Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2002, Page 15
15 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 PV_____________________________________________________________________________________________________Menning Allt litróf tilfinninganna - Kammersveit Reykjavíkur frumflytur verk íslenskra tónskálda á Listahátíð Viöburöur dagsins á Listahátíð í Reykjavík eru tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur í Listasafni íslands kl. 20 i kvöld þar sem frumflutt veröa verk eftir Jón Nordal og Hauk Tómasson. Auk þess veröur einn þáttur úr Erfiljóöum Jóns Leifs fluttur í fyrsta sinn opinberlega. Stjórnandi er Bernharöur Wilkinson en konsertmeistari Kammersveitarinnar er Rut Ingólfsdóttir. „Við pöntuðum verk hjá Jóni Nordal í fyrra og sóttum um styrk úr Menning- arborgarsjóði til þess. Verkin sem við höfum leikið eftir hann til þessa eru svo viðamikil að við höfum ekki getað flutt þau á tónleikum erlendis og nú báðum við hann um ferðavænt verk,“ segir Rut Ingólfsdóttir og hlær við. „Hann tók því ljúflega og samdi fyrir okkur verk sem hann kallar Grímu og er fyrir ellefu hljóðfæraleikara. Það er í anda hans, svolítið tregablandið - með þessum djúpa undirtóni sem ævinlega er i verk- um Jóns.“ Söknuður Verkið eftir Hauk Tómasson heitir Langur skuggi og það fékk Rut í pósti síðastliðið sumar. „Ég hreifst af því undir eins,“ segir Rut, „og ekki dró úr ánægjunni þegar Haukur sagðist hafa fengið hugmyndina af að hlusta á geisladiskinn Raddir með íslenskum þjóðlögum, sungnum af ís- lensku alþýðufólki. Þetta er frábært verk fyrir sjö strengjaleikara og það ætl- um við að flytja á tónleikum í Þýska- landi í sumar.“ Eftir Jón Leifs flytur Kammersveitin fyrst Skerzo Concreto, örstutt verk sem tónskáldið sagði sjálft að menn mættu taka hvort sem þeir vildu í gamni eða alvöru. En ekki leikur vafl á inntaki Erffljóðanna, sem er eitt þeirra verka sem Jón samdi eftir dóttur sína Lif og sem einnig verður flutt í kvöld. „Þetta er ótrúlega flott verk, svo þrungið sorg,“ segir Rut. „Hann gengur þar að mörgu leyti lengra í persónulegri tján- ingu en í hinum verkunum sem hann samdi í minningu dóttur sinnar. Það er fyrir einsöngv- ara og karlakór og við höfum safnað saman 16 úrvalsröddum úr ýmsum kórum bæjarins til að flytja það.“ í fyrsta þætti verksins notar Jón Leifs ljóðið Söknuð eftir Jónas Hallgrímsson. í öðrum þætti, Sorgardansi, og þriðja þætti, Sjávarljóði, notar hann texta héðan og þaðan, lausavísur, spak- mæli, viðlög og kvæði eftir Bólu-Hjálmar, Egil Þeir semja fyrir Kammersveit Reykjavíkur Haukur Tómasson og Jón Nordal rýna í tónbókmenntirnar. DV-MYND E.ÓL. Skallagrímsson, Gunnar Gunnarsson, sjálfan sig og fleiri. Flutningurinn er flókinn því stund- um eru tveir ólíkir textar sungnir í einu. í þriðja þætti syngur Þórunn Guðmundsdóttir messósópran með (og móti) karlakómum og Rut leikur einleik á fiðlu. Þar nær verkið hámarki sinu í nístandi sorg og samviskubiti foðurins. „Þetta verk er á útgáfuáætlun hjá okkur,“ seg- ir Rut, „en okkur finnst mikilsvert að gefa al- menningi líka kost á að heyra lifandi flutning á verkum sem við ætlum að taka upp; ekki bara æfa úti í bæ og taka upp í stúdíói án þess að leika nokkum tíma fyrir áheyrendur." Loks leikur Kammersveitin „I call it“ eftir Atla Heimi Sveinsson við texta eftir Þórð Ben. Sveinsson myndlistarmann. „Þetta verk var samið 1974 og við höfum flutt það nokkrum sinnum,“ segir Rut. „Það stenst tímans tönn vel og mér kemur alltaf á óvart þeg- ar ég kem að því eftir eitthvert hlé hvað það er skemmtilegt. I því verki syngur Signý Sæmund- dóttir einsöng." . ■IIMIMaillllWi !■! 11 ..• Karlar stjórna - konur bíða A sunnudagskvöldið var fyrsta sýning argentínska dansflokksins E1 Escote í ís- lensku óperunni á vegum Listahátíðar. Á efnisskrá var fyrst stutt nútímaverk, E1 Escote, margverðlaunað verk sem flokkurinn hefur sýnt víða um heim, og síð- an tangóverkið Cenizas de Tango. Sýningin var i alla staði vel heppnuð frá dans- flokksins hálfu enda fima góðir dansarar og fær dans- höfundur, Roxana Grin- stein. Kynning á sýningunni og staðsetning hennar hefðu aftur á móti mátt vera betri. Sýningin hefur að mestu verið auglýst sem tangósýning og kom nú- tímaverkið í byrjun því mörgum að óvart og fékk vart þá athygli sem það átti skilið. íslenska óperan er einnig sérlega illa fall- in til danssýninga vegna þess hve lítil upphækk- unin er í salnum. E1 Escote er athyglisvert og sterkt dansverk. Hreyfmgar í því eru smáar en skýrar og allsér- stakar. Áhorfandi horfir á hálfnakta líkama án sjáanlegs höfuðs skapa kyrrstæðar hreyfmgar og mynstur. Sterk tengsl em á milli dansaranna (höfuðlausu líkamanna) bæði í hreyfmgum og nálægð. Eitt af þvi athyglisverðasta við sýning- una er hvemig lýsingin skapar fagurleg form og skugga á hryggjarsúlu og bakvöðvum dansaranna. E1 Escote er einstaklega frumlegt verk og engin furða þótt það hafi hlotið heimsathygli. Dansverkið Cenizas de tango eða Aska tangós- ins er gott dæmi um hvernig listamenn nota eigin menningarhefð sem leið til listrænnar tjáningar. Verkið er byggt á aldargamalli tangóhefðinni í Argent- inu en í stað þess að höf- undur sýni áhorfendum hefðbundinn tangó eins og um væri að ræða skemmtun fyrir ferða- menn túlkar hún veröld tangósins og dansinn sjálfan út frá eigin list- rænum og hugmynda- fræðilegum markmiðum, gerir góðlegt grín að hefðinni og ekki síst hlut- verki og stöðu kvenna innan hennar. Tangóinn byggir eins og flestir paradansar á hefðbundnum hlutverkum kynjanna sem felast í því að allt frumkvæði er í höndum karlmanna (að bjóða upp og stjórna á dansgólfinu) en kon- umar bíða. Grinstein gerir þessa bið að umfjöll- unarefni dansverksins og beinir meðal annars sjónum að þeim leiðum sem konur hafa og nota til að stytta biðina. Tangóinn er ástriðufullur dans og var hann bannaður á sínum tíma af kaþólsku kirkjunni vegna þess að hann þótti of kynferðislegur. Grinstein leikur sér með siða- vendnina og ástríðurnar á skemmtilegan hátt og teflir þar meðal annars saman möguleikunum sem „ósiðlátar“ og „siðlátar" konur hafa innan og utan tangósins. Hún ögrar einnig hefðbundnum hlutverkum kynjanna og magnaðasti hluti dansverksins var þegar tveir karldansarar dönsuðu saman eld- heitan tangó og skiptust á við að stýra. Dans þeirra geislaði af styrk og ögrun því hvorugur vildi undan láta. Grinstein ýjar einnig að því að konur geti dansað saman og stjómað á víxl. Það að karlmenn dansi saman tangó hefur sögulega skírskotun til tíma landnemanna þegar karl- menn voru miklu fleiri en konur og siðgæðis- staöall kynjanna var ólíkur. Það að konur dansi saman átakamikinn og ástríðufullan tangó, hvað þá að konur taki við stjóminni í tangón- um, er síðan heillandi framtíðarsýn sem eytt gæti biðinni á bekknum. Canizas de tango er ótrúlega spennandi blanda af nútimadansi og tangó. Dansararnir sýndu skemmtilega takta og tónlist, lýsing og búningar voru mjög flott. Sesselja G. Magnúsdóttir El Escote sýnir í Islensku óperunni á Listahátíð I Reykjavík: El Escote. Danshöfundur: Roxana Grinstein. Tónlist: Martin Pavlovsky. Lýsing: Eli Sirlin. Svlðsmynd og búningar: Roxana Grinstein. Cenizas de Tango. Danshöfundur: Roxana Grinstein. Tónlist: Ruggieri, Pugliese, Binelli, Aieta, Spasiuk/Agri, Piazzolla/Ferrer o.fl. Leikmynd og búnlngar: Joege Ferrari. Lýslng: Eli Sirlin. Dieter Roth Akademían sýnir Áhugamenn um 20. aldar myndlist ættu að athuga að nú stendur yfir sýning á verk- um félaga í Dieter Roth Akademíunni í húsakynnum íshamars ehf., vinnustofu Bjöms Roth og veitingahúsinu Álafossfót bezt við Álafossveg, Mosfells- bæ. Hún var opnuð um siðustu helgi í tilefni þriðju ráðstefnu Akademíunnar sem stendur yfir til 15. maí en sýningin stendur til 9. júní og er opin virka daga kl. 18-20 og kl. 14-20 um helgar. Dieter Roth Akademían var stofnuð árið 2000 í Basel í Þýskalandi til að sinna arfi hins merka myndlistarmanns sem akademían er kennd við og efla sambönd og samstarf milli myndlistarmanna. Meðal stofnfélaga eru bræðurnir Sigurð- ur og Kristján Guðmundssynir, Bernd Koberling, Henriette van Egten, Dorothy Iannone og Pétur Kristjánsson og eiga þau öfl verk á sýningunni auk fjölda annarra listamanna, meðal þeirra eru Björn Roth, Vera Roth og Karl Roth, Eggert Einarsson, Magnús Reynir Jóns- son, Sigríður Bjömsdóttir og Dieter sjálf- ur. Bersögli í sellófoni Það var íhugunarvert fyrir gamla rauðsokku að horfa og hlusta á Björk Jakobsdóttur flytja einleikinn sinni Sell- ófon sem nú gengur fyrir fullu húsi í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hún sýndi þar í máli og myndum dag í lífi ungrar ís- lenskrar nútimakonu - og það er sannar- lega ekki glaður dagur. Hún vaknar svo seint að hún verður að vekja börnin með látum („ekki góð uppeldisaðferð"), bisar því yngra upp í bamastól í upphækkuð- um jeppa sem er - eins og hún bendir á sjálf - fáránlegt farartæki til heimilis- nota, lætur það eldra klæða sig í bílnum, er of sein í vinnuna, óheppin með flest yfir daginn, of sein að sækja börnin og lendir í útistöðum við hreint alla sem hún hittir. Engin furða þó að hún sé ekk- ert sérlega ánægð með lífið. En þetta er gamanleikrit, segir nú kannski einhver þeirra sem skemmti sér vel á frumsýningu. Já, og margar setn- ingar og svipmyndir voru þrælfyndnar. En mér fmnst of oft gæta sjálfsvorkunn- ar í leikritum um konur og líf þeirra - nefni til dæmis Leitina að vísbendingu um vitsmunalíf í alheiminum og Evu, bersöglan sjálfsvamareinleik. Pikusögur og Bannað að blóta í brúðarkjól voru hressandi undantekningar. Hver er hráin? í Seflófoni gæflr Björk við ímyndina af lífinu fyrir Rauðsokkahreyfingu - þeg- ar „allar“ konur voru heima og hittust hver hjá annarri i kaffi svo að hvunndagurinn varð einn allsherj- ar saumaklúbbur. Og hvers vegna getur þetta ekki orðið svona aftur? Jú, af því laun karla lækkuðu svo mikið þegar konurn- ar stormuðu út á vinnumarkaðinn að nú get- ur ekkert heimili lifað af einfóldum launum. Þegar hlýtt er á svona söguskoðun er freistandi að sjá fyrir sér lífið á þessum löngu liðnu tímum. Þar sem karlinn skaffaði sæmilega og konan gat verið heima var lífið talsvert öðruvísi og þó umfram allt kröfumar nokkuð aðrar en nú tíðkast. Einkabilar voru sjaldgæfir og þá notaðir sparlega. Flestar konur saum- uðu föt á fjölskylduna, gerðu við og nýttu fatnað til hins ýtrasta. Matur var einfaldur; þá voru ekki snæddir réttir heldur bara fiskur fjóra til fimm daga í viku - en fiskur var að vísu mun ódýr- ari hlutfallslega en hann er nú! Ef lífið ætti að snúast heilan hring þá yrði fólk að byrja á að breyta lifnaðar- háttum sínum, skila jeppunum, læra að sauma, einfalda eldamennskuna niður í grunnform... En kannski er það einmitt það sem ungt fólk þráir innst inni?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.