Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2002, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2002 4L DV _____29 Sport Rafvirkinn sem þarf ekki stiga - DV-Sport ræðir við hæsta körfuknattleiksmann lands- ins, Egil Jónasson í Njarðvík sem er 2,12 m á hæð Suður með sjó, nánar tiltekið í Njarðvík, býr stærsti körfuknattleiksmaður landsins um þesar mundir og sá stærsti í boltanum síðan Pétur Guð- mundsson hætti að leika. Egili Jónasson, sem verður 18 ára á laugardaginn, er Njarðvíkingur og 2,12 metrar á hæð. Hann þykir mikið efni, er farinn að banka á dymar hjá meistara- flokki Njarðvíkinga og hefur þegar vakið verðskuldaða at- hygli erlendis. Eins og greint var frá i DV- Sporti í gær var Agli á dögunum boðið til Italíu í körfuboltabúðir. Öllum þátttakendum í búðunum er boðið til leiks og er þetta mikil við- urkenning á möguleikum þessa há- vaxna leikmanns í framtíðinni. „Ég hef verið stærri en minir jafnaldrar frá því ég man eftir mér. Ég hef verið að stækka fram að þessu en held að þetta sé orðið gott. Ég held að ég sé hættur að stækka. Nú tekur við tímabil þar sem ég stefni að því að þyngja mig verulega, helst að fara nokkuð yfir 100 kíló en ég er 80 kíló í dag.“ Mætti sex ára á æfingar hjá Njarðvík með pabba „Þetta var nokkuð hefðbundið 1 byrjun hjá mér. Ég fór að fara með pabba á æfingar þegar ég var sex ára gamall. Gamli maðurinn var flottur í þessu í gamla daga. Hann hefur komið með góða punkta varðandi mig og hefur miðlað af sinni miklu reynslu. Þegar ég var 15 ára gamall var ég hins vegar bú- inn að fá nóg af körfubolta. Ég ákvað að taka mér tveggja ára hlé en byrjaði að æfa aftur þegar ég var 17 ára.“ - Hvað varð til þess að þú byrjaðir að æfa aftur? „Innst inni vissi ég alltaf að ég myndi byrja að æfa aftur. Friðrik Ragnarsson ýtti hraustlega við mér ásamt mörgum öðrum. Menn Voru alltaf að spyrja mig hvenær ég ætlaði að fara að æfa aftur. Ég fékk oft að heyra það að svona stór maður ætti að æfa körfubolta og þetta hafði. vissulega sín áhrif á mig.“ - Uppáhaldslið í NBA? „Þau eru nokkur. Ég held upp á Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers og einnig Boston Celtics en það er kannski vegna þess að pabbi hélt með þeim. Ég held mik- ið upp á Shaquille O’Neal. Hann er einfaldlega besti miðherjinn i NBA-deildinni. Ég geri mér full- komlega grein fyrir því að ég verð aldrei neinn Shaq en ég gæti kannski orðið betri en hann á víta- línunni." Draumurinn aö komast að hjá sterku liöi í Evrópu - Hverjir eru þín helstu mark- mið sem körfuboltamanns? „Mitt fyrsta markmið verður að vinna mér fast sæti í liði Njarðvík- ur. Það er mitt fyrsta markmið. Ég tel mig vera farinn að banka á dyrnar hjá Njarðvíkurliðinu og stefni að því að komast í liðið strax næsta vetur. Síðan verður mitt næsta markmið að komast í byrj- unarliðið. Ef ég lít út fyrir land- steinana þá er draumurinn að komast að hjá sterku félagsliði í Evrópu. Það er mitt langtímamark- miðið en tíminn einn getur svarað þvi hvort þetta markmið mitt næst. Boðið sem ég fékk frá Ítalíu á dögunum kom þægilega á óvart og virkar mjög hvetjandi á mig. Þetta er frábært tækifæri og ég hlakka mikið til að fara í þessar körfuboltabúðir og tel það mikinn heiður að hafa fengi boðið.“ - Friðrik Ragnarsson hefur náð frábærum árangri með Njarðvík. Hvernig þjáifari er Friðrik? „Friðrik Ragnarsson er einfald- lega frábær þjálfari. Hann hefur tekið mig að sér og fékk mig til að æfa með meistaraflokknum og hella mér í lyftingarnar. Hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera.“ - Hvað er það helst sem þú þarft að bæta sem leikmaður? „Ég lít á það sem mitt stærsta verkefni að bæta á mig meiru af vöðvum. Eins og ég sagði þá þarf ég að þyngja mig um 20 til 30 kíló til að geta verið grimmari í frá- köstunum og ýtt betur frá mér undir körfunni. “ - Hverjir eru þínir helstu kostir sem leikmanns? „Minn stærsti kostur er auðvit- að hæðin. Mér er sagt að ég sé með góðar hreyfmgar og mjúk skot. Vonandi er það rétt. Skotin eru að detta og það er auðvitað mikilvægt í þessari skemmtilegu íþrótt." - Nú er það regla frekar en imdantekning að hávaxnir leik- menn eru slakir í vítum. Skýrasta dæmið er ShaquiUe O’Neal. Hvernig er þetta hjá þér? „Vítin eru góð hjá mér.“ - Betri en hjá Shaq? „Shaq er farinn að hitta betur núna úr vítunum en áður þannig að ég er ekki alveg viss. Ég held þó að ég sé örugglega með betri skotnýtingu af vítalínunni en hann í dag.“ „Tel Egii eiga góöa mögu- leika“ „Ég hef að sjálfsögðu fylgst vel með syni mínum og tel hann eiga góða möguleika á að ná langt í körfunni. Hann æfir mjög vel, er samviskusamur, bæði í boltanum og lyftingum. Hann gerir sér grein fyrir því að hann þarf að bæta á sig 20 til 30 kílóum af vöðvum eða svo og þá ættu honum að vera margir vegir færir,“ segir Jónas Jóhannesson, faðir Egils. Jónas lék um 12 ára skeið með Njarðvíking- um og vann marga sæta sigra með félaginu. Jónaas er hávaxinn, um 2,08 metrar á hæð þannig að enn einu sinni hefur eplið fallið í ná- grenni eikarinnar. Jónas var um árabil besti miðherjinn í íslensk- um körfuknattleik og burðarás í sigursælu liði Njarðvíkinga og ís- lenska landsliðinu. „Egill hefur yfir að ráða ágætum hreyfingum og er með mjúkt skot að minu mati. Það er greinilegt að þeir sem skipuleggja körfuboltabúðimar á Ítalíu hafa séð eitthvað spennandi við hann,“ sagði Jónas enn fremur og bætti við: „Draumurinn er að rætast núna. Ég fylgist vel með honum og á eftir að gera það í framtíðinni." -SK Eg tel að Egill verði á endanum 2,16-2,18 m - segir Friðrik Ragnarsson, þjálfari Egils hjá Njarðvík „Við bindum miklar vonir við Egil. -Við erum að vinna í því að taka hann vel í gegn. Hann sýnir þessu öllu gríðarlegan áhuga og við erum að gæla við að hér sé kominn framtíðar miðherji Njarð- víkur og landsliðsins,” sagði Frið- rik Ragnarsson, þjálfari Njarðvík- inga, í samtali við DV-Sport í gær. „Ég er sannfærður um að Egill er enn að stækka. Hann hefur stækkað um 4,5 cm síðan í október og 1,5 cm síðan í apríl. Ég trúi því að hann verði á endanum 2,16 til 2,18 metrar. Egill er mjög ungur en hefur gott skot í kringum teiginn. Þá hefur hann yfir ágætum fóta- hreyfingum að ráða. Hann hefur allt til að bera til að geta náð mjög langt en grundvallaratriði er að hann styrki sig verulega líkam- lega. I því erum við að vinna með honum og hann er gríðarlega áhugasamur og samviskusamur við æfingamar. Ég er rosalega bjartsýnn fyrir hans hönd. Að ala hann upp er einstakt verkefhi og afar sjaldgæft að þjálfarar fái slíka risa upp í hendumar. Ég sé fyrir mér að Egill verði eitthvað hjá okkur í liðinu næsta vetur. Þetta er þolinmæðisvinna og við verð- um að halda okkur á jörðinni. Góöir hlutir gerast hægt en Egill er án efa maður framtiðarinnar," sagði Friðrik Ragnarsson. -SK Egill Jónasson er stærsti körfuknattleiksmaður landsins í dag, 2,12 metrar. Hann er að læra rafvirkjun og þarf ekki stiga til að skipta um peru eins og {' meðalstórt fólk. DV-mynd Víkurfréttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.