Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Page 4
Fréttir LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 DV Jarðvegseyðing mesta umhverfisvandamál þjóðarinnar að mati Landsvirkjunar: Þráhyggja hjá andstæðingum - að beina sífellt spjótum sínum að orkufyrirtækjum, segir Friðrik Sophusson Orkumálin eru ekki stærsta um- hverfisvandamál þjóðarinnar í dag. Flestir sérfræðingar þjóðarinnar í umhverfis- og náttúruverndarmál- um eru sammála um að jarð- vegseyðing sé þar í fyrsta sæti en þrátt fyrir það beina margir sér- fræðingar spjótum sínum að orku- fyrirtækjunum og telja þau jafnvel verri en eyðingaröflin. Þetta sagði Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, á vorfundi Samorku sem lauk á Akureyri í gær. Hann sagði algjörlega horft fram hjá þeirri staðreynd að það væru hvorki virkjanir né lón sem hefðu valdið jarðvegseyðingunni heldur allt aðrir áhrifaþættir. Sum- ir af mannavöldum en aðrir vegna hamfara náttúrunnar sjálfrar. „Þessi þráhyggja sumra virkjunar- andstæðinga hefur leitt til þess að ekki hefur verið horft til þeirra miklu möguleika sem orkufyrirtæk- in hafa til að endurheimta landgæði með margvíslegri uppgræðslu eins og dæmin sanna,“ sagði Friðrik. Stuðlar að sjálfbærri þróun Forstjóri Landsvirkjunar sagði að í málflutningi sumra „náttúru- verndarsinna" væri oft áberandi hvernig reynt væri að höföa til ferðaþjónustunnar og „jafnvel ala á óvild milli hennar og orku- nýtingar". „Þvi miður hef- ur þessi sundrungarher- ferð stundum haft áhrif í ferðaþjónustunni. Flestum er þó ljóst aö ferðaþjónusta og orkubúskapur eiga sam- leið eins og dæmin sanna. Orkufyrirtækin hafa opnað ferðamönnum nýja sýn á landið með betri vegum um hálendið. Sívaxandi flöldi innlendra og erlendra ferða- manna leggur leið sína í orkuverin til að sjá hvemig þar er framleidd hrein, endumýjanleg orka. Og loks má geta þess að langfjölsóttasti við- komustaður erlendra ferða- manna er Bláa lónið, sem væri ekki til ef ekki væri orkuver við Svartsengi," sagði Friðrik. Varðandi hagvöxt þjóðar- innar sagði Friðrik að ör vöxtur útflutnings væri eina öragga leiðin til að tryggja lífskjör íslendinga á við það sem best þekktist annars staðar. „í þvi skyni er mikil- vægt að nýta íslenskar orkulindir, en nýting þeirra er hagkvæm og umhverflsvæn auk þess sem hún stuðlar að sjálfbærri þróun.“ -BÞ Friörik Sophusson. Afmælishátíð FÍB í dag: Fjölskyldurall og bílasýning Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, fagnar 70 ára afmæli á þessu vori. í því tilefni heldur félagið af- mælishátið í Perlunni í dag, 1 júní. Hápunktur hennar verður fjöl- skyldurall um byggðir og nátt- úruperlur Reykjaness. I þessum leik er nauðsynlegt að allir í bílnum, böm og fullorðnir, vinni saman að því að leysa ýmis verkefni og að þvi að komast ferðarhringinn innan timamarka. Fyrsti bíllinn verður ræstur kl. 10 árdegis við Perluna. Inni í Perlunni og utandyra verður bíla- og sögusýning sem tengist 70 ára sögu FÍB. Meðal sýningargripa er forláta Studebaker-bifreið, árgerð 1930. Sýningin verður opin á laug- ardag frá kl. 9.30 til 20 og aðgangur er ókeypis. -hlh Björgunarafrekið íVogum á Vatnsleysuströnd: Bjargvætturinn fær viðurkenningu Þórður Vormsson, maðurinn á sjötugsaldri sem var nærri drukkn- aður í heitum potti í Vogum á Vatnsleysuströnd á kosninganótt- ina, hefur afhent piltinum sem bjargaði honum viöurkenningu fyr- ir björgunarafrekið. Þórður afhenti honum dágóða peningaupphæð um leið og hann þakkaði honum enn og aftur fyrir björgunina. Eins og DV greindi frá vann pilt- urinn, Stefán Guðmundsson, sem aðeins er 17 ára, einstætt afrek þeg- ar hann bjargaði Þórði úr heita pott- inum. Hinn síðarnefndi hafði sofnað í honum og lá á botni hans þegar Stefán bar að. Þórður var þá hættur að anda, orðinn fjólublár og með opin augu. Stefán brást snarlega við og hóf lífgunartilraunir. Þær báru svo skjótan árangur að Þórður var kom- inn til meðvitundar áður en sjúkra- bíllinn kom sem var þó örskömmu eftir aö kallað var á hann. Sjúkra- flutningamennimir sögðu við Þórð á leiðinni á Landspítalann í Reykja- vík að hann hefði án efa verið dáinn en hárrétt viðbrögð Stefáns á ör- lagastundu heföu bjargað lífi hans. Þórði hefur gengið nokkuð vel að jafna sig eftir atburðinn. Þó fékk DVWYND E.ÓL. Viðurkenning Þórður Vormsson afhenti Stefáni Guömundssyni, bjargvætti sínum, dágóöa peningaupphæö sem viöurkenningu fyrir björgunarafrekiö. hann vott af lungnabólgu en kvaðst góður og kenndi sér nú einskis í samtali við DV í gær vera orðinn meins. -JSS 71% vilja hvalkjöt Mikill meirihluti fólks hyggst neyta hvalkjöts ef og þegar það býðst í verslunum á næstu mánuðum. Kemur þetta fram í skoðanakönnun sem Sjávamytjar hafa látið gera í Heita pottinum, nýju vefriti sem dreift er til 53.000 áskrifenda strik.is og kassi.is. Rúmlega 530 manns tóku þátt í könnuninni en spurt var: „Ætl- ar þú að neyta hvalkjöts þegar það býðst hér?“ Alls svaraði 71% spum- ingunni játandi en 22% neitandi og 7% voru óákveðnir. -HKr. Styrktarsjóður Opnaður hefur verið styrktarsjóður fyrir fjögurra manna fjölskylduna sem missti allt sitt í eldsvoða við Fannafell 2 í Breiðholti 8. maí síðastliðinn. Þeim sem vilja leggja fjölskyldunni lið er bent á reikningsnr. 115-05-070393 við Landsbankann í Mjódd. -vig NOTAÐIR BÍLAR Dalhatsu Gran Move Nýskr. 03/1999, 1600 cc, 5 dyra, sjálfskiptur, vínrauður, ekinn 53 þ. ->990þ. Land Rover Dlscovery Nýskr. 04/1998, 2500 cc, dfsil, 5 dyra, sjálfskiptur, gylltur, ekinn 74 þ., álfelgur, 7 sæta. ■>2.190/3 Við færum þér beinar sjónvarpsútsendingar frá HM 2002. ■>580þ Toyota Yarls Terra Nýskr. 06/2000, 1000 cc, 3 dyra, 5 gfra, silfurgrár, ekinn 43 þ. Volkswagen Polo Nýskr. 05/1999, 1400 cc, 5 dyra, 5 gíra, blár, ekinn 37 þ. ■>890ö ■>99/) Subaru Forester Cs Nýskr. 07/2000, 2000 cc, 5 dyra, 5 gíra, vínrauður, ekinn 60 þ. Topplúga. ->1.890/3 Nlssan Terrano II Nýskr. 08/1999, 2700 cc, dfsil, 3 dyra, 5 gíra, grasnn, ekinn 46 þ. ->1.950/>. Hyundai Accent Lsi Nýskr. 07/1997, 1300 cc, 5 dyra, 5 gíra, hvítur, ekinn 36 þ. ->830/3. Renault Clio RN Nýskr. 09/1999, 1600 cc, 3 dyra, sjálfskiptur, svartur, ekinn 24 þ. Renault Laguna II RT Nýskr. 05/2001, 1600 cc, 5 dyra, 5 gfra, grár, ekinn 14 þ. ->1.850/3. Peugeot 306 Break st. Nýskr. 06/1998, 1600 cc. 5 dyra, 5 gíra, rauður, ekinn 67 þ. ■>880/3. Fiat Marla Weekend Sx Mitsubíshi Lancer Glxi Land Rover Freelander Mercedes Benz E280 Renault Mégane RN Classlc Nýskr. 10/1999,1600 cc. 5 dyra, 5 gíra, rauöur, ekinn 40 þ. Nýskr. 04/2000, 1300 cc, 4 dyra, 5 gíra, hvítur, ekinn 26 þ. Nýskr. 12/1999, 1800 cc, 5 dyra, 5 gíra, hvítur, ekinn 70 þ. Nýskr. 06/1993, 2800 cc, 4 dyra, sjálfskiptur, blár, ekinn 158 þ. Nýskr. 06/1999, 1400 cc 4 dyra, 5 gíra, rauður, ekinn 57 þ. ■> 1.150/3 ->1.050/3 ->1.740/3. ->1.380þ. ■>1.080/3 575 1230 Opið mán-fös 09-18 og lau 10-16 J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.