunarsamninga við.
Viðskipti með flsk eru sem kunnugt er
utan EES-samningsins og er frá þeim
málum gengið í sérstakri bókun, bók-
un 9. Sú bókun mun gilda gagnvart
nýjum aðildarríkjum ESB, en hins veg-
ar munu viðskiptakjörin í sumum tO-
fellum versna þar sem þeir fríverslun-
arsamningar, sem i gildi hafa verið,
munu falla niður og tilteknar sjávaraf-
urðir því fá á sig tolla. Þar er síldin
mikilvægust, en hún ber 15% toli frá
miðjum júni til miðs febrúar, og einnig
mun þetta koma niður á afurðum s.s.
hörpudiski, humri og unnum laxaaf-
urðum og fleiri vöruflokkum sem bera
tolla sem eru á bilinu frá 3% og allt
upp í 10%.
Ekki til WTO
Nokkuð skiptar skoðanir eru á því
hvort og hversu alvarleg ógn þessar
viðskiptahindranir séu. Þannig segir
t.d. nýr formaður utanríkismálanefnd-
ar Alþingis, Sigríður Anna Þórðardótt-
ir, að breytingar á viðskiptakjörum
vegna stækkunar ESB sé ekki stórt
mál. „Við höfum alltaf EES-samning-
inn og ég bendi líka á að þessi lönd eru
ekki komin inn í ESB enn þá. Þangað
til gilda fyrri samningar og ég trúi því
að utanríkisráðherra nái að leysa það
mál með einhveijum hætti í tæka tíð,“
sagði Sigríður. Hún er hvað þetta varð-
ar á svipaðri linu og ráðherrar flokks-
ins, þeir Davíð Oddsson og Tómas Ingi
Olrich, sem hafa lýst þeirri skoðun
sinni að ef í ljós komi að viðskiptakjör
versni gagnvart þessum löndum þá sé
eðlilegt að taka það upp við Alþjóða
viðskiptastofnunina, WTO. Halldór Ás-
grímsson segir hins vegar í samtali við
DV að þessi leið sé ekki fýsileg þvi það
hafi komið skýrt fram af hálfu Evrópu-
sambandsins að það telji íslendinga
ekki hafa neinn rétt á grundvelli
reglna WTO. „Við höfum vissulega
haldið þessum skilningi okkar til haga,
en þeir hafa á móti sagt að ef íslending-
ar hyggist fara þessa leið séu menn
famir að tala um að málið sé allt ann-
ars eðlis,“ segir Halldór. Á hinn bóg-
inn er ESB tilbúið að ræða málið á
grundvelli bókunar 9 og í þeim farvegi
er það, að sögn utanríkisráðherra.
Franrtíöarmarkaður
Viðmælendur úr viðskiptalífrnu og á
Viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt-
isins telja hins vegar að ekki megi gera
lítið úr þeim viðskiptahagsmunum sem
hér séu í húfi. Vissulega sé það rétt að
til skamms tíma hafl íslensk fyrirtæki
ekki sótt inn á þessa markaði að ráði en
ýmislegt bendi til að það hafl verið að
breytast. Norðmenn hafa byggt upp
markaði í Póllandi og víðar og eiga
þangað mikil viðskipti, sem er talin vís-
bending um þá möguleika sem Islend-
ingar gætu haft á þessum markaði. Full-
yrt er að þama séu framtiðarhagsmun-
ir í húfi. Högni Kristjánsson á Við-
skiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins
segir þannig að greinileg aukning hafi
orðið á útflutningi sjávarafurða til þess-
ara ríkja og ekki sé ástæða til að ætla
annað en að sú aukning haldi áfram.
Þannig er neysla á fiski í Póllandi t.d.
aðeins rúmlega helmingur af því sem
fiskneyslan er að meðaltali í ESB. Efna-
hagur fer batnandi í þessum löndum og
þvi má gera ráð fyrir að neysla fiskaf-
urða, þar á meðal verðmætari afurða,
aukist.
Gott betur en tvöfaldast
Samkvæmt upplýsingum frá Við-
skiptaskrifstofu utanríkisráðuneytis-
ins nam heildarútflutningur sjávaraf-
urða til umsóknarríkja ESB árið 2000
tæplega 570 milljónum króna. Fyrstu
11 mánuði ársins í fyrra nam þessi út-
flutningur hins vegar rúmlega 1,5
milljörðum króna, þannig að í krónum
talið hefur þessi útflutningur gott bet-
ur en tvöfaldast milli ára. Sé hins veg-
ar skoðað sérstaklega hversu stór hluti
þessa útflutnings yrði tollskyldur eftir
inngöngu ríkjanna í ESB miðað við
bókun 9 kemur eftirfarandi í ljós: Árið
2000 hefðu tæplega 254 milljónir af
þessum 570 milljónum hafa orðið toll-
skyldur útflutningur. Árið 2001 (jan,-
nóv.) hefði rúmlega 421 milljón af þess-
um 1,5 milljörðum sem nú var toll-
fijáls orðið tollskyldur útflutningur.
Samkvæmt þessum tölum má ljóst
vera að það er á milli fjórðungur og
helmingur af útflutningi til þessara
rikja sem myndi veröa tollskyldur
miðað við óbreytta bókun 9 eftir
stækkun ESB.
Halldór
Ásgrímsson.
Tómas Ingi
Olrich.
Davíö
Oddsson.
Sigríöur Anna
Þóröardóttlr.
KA-maður með tönn úr leikmanni Hauka í nefinu:
Með heljarstórt og helaumt nef
- tönnin f jarlægð í dag. - Verður minjagripur eða skilað til eiganda
DV-MYND -SBS
Meö putta á bólgnu nefi
Jónatan bendir á hvernig nef sitt bólgnar út - og fyrir innan situr tönnin úr
Haukamanninum. Hún veröur fjarlægö af læknum í dag.
„Þetta er með því kynlegra sem ég hef
lent í um dagana. Mér finnst sjálfsagt að
eiga tönnina sem minjagrip, nema ef ég
skila henni til upphaflegs eiganda," seg-
ir Jónatan Magnússon, leikmaður KA í
handbolta, í samtali við DV. Við
röntgenmyndatöku á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri á mánudag kom í
ljós að brot úr tönn Þorvarðar Tjörva
Ólafssonar situr fast í nefi Jónatans.
Þeir kappar lentu í harkalegu samstuði
í leik KA og Hauka í handknattleik í
maí sl. vor. Nefið á Jónatani laskaðist
þá nokkuð og tönn í Þorvarði brotnaði
en engan óraði fyrir hvar tönnin - sem
aldrei fannst - hefði lent.
Aðskotahlutur var tönnin
„Strax eftir þennan leik sl. vor leitaði
ég til heimilislæknis- og síðar háls-, nef-
og eymalæknis. Sá síðamefndi vildi
meina að eitthvað hefði flísast úr nef-
beininu og það gróið vitlaust saman.
Það væri lýtalæknis að taka á þessu
máli. Þegar ég leitaði til slíks læknis í
Reykjavík vildi hann ekkert gera fyrr
en að ár væri liðið frá óhappinu," sagði
Jónatan þegar hann reifaði sína sögu í
samtali við DV í gær. Hann sagðist alla
tíð eftir þetta óhapp hafa verið helaum-
ur í nefinu og það verið bólgið, aumt og
rautt. Og slæmur var hann sem aldrei
fyrr eftir leik KA og Aftureldingar sem
háður var sl. laugardag. í kjölfar þess
leiks leitaði hann til sérfræðinga á
sjúkrahúsinu nyrðra - sem sáu strax að
eitthvað talsvert var að.
„Ég talaði við Eirík Pál Sveinsson
sem er háls-, nef- og eymalæknir. Fyrst
hélt hann að það væri einhver sýking í
nefinu og ætlaði að setja mig á sýklalyf.
Honum datt síðan í hug að verið gæti að
einhver aðskotahlutur væri þama fast-
ur og því var ég settur í röntgenmynda-
töku. Og mikið rétt; á myndinni sást að
ég var með einhvem aðskotahlut þama
sem við nánari athugun kom í ljós aÖ
var tönnin úr Þorvarði Tjörva," sagði
Jónatan.
I dag, fimmtudag, fer hann í aðgerð
þar sem þess verður freistað að ná tönn-
inni burt. Jónatan hefur þó orð Eiríks
Páls læknis fyrir því að slíkt sé hægara
sagt en gert - og verið geti að það takist
ekki í fyrstu atrennu.
Hreint ekki fyndið
„Fyrst eftir að ég frétti að tönnin sæti
fóst í nefinu á mér fannst mér það
hreint ekki fyndið. En þetta er búinn að
vera helsti brandarinn á æfingum hjá
okkur í KA-liðinu síðustu daga og menn
sjá ýmsa fleti á þessu máli,“ sagði Jón-
atan. Hann segist hafa reynt að hlifa
sínu heljarstóra og helauma nefi frá
átökum í leikjum að undanfómu og það
hafi sloppið merkilega vel, svo sem í
þeim átakamikla og stimpingasama leik
sem Akureyrarliðin KA og Þór háðu sín
í millum sl. þriðjudagkvöld. -sbs
SJÍi Tzltsí>\\
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólariag í kvöld 19.25 19.08
Sólarupprás á morgun 07.47 07.34
Síódegisflóö 19.09 23.42
Árdegisflóð á morgun 07.22 11.55
Stöku skúrir
Suðlæg eöa breytileg átt, 3-10
m/s. Skýjaö með köflum og stöku
skúrlr eða él vestan til, en rigning
sunnan- og vestan til síðdegis.
Hiti 0 til 7 stig en sums staðar vægt
frost inn til landsins.
Hæg breytileg átt og úrkoma víða
um land, þó síst austanlands. Hiti O
til 7 stig, en sums staðar vægt frost
inn til landsins, einkum noröan til.
Laugardagur Sunnudagur Mánudagur
Hiti 2°
tii e6
Vindun
5-13
NA 5-13 m/s og
frtils háttar él
noröan- og
Hiti 0°
til 8°
Vindur:
5_13 iii/í.
NA 5-13 m/s og
lítilsháttar él
noröarv og
Hlti o°
til 8*
Vindur:
5-13 '*'/*>
NA 5-13 m/s og
Irtils háttar él
austan tll, en austan tll, en austan tll, en annars annars bjartviöri. annars bjartviöri. Frost Frost 0 til 8 stlg bjartvlöri. Frost O til 8 stig, en O til 8 stlg. frostlaust meö suöurströndinnl.
m/s
Logn 0-0,2
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinningsgola 5,5-7,9
Kaldl 8,0-10,7
Stinningskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassviðri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveður 28,5-32,6
Fárviðri >= 32,7
AKUREYRI léttskýjaö 1
BERGSSTAÐIR skýjaö 1
BOLUNGARVÍK léttskýjað 1
EGILSSTAÐIR skýjaö 2
KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 0
KEFLAVÍK þokumóða -1
RAUFARHÖFN skýjað 1
REYKJAVÍK skýjaö 0
STÓRHÖFÐI léttskýjað 2
BERGEN heiöskírt -3
HELSINKI heiöskírt -6
KAUPMANNAHÖFN skýjaö 1
ÓSLÓ heiöskírt -6
STOKKHÓLMUR -5
ÞÓRSHÖFN léttskýjað 1
ÞRÁNDHEIMUR alskýjað -11
ALGARVE skýjaö 14
AMSTERDAM skýjað 4
BARCELONA léttskýjað 7
BERLÍN slydda 2
CHICAGO skýjaö 6
DUBUN léttskýjaö 3
HAUFAX rigning 4
FRANKFURT skýjað 4
HAMBORG rigning 2
JAN MAYEN skafrenningur -1
LONDON skýjaö 5
LÚXEMBORG skýjaö 3
MALLORCA léttskýjaö 8
MONTREAL 4
NARSSARSSUAQ skýjaö -11
NEW YORK þokumóöa 7
ORLANDO heiöskírt 4
PARÍS skýjaö 7
VÍN heiöskírt 3
WASHINGTON þokumóöa 9
WINNIPEG alskýjaö -12