Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Side 12
12 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 DV Fréttir Bono er hættur að láta sig dreyma heldur lætur verkin tala: Rokkarinn sem vill bjarga Afríku Irski rokkarinn Bono er sammála breska skáldinu W.H. Auden sem skrifaði einhverju sinni að skáld- skapurinn kæmi engu til leiðar. „Ég er orðinn þreyttur á að láta mig dreyma. Þessa stundina vil ég láta verkin tala.“ Og Bono hefur svo sannarlega ekki látið sitja við orðin tóm. For- söngvari írsku stórsveitarinnar U2 er nýkominn heim úr ellefu daga ferð um fjögur Afríkuríki þar sem hann og Paul H. O’Neill, fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, kynntu sér málefni álfunnar. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars sá að vekja athygli umheimsins á vanda- málum Afríku og um leið varpa ljósi á þær rökræður sem fram fara um hvemig vinna eigi bug á fátækt í heiminum. Skrýtnir ferðafélagar Þeir voru kallaðir „furðuparið", eða „odd couple" upp á ensku, á ferðalagi sínu um Afríkulönd. Enda gefur varla að líta ólíkari menn. Bono aldrei í öðm en safarífotum, með blálituðu sólgleraugun stöðugt á nefinu. O’NeUl alltaf í óaðfinnan- lega pressuðum skyrtum með flott hálstau og buxum i stíl. Ekki nóg með það, heldur fara skoðanir þeirra á aðstoð við fátæk lönd hreint ekki saman. Bono er ákafur talsmaður þess að auðug ríki Vesturlanda auki aðstoð sína við Afríkuríki og gefi þeim upp skuldir til að þau megi koma fótunum und- ir sig. Hann notaði hvert tækifæri í nýafstaöinni ferð til að hamra á þessu við hvem sem heyra vildi. Frjáls markaður lifi O’Neill aftur á móti er ekki jafn- viss um ágæti aðstoðar. Þvert á móti telur hann að gífurlegir fjár- munir hafi farið í súginn á umliðn- um árum þar sem hjálparféð hafi ekki orðið til að örva efnahagslíf landanna sem aðstoðina þáðu. Hann vill aö Afrikuríki opni markaði sína fyrir erlendum fjárfestum. „Ég er áhugamaður meðal at- vinnumanna," sagði Bono við John Kufor, forseta Gana, þegar þeir O’Neill heimsóttu hann á dögunum. En ekki áhugamaður af verri end- anum. „Ég neitaði að hitta hann í fyrstu. Ég hélt að hann væri bara einhver poppstjarna sem vildi notfæra sér mig,“ segir O’NeUl um fyrstu kynni sín af popparanum. Hann var þó ekki seinn að skipta um skoðun eft- ir að heldur betur teygðist á fyrsta fundi þeirra. Fundurinn átti að standa í hálftíma en varö klukku- tímanum lengri en það. „Hann tekur þetta alvarlega. Hon- um stendur ekki á sama um þessi mál og veistu hvað? Hann veit heil- mikið um þau.“ Svo mörg voru þau orð banda- ríska fjármálaráðherrans um rokk- arann. Geldof kom honum á bragðið Bono er ekki fyrsti rokkarinn sem mjög er í mun að bæta kjör Afr- íkuþjóða. Flestir muna sjálfsagt eft- ir öðrum íra, Bob Geldof, sem hætti aö syngja og tók að skipuleggja fjár- safnanir fyrir hungraða Afríkubúa. Það var einmitt fyrir tilstilli Geldofs sem Bono og félagar hans í U2 komust í kynni við hrikalegt ástandið í mörgum Afríkuríkjum. Þeir léku á tvennum tónleikum, Band Aid og Live Aid, sem Geldof skipulagði 1984 til að safna fé fyrir fórnarlömb hungursneyðarinnar sem þá ríkti í Eþíópíu. Bono og eiginkona hans, Alison Stewart, ákváðu í framhaldi af því að kynna sér ástandið af eigin raun. REUTERSMYND Rokkarinn bregöur á leik írski rokkarinn Bono bregöur á leik viö HlV-smitaö barn á sjúkrahúsi í Soweto í Suöur-Afríku. Þau lögðu land undir fót og fóru til Wello i Eþíópíu og störfuðu þar í sex vikur á munaðarleysingjahæli. Líkin fyrir utan tjaldið „Þegar maður vaknaði á morgn- ana var þokunni að létta. Maður gekk út úr tjaldinu og taldi lík barn- anna sem höfðu verið yfirgefin," rifj- ar Bono upp í samtali við frétta- mann bandaríska tímaritsins Time. „Eða það sem verra er, einhver fað- Erlent fréttaljós irinn kom til manns og reyndi að gefa manni barnið sitt og sagði: Taktu það af því að ef þetta er barn- ið þitt mun það ekki deyja." Atburöir þessir liðu Bono ekki úr minni. Hann lét þó ekki almennilega að sér kveöa aftur fyrr en á árinu 1999 þegar hann gekk til liðs við Jubilee 2000 hreyfinguna. Markmið hennar var að fá Bandaríkin og önn- ur stöndug riki, svo og Alþjóðabank- ann og Aiþjóðagjaideyrissjóðinn til að afskrifa opinberar skuldir 52 fá- tækustu rikja veraldar. Flest þeirra eru í Afríku. Seint á síðasta ári skipti hreyfingin um nafn og kallast núna Drop the Debt, eða Fellum nið- ur skuldirnar. Sjálfur hefur Bono stofnað eigin hreyfingu, DATA, til að berjast fyrir aukinni aðstoð, hvort sem er efna- hagslegri eða á sviði heilbrigðis- mála, eins og í baráttunni við al- næmisfaraldurinn sem hefur gengið mjög nærri mörgum Afríkuþjóðum. Enga tilfinningasemi, takk „Ég veit hversu fáránlegt það er að rokkstjarna skuli tala um Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunina eða niðurfellingu skulda eða alnæmi í Afriku," segir Bono. Rokkarinn leggur áherslu á að gera herferð sína fyrir aukinni að- stoð við Afrikuríki ekki alit of tii- finningaþrungna. „Við færum rök fyrir því að hún komi efnahagsmálum og öryggi Bandaríkjanna við. Tíu lönd í Afr- iku hafa alla burði til að fara sömu leið og Afganistan og það er hundr- að sinnum ódýrara að koma í veg fyrir að eldar kvikni en að slökkva þá,“ segir Bono. Það besta og það versta Á ferðalagi sínu um Afríku urðu félagamir Bono og O’Neill vitni að mörgu því besta sem álfan hefur fram að færa og einnig mörgu af því versta. Þeir vita, rétt eins og milljón- ir Afríkubúa, að efnahagskreppan fer versnandi. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- einuðu þjóðunum hefur nærri helm- ingur 600 milljóna ibúa Afríkuríkja sunnan Sahara minna en eitt hundrað krónur á dag til að draga fram lifið. Lifslikur fara minnkandi og á síðasta áratug hafa framfarir í heilbrigðis- og menntamálum verið afar takmarkaðar. í Gana, einu land- anna fjögurra sem Bono og O’Neill heimsóttu, eru meðalárstekjur rétt undir 400 dollurum, eða hinar sömu og þær voru fyrir 40 árum. Rúmlega þriðjungur ailra barna sunnan Sahara er vannærður, fjög- ur af hverjum tíu ganga ekki í skóla og nemendum hefur fækkað. Þá er víða mikill vatnsskortur og vatn er enn fremur svo dýrt að fátæklingar hafa ekki ráð á því. Maður með stórt veski „Þetta er maðurinn sem ræður yf- ir seðlaveski Ameríku," sagði Bono um ferðafélaga sinn þegar þeir heimsóttu Suður-Afríku. „Og það er rétt að ég vil opna veskið það.“ Kannski ekki skrýtið. Bandaríkin eru ríkasta land veraldar en þau leggja samt hlutfallslega miklu minna af mörkum tii aðstoðar við fátæk lönd en önnuð þróuð ríki, eins og lönd Evrópusambandsins. Það stendur þó eitthvað til bóta. Bono varaði við því í Suður-Afr- íku að reiði í garð Bandaríkjanna kynni að vaxa ef þau gripu ekki til aðgerða gegn fátæktinni. „Fólk veifar til okkar og hoppar þegar við ökum eftir götunum af því að það er glatt yfir að sjá Banda- ríkjamenn. Ef þetta land fær ekki aðstoð mun fólkið kasta grjóti í rút- una þegar við komum aftur eftir fimm ár,“ sagði rokkarinn Bono. Byggt á efni frá Time, The Guardiari, BBC, The Washington Post, Reuters o.fl. REUTERSMYND Ráðherra og rokkari Paul H. O’Neill fjármáiaráöherra BNA, og rokkarinn Bono saman í Afríku. Erlendar fréttir iUtyi3Jj Þrýst á um friö Maður gekk undir manns hönd i vik- unni við að reyna að koma vitinu fyrir ráðamenn í Pakist- an og á Indlandi svo afstýra mætti stríði milli landanna. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, heimsótti bæði Pakistan og Indland og Bush Bandarikjaforseti ákvað að senda landvarnaráðherra sinn, Don- ald Rumsfeld, til landanna í næstu viku. Þá hafa Rússar lagst á deiiend- ur um að slíðra sverðin. Friðarvið- leitnin virðist hins vegar lítinn ár- angur hafa borið til þessa og undan- farna daga hafa verið stöðugar skærur við landamæri hins um- deilda Kasmírhéraðs. Ys og þys á átakasvæði Mikill gestagangur hefur verið fyrir botni Miðjarðarhafs síðustu daga þar sem hver evrópski stjórn- málamaðurinn á fætur öðrum hefur reynt að fá ísraela og Palestínu- menn til að láta af hemaðaraðgerð- um og semja um frið. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra og þýskur starfsbróðir hans, Joschka Fischer, hafa rætt við ísraelska og palestínska ráðamenn og Javier Sol- ana, utanríkismálastjóri Evrópu- sambandsins, er þegar kominn til þessa heimshluta til viðræðna við ráðamenn helstu landanna. Þrátt fyrir allt þetta réðust ísraelskir her- menn inn í borgina Nablus á Vest- urbakkanum á föstudagsmorgun, að sögn í leit að Palestínumönnum sem bera ábyrgð á sjálfsmorðsárásum á ísraelska borgara. Deilt um lögmanninn Anfmni Kallsberg, lögmanni Fær- eyja, hafði ekki fyrr tekist að mynda meirihluta- stjóm með núver- andi stjómarflokk- unum þremur og Miðflokknum á fimmtudag en upp risu deilur um hver skyldi gegn embætti lögmanns í nýrri stjóm. Kallsberg vill að vonum sitja áfram í lögmannsstólnum en Hogni Hoydal, helsti sjálfstæðissinni Fær- eyja, gerir einnig tilkall til stöðunn- ar. Ef hefðin fær að ráða verður Hogni lögmaður þar sem hann er leiðtogi stærsta stjórnarflokksins. Stjómarmyndun Kalisbergs tók einn mánuð en í kosningunum í aprillok fengu fylkingar stjórnar og stjórnarandstöðu jafnmarga þing- menn, eða sextán hvor. Óánægja með niðurskurð Mikil óánægja er meðal margra þjóða Evrópusambandsins með tillög- ur framkvæmdastjómarinnar um nið- urskurð á fiskiskipaflota aðildarþjóð- anna. Tillögumar kveða á um að sóknarþungi Evrópuflotans dragist saman um 30 til 60 prósent. Það hefði í för með sér að nærri þijátíu þúsund manns í sjávarútvegi misstu atvinn- una. Spánverjar fara fremstir í flokki andófsþjóðanna og hafa þeir hótað að koma í veg fyrir aö tillögurnar nái fram að ganga ef ekki verði fallist á tillögur þeirra um breytingar. Óvinir féllust í faðma NATO og Rússar féllust endanlega í faðma i vikubyrjun þegar undirritað var á Ítalíu samkomulag um samstarfsráð þessara tveggja fyrr- um erkifjenda. Tutt- ugu þjóðaleiðtogar, þar á meðal Davíð Oddsson forsætisráðherra, komu sam- an í herstöð skammt frá Róm í tilefni þessa tímamótaviðburðar. í hinu nýja ráði standa Rússar jafnfætis NATO- rikjunum þegar rætt er um hryðju- verkavá og afvopnunarmál. Andófskona í blaðaútgáfu Lýðræðisbaráttukonan Aung San Suu Kyi í Búrma sagði í blaðaviðtali í vikunni að hún ætlaði að stofna dag- blað stjómarandstæðinga i landinu. Herforingjastjórn Búrma hefur i strangt eftirlit með öllum fjölmiðium í landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.