Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 DV Fréttir Vel heppnaðar karfamerkingar í hafdjúpinu: Bylting með nýrri íslenskri tækni DV-MYND E.ÖL Svona er þetta gert Sigmar GuObjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu- Odda, útskýrir hvernig merkjum er komiö fyrir í fiskin- um á miklu dýpi. Meö honum á myndinni eru, taliö frá vinstri: Guömundur Bjarnason, skipstjóri á Árna Friö- rikssyni og Þorsteinn Sigurösson, fiskifræöingur og verkefnisstjóri Hafrannsóknastofnunar, lengst til hægri. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er nýkomið úr leiðangri af karfaslóð suður af íslandi þar sem gerðar voru allsérstæðar tilraunir. Þar var um að ræða merking- ar á karfa í hafdjúpunum með tækjabúnaði sem íslenska fyr- irtækið Stjörnu-Oddi hefur hannað. Tókst tilraunin vel, merktir voru 50 karfar, og telja vísindamenn að þetta sé bylting í merkingu lífvera á miklu hafdýpi. Felst hugmyndin í því að tölvumerkjum í plasthylkjum er komið fyrir í kviði fiskanna. Er það gert með sér- stökum búnaði sem komið er fyrir i fiskitrolli sem safnar fiskinum að búnaðinum. Þar fer fiskurinn í gegn og er skorið á roðið og búnaðinum komið fyrir með vélrænum hætti sem stýrt er úr brú skipsins. Þegar merkingu er lokið er opnað fyrir pokann á trollinu og fiskinum sleppt. Merkin eru í hvítum plasthylkj- um og stendur vírspotti út um kvið fiskanna eftir aðgerðina. Á að vera auðvelt að koma auga á búnaðinn þegar hann lendir á borðum fiskvinnslunnar. Það er von sérfræðinganna að sjó- menn og fiskverkendur verði á varðbergi fyrir slikum merkjum og skili þeim til Hafrannsóknastofnunar. Vandinn við merkingar á karfa og öðrum fiskum sem hafast við á miklu dýpi hefur fram til þessa verið sá að þeir þola ekki eða illa ferðalag úr miklum þrýstingi í hafdjúp- inu og upp á yfirborð. Því hef- ur hugmynd Stjömu-Odda um að fara með tæki niður í haf- djúpið til merkingar gjör- breytt hugmyndum manna um fiskimerkingar. Þorsteinn Sig- urðsson, fiskifræðingur og verkefnisstjóri Hafrannsókna- stofnunar, segir kollega sína víða um heim bíða spennta eftir nið- urstöðum tilraunanna hér heima. Þetta gefi alveg nýja möguleika í merkingum fiska í stómm stíl, jafn- vel á miklu dýpi, sem ekki hafi ver- ið mögulegt áður. Framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda, Sigmar Guðbjörnsson, segir sam- starfið við Hafrannsóknastofnun ómetanlegt en þróun þessa merki- búnaðar sé líklega búin að kosta um 100 milljónir króna. Bara úthald á skipi stofnunarinnar kostar eina milljón króna á dag. Hann segir að hugmyndin hafi kviknað 1997 og ver- ið í stöðugri þróun síðan. Nú yrðu gerðar frekari endurbætur á búnaö- inum í ljósi nýjustu tilrauna. Áður hafi verið gerðar tilraunir um borð í hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæ- mundssyni en hann væri ekki nógu vel búinn og ekki nógu öflugur til að draga flotrollið sem nota þyrfti. Guð- mundur Bjarnason, skipstjóri á Áma Friðrikssyni, sagði að tilraun- in, sem gerð var 11.-15. maí, hefði gengið vel. Skipið sé mjög vel búið til slíkra aðgerða og hægt að stýra trollinu með öflugum spilum skips- ins að ósk rannsóknarmanna. -HKr. REYKJAViK AKUREYRI Sólariag í kvöld 23.30 23.15 Sólarupprás á morgun 03.20 03.05 Síðdegisflóð 23.08 16.10 Árdegisflóð á morgun 11.37 03.41 Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða úrkoma. Skýjaö með köflum og þurrt Norðaustan og Austanlands. Fremur milt veður sunnanlands en hlýjast á austurlandi. ÞfijiJJJ jp ® 10° 10°Y-> O 1T? V Skýjað um mestallt land Fremur hæg austlæg átt, skýjað með köflum en dálítil rigning sunnanlands og þokuloft við norður- og austurströndina. Hiti 7 til 13 stig. Bannmerki í nýju símaskránni Símaskráin 2002 er komin út og hefur þegar tekið gildi. Hún er prent- uð í 230 þúsund eintökum í lit á vandaðan pappír, með plasthúðaðri kápu og er umfangsmesta prentverk sem unnið er hérlendis árlega. Helstu nýjungar í skránni eru svokölluð bannmerki sem eru sér- stök merking við notendur sem óska eftir að vera ekki ónáðaðir af aðilum sem stunda beina markaðssetningu. Merkingin er fyrir framan símanúm- erin og er rauður kassi með hvítum krossi. Af um 300 þúsund aðilum ósk- uðu um 54.000 eftir merkingunni. í skránni er jafnframt að finna leik- daga í Símadeildinni 2002, þ.e. úr- valsdeild karla og kvenna í knatt- spyrnu. Forsíðu Simaskrárinnar 2002 prýða verk eftir Kristínu Jónsdóttur (1888-1959), en hún varð fyrst ís- lenskra kvenna til að leggja fyrir sig myndlist. Myndin á forsíðu höfuð- borgarskrárinnar heitir „Við Þvotta- laugarnar" á landsbyggðarskránni heitir myndin „Fiskverkun við Eyja- fjörö“. -GG DV-MYND PJETUR Símaskrá Heiðrún Jónsdóttir, forstööumaöur upplýsinga- og kynningarmála Sím- ans, og Anton Órn Kærnested, rit- stjóri Símaskrárinnar 2002, meö bókina á milli sín. Lækkaöu byggingarkostnaðinn! • Styttu byggingartímann Hús þetta er 151 fm. (125 + 26 fm bílsk.) íslenskt timbureiningahús. Efni í fokh.hús m.stand. vatnsklæðningu afhendist í gámi tilb. til uppsetningar á höfuðb.sv. Reisingartími er um 10 dagar kr: 5.490.000.- sp hÖnnun húseiningar, dalvegi 16 - b, 200kópavogi sími: 564 6161 - netfang: spdesign@mmedia.is íslenskur barþjónn leik- stýrir á Manhattan „Ég var búin að spara barpeningana til að geta látið þetta verða að veruleika. Nú hefur draumurinn ræst,“ segir Margrét Óskarsdóttir, leikstjóri og barþjónn, sem frum- sýndi fyrsta leikrit sitt, „taken for a loop“, í leikhúsi á Manhattan á miðvikudag. Húsfyllir var á fyrstu sýningu Margrétar sem reyndar er hámenntuð 1 þeim fræðum sem snúa að leiklist. Hún stundaði nám í Bandaríkjunum við American Academy of Dramatic Arts og Hunt- ir Collage og útskrifað- ist þaðan með BA í leiklist og kvik- myndagerð. Margrét starfar sem barþjónn á Manhattan þar sem hún hefur búið og starfað í 11 ár. Hún á að baki nám I leikstjórn við virtan skóla. Auk þess að leikstýra verkinu skrifaði Margrét handritið að „taken for a loop“. Þá fjármagnar hún sjálf uppsetn- inguna en stærstur hlutinn felst í að leigja leikhúsið þar sem verkið fer á fjalirnar. „Áhættan er ekkert gríðarleg. Það tekur mig þrjár vikur að vinna upp í kostnaðinn á barnum. Miðinn kostar aðeins 12 dollara. Uppselt var á fyrstu sýning- una löngu fyrir frumsýningardag og búið að selja þó nokkuð inn á næstu sýningar,“ segir hún. Leikhúsið er á '23. stræti og milli 6. og 7. breiðgötu á Manhattan. Mar- grét segir áð mn sé að ræða svokallaða Off, off Broadway- sýningu sem mark- ist af því að i hús- inu eru færri en 99 sæti. Meðal þeirra sem sótt hafa sýn- ingamar er nokkur fjöldi íslendinga sem komu gagngert til New York til að sjá verkið sem alls verður sýnt fnnm sinnum. Eftir að seinasta sýningin verður að baki á sunnudagskvöld ætlar hún að meta árangurinn og halda áfram að vinna á barnum þar til fleiri tækifæri dúkka upp. „Lokatakmarkið er að fá vinnu sem leikstjóri. Þar er ég ekki að spá í peninga en það væri þó gott að geta hvílt mig frá starfinu á barn- um,“ segir Margrét. -rt DV-MYND REYNIR TRAUSTASON Lelkstjórinn Margrét Óskarsdóttir er sprenglærö í þeim fræöum sem snúa að leikritum og kvikmyndagerö. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur e & £3 HHi 5" Hitl 5° Hiti 6° til 15° til 15° til 14° Vindur: 3-10 os Vindur: 5-lOnV* Vindur: 5-10 m/s NA-átt og rigning um landið norðarv og austanvert. Annars skýjaö. Áustlæg átt og dálrtil rignlng. Skýjaö meö köflum og úrkoma í öörum landshlutum. Áfram austlæg átt og úrkoma um mest alft landiö. i- 'l í tfst- Logn Andvari Kul Gola Stinnlngsgola Kaldi m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 Stinningskaldi Allhvasst Hvassviöri Stormur Rok Ofsavefiur Fárvifiri 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 JfL Á2 AKUREYRI rigning 4 BERGSSTAÐIR rigning 3 BOLUNGARVÍK alskýjaö 9 EGILSSTAÐIR súld 9 KIRKJUBÆJARKL. rigning 10 KEFLAVÍK skýjaö 9 RAUFARHÖFN súld 3 REYKJAVÍK skýjaö 9 STÓRHÖFÐI súld 8 BERGEN rigning 11 HELSINKI léttskýjað 22 KAUPMANNAHOFN skúr 11 ÓSLÓ skýjaö 16 STOKKHÓLMUR 18 ÞÓRSHÖFN skúr 11 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 16 ALGARVE skýjaö 25 AMSTERDAM hálfskýjaö 15 BARCELONA léttskýjaö 22 BERLÍN skúr 20 CHICAGO léttskýjaö 22 DUBLIN skýjaö 14 HALIFAX súld 13 FRANKFURT hálfskýjað 22 HAMBORG þrumuveöur 14 JAN MAYEN rigning 4 LONDON skýjaö 17 LÚXEMBORG léttskýjað 19 MALLORCA léttskýjaö 27 MONTREAL 18 NARSSARSSUAQ úrkoma 8 NEW YORK léttskýjaö 21 ORLANDO léttskýjað 22 PARÍS léttskýjaö 21 VÍN hálfskýjaö 23 WASHINGTON léttskýjaö 21 WINNIPEG heiöskírt 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.