Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 27 Sport x>v Viöar Guöjónsson úr Fram og Eyjamaöurinn Atli Jóhannsson berjast um knöttinn og álengdar fylgist Bjarnólfur Lárusson meö gangi mála. Eins og sjá má er Birkir Kristinsson viö öllu búinn í marki Eyjamanna. DV-mynd E.ól. marki Eyjamanna Eyjamenn unnu sinn fyrsta leik í Símadeildinni í knattspymu í gær- kvöld þegar þeir lögöu Fram, 1-2, á Laugardalsvelli. Eyjamenn geta öðru fremur þakkað markverði sín- um, Birki Kristinssyni, fyrir sigur- inn en hann varð á stundum að taka á honum stóra sínum. Auk þess greip Birkir vel inni í og var örygg- ið uppmálað í teignum. Viðureign liðanna var á köflum ágætlega leik- in, flottur samleikur og inn á milli ágæt tilþrif. Vel aö fyrsta marki Eyja- manna staðiö Eyjmenn voru klárlega komnir til Reykjavíkur til að vinna þau þrjú stig sem i boði voru. Þeir voru ein- ungis komnir með eitt stig úr tveim- ur leikjum en í síðustu umferð töp- uðu þeir illa á heimavelli sem hefur verið þeirra sterkasta vígi um langt skeið. Eyjamenn voru frískari fyrsta stundarfjórðunginn og það var á þeim kafla sem þeir náðu for- ystunni og var sérlega vel að því marki staðið. Gunnar Heiðar Þor- valdsson gerði markið úr teignum eftir hælsendingu Tómasar Inga Tómassonar og síðan sendingu frá Inga Sigurðssyni. Eftir markið færðust Framarar allir í aukana en þeir fengu aukin rými á vellinum því Eyjamenn bökkuðu verulega til baka. Eyja- menn áttu þó eina skyndisókn en skalli Inga Sigurðssonar fór rétt framhjá markinu. Jöfnunarmark Framara lá í loftinu en fyrir það varði Birkir Kristinsson í þrígang vel frá Viðari Guðjónssyni, Frey Karlssyni og Edilon Hreinssyni. Þremur mínútum fyrir leikhlé náði Ásmundur Amarsson að jafna fyrir Framara. Markið kom eftir homspyrnu Edilons Hreinssonar og Þorbjöm Atli Sveinsson lagði bolt- ann fyrir Ásmund með skalla sem skoraði með góðu vinstrifótarskoti í vítateignum. Síðari hálfleikur þróaðist með sama hætti og sá fyrri. Eyjamenn byrjuðu betur og voru meira með knöttinn Á 54. mínútu dró til tíð- inda og eftir mikinn hamagang í vítateig Framara tókst Atla Jó- hannssyni að skora. Gunnar Heiðar átti í fyrstu gott skot að markinu sem Gunnar Sigurðsson varði, bolt- inn berst til Atla Jóhannssonar en skot hans er bjargað á línu. Enn og aftur fær Atli boltann og í þetta sinn hafnar skot hans í netinu. Framarar^eröu haröa hríö að marki IBV Framarar voru eftir þetta mun meira með boltann og gerðu oft harða hríð að marki Eyjamanna. Þar var fyrir Birkir Kristinsson sem varði á stundum á glæsilegan hátt. Svona eftir á geta Framarar engum um kennt nema sjálfum sér hvemig fór í þessum leik. Það var eins og eitthvað vantaði upp á til að reka smiðshöggið á aðgerðir liðsins. Leikurinn var á köflum of hægur og Eyjamenn áttu hægt um vik að verj- ast sóknartilraunum Framara. Ingvar Ólason átti góðan leik í Framliðinu. Ómar Hákonarson, Ás- mundur Amarsson og Þorbjörn Atli Sveinsson áttu ágæta spretti. Fram- liðið verður að gera betur en það eru sigrarnir sem skipta máli og til að innbyrða þá þarf að nýta tæki- færin og skora mörk. Fram hefur ekki tekist að vinna ÍBV á heima- velli síðan 1993. Markvarsla Birkis og barátta Eyjamanna lagði grunninn að sigrinum í þessum leik. Það var geysilega mikilvægt fyrir liðið að vinna leikinn upp á framhaldið í deildinni. Birkir Kristinsson stóð upp úr og Gunnar Heiðar Þorvalds- son og Atli Jóhannsson voru mjög beittir og sköpuðu hættu upp við Frammarkið. Andri Ólafsson leysti Kjartan Antonsson af hólmi þegar hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og fórst það vel úr hendi. -JKS Maður leiksins hjá DV-Sporti: Birkir Kristinsson, ÍBV 0-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (12., skot úr teig, eftir sendingu Inga Sigurðs). 1-1 Ásmundur Amarson (42., skot úr teig, eftir fyrir Þorbjöms Atla) 1-2 Atli Jóhannsson (54., skot úr teig, fylgdi eftir skoti sem bjargað var á línu). Fram (4-4-3) Gunnar Sigurðsson .......2 Daði Guðmundsson ........3 Ingvar Ólason ...........4 Bjami Hóbn Aðalsteinsson 3 Bjami Þór Pétursson......3 Ómar Hákonarson..........4 (74., Andri F. Ottósson ....-) Freyr Karlsson ..........3 (74., Gunnar B. Ólafsson .. -) Viðar Guðjónsson ........3 Edilon Hreinsson.........3 (78., Baldur Knútsson....-) Ásmundur Amarsson........4 Þorbjöm Atli Sveinsson .... 4 Dómari: Eyjólfur Ólafsson (4). Áhorfendur: 588. Gul spiftld: Bjami Þór (86. mín), Viðar Guðjónsson (77.) (Fram), Kjartan (22.), Olgeir Sigurgeirs (86.) (ÍBV). Rauð spiöld: Engin Skot (á mark): 14 (9) - 10 (6) Horn: 11-5 Aukaspyrnur: 14-11 Rangstöóur: 5-4 Varin skot: Gunnar 3 - Birkir 6. ÍBV (4-3-3) Birkir Kristinsson......5 Unnar Hólm Ólafsson . . .3 Páll Hjaröar ...........4 Kjartan Antonsson ......3 (39., Andri Ólafsson....3 Hjalti Jóhannesson ....3 Ingi Sigurðsson.........3 Bjamólfur Lárusson ... .3 Hjalti Jónsson..........4 Atli Jóhannsson .......4 Tómas Ingi Tómasson . . .3 (75., Olgeir Sigurgeirss. ..-) Gunnar Heiöar Þorvaldss. 4 g»Qi leik?: Símadeild karla Fylkir 2 1 1 0 4-1 4 KR 2 1 1 0 5-3 4 Þór, Ak. 2 1 1 0 5-4 4 Keflavlk 2 1 1 0 3-2 4 ÍBV 3 1 1 1 2-3 4 Grindavík 2 0 2 0 3-3 2 Fram 3 0 2 1 3--4 2 KA 2 0 2 0 2-2 2 FH 2 0 1 1 4-7 1 ÍA 2 0 0 2 1-A 0 Markahæstir Jóhann Þórhallsson, Þór, Ak........3 Sigurvin Ólafsson, KR...............3 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV . 3 Bjöm Viðar Ásbjömsson, Fylki... 2 Sævar Þór Gíslason, Fylki ..........2 Þorbjöm Atli Sveinsson, Fram ... 2 Næstu leikir 3. umferð FH-KR ..........Mið. 29. maí 19.15 Keflavík-Fylkir .. Mið. 29. maí 19.15 ÍA-Grindavik . . . Mið. 29. maí 19.15 KA-Þór Ak.......Fim. 30. maí 20.00 4. umferð ÍA-FH ...........lau. 1. júní 14.00 GrindavIk-lBV .... lau. 1. júní 14.00 Þór Ak.-Keflavík . . sun. 2. júní 19.15 KR-KA............sun. 2. júní 19.15 Fylkir-Fram .... mán. 3. júní 19.15 Birkir Kristinsson: Sigurinn gefur okkur byr í seglin „Það var afar brýnt fyrir okk- ur að koma hingað og vinna sig- ur. Það var allt annað að sjá til okkar í þessum leik en leiknum á undan gegn Keflvíkingum. Það var hreint slys að tapa fyrir þeim á heimavelli. Við náðum núna að rétta úr kútnum og með góðri baráttu tókst okkur að leggja Framarana. Við erum að byggja upp nýtt og það tekur tima að stilla saman strengina. Það var gott að skora tvö mörk en við erum ekki oft að skora mikið heldur byggjum við leik okkar á sterkum varnarleik og beitum síðan skyndisóknum,“ sagði Birkir Kristinsson, mark- vörður ÍBV, i samtali við DV eft- ir leikinn. Birkir sagðist vonast til að þessi sigur gæfi liðinu byr í segl- in. „Staða okkar var svipuð á sama tíma í fyrra eftir að við lögðum Framara hér á Laugar- dalsvellinum." Birkir vildi sem minnst gera úr frammistöðu sinni í leiknum. „Það er sigurinn sem skiptir mestu máli. Ég er í markinu til að verja og ég held að mér hafi tekist það ágætlega í þessum leik.“ -JKS Ósáttur með mína menn „Ég er satt best að segja mjög ósáttur með leik minna manna í þessum leik. Það er eins og menn vöknuðu loksins til lifsins þegar liðið var búið að fá á sig mark. Þetta hefur gerst í öllum þremur leikjunum að við lendum undir. Eyjamenn bökkuðu nokkuð eftir að hafa kom- ist tvisvar yfir og fyrir vikið gáfu þeir okkur meira pláss á vellinum. Við feng- um tækifærin til að skora fleiri mörk en því miður gekk það ekki eftir. Bæðin liðin stefndu leynt og ljóst að því að taka þrjú stig sem í boði voru,“ sagði Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. -JKS Fram-IBV 1-2 (1-1) Stórleikur Birkis í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.