Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002
Fréttir i>v
Stjórnarformaður flutningsjöfnunarsjóðs sements:
Annar ráðuneytismaður
fram hjá kjaranefnd
- sá fyrri telur að nefndinni hafi verið kunnugt um stjórnarstörfin
„Okkur var ekki kunnugt um
þessar greiðslur," segir Guðrún
Zoéga, formaður kjaranefndar, um
laun sem Atli Freyr Guðmundsson,
skrifstofustjóri í iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytinu, hefur þegið fyr-
ir stjómarformennsku í Qutnings-
jöfnunarsjóði sements. Hann situr í
stjórn sjóðsins samkvæmt skipun
ráðherra.
Laun skrifstofustjóra í ráðuneyt-
um eru ákveðin af kjaranefnd. Það
er nefndarinnar að meta í hvert
sinn hvort seta í nefndum og stjórn-
um teljist eðlilegur hluti af starfi
Ferðaskrifstofur:
Fá stjórnvalds-
sektir vegna
ferðaauglýsinga
Áfrýjunamefnd samkeppnismála
hefur úrskurðað í áfrýjunarmálum
Heimsferða ehf., Flugleiða hf. og
Plúsferða ehf. gegn samkeppnisráði.
Er félögunum öllum gert að greiða
stjómvaldssektir vegna þess að Qug-
vallarskattar voru ekki innifaldir í
verði í ferðaauglýsingum félaganna
fyrr á þessu ári.
í niðurstöðu áfrýjunarnefndar er
sektargreiðsla vegna stjórnsýslu-
brots Heimsferða ehf. ákveðin
400.000 krónur. Flugleiðum hf. er
gert að greiða 300.000 krónur vegna
brots af sama toga. Þá er Plúsferð-
um ehf. einnig gert að greiða 300.000
krónur i stjórnvaldssekt vegna
brots á reglum um verðupplýsingar
í auglýsingum samkvæmt 21. grein
samkeppnislaga frá 1995.
Málavextir eru þeir að 28. febrúar
2002 sendi Samkeppnisstofnun bréf
til sex fyrirtækja í ferðaþjónustu
þar sem rakin voru ákvæði laga og
reglna sem í gildi eru um verðupp-
lýsingar í auglýsingum og úrræði
stjómvalda ef brotið er gegn þeim
ákvæðum. Fyrrgreind fyrirtæki
birtu síðan auglýsingar þann 10. og
12. mars sem taldar voru brot á fyrr-
greindum ákvæðum. Sendi Sam-
keppnisstofnun fyrirtækjunum bréf
vegna þessara mála 11. og 18. mars
og gaf þeim 10 daga frest til að gera
leiðréttingu á sínum auglýsingum.
Báru fyrirtækin m.a. við mistökum
og að auglýsingar hefðu verið send-
ar til birtingar áður en viðvörun
Samkeppnisstofnunar var gefin.
Var sú túlkun hins vegar ekki tekin
til greina í niðurstöðu áfrýjunar-
nefndar samkeppnismála. -HKr.
Olíuleitarskip
leitaði vars
Rannsóknarskipið Zephyr leitaði
vars í Norðfjarðarhöfn um helgina
en skipið er hér við land á vegum
olíuleitarfyrirtækisins TGS Nopec.
Tilgangur ferðarinnar er að kanna
setlög undan norðaustur- og austur-
ströndinni með það fyrir augum
hvort hér sé olíu að frnna.
Landgrunnið við ísland hefur
reyndar lengst af verið talið of ungt
til að þar geti leynst olía í vinnan-
legum mæli en reyndar var svipað
sagt um Norðursjó á sínum tima.
Auk þess hafa nokkrir íslenskir
jarðfræðingar bent á það nýlega að
Jan Mayen-hryggurinn kunni að
teygja sig inn undir austurhluta
landsins en hann er sneið af fomu
meginlandi. Meðal annars er þykkt
berggrunnsins undir Austfjörðum
mun meiri en undir Vestfjörðum
auk þess sem vísbendingar hafa
fundist um að gosefni í Öræfajökli
kunni að innihalda steindir úr meg-
inlandsbergi. -EG
ilniiMiiui (Mj<im
hálfa milljón króna
ýjaranefnd
Frétt DV í gaer.
þeirra sem ekki beri að greiða sér-
staklega fyrir.
Launagreiðslur Qutningsjöfnun-
arsjóðs sements námu í fyrra sam-
tals 1,3 milljónum króna en þrír
menn sitja í stjóminni. Einn þeirra,
Gunnar G. Þorsteinsson, aðstoðar-
forstjóri Samkeppnisstofnunar, er
jafnframt framkvæmdastjóri sjóðs-
ins. Hann þiggur einnig laun sem
starfsmaður annars sjóðs - Qutn-
ingsjöfnunarsjóös olíuvara. Laun
Gunnars eru hins vegar ekki ákveð-
in af kjaranefnd og eiga viðmiðun-
arreglur nefndarinnar því ekki við
um hann.
Atli Freyr Guðmundsson er ekki
eini skrifstofustjórinn í iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytinu sem þegið
hefur laun fram hjá kjaranefnd.
Eins og DV greindi frá í gær hefur
Jón Ögmundur Þormóðsson þegið
400 þúsund krónur á ári fyrir að
sitja í stjóm Qutningsjöfnunarsjóðs
olíuvara, en formaður kjaranefndar
tjáði DV að sér hefði ekki verið
kunnugt um þær greiðslur.
DV náði ekki tali af AQa Frey í
gær. Jón Ögmundur segist hins veg-
ar hafa haft samband við formann
kjaranefndar símleiðis í október
1999 og upplýst um setu sína í stjórn
sjóðsins, svo og að hann teldi störf
sín þar ekki tengjast störfum hans í
ráðuneytinu. Myndi hann því ekki
víkja sérstaklega að setu sinni í
sjóðnum í svari til kjaranefndar
vegna fyrirspurnar nefndarinnar, f
formlegu svarbréQ til nefndarinnar
nokkrum dögum síðar sagðist Jón
Ögmundur ganga út frá því að
nefndin fengi ætíð nýjustu upplýs-
ingar frá iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytum um störf hans sem skrif-
stofustjóra. Sagðist hann af þeim
sökum ekki senda nefndinni sérstök
gögn þar að lútandi.
„Samkvæmt framansögðu tel ég
að nefndin haQ vitað um Qutnings-
jöfnunarsjóð olíuvara og setu mína
í stjóminni," segir Jón Ögmundur.
-ÓTG
Hamingjusamar fjölskyldur
Hamingjusamir foreldrar meö dætur sínar í Kanton-garöinum í Kína. Fjölskyldurnar eru væntanlegar heim síöar í vik-
unni.
Tíu litlar kjördætur á leiðinni heim til íslands frá Kína:
Einstök og ólýsanleg upplifun
- að halda á dótturinni í fyrsta skipti, segir Hjalti Jón Sveinsson
„Þetta var alveg einstök og ólýs-
anleg upplifun," sagði Hjalti Jón
Sveinsson, skólameistari við Verk-
menntaskólann á Akureyri, þegar
DV spurði hann í gær hvemig það
hefði verið að halda í fyrsta skipti á
lítilli dóttur sinni í fanginu, eftir að
hafa ferðast alla leið til suðurhluta
Kína til þess að sækja hana.
Nú eru foreldrar tíu stúlkubama
staddir í Kína til þess að sækja
bömin sín. Þessi tíu stúlkuböm era
hin fyrstu sem ætQeidd eru hingað
frá Kína. Það er félagið íslensk ætt-
leiðing sem hefur milligöngu um
ætQeiðingu bama þaðan, eins og frá
fjöldamörgum öðrum löndum.
LiQu stúlkurnar, sem koma brátt
heim með foreldrum sínum, eru all-
ar um það bil eins árs. Þær hafa
búiö á bamaheimili eftir að hafa
verið bomar út. Nú hafa þær eign-
ast íjölskyldur og ný heimili. For-
eldrarnir hafa þurft að bíða mis-
munandi lengi eftir að fá þær.
Stysta biðin hefur verið um það bil
eitt ár.
Það var því eftirvæntingarfullur
hópur sem hélt út til Kína laugar-
daginn fyrir rúmri viku til að hitta
börnin sín. Fyrst var Qogið tQ
Peking og haldið þaðan til Kanton-
borgar, sem er í suðurhluta lands-
ins, suður undir Hong Kong. Ekki
liðu nema tvær klukkustundir frá
því foreldramir lentu þar til þeir
vom komnir með stúlkumar sínar í
fangið. Þama urðu miklir gleðifund-
ir eins og nærri má geta. Sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins hefur
allur undirbúningur heimferðarinn-
ar gengið eins og best verður á kos-
ið.
Fjölskyldurnar eru væntanlegar
heim síðari hluta þessarar viku.
-JSS
«E
Ný hjúkunarrými
Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra
og Ingibjörg Sólrún
GísladóQir borgar-
stjóri undirrituðu í
gær sameiginlega
viljayQrlýsingu um
endurbætur og upp-
byggingu nýrra
hjúkrunarrýma í Reykjavík á ámn-
um 2003 til 2007. Gert ráð fyrir að
326 ný hjúkrunarrými verði tekin i
notkun í Reykjavík á tímabilinu en
42 eldri rýmum verði lokað eða
breyR í sérbýli. - Mbl. greindi frá.
Kvartað undan flugi
Mikið var hringt tU lögreglunnar
í Reykjavík í nótt og kvartað undan
hávaða af völdum Qugvéla sem
sveima yflr borginni. Vélamar, sem
em kafbátaleitarvélar af gerðinni P-
3 Orion, Qjúga yOr borgina í örygg-
isskyni vegna ráðherrafundar
Atlantshafsbandalagsins.
Landmat á CNN
Hugbúnaður frá upplýsinga-
tæknifyrirtækinu Landmati hefur
vakið umtalsverða athygli í Ind-
landi og var m.a. tU uppfjöllunar hjá
sjónvarpsstöðmni CNN í Asíu í
gærmorgun. Um er að ræða stefnu-
mótahugbúnað fyrir farsíma,
DateTrak, sem Landmat hefur
hannað og byggist á landfræðUegri
staðsetningu.
Vill banna olíuflutninga
Hafnasamlag Suðumesja vUl að
olíuQutningar á Reykjanesbraut
verði bannaðir og eldsneytið verði í
staðinn QuR sjóleiðina tU og frá
Helguvík. Þorsteinn Ámason, form.
stjómar HASS, telur öryggi aukast
á Reykjanesbrautinni, slit minnka
og að rekstur hafnarinnar styrkist.
- VíkurfréRir greindu frá.
Loftinntök athuguð
Rannsóknamefnd sjóslysa leggur
tU að hugað verði að staðsetnmgu
loftinntaka á skipum í framhaldi af
rannsókn sjóslyssins þegar Svan-
borg SH 404 varð vélarvana og fórst
við Svörtuloft yst á SnæfeUsnesi 7.
desember.
Tvö tilboð
Orkuveitu Reykja-
víkur hafa borist tvö
tUboð í rekstur lík-
amsræktarstöðvar
sem fyrirhugaður er í
nýjum höfuðstöðvum
Orkuveitunnar sem
nú rísa við RéRarháls
í Reykjavík. Annað
tUboðið mun vera frá Bimi Leifssyni
í World Class en ekki er ljóst frá
hverjum hiR tUboðið er. Aiireð Þor-
steinsson segir tUboðin tU skoðunar. -
Mbl. greindi frá.
Ný skoðanakönnun
Reykjavíkurlistinn hefur tæplega
52% fylgi og SjálfstæðisQokkurinn
tæp 43% í nýrri fylgiskönnun sem
Talnakönnun hf. gerði fyrir vefsíðuna
heimur.is. Fylgi Frjálslyndra og
óháðra mældist um 4,5%.
Leitað að síld
Grindvíkingur GK hélt frá Seyðis-
Qrði í gærmorgun og var ferðinni
heitið í SUdarsmuguna. Frést hafði af
dönskum skipum sem orðið höfðu vör
við sUd í veiðanlegu magni norður
undir 70’N og verður farið þangað ef
sUd Qrrnst ekki sunnar á veiðisvæð-
inu. - Interseafood greindi frá.
Fær ekki X
DeUur hafa staðið yQr undanfarið í
Fjarðabyggð vegna listabókstafs
Biðlistans sem var X en er nú orðinn
Á. Ákveðin mótframboð í Fjarðabyggð
hótuðu að kæra notkun bókstafsins
þar sem hann gæti valdið kjósendum
ruglingi. - Austurglugginn greindi frá.
-Hkr