Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2002, Page 14
14 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2002 Helgarblað DV Sepp Blatter, nýkjörinn forseti FIFA. Hann er 65 ára Svisslendingur, fráskilinn fyrrverandi íþróttafréttamaður og atvinnuknattspyrnumaöur meö meiru. framtiöinni vinna með Blatter og FIFA í því að sameina hreyfing- una.“ Aðalritarinn fýkur Blatter var mikið í mun að sam- eina þingfulltrúa eftir kosninguna. „Við skulum takast í hendur, öllsömul. Gerum það,“ sagði Blatter og tók að því loknu í hönd áður- nefnds Zen-Ruffmens, aðalritara FIFA, en kolsvört skýrsla hans um störf Blatters í þágu FIFA síðustu fjögur árin er nú á borði saksókn- ara i Zúrich. Öruggt er talið að allt fari aftur í bál og brand innan FIFA þegar HM lýkur. Blatter hefur gefið sterklega til kynna að Zen-Ruffinen verði á brott úr höfuðstöðvum FIFA með sitt hafurtask strax og HM lýkur. „Ég hef heyrt haft eftir Zen- Ruffinen að hann sé í vandræðum. Hann hefur rétt fyrir sér. Hann er svo sannarlega í verulegum vand- ræðum. En eins og staðan er i dag er hann enn aðalritari FIFA,“ sagði Blatter eftir þingið um aðalritara sinn og bætti við: „Ég mun í fram- tíðinni hugsa mig betur um þegar ég vel mér nánustu samstarfssmenn mína. Mig langar ekki til að endur- taka þennan leik. Ef ráðist er á heimili þitt að utan áttu kost á því að loka dyrum og setja lögreglu- menn fyrir utan húsið. Ef árásin kemur innan frá veit ég ekki hvem- ig á að verjast henni,“ sagði Blatter. Ljóst er að hann mun nota fyrsta tækifæri til að víkja Zen-Ruffinen úr starfi. Sigur Sepp Blatters í forsetakjöri FIFA: Sigur sannleikans á sögusögnum? „Issa Hayatou hefur aldrei verlö óvinur minn. Hann var andstæöingur minn. Hann hegöaði sér alltaf eins og sannur keppnismaöur. Þaö er ekki hann sem hefur spillt andrúmsloftinu," sagöi Blatter um Hayatou. Þeir féllust í faöma eftlr aö úrslitin voru Ijós í forsetakjöri FIFA. Gríðarleg átök urðu á þingi Al- þjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) sem fram fór á dögunum í Seoul i Suður- Kóreu. Endurkjör forseta FIFA skyggði á öll önnur mál þingsins og minnast menn ekki meiri átaka og gauragangs á þing- um sambandsins í þau 98 ár sem þau hafa starfað. Sepp Blatter hefur verið sakaður um mikla spiUingu, mútur og að stefna FIFA í gjaldþrot. Öllum þess- um ásökunum hefur hann ávallt vísað á bug. Fyrir nokkrum mánuð- um var ljóst að Issa Hayatou frá Kamerún myndi bjóða sig fram á þinginu gegn Blatter. Báðir voru þeir sigurvissir fyrir þingið. Blatter sagði yfir 100 þjóðir innan FIFA hafa beðið sig um að gefa kost á sér til endurkjörs. Skömmu fyrir kosn- inguna sagði Hayatou að hann hefði tryggt sér 95% atkvæðanna sem hann þyrfti til að vinna sigur. Úr- slitin urðu 139-56, Sepp Blatter í vil. Hann stýrir því FIFA næstu 4 árin á sínu öðru kjörtímabili. Blatter sló ekki á óánægjuraddir nokkru fyrir kosninguna þegar hann á sérstöku eins dags auka- þingi um fjármál FIFA meinaði and- stæðingum sínum að taka til máls. Þeir urðu viti sínu fjær af reiði og fúkyrðin dundu á Blatter. Sjálfur lét hann þessa gagnrýni sem vind um eyrun þjóta, hélt sínu striki og varð- ist með kjafti og klóm. Sprengja aðalritarans Fyrir nokkrum vikum varpaði aðalritari FIFA, Michel Zen- Ruffinen, einn nánasti samstarfs- maður Blatters innan FIFA, mikilli sprengju. Hann kom skýrslu um meinta spillingu og glæpsamleg at- hæfi Blatters á framfæri til fjöl- miðla. í kjölfarið ákváðu 11 af 24 meðlimum framkvæmdanefndar FIFA að kæra Blatter. Ástæðan var ekki síst sú að fulltrúamir töldu sig meðseka ef þeir færu ekki dómstóla- leiðina gegn Blatter. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér þungan dóm. Blatter brást við með því að segjast saklaus þar til sekt hans yrði sönnuð. „Ég er saklaus af öllum þessum ákærum. Við munum sjá hvað gerist," sagði Blatter og bætti þvi við að honum væri mjög brugðið vegna málaferlanna. FIFA hefur beðið hnekki Öll umræðan um meinta spiU- ingu Blatters hefur skaðað FIFA. Svo mjög að margir fulltrúa á þing- inu í Seoul töldu að það tæki mörg ár að endurbæta ímynd sambands- ins. Sumir höfðu á orði að það tæk- ist ekki að fullu fyrr en Blatter væri á bak og burt. Frambjóðendurnir tveir, auk fjölda annarra þingfulltrúa, lögðu áherslu á það í sínu máli að endur- vekja traust umheimsins á FIFA. Það væri knattspymunni í heimin- um slíkt grundvallaratriði að íþrótt- in biði þess seint bætur ef ekki yrði tekið hraustlega til hendinni. Víst er að þingið í Seoul og framvinda mála þar verður ekki til þess að endurvekja traust almennings á FIFA. Á meðan spillingarmál forset- ans eru fyrir dómstólum í Sviss og raddir mjög háværar um ótrúlega fjármálaóreiðu hans er ekki von til þess að trúverðugleiki FIFA fari vaxandi. Stórsigurinn kom á óvart Miklir yfirburðir Blatters í kosn- ingunni komu andstæðingum hans í opna skjöldu. Þeir töldu sig hafa vissu fyrir því að kosningin yrði jöfn og að Hayatou myndi jafnvel bera sigur úr bítum. Blatter var kokhraustur eftir að sigurinn var í höfn og sagði að fólk sem bæri hag knattspymunnar fyrir brjósti skrökvaði ekki. „Þið getiö ekki ímyndað ykkur hve undanfamir mánuðir hafa verið erfiðir fyrir mig. Á mér hafa dunið ásakanir og vissir fiölmiðlar gert allt sem í þeirra valdi stendur til að upplýsa almenning um það hve slæmur maður ég er. Ég þakka ykkur öllum stuðninginn, það getur ekki verið að ég sé jafn slæmur og mér hefur verið lýst. Sannleikurinn sigraði hér í Seoul,“ sagði Blatter í ræðu á þinginu eftir kosninguna og bætti við: „Við skulum gleyma því sem gerst hefur. Við skulum endurvekja samheldni okkar og trúverðug- leika.“ Engu líkara var en að Hayatou, sem gagnrýnt hafði Blatter mjög harkalega á þinginu, hefði gleymt öllum sinum orðum er hann tjáði sig í kjölfar ósigursins: „Eins og hingað til getur Blatter treyst á áreiðanleika minn í starfi sínu sem forseti. í mínum huga þýða þau 56 atkvæði sem ég fékk ekki að ég hafi tapað kosningunni. Ég er mjög ánægður með útkomuna og mun í Zen-Ruffinen sagðist ekki myndu segja af sér: „Ég stend enn við það sem ég sagði og hef gert. Ég hef sýnt hugrekki og fiöldi manns í sfióm FIFA er á mínu bandi. Ég mun ekki segja af mér en líklega verð ég að víkja,“ sagði Zen-Ruffinen. Forseti UEFA vonsvikinn í upphaflþings FIFA flutti Chung Mong-joon, formaður knattspyrnu- sambands Suður Kóreu og einn varaforseta FIFA, ræðu og vandaði Blatter ekki kveðjumar. Gagnrýndi hann raunar mjög harkalega og í kjölfarið þakkaði Blatter honum fyrir ræðuna og gestrisnina. Þegar Blatter hafði verið kosinn forseti sagði þessi sami Chung Mong-joon: „Ég vona að ég og Blatter getum unnið saman og reyndar veröum við að vinna saman að málefnum FIFA. Þessi úrslit vom ekki slys og við verðum að horfa fram á veg- inn.“ Svíinn Lennart Johansson, for- seti Knattspymusambands Evrópu, UEFA, sem gagnrýnt hafði Blatter harkalega fyrir þingið og margoft lýst yfir stuðningi við Hayatou, var dapur í bragði eftir kosningu Blatt- ers: „Ég er mjög vonsvikinn og hissa á þessum úrslitum. Ég hélt að þetta yrði mun jafnari leikur," sagði Johansson og lét í ljós að enn einu sinni væri hann fús til að leita sátta. Litlu löndin gerðu útslagið í kjölfar stórsigurs Blatters er eðlilegt að spurt sé: Hvers vegna í ósköpunum var maöurinn endur- kjörinn miðað við allt það sem á undan var gengið? Svarið við þessari spumingu er i raun einfalt. Þeir sem fara með fiár- málin innan FIFA sögðu á þinginu að FIFA ætti tugi milljarða á banka- reikningum. Þeir sem gagnrýndu þetta voru á örlítið annarri skoðun og sögðu FIFA ramba á barmi gjald- þrots. „Milljarðamennirnir" höfðu betur i áróðursstríðinu á þinginu. Fúlltrúar fiölmargra þjóða innan FIFA, sem eiga alla sína framtíð undir styrkjum frá sambandinu, bitu á agn núverandi valdhafa FIFA og greiddu Blatter atkvæði sitt í kosningunni. Þeir sem harðast gagnrýna Blatt- er fullyrða að hann hafi keypt at- kvæði þessara litlu þjóða. -SK Husgögn eftir þínum þörfum I hornsófar ! stakir sófar Istólar hvíldarstólar Isvefnsófar ! veggeiningar S borðstofuhúsgögn og fl. JJJJgJ Höfðatúni 12 105 Reykjavík Slmi 552 5757

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.